Morgunblaðið - 10.10.2011, Síða 7

Morgunblaðið - 10.10.2011, Síða 7
ÍÞRÓTTIR 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2011 Tiger Woods lék nokkuð vel þegar upp var staðið á opna Frys.com-mótinu á PGA- mótaröðinni í golfi sem lauk í Kaliforníu í gær- kvöldi. Woods byrjaði ekki ýkja vel og lék fyrsta hringinn á 73 höggum á fimmtudags- kvöldið sem er tvö högg yfir pari vallarins. Hann spýtti hins vegar í lófana og lék hina þrjá hringina á sama skorinu, 68 höggum. Þeg- ar upp var staðið lék hann því á sjö höggum undir pari samanlagt. Þó svo að bestu menn hafi leikið talsvert betur þá er engu að síður um allgott skor að ræða hjá Woods þar sem hann var að leika á sínu fyrsta móti í liðlega sjö vikur vegna meiðsla. Hann hafnaði í 28.-33. sæti. Miðað við skorið á þremur síðustu hringjunum þá virðist Woods vera á réttri leið þó of snemmt sé að fullyrða eitthvað um slíkt. Woods var í fyrsta skipti með Joe LaCava á pok- anum hjá sér en hann réð LaCava sem kylfusvein á dögunum. Woods starfaði í meira en áratug með ný- sjálenska kylfusveininum Steve Williams en leiðir skildi fyrr í sumar. LaCava starfaði áður með Fred Couples og síðast hjá Dustin Johnson. kris@mbl.is Notaði 68 högg þrjá hringi í röð Tiger Woods Edda Garðarsdóttir lagði upp sigurmark Örebro á ögurstundu í 1:0 sigri á toppliði Ty- resö í gær í sænsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu. Edda, sem er að koma upp úr meiðslum, kom inn á sem varamaður á 76. mínútu og átti aukaspyrnu á 90. mínútu sem Sanna Talonen skallaði í netið. Ólína G. Við- arsdóttir lék allan leikinn í vörn Örebro. Þetta var síðasti heimaleikur Örebro en hann fór fram í skugga fráfalls þjálfarans Richard Holmlund sem lést í bílslysi fyrir skömmu, en Holmlund var þjálfari Örebro 2007-10 og gerði liðið meðal annars að bik- armeistara. Örebro mætir Malmö á útivelli í lokaumferðinni og getur með sigri náð 4. sæti en endar annars í því fimmta. Liðsfélagar Eddu úr ís- lenska landsliðinu, þær Þóra Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir hjá Malmö, eru henni sjálfsagt afar þakklátar fyrir stoð- sendinguna því úrslitin í gær þýða að titillinn er nú í höndum Malmö. Liðið er jafnt Tyresö að stigum og á leik til góða gegn Hammarby, sem er þegar fallið, fyrir leikinn gegn Örebro í loka- umferðinni. sindris@mbl.is Edda færði Þóru og Söru nær titli Edda Garðarsdóttir HANDBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is „Þetta var frábær leikur hjá liðinu og gaman að vinna stórsigur í fyrsta heimaleik liðsins frá upphafi í Meistaradeildinni,“ sagði Arnór Atlason, fyrirliði danska meistaral- iðsins AG Köbenhavn, við Morg- unblaðið eftir tólf marka sigur á ungverska liðinu Pick Szeged, 36:24, í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Á sjötta þúsund áhorfendur í Bröndby-höllinni sáu AG Köben- havn fara á kostum en liðið hefur unnið báða leiki sína í keppninni og er til alls líklegt. „Við náðum strax góðum tökum á leiknum og það má segja að við höf- um gert út um leikinn í fyrri hálf- leik. Stemningin í höllinni var frá- bær. Það var uppselt á leikinn og við fengum gríðarlega góðan stuðning frá áhorfendum. Það var mikilvægt fyrir okkur að spila vel og vinna eft- ir allt sem á undan er gengið,“ sagði Arnór en tveimur af þremur þjálf- urum liðsins var sagt upp störfum í síðustu viku og nú er Svíinn Magnus Andersson einn við stjórnvölinn. „Þetta er frábær byrjun hjá okk- ur í Meistaradeildinni en nú fer róð- urinn að þyngjast. Næsti leikur er á móti Montpellier og svo eru það leikir á móti Ademar Leon og Kiel. Það verður bara tilhlökkun að spila þessa leiki,“ sagði Arnór sem sneri aftur inn í liðið eftir meiðsli sem hafa verið að hrjá hann í baki undanfarnar vikur. „Ég gat spilað í tíu mínútur í seinni hálfleik. Ég vildi ekki taka frekari áhættu því ég er ekki nógu góður í bakinu. En ég gat leyst Snorra aðeins af hólmi og það var fínt,“ sagði Arnór. Stóskyttan Mikkel Hansen fór mikinn í liði AG Köbenhavn en hann skoraði 10 mörk í leiknum. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk, Snorri Steinn Guðjónsson 3 og Arn- ór Atlason 2 mörk. Ólafur Stef- ánsson er enn frá vegna meiðsla en að sögn Arnórs er hann allur að koma til. „Við hlökkum mikið til að fá hann í gang og með tilkomu hans mun liðið bara styrkjast. Við vonum að hann verði mættur í slaginn þeg- ar kemur að stóru leikjunum,“ sagði Arnór. Seigla hjá lærisveinum Dags Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska liðinu Füchse Berlín hrósuðu sigri gegn Þóri Ólafssyni og félögum hans í pólska liðinu, Kielce. Lokatölur urðu 30:27, en leikurinn var æsispennandi. Það var ekki fyrr en rétt undir lok leiksins sem Berl- ínarliðið seig fram úr við mikinn fögnuð áhorfenda en 6.000 manns börðu leikinn augum.Kielce var yfir eftir fyrri hálfleikinn, 15:14, og Pól- verjarnir undir stjórn Bogdan Wenta voru skrefinu á undan þar til á lokakafla leiksins. Alexander Pet- ersson skoraði 3 mörk fyrir Füchse Berlín en Þórir Ólafsson skoraði 1 fyrir Kielce. Accambray hetja Montpellier Kiel, undir stjórn Alfreðs Gísla- sonar, mátti þola sitt fyrsta tap á leiktíðinni en liðið tapaði á heima- velli fyrir franska meistaraliðinu Montpellier, 24:23. Aron Pálm- arsson gat ekki spilað með Kiel vegna meiðsla en eins og fram kom í Morgunblaðinu á dögunum varð hann fyrir því óláni að togna aftan í læri. Spennan var mikil í leiknum. Kiel var fjórum mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn, 14:10, en Frakkarnir komu öflugir til leiks í seinni hálfleik og skoraði William Accambray sig- urmarkið 20 sekúndum fyrir leiks- lok. Nikola Karabatic og Vid Kaft- incik sneru aftur á sinn heimavöll en þeir yfirgáfu Kiel á síðasta ári. Frábær leikur hjá liðinu  AG Köbenhavn vann 12 marka sigur í fyrsta heimaleiknum í Meistaradeildinni  Fyrsti tapleikurinn hjá Kiel  Góður endasprettur hjá lærisveinum Dags Morgunblaðið/Gísli Baldur Spilaði Arnór Atlason lék með AG á ný en bakmeiðsli hafa verið að hrjá kappann. Ólafur Guð-mundsson skoraði sín fyrstu mörk fyrir Nord- sjælland í Evr- ópukeppninni í handknattleik þegar liðið lagði tékkenska liðið Dukla Prag, 31:24, í fyrri viðureign liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar. Ólafur er í láni hjá Nordsjælland en hann er samningsbundinn stórliðinu AG Kö- benhavn.    Einar Ingi Hrafnsson átti stóranþátt í þriggja marka sigri Mors-Thy á Lemvig í dönsku úrvals- deildinni í handknattleik, 31:28. Mors-Thy var fjórum mörkum und- ir, 26:22, þegar um sjö mínútur voru til leiksloka. Lemvig komst í 18:13 og hélt for- ystunni lengi vel en Einar Ingi jafn- aði metin í 27:27 þegar þrjár mín- útur voru eftir. Hann gerði svo út um leikinn þegar hann kom Mors- Thy í 30:28 rúmri hálfri mínútu fyrir leikslok. Einar skoraði fjögur mörk í leiknum.    LærisveinarGuðmundar Þórðar Guð- mundssonar í þýska liðinu Rhein Neckar- Löwen sluppu með skrekkinn þegar þeir mættu Melsungen í þýsku A-deildinni í handknattleik. Liðin skildu jöfn, 30:30, og jafnaði norski landsliðsmaðurinn Borge Lund metin 10 sekúndum fyrir leiks- lok. Róbert Gunnarsson skoraði fjögur af mörkum Löwen.    Björgvin Gúst-avsson, landsliðs- markvörður í handknattleik, átti stórleik í marki Magde- burg þegar liðið burstaði Hütten- berg, 33:22, í þýsku A-deildinni. Magdeburg var einu marki undir eftir fyrri hálfleik- inn en þjálfari liðsins ákvað að setja Björgvin í markið í seinni hálfleik og það virkaði vel. Björgvin lokaði marki sínu á löngum köflum og fékk aðeins á sig sex mörk.    Sigurbergur Sveinsson átti enneinn stórleikinn með svissneska liðinu Basel í gær en hann skoraði 11 mörk þegar liðið lagði Endingen að velli í svissnesku úrvalsdeildinni.    Enski miðjumaðurinn Ian DavidJeffs skrifaði í gær undir þriggja ára framlengingu á samningi sínum við ÍBV en hann kom til ÍBV á sínum tíma frá enska félaginu Crewe. Síðan þá hefur hann spilað með Fylki, Val og Örebro, áður en hann sneri aftur í herbúðir ÍBV. Fólk sport@mbl.is Þjóðverjinn Sebastian Vettel tryggði sér í gær heimsmeist- aratitil ökuþóra í formúlu-1 annað árið í röð. Það gerði hann með þriðja sætinu í japanska kappakstr- inum sem fram fór í Suzuka. Jenson Button á McLaren vann kappakst- urinn með glæsibrag, rétt á undan Fernando Alonso á Ferrari sem veitti honum harða keppni seinni hlutann. Á næstsíðasta hring stöðv- aði Button hins vegar sókn Alonso með hraðasta hring keppninnar. Eftir að yfir marklínuna var komið beið But- ton ekki með sig- urfögnuð eftir að inn að bílskúrum væri komið, held- ur sveigði strax út í brautarkant og nam staðar fyrir framan að- alstúkuna. Stóð svo upp úr bílnum og fagnaði sigri við mikinn fögnuð áhorfenda. Vettel hóf kappaksturinn af rás- pól en varð að gera sér þriðja sætið að góðu á endamarki. Hans komst í tæri við Alonso á síðustu 10 hringj- unum en Ferrari-þórinn varði stöðu sína af grimmd og Vettel komst aldrei nógu nærri til að hafa nógu mikið gagn af hreyfivængnum til framúrtöku. Félagi Vettels, Mark Webber, varð fjórði, og blasir titill bílsmiða því við liðinu annað árið í röð, auk heimsmeistaratitils ökumanna. Vet- tel er yngsti ökuþórinn til að vinna titilinn tvö ár í röð, en hann er að- eins 24 ára og 99 daga gamall. Serio Perez hjá Sauber sló félaga sínum og heimamanninum Kamui Kobayashi við og lauk keppni í átt- unda sæti, en milli hans og Webbers urðu Lewis Hamilton á McLaren, Michael Schumacher á Mercedes og Felipe Massa á Ferrari. Fyrsta tug- inn fylltu svo Vitaly Petrov á Re- nault og Nico Rosberg á Mercedes. Vettel heimsmeistari 2. árið í röð  Þjóðverjinn þriðji í Suzuka og það nægði honum til að hampa heimsmeistaratitlinum Sebastian Vettel

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.