Morgunblaðið - 10.10.2011, Page 8

Morgunblaðið - 10.10.2011, Page 8
8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2011 HANDBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Íslandsmeistarar FH mörðu belg- íska liðið Initia Hasselt, 29:28, í fyrri viðureign liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar í handknattleik en liðin áttust við í Belgíu í gær. Síðari leikur liðanna fer fram í Kaplakrika á sunnudaginn. FH-ingar höfðu sex marka for- skot, 18:12, eftir fyrri hálfleikinn en Íslandsmeistararnir slökuðu heldur mikið á því Belgunum tókst að jafna metin, 20:20, þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Ólafur Gústafsson, stórskytta Hafnfirð- inga, fékk að líta rauða spjaldið um miðjan seinni hálfleik en hann fékk þá sína þriðju brottvísun í leiknum.FH-ingar náðu góðum kafla á ný og komust í 25:21, en leikmenn Initia Hasselt gáfust ekki upp og tókst að minnka muninn niður í eitt mark undir lok leiksins. Gerðust kærulausir „Við unnum leikinn og það var aðalatriðið. Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var mjög góður en í seinni hálfleik gerðust menn heldur kærulausir. Strákarnir slökuðu á og Belgarnir voru fljótir að ganga á lagið. Þeir náðu að komast inn í leikinn og fyrir vikið var leikurinn erfiðari en mér fannst sigur okkar þó aldrei í hættu. Þetta var góð að- vörun fyrir síðari leikinn,“ sagði Kristján Arason, þjálfari FH-inga, við Morgunblaðið í gær. Andri Berg Haraldsson, leik- stjórnandi FH-liðsins, gat ekki leikið vegna meiðsla í baki og þá var vinstri handar skyttan Ragnar Jóhannsson hvíldur mikið í leikn- um. Góð reynsla fyrir strákana „Það má ekki vanmeta þetta lið. Við renndum blint í sjóinn áður en við héldum út en það var gott að ná sigri þó svo að hann hafi verið tæpari en hefði átt að vera. Í þessu liði Initia Hasselt eru sjö landsliðsmenn Belgíu og það þarf að taka þetta lið alvarlega. Ef við spilum sem ein góð liðsheild í Krikanum á sunnudaginn eigum við slá belgíska liðið út. Við verð- um að mæta einbeittir til leiks og taka vel á þeim. Það er gaman að taka þátt í Evrópukeppninni og mikil reynsla fyrir marga af strák- unum að taka þátt í svona leikj- um,“ sagði Kristján en FH-ingar tóku þátt í undankeppni Meist- aradeildarinnar í síðasta mánuði í Ísrael þar sem þeir töpuðu fyrir sænska liðinu Haslum og ísraelska liðinu Maccabi Rishon Lezion og fyrir vikið fengu þeir keppnisrétt í EHF-keppninni. Ólafur Gústafsson var marka- hæstur FH-inga með 6 mörk, Baldvin Þorsteinsson skoraði 5 og Magnús Magnússon 4. Aðvörun fyrir seinni leikinn Morgunblaðið/Ómar Markahæstur Ólafur Gústafsson skoraði sex mörk fyrir FH en hann fékk rautt spjald um miðjan seinni hálfleik.  Íslandsmeistarar FH-inga mörðu Initia Hasselt í EHF-keppninni í Belgíu  Ólafur Gústafsson fékk rautt spjald um miðjan seinni hálfleik  FH-ingar sex mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn HANDBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Fyrri hálfleikurinn í fyrri leiknum er mikil vonbrigði en restin af ein- víginu gekk vel og er eitthvað sem hægt er að byggja á,“ sagði Guð- ríður Guðjónsdóttir aðstoðarþjálfari kvennaliðs Fram í handknattleik sem féll úr leik í Evrópukeppni bik- arhafa um helgina. Liðið mætti Al- coa FKC í Ungverjalandi í tveimur leikjum og tapaði þeim báðum, þeim fyrri 31:22 og þeim seinni 29:26 í gær eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 15:13. „Við áttum mjög góðan leik í dag [í gær] og spiluðum alveg rosalega vel í rúmar 45 mínútur. Fyrri leik- urinn tapaðist strax í fyrri hálfleik enda gekk þá nánast ekkert upp. Við lentum 19:11 undir en töpuðum svo seinni hálfleiknum með einu marki þrátt fyrir að fá nánast enga mark- vörslu. Það var alveg skelfilegt því að við stóðum kannski vaktina mjög vel í vörninni en svo kom eitthvert „lúðaskot“ sem endaði alltaf í mark- inu. Í seinni leiknum var allt annað uppi á teningnum,“ sagði Guðríður en Guðrún Ósk Maríasdóttir, mark- vörður Fram, náði sér alls ekki á strik í fyrri leiknum og varði aðeins um sex skot. Í seinni leiknum varði hún átján skot þrátt fyrir að hafa lít- ið varið síðasta korterið. Guðríður segir að þar sé kannski um að kenna meiðslum Guðrúnar sem greint er frá á forsíðu íþróttablaðsins. Elísabet Gunnarsdóttir, línumað- urinn öflugi sem kom frá Stjörnunni í sumar, var markahæst Fram í báð- um leikjunum. Hún skoraði 10 mörk í gær og 6 mörk á laugardaginn. Elísabet yfirburðaleikmaður „Elísabet Gunnarsdóttir er að koma gríðarlega sterk inn hjá okkur og var yfirburðaleikmaður í báðum leikjunum hérna,“ sagði Guðríður. Birna Berg Haraldsdóttir var næst- markahæst í gær með 5 mörk líkt og Stella Sigurðardóttir í fyrri leiknum. Bikarmeistarar Fram hófu leik- tíðina á því að tapa fyrir HK í N1- deildinni og Einar Jónsson þjálfari sagði eftir þann leik að ljóst væri að liðið þyrfti lengri tíma til að slípast saman. Guðríður segir Ungverja- landsdvölina góða til slíks. „Þetta voru góðir leikir til að slípa liðið betur saman og það var margt mjög jákvætt í gangi. Við spiluðum glimrandi vel á köflum en gerðum okkur líka sekar um mistök sem þarf bara að laga. Frammistaðan í seinni leiknum mun gefa liðinu byr undir báða vængi,“ sagði Guðríður sem var að vonum vonsvikin yfir því að ungverska liðið skyldi ná 8 marka forskoti strax í fyrsta hálfleik af fjór- um, því munurinn væri ekki svo mik- ill á liðunum. „Þetta er ágætislið. Það eru kannski 2-3 lið hérna í Ungverja- landi sem eru í sérflokki, og meðal bestu liða heims, en þetta er ekki svoleiðis lið. Engu að síður eru þarna margir mjög flottir leik- menn,“ sagði Guðríður. Morgunblaðið/Golli Úr leik Hornamaðurinn Ásta Birna Gunnarsdóttir skoraði samtals fjögur mörk í leikjunum tveimur við Alcoa FKC þegar Fram féll úr keppni í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik kvenna í Ungverjalandi um helgina.  Fyrsti hálfleikurinn gerði útslagið Margt mjög jákvætt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.