Austurland


Austurland - 22.01.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 22.01.1965, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 22. janúar 1965. Síldarflutningastefnan og hags munir Austurlands Um nokkur undanfaiin ár hef- ur, eins og alþjóð er kunnugt, mestur hluti sumaraflans á síld- veiðum fengizt á miðunum út af Austurlandi, og á síðasta sumri má heita, að engin veiði hafi ver- ið annars staðar. Að óreyndu mætti því ætla, að stjórnarvöldin beittu öllu sínu afli •lil að auka afköst síldariðnaðar- ins á Austurlandi. En svo er ekki. Furðulegrar tregðu gætir í þeim málum, og vissulega hefur rikis- stjórnin notið stuðnings margra stjórnaramdstæðinga í þessari af- stöðu. 1 stað þess að efla síldariðnað- inn á Austurlandi, er nú rekinn óhemjulegur og sefasjúkur áróð- ur fyrir kaupum á stórum tank- skipum til að flytja síldina til vinnslu á Norður-, Suður- og Vesturlandi. Og í málflutningnum skýtur alltaf öðru hvoru upp þeim tilgangi, að koma í veg fyrir efl- ingu síldariðnaðarins á Austur- landi. Hugmyndin um síldarflutninga í stórum stíl hefur verið flutt inn á vettvang Aiþingis líklega af öllum flokkum í einhverju formi. Ekki veit ég til þess, að nokkur þingmaður hafi andæft þeirri hugmynd, að Austfjarðasíldin eigi að bjarga við hráefnisskorti og bægja frá atvinnuleysi í öðrum landshlutum. Það er eins og and- óf gegn þessari á margan hátt fráleitu hugmynd, sé landráð. Geri ég einhverjum þingmönnum rangt til, bið ég fyrirfram afsök- unar. Meðal þeirra, sem tekið hafa máJið upp á Alþingi, eru tveir norðlenzkir þingmenn Alþýðu- bandalagsins, Björn Jónsson og Ragnar Arnalds. 1 rökstuðningi sínum telja þeir það fyrst, að með þessu mætti draga úr fjár- festingu í síldariðnaði. Þessi hug- mynd er ekki vinsamleg í garð Austfirðinga, sem hljóta að leggja á það mjög þunga áherzlu, að fjárfesting í síldariðnaði í landshluta þeirra verði stóraukin til hagsmuna fyrir alla aðila. Allir skilja löngun og viðleitni þingmanna, og annarra, sem þessi mál varða, til að sporna gegn at- vinnuieysi, sem hefur verið áber- andi mikið á Norðurlandi að und- anförr.u. En til þess að vinna -búg á því þarf raunhæfari aðgerðir en síidarflutninga. Verkamenn á Norðurlandi væru ekki mikið bet- ur settir þó nokkru magni af bræðslusíld væri skipt milli hinna mörgu og afkastamiblu verk- smiðja á Norðurlandi. Hinsvegar mundi fólkið binda of miklar von- ir við úrbætur við síldarflutning- ana, og vanrækja að leita þeirra íáða, sem árangursríkust mundu reynast, til að vinna bug á erf- iðleikunuim. En það er hægt að hugsa sér aðra leið til að hagnýta afkasta- getu verksmiðjanna á Norður- landi, og það er álitamál hvort við Austfirðingar eigum ekki að hefja áróður fyrir þeirri leið sem niótleik við hinum þráláta áróðri fyrir því, að síldin sé flutt til vinnslu í aðra landshluta. Á tímum vinstri stjórnarinnar var síldariðnaðurinn á Austur- landi byggður upp fyrst og fremst með því, að flytja nokkrar verk- smiðjur að norðan og reisa þær á Austfjörðum. Þessi tilraun hef- ur gefizt frábærilega vel og vél- arnar hafa malað þjóðinni gull í stórum stíl í stað þess að grotna niður fyrir norðan. Þessar verk- smiðjur, sem raunar hafa verið endurbættar og stækkaðar, hafa að undanförnu unnið úr miklu meira hráefni en öll verksmiðju- báknin í Norðurlandskjördæmun- um báðum samanlagt. Og hvers vegna þá ekki að halda áfram á þessari braut? Hvers vegna ekki að f-lytja fleiri verksmiðjur austur? Þær eru hvort sem er til lítils gagns fyrir atvinnulífið þar sem þær eru staðsettað. Það mætti t. d. byrja á því, að flytja eina þessa verk- smiðju til Eskifjarðar. Og það er til annar fiskur en síld. Á Austurlandi, en sérstaklega þó Norðurlandi, er mikið af frystihúsum, sem vantar viðfangs- efni langtímunum saman. Við heyrum stundum háar tölur um fjölda norðlenzkra verkamanna, s'em neyðast til að leita sér vetr- aratvinnu í verstöðunum syðra, vegna algjörs aflaleysis og þar af leiðandi atvinnuleysis heimafyrir. I þessu er sjálfsagt ekkent of sagt, og við sem munum ástand- ið á fjórða tug aldarinnar, vitum vel, hvað leynist að baki þessara tíðinda. En á sama tíma er fiskinum ausið á land fyrir sunnan. Og þótt aðflutta verkafólkið að norð- an, veStan og ausitan leggi nótt með degi, hefur það ekki undan, og mikið magn af fiski skemmist mtira og minna. Hvtnær hefur það heyrzt, að postular síldarflutninganna hafi látið sér til hugar koma, að flytja eitth\að af aflanum til vinnslu í aðþrengdum sjávarþorpum, til hagsniuna fyrir fólkið þar og illa stócid Irystihús? Það er þó síður en svo fráleitara en síldarflutn- ingar í stórum stíl. En stefnan virðist sú, að þegar um síld er að ræða skuli flytja Hlutavelta Kvennadeild Slysavarnarfélags- ins í Neskaupstað heldur hluta- veltu n. k. laugardag, 23. jan. kl. 4 í Egilsbúð. Allur ágóðinn rennur til kaupa á talstöð. Á hlutaveltunni verður margt eigulegra muna, og er að vænta, að bæjarbúar freisti gæfunnar og styðji um leið gott málefni. aflann til fólksins í fjarlægð, en þegar um þorsk er að ræða, skal flytja fólkið til fisksins. Enginn skilji orð mín svo, að ég fordæmi síldarflutninga milli landshluta skilyrðislaust. Þeir eru nauðsynlegir og sjáilfsagðir þegar meira aflast en hagnýta má í grennd við veiðisvæðin. En síldar- flutningar mega aldrei verða að- a-latriðið. Megin áherzlu ber að leggja á stórfellda uppbyggingu síldariðnaðarins á Austfjörðum, svo hægt sé að draga sem mest úr flutningi síldar í aðra lands- Ivluta, en slíkir flutningar hljóta að vera óhagstæðis og engum samboðnir, nema Bakkabræðrum. Stóraukin afkastageta síldar- bræðslnanna og annarra síldar- iðjufyrirtækja á Austurlandi, á að vera aðalatriðið. Síldarflutn- ingarnir eiga að vera aukaatriði. B. Þ. Norrœna skíðagangan Eins og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu hófst þessi skíða- ganga hér í bæ sunnudaginn 4. jan. Það gerðist ósköp hljóðlega, enda komu ekki margir þann dag, þó munu flestir hafa vitað um þat’a. Síðan hefur verið gengið hvern sunnudag, en þátttaka jafnan mjög lítil. Þó hefur skíða- færi verið mjög gott, og veður oftast sæmilegt. Sl. sunnudag var t. d. skínandi skíðafæri, svo ao óvíst er að annað eins gefist síð- ar. Til þess að koma nokkurri hreyfingu á gönguna, var nem- endum barnaskólans gefið frí sl. mánudag og allir sem tök höfðu á kvaddir í gönguna. Börnin brugðust vel við kallinu, því að þann dag gengu 118 en áður höfðu nokkur lokið göngunni, svo að alls hafa nú 135 nemendur skólans gengið 5 km, eða um 66%. Margir þeirra sem eftir eru, eiga auðvelt með að ljúka göng- unni, en gátu ekki lokið henni þennan dag, aðallega vegna skíða- leysis. Takmarkið er, að 162 börn þreyti gönguna, en þá hafa þau gengið samanlagt vegalengd sem svarar þjóðleiðinni frá Neskaup- stað til Reykjavíkur. Þessi skíðadagur í skólanum jók mjög áhuga barnanna og ég trúi ekki öðru en það hafi einnig vakið áhuga hjá öðrum. Og nú er ekki eftir neinu að bíða. Ljúk- ið göngunni sem fyrst. Það er ekki víst að snjór lialdist hér á láglendi í allan vetur. Eins og áður hefur verið aug- lýst er gengið alla sunnudaga á tímanum 10—12. Flestir geta reiknað með, að gangan taki um eina klukkustund eða vel það, og ættu því að koma um 10 leytið. Gengnir eru 2 hringir og hefst gangan hjá gagnfræðaskólanum. Ef annar tími henitar betur, þá eru möguleikar að sækja um það við trúnaðarmann, Þóri Sigur- björnsson. G.Ó. Síldarverksmiðja ó Djúpavogi Áður hefur verið frá því skýrt hér í blaðinu, að mikill áhugi væri á Djúpavogi fyrir byggingu síldarverksmiðju þar á staðn- um og að unnið væri að söfnun hlutafjár. Nú hefur blaðið fregnað, að tekizt hafi að fá nauðsynlega fyrirgreiðslu til byggingar bræðslu á Djúpavogi, þrátt fyrir augljósa, en lítt skiljanlega tregðu stjórnarvalda til að greiða fyrir byggingu síldarverksmiðja á Austurlandi. Bræðsla á Djúpavogi verður án efa mikil lyftistöng fyrir þorpið og nágrannasveitir. Afköst þessarar bræðslu verða ekki mikil, aðeins 1000 mál á sólarhring, en mjór er mikils vísir. Og aðstaða til síldarsölt- unar verður allt önnur og betri. Þá mun einnig verða byggð verksmiðja á Þórshöfn, en hætt við fyrirhugaða verksmiðjubyggingu á Raufarhöfn. Á Seyðisfirði er hafin bygging nýrrar verksmiðju. Að henni munu standa það fjársterkir aðilar, að þeir eru lítt upp á náð ríkisvaldsins komnir. Stöðfirðingar hafa, eins og kunnugt er, mikinn áhuga á að koma upp síldarbræðslu, en hafa litla áheyrn fengið. Þó munu þeir hafa fengið vilyrði fyrir bræðslu á næsta ári. Hreppsnefndin á Eskifirði, sem árum saman hefur barizt fyr- ir því, að fá aðstoð til að byggja síldarverksmiðju, mun enn enga áheyrn hafa fengið og má það furðulegt heita. Ekki mun verða af fyrirhugaðri verksmiðjubyggingu í Nes- kaupstað að sinni, en þeir, sem að þeim fyrirætlunum standa, munu þó ekki af baki dottnir.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.