Austurland


Austurland - 12.03.1965, Blaðsíða 3

Austurland - 12.03.1965, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 12. marz 1965. AUSTURLAND Stórfelldir síldarflutnlngar... Framhald a£ 1. síðu. Afsannar það sem sanna skyldi. Ekki hefur mér tekizt að átta mig á því hvað Jóhann Kúld hyggst sanna með samanburði á síldarverði á Islandi og í Noregi. Líklega ætlar hann með því að vinna að framkvæmd þeirrar hug- sjónar, að flytja beri síldina frá austfirzkum miðum til fjarlægra lands’hluta í stað þess að reisa fleiri og afkastameiri verksmiðjur á Austfjörðum. Hafi hann ætlað sér að sanna að fjárhagslega væru flutningarnir hagstæðari og að þeir leiddu til hærra hráefnis- verðs, hefur honum gjörsamlega mistekist, því ekki fæ ég betur séð, en að hann sanni hið gagn- stæða. I greinarlok segir Jóhann,að Austfirðingar þurfi ekkert að ótt- ast samkeppni flutningaskipanna. Þeir þurfi ekki annað en hækka verðið. Það er rétt, að flutningamir geta orðið til þess, að farið verði að bjóða í síldina og að margs- konar síldarverð verði í gildi og held ég, að rangt sé að stuðla að því. Það er líka rétt, að ef allt væri með eðlilegum hætti, gætu verksmiðjurnar næst veiðisvæð- unuim greitt talsvert hærra verð en hinar, sem verða að gera út flutningaskip til að ná síldinni. En — og ég ætla að biðja menn að muna eftir orðum mínum, þó ekki sé ég spámaður — þess verð- ur ekki langt að bíða að postular flutningastefnunnar krefjast jafn- aðarverðs á síld. Það verður ekki langt þar til sú krafa kemur fram, að verksmiðjumar á Aust- urlandi borgi að sínum liluta kostnaðinn við að flytja hráefnið frá þeim til Reykjavíkur. efnisverð áfram óeðlilega lágt. Og hráefnisverðið heldur áfram að vera lágt á. meðan það á að standa straum af heimskulegri ■útgerð tankskipa til heimskulegra flutninga á hráefninu í stað þess að setja það á land til vinnslu þar sem hagstæðast er. Flutningarnir draga hráefnis- verðið niður. Það er engu líkara en að Jó- hann Kúld hafi haft a. m. k. ann- að augað aftur þegar hann las grein mína. Hann fær það út úr henni, að þar sé fullyrt, að verk- smiðja sem byggð er nálægt veiðisvæðinu, geti borgað sig á einu til hálfu öðru ári. I Austurlandi var tekin til samanburðar verksmiðja sú sem verið er að koma upp á Djúpa- vogi. Þar er komizt að þeirri nið- urstöðu, að flutningskostnaður á þéirri síld sem líklegt er að verði unnin á Djúpavogi, ef hún í þess stað yrði flutt til fjarlægra staða, yrði svo hár, að á einu til hálfu öðru ári svaraði hann til byggingarkostnaðar bræðslunnar. Þetta er dálítið annað en að segja, að verksmiðjan græði svo mikið, að hún geti orðið skuld- laus að þessum tíma liðnum. Þó er bezt að segja það alveg eins og er, að þessi möguleiki er lík- lega fyrir hendi, ef verksmiðjan fær mikið hráefni og afurðarverð verður jafn hátt og nú er, en hrá- Nýstárleg kenning Jóhann Kúld segir, að Aust- firðingar hafi ekkert að óttast á meðan síldin heldur sig á aust firzkum miðum. Og svo imikill öðlingur er hann, að honum „finnst líka sjálfsagt að þeir njóti fullrar fyrirgreiðslu ' lánastofnana á þessu sviði svo lengi sem það getur samrýmzt afköstum íbú- anna í þessum Iandshluta“. (Let- urbreyting Austurlands). Það getur verið, að ekki sé mik- il ástæða til að óttast verkefna- skort á meðan mikið veiðist. En við óttumst fyrst og fremst, að síldarflutningarnir verki sem hemill á nauðsynlega uppbygg- ingu síldariðnaðarins á Austfjörð- um. Raunar er þeirri uppbygg- ingu þegar lokið eftir kenningu Jóhanns Kúlds, því það er nokk- uð síðan hún fór fram úr því marki, að geta „samrýmzt af- köstum íbúanna". En vill ekki Kúld yfirfæra þessa kenningu sina yfir á aðra staði, eða eru það Austfirðingar einir, sem ekki mega fá svo mik- ið af atvinnutækjum, að fólk geti flutzt hingað annað hvort til fastrar búsetu eða vertíðarstarfa? Mega Austfirðingar undir engum kringumstæðum fá aftur eitthvað af því fólki, sem segullinn við Faxaflóa hefur dregið til sín? Hvað um Vestmannaeyjar, svo dæmi sé nefnt? Á kenning Kúlds að ná til þeirra ? Á að hætta öll- um lánveitingum til skipakaupa og fiskvinnslustöðva þar, af því það getur ekki „samrýmzt af- köstum íbúanna" ? Ég met huggunarorð Kúlds í garð Austfirðinga eins og mér finnst þau verð. En hvaðan kemur honum sú speki, að Aust- fjarðamið hafi verið „þurr af síld“ þegar veiðin var mest fyrir norðan ? Ég veit ekki betur en Austfjarðamiðin hafi þá einnig verið full af síld, þó heita mætti, að hún hafi verið friðuð þar, því svo gott sem engin vinnsluskil- yrði voru austan Raufarhafnar. handa hefur lítið við að vera. Auk þess hefur fjöldi manna úr þess- um byggðarlögum neyðzt til að fara suður til að vinna þar í frystihúsum og við fiskveiðar. Sé skynsamlegt að flytja síld að austan til vinnslu fyrir norð- an, vestan og sunnan, er þó áreið- anlega miklu skynsamlegra að flytja þorskinn og ýsuna að sunnan til vinnslu í öðrum lands- hlutum í stað þess að láta þessi ágætu matvæli verða að skít fyr- ir sunnan. En hvenær hafa postular flutn- inganna látið sér til hugar korma að þorskur yrði fluttur til fólks- ins í stað þess að flytja fólkið til þorsksins? Austfirðingar eiga ekki að vera sinnulausir í þessum málum, heldur gera sínar ráðstafanir og setja fram sínar kröfur og fylgja þeim eftir. I fyrsta lagi eiga þeir að krefj- ast fieiri og afkastameiri verk- smiðja á Austfjörðum, helzt nýrra, eða, ef ekki vill betra til, flutnings verksmiðja að norðan, I þar sem þær standa aðgerðar- litlar. í öðru lagi eiga austfirzku verksmiðjurnar að láta þau skip, sem ekki landa í flutningaskip þegar þróarrými er fyrir austan, hafa forgang til löndunar fram yfir hin. B. Þ. Tónlistarskólanum Tónlistarskólinn hefur starfsemi sína á morgun, laugard. 13. marz. Kennt verður á píanó, orgel, melódíku og blásturshljóðfæri. Kennarar verða Jón R. Mýrdal og Haraldur Guðmundsson. Þeir nemendur, sem ætla sér að stunda nám í skólanum, komi til viðtals í Tónábæ á morgun kl. 4—6. Tónlistarfélagið. - ATVINNA - Síldarstúlkur og karlmenn, er unnið hafa hjá okkur og ann- að verkafólk, konur og karlar, sem hug hefur á því, látið skrá ykkur á skrifstofunni fyrir 1. apríl n. k. Við vonum, að við fáum að njóta þeirra góðu starfskrafta, er við höfum haft undanfarin ár. SÆSILFUR HF. Símar 90 og 109. Vertíðarfiskur að sunnan til Austur- og Norðurlands Þegar mest veiðist fyrir sunn- an á vertíðinni hafa frystihúsin og aðrar fiskvinnslustöðvar ekki undan, þó fjöldi manna úr öðrum landshlutum og frá öðrum lönd- um vinni að hagnýtingu aflans dag og nótt. Þetta verður léleg vara, sem stórspillir markaði landsmanna. Á sama tíma stendur fjöídi frystihúsa með mikía afkastagetu aðgerðarlaus á Norður- og Aust- urlandi,og fjoTdi virinufúsra Egilsbúð SVERÐ MITT OG SKJÖLDUR Stórmynd í litum af glæsilífi riddaratímanna í Frakklandi. Sýnd föstudag kl. 8. — Bönnuð innan 12 ára. ELSKURNAR MlNAR SEX Bráðskemmtileg amerísk litmynd með Cliff Robertson og Debbie Reynolds. — Sýnd laugardag kl, 5 og sunnudag kl. 3. RIKKI OG KARLMENNIRNIR Snilldar vel gerð og leikin, ný, dönsk stórmynd í litum og Cinemascope. Aðalhlutverk: Ghita Nörby, Poul Reichardt. — Sýnd sunnudag kl. 5. Bönnuð innan 16 ára. SKÆRUHERN AÐUR Afar spennandi ný, amerísk Ikvikmynd um skæruhernað í Asíu. — Sýnd sunnudag kl. 9. - LOPI - Hvítur, ljósgrár, dökkgrár, mórauður og sauðsvartur. ALLABÚÐ

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.