Morgunblaðið - 10.10.2011, Síða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2011
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang
augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir, mark-
vörður HK, átti stórleik á milli
stanganna og sýndi af hverju hún
var valin í íslenska landsliðið á nýj-
an leik á dögunum þegar HK hafði
betur gegn KA/Þór, 30:19, í N1-
deildinni í handknattleik en liðin
áttust við í Digranesi.
Ólöf Kolbrún varði alls 19 skot í
leiknum og fann sig afar vel í marki
Kópavogsliðsins.
Alls komust ellefu leikmenn HK á
lista markaskor-
ara í dag en Arna
Björk Al-
marsdóttir var
þeirra marka-
hæst með 7 mörk
og Jóna Sigríður
Halldórsdóttir
skoraði 6 mörk.
Martha Her-
mannsdóttir var
markahæst Akureyringa með 8
mörk.
Á Ásvöllum hrósuðu Haukar
sigri gegn Gróttu, 27:21, og þar
með fengu Haukar sín fyrstu stig
en liðið tapaði fyrir grönnum sínum
í FH í fyrstu umferðinni. Karen
Helga Sigurjónsdóttir var marka-
hæst Hauka með 9 mörk en Erla Ei-
ríksdóttir og Elsa Björg Árnadóttir
skoruðu 4 mörk hvor. Hjá Gróttu
skoraði Sunna María Einarsdóttir 9
mörk og Elín Helga Jónsdóttir var
næstmarkahæst með 3 mörk.
gummih@mbl.is
Ólöf Kolbrún í stuði á milli stanganna
Ólöf Kolbrún
Ragnarsdóttir
Íslenska U17 ára landslið stúlkna í
knattspyrnu, undir stjórn Þorláks
Árnasonar, er á sigurbraut í und-
ankeppni Evrópumótsins. Liðið
hafði í gær betur gegn Kasakhstan,
3:0, í öðrum leik sínum í riðlinum,
sem spilaður er í Austurríki, en á
föstudaginn fögnuðu íslensku stúlk-
urnar sigri gegn Austurríki, 2:1. Ís-
lenska liðið er öruggt með að enda í
einu af tveimur efstu sætunum og
hefur þar með tryggt sér sæti í milli-
riðli.
Glódís Perla Viggósdóttir skoraði
tvö fyrstu mörk íslenska liðsins og
Eva Lind Elíasdóttir bætti því
þriðja við undir
lok leiksins en
hún kom inn á
sem varamaður í
síðari hálfleik.
Glódís spilar í
Danmörku en lék
áður með HK/
Víkingi en Eva
Lind leikur með
Selfyssingum.
Síðasti leikur
íslenska liðsins er á miðvikudaginn
en þá leikur það gegn Skotum en
Skotar gerðu 1:1 jafntefli við Aust-
urríki í gær. gummih@mbl.is
Stelpurnar komnar áfram
Þorlákur
Árnason
Bretinn AndyMurray
hrósaði sigri á
opna japanska
meistaramótinu í
tennis í gær.
Murray hafði bet-
ur gegn Spán-
verjanum Rafael
Nadal í úrslita-
leik, 3:6, 6:2 og 6:0.
Murray, sem er 24 ára gamall,
hafði fyrir leikinn tapað fimm leikj-
um í röð gegn Nadal, sem er efstur á
heimlistanum.
Spánverjinn byrjaði betur og vannfyrsta settið en Murray, sem
vann á dögunum opna taílenska mót-
ið, sýndi styrk sinn og vann tvö
næstu sett nokkuð örugglega og
tryggði sér þar með sigur á mótinu.
Fyrir það fékk hann 295.000 dollara
í verðlaunafé en það jafngildir 35
milljónum íslenskra króna.
Bandaríkjamenn unnu sinn fyrstasigur undir stjórn Þjóðverjans
Jurgen Klinsmann þegar þeir báru
sigurorð af Hondúras, 1:0, í æfinga-
leik sem fram fór í Miami. Clint
Dempsey, leikmaður Fulham á Eng-
landi, skoraði sigurmarkið á 36. mín-
útu leiksins. Þetta var fjórði leikur
bandaríska landsliðsins undir stjórn
Klinsmann en hann var ráðinn þjálf-
ari liðsins í júlí í sumar. Liðið gerði
1:1 jafntefli við Mexíkó en tapaði 1:0
fyrir Kosta Ríka og með sömu
markatölu fyrir Belgíu.
Skotar lifa enní voninni um
að enda í öðru
sæti í I-riðli und-
ankeppni Evr-
ópumóts lands-
liða í knattspyrnu
og komast þar
með í umspil um
sæti í úr-
slitakeppninni á næsta ári. Skotar
lyftu sér upp í annað sætið með
naumum sigri á Liechteinstein, 1:0, í
Vaduz þar sem Craig Mackail-
Smith skoraði sigurmarkið. Skotar
eru með 11 stig í öðru sæti en Tékk-
ar eru í þriðja með 10 stig. Skotar
eiga eftir að spila við heims- og Evr-
ópumeistara Spánverja, sem eru
með 21 stig eða fullt hús stiga, en
Tékkar mæta Litháen. „Við þurfum
ekkert að hræðast það að mæta
Spánverjum. Við förum í þann leik
til að vinna. Við getum ekki hugsað
um úrslitin í Litháen,“ sagði Craig
Levein, landsliðsþjálfari Skota.
Bandaríkjamaðurinn Rickie Fow-ler hrósaði sínum fyrsta sigri á
atvinnumannaferlinum í golfi þegar
hann bar sigur úr býtum á opna
Kóreumótinu sem lauk í gær. Fow-
ler, sem er 22 ára gamall, lék loka-
hringinn á þremur höggum undir
pari og varð sex höggum á undan
næsta manni sem var Írinn Rory
McIlroy. Fowler lék samtals á 268
höggum, McIlroy lék á 274 höggum
og Kóreumaðurinn Kim Meen-Whee
varð þriðji á 277 höggum.
Fólk sport@mbl.is
HLÍÐARENDI
Stefán Stefánsson
ste@mbl.is
„Mér fannst við vera búnar að
hrista þær af okkur í fyrri hálfleik
með sex marka forystu svo þetta
leit allt voða vel út, en við sváfum
þá aðeins á verðinum og hleyptum
þeim inn í leikinn rétt fyrir hlé en
það var samt alveg ljóst að við
myndum ekki hleypa þeim nær.
Við þurftum bara að þjappa saman
vörninni, þá kemur Jenný í mark-
inu í gang í kjölfarið og við fáum
auðveld mörk – þetta gerum við
oftast og gerum best,“ sagði Hrafn-
hildur Ósk Skúladóttir, sem skoraði
6 mörk fyrir Val í 33:20 sigri á ÍBV
að Hlíðarenda í gærkvöldi þegar
liðin léku sinn annan leik í N1-deild
kvenna í handbolta.
Fram í miðjan fyrri hálfleik leit
út fyrir jafnan leik og staðan 6:5
fyrir Valskonur en þá skelltu þær
vörninni í lás, sem aftur skilaði
mörkum úr hraðaupphlaupum og
það örlaði þá á uppgjöf hjá gest-
unum úr Eyjum. Þeir hristu af sér
pusið og hrukku í gang og í byrjun
síðari hálfleiks munaði bara einu
marki, 15:14. Þá kom önnur alda og
nú fór Eyjaliðið alveg á kaf því tíu
mínútum síðar munaði 12 mörkum,
28:16. Það er Eyjakonum smá vor-
kunn að þarna sýndu þrautreyndir
Íslandsmeistarar allar sínar bestu
hliðar. Eftir það gerðist lítið, úrslit-
in ráðin og mest beðið eftir klukk-
unni.
Valskonur sýndu á köflum hvað
þær kunna fyrir sér enda liðið lítið
breytt og leikmenn þekkja hver
annan vel. Engu að síður komu
værukærir kaflar og Valskonur
komust upp með það núna.
„Veit ekki alveg hvað gerðist“
„Ég veit ekki alveg hvað gerðist
á einhverjum sjö mínútna kafla í
síðari hálfleik,“ sagði Ester Ósk-
arsdóttir, sem var markahæst hjá
ÍBV með 7 mörk. „Það munaði
tveimur mörkum í hálfleik en svo
voru það orðin sjö mörk. Við viss-
um alveg að þær eru snöggar í Val
með góðan hóp en við getum samt
ekki gefist alveg upp. Munurinn
þurfti ekki að vera svona mikill en
við gerðum okkur þetta erfitt og
eigum að geta betur,“ bætti Ester
við. ÍBV tefldi fram nýjum leik-
mönnum, sem eru eflaust öflugri en
þeir sýndu nú. „Við fengum tvo
nýja leikmenn í vörnina sem við
eigum eftir að ná betur saman við
og tökum Val þá bara heima. Okk-
ur er spáð sæti um miðja deild en
vitum að við verðum ofar og betra
að vera spáð fimmta sætinu og
lenda svo í þriðja en öfugt.“
Morgunblaðið/Eggert
Markahæst Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hér að skora eitt átta marka sinna gegn ÍBV í gærkvöld.
Sváfum aðeins á verðinum
Smá ströggl þegar Íslandsmeistarar Vals unnu Eyjakonur 33:20 að Hlíðarenda
Vodafone-höllin, úrvalsdeild kvenna,
N1-deildin, sunnudaginn 9. október
2011.
Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 3:3, 6:5,
11:5, 12:8, 14:9, 14:12, 15:14, 22:14,
28:16, 30:17, 32:19, 33:20.
Mörk Vals: Anna Úrsúla Guð-
mundsdóttir 8, Dagný Skúladóttir
6, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 6/1,
Karólína B. Gunnarsdóttir 4, Ragn-
hildur Rósa Guðmundsdóttir 4,
Kristín Guðmundsdóttir 2, Nataly
Sæunn Valencia 2, Arndís María Er-
lingsdóttir 1.
Varin skot: Guðný Jenný Ásmunds-
dóttir 19 (þar af 6 til mótherja),
Sunneva Einarsdóttir 5 (þar af 1 til
mótherja).
Utan vallar: 2 mínútur.
Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 7,
Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 4/3, Iv-
ana Mladenovic 3, Mariana Trboj-
evic 3, Nina Lykke Pettersen 2,
Aníta Elíasdóttir 1.
Varin skot: Florentina Stanciu 14/1
(þar af 4 til mótherja).
Utan vallar: 2 mínútur.
Dómarar: Arnar Geir Nikulásson og
Tatjana Zukovska.
Áhorfendur: Um 95.
Valur – ÍBV 33:20