Austurland


Austurland - 12.02.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 12.02.1965, Blaðsíða 1
Amtnrlmd Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 12. febrúar 1965. 6. tölublað. Síldarflutningarnir eru íjár- hagslega mjög óhagstæðir Tvívegis hefur hér í blaðinu verið vikið að hugmyndum þeim, se.m upp eru komnar um síldar- flutninga í stórum stíl af Aust- fjarðarmiðum til síldarverksmiðj- anna á Norður-, Suður- og Vesturlandi. Hér á eftir verða þau sjónarmið, sem fram hafa verið sett hér í blaðinu studd frekari rökum. Nelkvæður árangjr SR. Síldarverksmiðjur ríkisins hafa nokkur undanfarin sumur haft 1 förum nokkur skip til síldar- flutninga, í samvinnu við 'ey- firzku verksmiðjurnar. Einnig á síðastiðnu sumri var þessum flutningum fram haldið. En hver var svo hin fjárhags- lega niðurstaða þessarar útgerð- ar ? 1 stuttu máli sú, að flutnings- kostnaður reyndist 68 krónur á mál, eða mun meiri en svarar til þriðjungs hráefnisverðsins. Skylt er þó að geta þess, að í einu einstöku tilfelli tókst að ko,ma flutningskostnaðinum í 40 kr. mál. Lá þá skipið á Seyðis- firði, tók farm tafarlaust og sigldi með hann norður og fór aðeins þessa einu ferð. Má' ætla að þar hafi verið um að ræða hagstæðustu útkomu, sem fáan- ieg er við þessa flutninga. Enginn fjárhagsgrundvöllur. Sérstakar athuganir, sem verk- fræðingar SR. hafa gert á þessu m'ali, benda eindregið til þess, að enginn fjárhagsgrundvöllur sé fyrir þessa flutninga, nema byggð yerði stór og mikil umhleðslu- stöð í grend við síldarmiðin. Taskju þá flutningaskipin farm sinn úr henni og mundi við það styttast sá tími, er skipin þurfa að liggja og bíða farms. En stofnkostnaður slíkrar um- hleðslustöðvar yrði mjög hár og mætti sjálfsagt byggja aiistóra verksmiðju fyrir þá upphæð. Tiöllasögur frá Bolungavík. Mikið hefur verið rætt og rit- að um tilraun þá sem gerð var til sildarflutninga með Þyrli til Bol- ungavíkur. Hefur verið haldið uppi geysilegum áróðri og reynt að sanna, að þessi tilraun hafi tekist vel og að þarna sé fundin iramtiðarlausnin á löndunar- erfiðleikunum. Bara að flytja síidina til Bolungavíkur, en nætta þeirri fásinnu, að reisa sildarverksmiðjur á Austurlandi. En sann.eikurinn er sá, að ilutningarnir með Þyrli gáfust nijög illa. Skal nú geíið stutt yiinit yfir þessa flutninga. Tilraunirnar stóðu í 46 daga, auk undirbúningstíma, og voru 20 þúsund mái flutt vestur. Þess- ir 46 dagar voru notaðir sem hér segir: 19 daga var legið vegna ohagstæðs veðurs, 11 dagar íóru í sigiingu, 10 dagar í löndun og 6 ciagar fóru í lestun. Og hver var svo hin fjárhags- lega úikoma? Miðað við leigu eins og til- raunaaðilar áætla sjálfir, kostar flutiiingurinn kr. 57.50 á má., en það er 51% ai hráefnisverðinu. Tilraunamenn telja þó, 'ad fengist skip, sem væri helmingi stærra ! en Þyrill, mætti e. t. v. koma j kostnaðinum niður í kr. 40.35 á mál, eða í 22% hráefnisverðsins. Löndun úr Þyrli gekk seint. Þrír sólarhringar fóru í að losa 6000 mál. Mjög erfiðlega gekk að ná síðustu dreggjunum. Þá rýrnaði síldin verulega og kom það fram í minnkuðu magni mjöls og lýsis. Samanburður Við skulum nú reyna að gera okkur nokkra hugmynd um hvort fjárhagslega er skynsamlegra að hyggja síldarbræðslur á Austur- landi, eða gera út tankskip til hráefnisflutninga með tilheyr- andi kostnaði. Skulum við þar hafa til viðmiðunar verksmiðju þá, sem nú á að fara að reisa á Djúpavogi. Sú verksmiðja á að vinna úr 1000 málum síldar á sólarhring og áætlaður kostnaður er 13 millj. kr. Sé miðað við reynslu sl. sumars t. d. af verksmiðjunni á Fáskrúðsfirði, má telja alveg víst að Djúpavogsverksmiðjan geti unnið úr 100—130 þús. mál- um. Við skulum miða við lægri töluna, 100 þúsund mál. Verksmiðjan mundi ennfremur skapa algjörlega breytt viðhorf fyrir síidarsöltun, sem fram að þessu hefur verið mjög miklum erfiðleikum bundin vegna verk- smiðjuskorts, og næstum ófram- kvæmanleg. Segjum að söltun yrði 10 þús. tunnur. Við tilkomu verksmiðjunnar myndast líka skilyrði til stóraukinnar síldar- frystingar, gerum ráð fyrir, að frysting næimi 5 þús. tunnim. Miðað við bræðslusíld mundi hrá- efnisverð þess magns, sem fer í salt og frystingu, svarar til 30 þús. mála bræðslusíldar. Alls mundi þá síldin, sem kæmi á land á Djúpavogi, svara til 130 þús. mála. Flutningskostnaður á þessu magni, miðað við 68 kr. á mál, mundi nema 8,8 millj. kr. — Sennilega mundi þessi verksmiðja borga sig upp, miðað við síldar- flutninga, á einu til hálfu ‘öðru ári. Síldarflutningaskip mundi miðað við hið sama, og útgerð þeirra verkar til iækkunar á síldarverði. Og svo tala allskonar speking- ar, fiskimálastjóri, verksmiðju- eigetndur, útgerðarmenn, blaða- menn, alþingismenn, að ógleymd- um sonum og tengdasonum verk- smiðjunne.r i Bolungarvjk, ; um að ekki sé eins hagstætt að fjár- festa í iverksmiðjubyggingum eystra. Þess í stað skal árlega kasta stofnkostnaði nokkurra vieirksmiðja í útgerð tankskipa til heimskulegra og óhagstæðra síldarflutninga í fjarlæga lands- hluta. Helmingi seinvirkari. Mikið hefur verið talað um síldardælur, seim' dæli síldinni behit úr nótinni í flutningaskip- in. Þyril! notaði ekki þessa að- ferð, heldur dældi liann úr veiði- skipunum, sam áður urðu að háfa síldina. Viðurkennt er að sú aðferð, að dæla síldinni úr nótinni er helmirgi seinvirkari en háf- unaraðferöin. I ljós hefur komið, að miklum erfiðleikum er bundið að ná síldinni upp úr tankskip um Séistaklega er hætt við, að haust- og vetrarsíld verði erfið viðureignar. Má meðal annars draga þær ályktanir af reynslu síldarverksmiðjanna af að ná síld úr tönkum'. Hugsandi mönnum ekki bjóð- andi. Allt skrafið um síldarflutn nga sem leið til að bæta úr löndun- Framh. á 3. síðu. Tvo báta rak á land 1 rokinu, sem gekk yfir landið aðfaranótt 9. febrúar, slitnuðu tveir litlir bátar upp af legunni hér í Neskaupstað, og rak upp í fjöru. Voru það Kristbjörg, sem skemmdist eitthvað, og Hrefna, sem mun hafa brotnað mikið. Lenti hún á bryggju Ölvers Guð- mundssonar og eyðilagði hana. Eitthvað af járni fauk af einu húsi, en annars mun ekki hafa orðið teljandi tjón umfram það, sem hér er getið. Hornafjörður og Mjóafjörður í dansinn Á Hornafirði er vaknaður á- hugi fyrir byggingu síldarverk- smiðju á staðnum og er það ekki að undra, því Hornafjörður ligg- ur mjög vel við síldarmiðum á vissum tima árs. Er hafinn und- irbúningur að því að koma þessu máli fram. Þá er mjög líklegt, að síldar- söltunarstöð taki til starfa á Brekku í Mjóafirði í sumar og er undirbúningur í fullum gangi. Eru það aðkomumenn, sem fyrir þessu standa. Vissir erfiðleikar eru á, að koma upp söltunarstöð á Mjóa- firði, en þó ekki óyfirstíganlegir. Mannvirki skortir flest, nema bryggju, ónóg rafmagn er fyrir hendi, svo til allt vinnuafl þarf að flytja inn og allan úrgang þarf að flytja á bátum til Norð- fjarðar eða Seyðisfjarðar. Söltunarstöð gæti orðið mjög mikil lyftistöng fyrir jafn fá- mennt byggðarlag og Mjóafjörð- ur er. Mjófirðingafélag Á morgun verður stofnað hér í bænum Mjófirðingafélag. Margt gamalla Mjófirðinga er hér bú- sett og líklegt, að þátttaka verði góð. Haft er í fiimtingum að nú sé „viðreisnahstjórnin“ farin að makka um alumin- iumverksmiðju; að erlent auðvald skuli þar fá aðstöðu; að íhald og kratar þori ekki annað en hafa Framsókn íneð í makkinu; að Framnókn haíi ginið við agninu; að Aíjsýðubandalagið sé ekki talið heppilegur samstarfs- aðili í þessu lýðræðísríki; að það leyfi sér að vera á móti erlendri íhlutur í atvinnu- mál íslendinga.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.