Morgunblaðið - 10.10.2011, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2011
Inga Elín Cryerúr Sundfélagi
Akraness setti um
helgina nýtt Ís-
landsmet í 400
metra skriðsundi.
Metið setti hún í
landskeppni Ís-
lands og Færeyja
sem fram fór í Klakksvík í Færeyjum
og lauk með sigri Íslendinga. Inga
Elín synti á tímanum 4.15,13 mín-
útum og bætti met Sigrúnar Brár
Sverrisdóttur frá því Meist-
aramótinu árið 2009 en það var
4.15,17 mín. Þá setti Ólöf Edda Eð-
varðsdóttir, ÍRB, nýtt telpnamet í
200 metra bringusundi þegar hún
synti á 2.35,28 mínútum. Gamla metið
átti Erla Dögg Haraldsdóttir síðan í
Svíþjóð árið 2002 en það var 2.37,53
mínútur.
Körfuknattleiksdeild Grindavíkurhefur ráðið annan Bandaríkja-
mann fyrir átök vetrarins, kraft-
framherjann J́Nathan Bullock. Þetta
kemur fram á vef Grindavíkur. Áður
hafði leikstjórnandinn Giordan Wat-
son verið ráðinn og kom hann til
landsins í lok september. Beðið er eft-
ir að dvalar- og atvinnuleyfi verði
klárt fyrir Bullock en pappírarnir eru
komnir til landsins og ætti leikmað-
urinn að geta komið til landsins í
næstu viku.
Hlynur Bær-ingsson er
orðinn fyrirliði
sænska körfu-
knattleiksliðsins
Sundsvall en hann
tekur við því hlut-
verki af Alex
Wesby sem hélt til
Hollands í sumar.
Peter Öqvist, þjálfari Sundsvall, sem
reyndar er einnig landsliðsþjálfari Ís-
lands, segir að valið hafi verið í stöðu
fyrirliða í samráði við leikmenn sem
hafi flestir kosið að Hlynur gegndi því
hlutverki. Jakob Örn Sigurðarson
var næstur Hlyni í kosningunni.
Hlynur hefur áður verið fyrirliði bæði
Snæfells og íslenska landsliðsins.
Hamar í Hveragerði hefur náð ítvo erlenda leikmenn fyrir bar-
áttuna í 1. deild karla í körfuknatt-
leik. Annars vegar Bandaríkjamann-
inn
Terrence Worthy en hann lék með
Concordia Irvine-skólanum í banda-
ríska háskólaboltanum. Ungur Breti,
Louie Kirkman, er einnig genginn í
raðir félagsins en hann lék síðast í 3.
deild í Englandi.
Áheimasíðu Hamars er einniggreint frá því að Sahli Heimir
Porca sé tekinn við þjálfun karlaliðs
Hamars í knattspyrnu sem leikur í 2.
deild.
Fólk sport@mbl.is
Í DIGRANESI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Afturelding átti nánast aldrei
möguleika gegn HK þegar liðin
mættust í 3. umferð N1-deildar karla
í handknattleik í gær. HK náði strax
yfirburðaforystu á fyrstu fimmtán
mínútum leiksins og lagði þá grunn-
inn að sigrinum. HK hafði yfir að
loknum fyrri hálfleik 15:10 en Aftur-
elding náði aldrei að éta upp for-
skotið.
HK lék án varnarmannsins sterka,
Bjarka Más Gunnarssonar, en hann
sneri sig á ökkla í vikunni. Meiðslin
eru ekki alvarleg og ekki er útilokað
að hann geti tekið þátt í næsta leik á
fimmtudaginn þegar HK fær Ís-
landsmeistara FH í heimsókn.
Hafþór stóð upp úr
Þrátt fyrir fjarveru Bjarka var
varnarleikur HK góður en liðið lék
5-1 vörn með nafna hans Elísson fyr-
ir framan. Mosfellingar voru í basli í
sóknarleiknum og þurftu að hafa
talsvert mikið fyrir hverju skoruðu
marki. Afturelding er hins vegar
ekki í vandræðum hvað varðar mark-
verði og Hafþór Einarsson stóð fyrir
sínu í gær. Fyrst og fremst var það
honum að þakka að Afturelding var
„ekki nema“ fimm mörkum undir
þegar flautað var til leikhlés. Sér-
staklega varði hann oft í stöðunni
maður á móti manni og gekk ágæt-
lega að eiga við einn besta mann
deildarinnar, Ólaf Bjarka Ragn-
arsson. Hafþór þarf svo sem að
standa sig vel ef hann ætlar að halda
Davíð Svanssyni á varamannabekkn-
um.
18 mörk frá Ólafi og Bjarka
Þrátt fyrir það náði Ólafur að skila
9 mörkum í leiknum fyrir HK en
skotnýting hans hefur oft verið betri.
Bjarki Már Elísson gerði einnig 9
mörk hjá HK og áhugavert verður að
fylgjast með honum í vetur. Bjarki
vakti nokkra athygli á síðustu leiktíð
og með því að vinna markvisst í
nokkrum þáttum, meðal annars lík-
amlegu atgervi, þá gæti hann spilað í
háum gæðaflokki í framtíðinni.
HK-liðið er öflugt og þá sér-
staklega er byrjunarliðið sterkt.
Álagið dreifist engu að síður ágæt-
lega á milli varnar og sóknar. Vil-
helm Gauti og Bjarki Már Gunnars
sjá um að binda saman vörnina en
Ólafur Bjarki og Ólafur bera hitann
og þungann af sóknarleiknum. Þar
gæti Tandri Konráðsson einnig átt
eftir að láta að sér kveða en hann
raðaði inn mörkunum fyrir Stjörn-
una í fyrra. Þá eru Atli Ævar og
Bjarki Már Elísson drjúgir í marka-
skorun.
Líklega er best að forðast það að
dæma Aftureldingu af þessum leik
enda lenti liðið strax í miklum elting-
arleik. Gæðin hefðu einfaldlega þurft
að vera meiri til þess að veita HK
mótspyrnu.
HK fékk litla mótspyrnu
Morgunblaðið/Ómar
Seigur Atli Ævar Ingólfsson skorar eitt sex marka sinna af línunni fyrir HK á móti Aftureldingu í Digranesinu í gær.
HK komst í 9:1 á móti Aftureldingu Sigur HK var ekki í hættu eftir það
Afturelding í vandræðum í sókninni Ólafur og Bjarki Már markahæstir
Þormóður Jónsson úr Júdófélagi Reykjavík-
ur vann tvöfalt á haustmóti Júdósambands
Íslands sem haldið var á Selfossi um helgina
þar sem 29 keppendur frá fimm félögum
tóku þátt. Úrslitin urðu nokkuð eins og
vænta mátti. Ríkjandi Íslandsmeistarar
unnu sína þyngdarflokka nokkuð örugglega
og vann Þormóður Jónsson (JR) bæði
þungavigtina og opna flokkinn, Þorvaldur
Blöndal (Ármanni) -90 kg flokkinn, Svein-
björn Iura (Ármanni) -81 kg flokkinn og Ingi
Þór Kristjánsson (JR) -73 kg flokkinn.
Það voru síðan bráðefnilegir unglingar sem unnu léttustu
flokkana en Gísli Haraldsson (ÍR) vann -66 kg flokkinn og Ing-
unn Rut Sigurðardóttir (JR) vann nokkuð óvænt en örugglega
í-57 kg flokki kvenna.
Sérstaka athygli vakti þátttaka Gísla Jóns Magnússonar (Ár-
manni) fyrrum landsliðsmanns í þungavigt en hann varð í öðru
sæti. gummih@mbl.is
Tvöfalt hjá Þormóði
á haustmóti JSÍ
Þormóður
Jónsson
Ylfa K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
Gísli Kristjánsson lenti í 2. sæti í 105 kg þyngdarflokki eftir harða
baráttu við Norðmanninn Kim Eirik Tollefsen á Norðurlanda-
mótinu í ólympískum lyftingum sem lauk í Pori í Finnlandi í gær.
Það var að lokum líkamsþyngd þeirra sem réð úrslitum eftir að
þeir lyftu sömu þyngd, 315 kg. Gísli snaraði 150 kg sem var þriðja
þyngsta snörun mótsins en það er jafnframt jöfnun á hans eigin
Íslandsmeti frá 2003. Jafnhendingin gekk ekki eins vel, að því er
segir í tilkynningu. Gísli lyfti 165 kg í fyrstu lyftu og gerði síðan
naumlega ógilt 170 kg og 171 kg í annarri og þriðju tilraun.
Þess má geta að Gísli er 47 ára og var langelsti keppandi móts-
ins. Árangur hans í snörun er 10 kg yfir núgildandi heimsmeti í
öldungaflokki 45-49 ára og samanlagður árangur er 8 kg yfir
heimsmeti í sama aldursflokki. Finnland vann allar liðakeppnir
mótsins en alls kepptu 53 keppendur. Besti lyftari mótsins var yf-
irþungavigtarmaðurinn Jim Gyllenhammar frá Svíþjóð en hann
lyfti 380 kg samanlagt, 170 kg í snörun og 210 kg í jafnhendingu.
Silfurverðlaun hjá Gísla
á Norðurlandamóti
Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í
körfuknattleik, lék sinn fyrsta leik í spænsku
úrvalsdeildinni í gær þegar lið hans Assignia
Manresa vann Joventut 71:59 í fyrstu umferð
í gær.
Haukur Helgi kom til Manresa í sumar
eftir að hafa leikið með Maryland í banda-
ríska háskólaboltanum. Hann var í byrj-
unarliði Manresa í gær og spilaði rúmlega
helminginn af 40 mínútum leiksins í þessari
gríðarsterku deild sem sýnir hve háum
gæðaflokki þessi 19 ára leikmaður tilheyrir
nú þegar. Haukur Helgi skoraði tvö stig og tók þrjú fráköst í
leiknum en þótti þar að auki standa vel fyrir sínu í vörninni.
Manresa var aðeins tveimur stigum yfir í hálfleik en landaði
svo sigrinum í þeim seinni.
Jón Arnór Stefánsson átti einnig að spila sinn fyrsta leik fyrir
nýtt félag, CAI Zaragoza, en ákveðið var að fresta leik liðsins
við Valladolid. sindris@mbl.is
Sigur í fyrsta leik
Hauks Helga á Spáni
Haukur Helgi
Pálsson
Digranes, úrvalsdeild karla, N1-
deildin, sunnudaginn 9. október
2011.
Gangur leiksins: 3:0, 3:1, 9:1, 10:4,
12:6, 14:9, 15:10, 15:11, 16:12, 19:13,
21:15, 24:16, 24:18, 27:20, 30:22.
Mörk HK: Bjarki Már Elísson 9/3,
Ólafur Bjarki Ragnarsson 9/4, Atli
Ævar Ingólfsson 6, Tandri Már Kon-
ráðsson 3, Léo Snær Pétursson 2,
Hörður Másson 1.
Varin skot: Björn Ingi Friðjónsson 7,
(þar af 3 aftur), Arnór Freyr Stef-
ánsson 6.
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Aftureldingar: Hilmar Stef-
ánsson 6/4, Jóhann Jóhannsson,
Þorlákur Sigurjónsson, Elvar Magn-
ússon, Helgi Héðinsson, Sverrir Her-
mannsson 2, Mark Hawkins 2.
Varin skot: Hafþór Einarsson 16 (þar
af 8 aftur til mótherja), Davíð Svans-
son 4 (þar af 1 aftur til mótherja).
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Gísli Jóhannsson og Haf-
steinn Ingibergsson. Höfðu góða
stjórn á leiknum.
Áhorfendur: Um 200.
HK – Afturelding 30:22