Austurland


Austurland - 12.02.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 12.02.1965, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 12. febrúar 1965. Hvad er í fréttum? A1 Héraði Hallormsstað, 10. febr. SBl/SÞ Eins og kunnugt er af fyrri fréttum geisaði hér aðfaranótt 9. febrúar afspyrnuveður af VSV. Mönnum hér ber saman um, að slíkt hvassviðri hafi ekki komið hér síðan árið 1950, en menn jafna þessu við veður er þó geis- aði hér á sama árstíma. Hér á ofanverðu Héraði urðu allmiklar skemmdir bæði á úti- i úsum, en þó einkum á heyjum, en þar sem heyfengur. var mikill sl. sumar ; áttu bændur óvenju mikið hey í stökkum. Stefán Hallgrímsson, bóndi að Arnaldsstöðum í Fljótsdal te.ur þetta vera versta veður .sem hatiji man eftir. Þar fuku þök af tveim lilöðum • og stafn fauk einnig úr hinu þriðja af útihúsunum. Eini:- ig tættist blæjuhús af jeppabif- reið. Svo var rokið mikið, að það reif upp grjót úr áreyrunum. Á Víðivöllum fram, en þar býr Jörgen Sigurðsson, fauk þak af stórri, nýrri hlöðu og mest allt járnið á íbúðarhúsinu. Einhverj- ar skemmdir rnunu einnig hafa orðið á Egilsstöðum í Fljótsdal. Á Bessastöðum í Fljótsdal liristist íbðarhúsið svo mikið, að bækur duttu úr bókahillum. Á nokkrum bæjum í Skógum mun hafa orðið eitthvað tjón. í þessum haimförum ýfðist Lagarfljót svo mjög, að menn muna það vart úfnara. T. d. var íbúðarhúsið á Strönd undir stanzlausri ágjöf meðan veður- hæðin var sem mest. Þykkir ís- strönglar hlóðust á símalínur, er næst lágu Fljótinu því lítilshátt- ar frost var. Á bænum Jaðri, sem er í land- areign Vallaness, fuku 60 hest- ar af heyi. 1 Egilsstaðakauptúni fauk járn af íbúðarhúsi Halldórs Ármanns- sonar úrsmiðs og einnig hjá Helga Gíslasyni að Hlöðum við Lagarfljótsbrú, einnig fauk járn af fjósi hjá syni hans Gísla. Ekki virðist hafa orðið veru- legt tjón af veðurofsa þessum í Eiðaþinghá nema eitthvað á Finnsstöðum. Hér á Hallormsstað vorum við all hræddir um ófyllt steypumót í barnaskólabyggingunni, en þar er ósteypt í mót að tveim álm- um, en þau sluppu án skemmda. Fullvíst er, að fáir munu hafa sofið á Héraði þessa óveðursnótf, í það minnsta á timanum frá kl. 2—4, en þá var veðurhæðin mest. Annars hefur veðráttan undan- fai'in verið mjög góð. Snjórinn er algjö-lega horfinn af láglendi. Ennþá er nokkur ís á vegum, en minnkar nú ört og ennþá hafa vegir hér eklr’ skemmzt af aur- bleytu. Brúin yfir Klifána, sem byrjað var að byggja í haust, eins og ég hef? áður getið um í fréttum héðaii, Vár ' opnuð til umferðar skömmu eftir jól. Hér er þorri blótaður í hverri sveit, enda talið, að hér eigi þorrablótin uppruna sinn og telja aldnir menn og fróðir hið fyrsta þorrablót hafa verið hald- ið í Vallahreppi rétt fyrir síðustu aldamót. Þorrablótin ent hér í hverri sveit mikil hátíð með almennri þátttöku. í ár er þeim flestum lokið og hafa þau farið hið bezta tram. Úr Breiðdal Staðarborg, 4. febr. HÞG/GÓ Fyrsta frétt hér. eins og víðar, er síldin Tb Breiðdalsvíkur hafa borizt frá áramctum 10—-12 þús. mál í bræðslu Eitthvað srnáveg- is hefur verið fryst. Sigurður Jónssor. liefur fengið 6—7 þús. mál frá áramótum. Kringum þetta er nokkur atvlhna, annars er flest ungt iólk, sem ekki er í skólum farið í aðra landshluta til atvinnule;tar, og þá lang mest til Eyja. Fámennt er þvi orðið á flestum heimilum og félagslíf lít- ið. Þorrablót er ráðgert um næstu helgi, 6. febr. Þangað reyna flestir að koma, enda eina stórsamkoma vetrarins. • Frá því um jól og þar til nú að brá til hlýindanna, hefur ver- ið mikill snjór um Breiðdal og haglaust að kalla. Samgöngur erfiðar á köflum, sérstaklega um áramótin. Breiðdalsheiði er al- gjörlega ófær og verður eflaust til vors. Hreindýr hafa gert vart við sig í byggð. Bendir það til hagleysis fyrir þau á heiðum uppi. Annars er alltaf slangur af hreindýrum hér á nálægum heið- um, t. d. var bílstjóri nokkur kominn nærri því að aka yfir hreintarf á Breiðdalsheiði í haust, fékk aðeins forðað árekstri i ieð snarræði sínu. Heilsufar hefur verið gott, enda komið sér betur, því að hvað eftir annað hefur ekki náðst til læknis á Djúpavogi vegna símabilana. Samfara síma- bilunum er svo útvarpsástandið eins og flestir Austfirðingar kannast við, en það hefur óneit- anlega skánað nú upp á síðkast- ið, en það gerir það venjulega með lengri degi, svo að við vit- um ekki, hvort um varanlegan bata er að ræða eða aðeins venjulegan vorbata. Sú tilraun er nú gerð hér við heimavistarskólann, að hafa öll skólaskyld börn samtímis í skól- anum. Er þá börnum frá Breið- dalsvík ekið til og frá daglega, en börn lengra að, búa 1 heilma- vist. Hvort þessi nýbreytni þyki til bóta er enn óreynt. Frá Seyðisfirði Seyðisfirði 11. febr. JS/ÖS Mikil spjöll í óveðri Aðfaranótt þriðjudagsins 9. febr. sl. gerði hér mikið vonzku- veður og olli það miklum skemmdum. 1 roki þessu fauk all.t járn af þaki verzlunarhúss Kaupfélagsins, „Þórshamri“, og skemmdi járnið næsta hús mikið svo og nýjan Morrisbíl er stóð þar skammt frá. Þá fuku plötur af húsinu á bát, sem er í smíðum í Skipasmiðastöðinni og stakkst ein platan í gegnum byrðing bátsins og stóð þar föst. Einnig urðu talsverðar skemmdir á ýms- um mannvirkjum í Skipamíða- stöðinni. Einnig fuku nokkrar plötur af þaki Fiskiðjunnar. Löndunarkrani við Síldarverk- smiðjur ríkisins fauk einnig um í þessu roki. Svo óheppilega vildi til, að unnið hafði verið að því að losa kranann, og átti að færa hann eitthvað til á bryggjunni, þar se-m til stendur að fjölga löndunarkrönum við SR fyrir næsta sumar. Loks má geta þess, að miklar skemmdir urðu á færi- böndum o. fl. á söitunarstöð Val- týs Þorsteinssonar. Samgöngur Snjóbíll hefur gengið héðan yf- ir Fjarðarheiði í vetur, eins og reyndar undanfarna vetur, í sambandi við flug á Egilsstaða- flugvöll. Oft hefur hann lent í miklum erfiðleikum, þar sem því liefur ekki verið sinnt að lagfæra fyrir hann, þar sem halli er mik- ill á heiðinni. Er það almenn skoðun Seyðfirðinga og þeirra, er við þá skipta, að það sé al- gjörlega óviðunandi hvað hið op- in-bera geri lítið til að bæta sam- göngur yfir Fjarðarheiði, hvort heldur er að sumri eða vetri. Þá má geta þess, að 5 tonna trillubátur hefur í vetur haldið uppi áætlunarferðum til Loð- mundarfjarðar hálfsmánaðarlega. Eigandi bátsins er Jón Dan Jóns- son. Vertíð Stærri bátar héðan eru farnir á vertíð til Vestlmannaeyja. Eru það Gullberg NS, Skálaberg NS og Dalaröst NK. Gullbergið hef- ur að undanförnu stundað síld- veiðar, en hinir hafa róið með línu. Skipulag kaupstaðarins Undanfarið hefur verið unnij að skipulagningu svæðisins ofan við Vesturveg, en þar verða mjög góðar byggingalóðir. Hefur nú borizt tillaga utn skipulag svæðisins frá Helga Hjálmarssyni, arkitekt, og er hún nú til athugunar. Þá hefur verið unnið að athug- un á jarðvegi og botnlagi fyrir botni fjarðarins. Er fyrirhugað að ramma niður stálþil og auka með því verulega athafnapláss. Athugun þessi fer fram á vegum Vitamálaskrifstofunnar. Veðráttan Síðustu vikur hefur verið eir- muna tíð hér á Austurlandi til landsins og h'ýindi mikil. Hafði snjó að mestu t.eKið upp af lág- lendi og sjatnað mikið til fjalla, þó fjallvegir yrðu ekki færir, enda tókst ekki að fá það fram, að þeir yrðu ruddir. En í nótt briá aftur til kulda- tíðar og er nú mikil snjókoma með fjúki. Góður órangur í síðasta blaði var að því vik- ið, að koma þyrfti kvæðum þeim. sem Jónas skáld Þorsteinsson lét eftir sig og ekki eru glötuð, til varðveizlu á Landsbókasafnið. Nú hefur sonarsonur skáldsins, Jóhann Elíasson, tjáð blaðinu, að hann sé í þann veginn að senda safninu það sem! hann hefur undir höndum af ljóðmælum afa síns, en það er all mikið. Má því segja, að góður árang- ur hafi orðið af þessari áskorun blaðsins. Frá blaðiiu.l Frá og með næsta blaði hækk- ar lausasöluverð þess í kr. 5.00. -- Áskriftargjald fyrir yfir- s+andandi ár verður kr. 150.00. Hlkynning irá Söltunarstöðinni Ás Söltunarstúlkur og karlmenn, sem ætla að vinna hjá okkur á komandi sumri, láti skrá sig sem fyrst hjá Hreini Stefáns- öyni verkstjóra, eða Einari Ármannssyni, matsmanni. SÖLTUNARSTÖÐIN ÁS Neskaupstað. •"^^'^A/W\AArtA/V/WWWWVWWVWVWVWVWWWWWWWWWWW\AAA/W/WWWV/WWW ^a^^^AAAAAA^A^^W'^^AAAA/WWWWWWWWWWWVWWV'WWWWWVWWWWWV Sængurveraefni kr. 52.00. Mislitt Damask 64.00 og 75.00. Hvítt Damask kr. 65.00 ALLABÚÐ ‘"'/'/'^^^^AAAAAAAAAAAAAAAAAAA/WWWWAAAAAAAAAAAA/WWWWWAAAAAAAAAAAAAA/WWN^'/W

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.