Austurland


Austurland - 12.02.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 12.02.1965, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 12. febrúar 1965. Framsóknarmenn og íjár- hagsáætlunin Sigurjón Ingvarsson, bæjar- fulltrúi skrifar í síðasta Austra grein um fjárhagsáætlun )Nes- kaupstaðar fyrir yfirstandandi ár og breytingartillögur Framsókn- armanna. Hélt ég þó að þeim væri ekki hampandi. I stuttu máli vil ég svara nokkrum atriðum í ritsmíð bæj- arfulltrúans og leiðrétta sumar af rangfærzlum hans. tJtsvörin. Sigurjón heldur því fram að áætluð útsvör hækki úr 6,7 millj kr. í fyrra í 12 millj. í ár, eða um 79%. Hið rétta er, að áætluð útsvör hækka úr kr. 7.060.000.00 í kr. 12 millj., eða un 70%, eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu. Sigurjón spyr: Er þessi hækk- un eðlileg og hann svarar sjálf- um sér og segir: Hún er vægast sagt mjög óeðlileg. Bæjarfulltrúinn leiðir hest sinn hjá því, að ræða eitt af aðal- atriðum málsins og hafði ég fylli- lega gefið tilefni til þess að því yrðu gerð nokkur skil. Á ég hér við þá yfirlýsingu meirihluta bæjarstjórnar, að ekki verði sleg- ið minna af útsvörunum en 20% og að hætt verði að leggja á fjöl- skyldubætur. Þetta þýðir að út- svör hér í bæ á sömu tekjur verða allmiklu lægri 1965 en þau voru 1964. Persónulega trúi ég því, að afslátturinn verði meiri, en vera má, að þar gæti fullmik- illar bjartsýni. . Eitt dæmi vil ég taka, sem sýnir útsvarsbreytinguna og ég miða við mann ,með sömu fjöl- skyldustærð og Sigurjón hefur, þ. e. kvæntan mann með 4 börn á framfæri. Segjum að þessi maður hafi haft 120 þús. kr. nettótekjur hvort árið um sig 1963 og 1964. Er þá búið að draga frá allan lögleyfðan frádrátt og útsvar lið- ins árs. Samkvæmt hinum lögboðna út- svarsstiga á þessi maður að hafa í útsvar 15.500.00. Útsvar hans hér á árinu 1964 var kr. 13. 900.00. Á þessu ári verða fjölskyldu- bæturnar kr. 12.000.00, dregnar frá tekjum, svo þær lækka í 108 þús. kr. — Útsvar á þær, þegar búið' er að veita 20% afslátt, verður kr. 9.500.00, eða kr. 6.000.00 lægra en iögboðni stig- inn og kr. 4.400.00 lægri en þær voru í fyrra. Hér er um að ræða geysimikla lækkun á útsvörum á sambæri- legar tekjur. Ástæðan til þess, að meirihluti bæjarstjórnar treysti sér til að hækka útsvörin jafn geysilega og raun er á orðin, og lýsir jafn- framt yfir, að útsvarsstiginn verði stórlega lækkaður, er, að honum er það Ijóst, að tekjur bæjarbúa hafa stórhækkað, en þó fyrst og fremst það, að einn gjaldandi sem í fyrra greiddi um 6% útsvarsupphæðarinnar, greið- ir að öllumi líkindum í ár fjórð- ung til þriðjung allra útsvara í bænum. Ég tel víst, að útsvör á sam- bærilegar tekjur hér í bæ verði á þessu ári í lægra lagi miðað við aðra kaupstaði, og líklega lægri en í þeim flestum. Og enn spyr bæjarfulltrúinn: Er þessi hækkun nauðsynleg. Og enn svarar hann sér sjálfur og að þessu sinni játandi og kennir um skuldabagga. Éig fullyrði aftur á móti, að þessi mikla hækkun var alls ekki óhjákvæmileg. En það er óbifan- leg skoðun mín, að þegar eins er ástatt og nú, sé það skylda bæj- arfulltrúanna, að afla fjár í bæj- arsjóðinn til aukinna fram- kvæmda og til að búa í haginn fyrir bæjarfélagið. En ekki verður annað ráðið af grein Sigurjóns og orðum, en að hann sé þessu andvígur og vilji heídur nota tækifærið til að lækka útsvör, þar á meðal á gróðafyrirtæki eins og síldar- bræðslunni, miklu meira en heitið er. Og nú spyr ég: Á bæjarsjóð- ur að vera í sífelldum fjárhags- erfiðleikum, á hann að draga úr framkvæmdum sínum og á hann að draga úr þjónustu sinni við þegnana á sama tíma og meiri velmegun ríkir hér en nokkru sinni fyrr? Ég svara þessu hik- laust neitandi. Velmegun bæjar- ins og þegnanna á að haldást í hendur. Verklegar framkvæmdir Þá vill bæjarfulltrúinn halda því fram, að Neskaupstaður sé eftirbátur annarra á sviði verk- legra framkvæmda. Þetta hlýtur að vera sagt gegn betri vitund, því áreiðanlega er ekki eins mik- ið um verklegar framkvæmdir í neinu sambærilegu bæjarfélagi. Þá hefur Sigurjón það eftir mér, að ekki þýddi að gera sam- anburð við staði þar sem full- komið neyðarástand ríkir, eins og Húsavík. Þetta er rangt eftir haft og hafi orð fallið í þessa átt á bæjarstjórnarfundinum, hef- ur annar bæjarfulltrúi látið þau orð falla. Mér er fullkunnugt um, að því fer víðs fjarri, að neyðarástand ríki á Húsavík. Hitt sagði ég, að samanburður á verklegum framkvæmdum í hinum ýmsu kaupstöðum, væri ó- raunhæfur, nema hafa fjárhags- áætlanir við hendina. Það er ákaflega misjafnt, hvað bæjar- stjórarnir telja til verklegra framkvæmda. Og það er líka ákaflega misjafnt hvernig fjár- hagsáætlanir eru settar upp, en eftir því fer að verulegu leyti hvað talið er veitt til verklegra framkvæmda. Ég hef séð stuttan útdrátt úr fjárhagsáætlun Húsavíkur. Sé sömu aðferð beitt hér og þar við útreikning á fjárveitingum til verklegra framkvæma, yrðu þær taldar um 6.5 millj. kr. Það mikið er ætlað til verk- legra framkvæmda hér í bæ, að gott má heita ef tekst að koma því í kring á árinu. Afborganir skulda Það er rétt, að óvenjulega mik- ið er áætlað í afborganir skulda. Með því er bærinn að búa í hag- inn fyrir sig. Og hvenær á að greiða skuldir ef ekki þá, þegar auðvelt er að afla fjár í þvi skyni ? Ég býst við ,að mögulegt sé að komast af án þess að greiða svo mikið í skuldir, sem áætlun- in gerir ráð fyrir. Þó er þess að geta, að ákaflega stór liður í skuldagreiðslunum stafar af kaup um veghefils á árinu 1963, en hann kostaði nokkuð á aðr.'. milljón króna og var að mestu keyptur í skuld. Samið hafði ver- ið við framleiðanda hefilsins um að hann lánaði nær 7,00 þús. kr. af andvirðinu til þriggja ára og á síðasta ári var þriðjungur þess greiddur, en stjórnarvöldin leyfðu ekki framlengingu lánsins og er nú krafizt fullra skila. Hefur það orðið að samkomulagi við innheimtuaðilann, að skuld- in skuli greidd að fullu fyrir 1. apríl og hafa þegar verið greidd- ar í henni 200 þús. kr. — Alls stafa 570 þús. af áætluðum af- borgunum af veghefilskaupunum. Á næsta ári verður hægt að komast af með a. m. k. einnl milljón minna í afborganir en a þessu ári, en engin ástæða er til að draga af sér við skulda- greiðslur eins og nú er ástatt. Mun ég nú snúa mér að breyt- (ingatillögum Framsóknarmanna, úr því þeim finnst ástæða til að fiíka þeim. Barnaheimili — íþróttaliús Framsóknarmenn leggja til, að niður verði fellt framlag til í- þróttahússbyggingar, en fram- lagið til barnaheimilis tvöfaldað. Er þetta rökstutt með því, að þá mætti hraða byggingu barna- heimilis. Taildi ég mig þó hafa sýnt fram á, að það mundi ekk- ert flýta byggingu barnaheimilis þó framlög til þess yrðu aukin. Þegar maður byggir er nefni- lega ekki nóg að hafa peninga. Það þarf líka að hafa vinnuafl, en það er mjög erfitt að tryggja það. Samt sem áður hefur tek- izt að tryggja nokkurt vinnuaíl til beggja þessara bygginga, en þeir, sem ráðizt hafa til bygging- ar iþróttahúss, mundu ekki fást til að vinna í barnaheimilinu, þo hætt yrði við íþróttahúsið. Annars er það ekki ný bóla, að Framsóknarmenn sýni hug sinn til fyrirhugaðs íþróttahúss. I fyna lögðu þeir til, eins og nú Framh. á 3. síðu. Bankamenn sýknaðir Kveðinn hefur verið upp dómur í máli því, er ákæruvald- ið höfðaði gegn stjórn Starfsmannafélags Útvegsbankans. Var stjórninni gefið það að sök, að hafa gengizt fyrir eins dags verkfalli starfsmanna bankans um land allt snemma í nóvem- ber til að mótmæla ráðningu Braga Sigurjónssonar, krata- foringja á Akureyri í embætti bankastj. Útvegsbankans þar. Niðurstöður dómsins voru þær, að lagaákvæði, sem banna verkföll opinberra starfsmanna, taki ekki til starfsmanna Út- vegsbankans. Var því stjórnm sýknuð. Þetta er mikill sigur fyrir bankamenn og ekki gott að segja hvaða dilk dómurinn dregur á eftir sér,' ef hann fær að standa. Sjálfsagt eru það þá fleiri opinberir starfsmenn, sem verkfallsbannið ekki nær til. Líklegt verður að telja, að dómsniðurstaðan verði til að ýta mjög á eftir kröfu opin- berra starfsmanna um verkfallsrétt. Dómsniðurstaðan mun hafa komið mönnum almennt mjög á óvart, því flestir munu hafa gert ráð fyrir þvi, að hinir ákærðu yrðu sakfelldir, þar sem ætlað var, að lögin um bann við verkfalli opinberra starfsmanna næðu til bankastarfs- manna. En þó svo reynist ekki, hefðu ólöglærðir menn a. m. k. talið, að óheimilt væri að hefja verkfall með minna en viku fyrirvara, og að auk þess væri bannað að hefja verkfall að því tilefni sem um var að ræða. A. m. k. þurfa verkamenn að sæta slíku. • Ekki veit blaðið ’hvort ákæruvaldið áfrýjar dómnum, en full- víst má það telja, þar sem nauðsynlegt er að fá hæstaréttar- dóm um þetta atriði. Bankamenn hafa staðið sig mjög vel í þessu máli og geta sannarlega verið öðrum til fyrirmyndar um samheldni og ein- beitni.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.