Austurland


Austurland - 09.04.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 09.04.1965, Blaðsíða 1
Amlurlmd Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 9. apríl 1965. 14. tölublað. Breyting á útsvörum og stoínun lánadeildar sveitaríélaganna I gær hófst í Reykjavík fundur fulltrúaráðs Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Þar flutti Gunnar J-horoddsen fjármálaráðherra á- varp og komu þar fram í fyrsta skipti opinfoerlega þær fyrirætlan- lr> sem ríkisstjórnin hefur á Prjónunum um breytingar á laga- ákvæðum um útsvör. Tvær breyt- ingar eru fyrirhugaðar. I fyrsta lagi hækkun persónufrádráttar og 1 öðru lagi nokkur breyting á út- svarsstiga. Persónufrádráttur breytist svo: Fyrir einhleyping hækkar per- sónufrádráttur úr 25 þúsund krónum í 32.500 krónur, fyrir hjón úr 35 þús. í 45.000 kr. og fyrir hvert barn á framfæri úr 5 þúsund í 6.500 krónur. Er hér um að ræða sem næst 30% hækkun á persónufrádrætti, °g er það ekki miki:l lausn, því framfærslukostnaður hefur hækk- að um að minnsta kosti svo mikið frá því gildandi ákvæði um per- sónufrádrátt voru lögfest. Sér- staklega mun mönnum finnast Persónufrádráttur fyrir börn hækka ailt of lítið. Núgildandi ákvæði um útsvars- stiga eru á þá leið, að af 40 þús. 'króna útsvarsskyldum tekjum skuli greiða 20% en 30% af því sem umfram er. Nú er ráðgert að breyta þess- um reglum þannig, að af fyrstu 20 þús. króna útsvarsskyldum tekum greiðist 10%, af 20—60 Pús. greiðist 20% og af því sem umfram er 60 þús. greiðist 30%. Er hér um talsverðar umbætur að ræða til samræmis í vaxandi dýrtíð. Sem dæmi um áhrif þessara breytinga nefndi ráðherrann það, að miðað við núgildandi löggjöf, væri talið, að í Reykjavík næmd afsláttur útsvara 28—29%, en eftir breytinguna 5—6%. Þá gerði ráðherra grein fyrir þeim fyrirætlunum sem á prjón- unum eru, um að bæta úr láns- fjárþörf sveitarfélaganna. Er ætl- unin, að koma á fót lánadeild, sem hafi það meginverkefni að veita sveitarfélögunum fram- kvæmdalán til langs tíma. Mundi það greiða mjög fyrir marghátt- uðum framkvæmdum sveitarfé- laganna, en til þessa hefur engin stofnun verið til í landinu, sem hefur það hlutverk að mæta þörf sveitarfélaganna fyrir stofnlán. Ennfremur skal það vera hlut- verk lánadeildarinnar, að greiða fyrir reksturslánum til sveitarfé- laganna og aðstoða þau við að breyta lánum, sem tekin hafa ver- ið til stutts tíma, í lán til Jangs tíma. Gert er ráð fyrir, að lánadeild- in fái 15 millj. króna fast, ár- legt framlag úr jöfnunarsjóði og jafnhátt árlegt framlag úr ríkis- sjóði. Samstarf um umferðarmál Slysavarnafélag íslands skrif- aði bréf í janúar sl. til stjórna Bindindisfélags ökumanna og Fé- lags íslenzkra bifreiðaeigenda þess efnis, að þau félög, ásamt S. V. F. í. stofnuðu til samstarfs varðandi umferðarmál. Þar var og bent á, að félög þessi, sem að meiru og minna leyti störfuðu að sama marki í umferðar- og ör- yggismálum ættu að samstilia þau öfl, sem lægju í skipulagðri starfsemi hinna fjölmörgu féiags- deilda þessara aðila víðsvegar um landið, og með sameiginlegu átaki ættu þau að geta komið enn meiru til leiðar en hvert í sínu lagi. Fyrsti viðræðufundur þessara aðila var haldinn í húsi S. V. F. I. á Grandagarði fimmtudaginn hinn 11. febr. sl., þar sem mættu eftirtaldir fulltrúar: Ásbjörn Stefánsson frá B.F.Ö. Magnús H. Valdimarsson frá F.I.B. og Hannes Hafstein frá S.V.F.I., er kosinn var formaður nefndar- innar. Þegar á þessum fundi kom fram einlægur samstarfsvilji þessara aðila og var ákveðið, að nefnd þessi skyldi heita Sam- starfsnefnd í umferðarmálum. Markmið hennar yrði fyrst og fremst að vinna að auknu um- ferðaröryggi og umferðarmenn- ingu í samráði og saimistarfi við löggjafa og lögreglu, borgar- og bæjaryfirvöld, bifreiðaeftir.lit, tryggingafélög og vegamála- stjórn. Jafnframt var til umræðu að leita til annarra frjálsra félaga- samtaka, sem einnig hafa skipu- lagða starfsemi félagsdeilda úti um landið og vilja stuðla að auknu öryggi almennings í hinni ört vaxandi umferð. I því sam- bandi má nefna eftirtalda aðila: Rauða Kross Islands, Skátahreyf- inguna og Æskulýðsráð hinna ýmsu bæjar- og s'veitarfélaga. Nefndarfundir hafa verið haldnir vikulega, þar sem rædd hafa verið mörg vandamál varð- andi umferðina, og á hvern hátt þessu samstarfi skuli sem °bezt hagað. Hér verða nefnd nokkur þeirra mála, er verið hafa till umræðu, og rík áherzla lögð á, að unnið verði að og framgangi þeirra hraðað. 1. a. Hægri handar akstur verði lögskipaður hér á landi og viðhlýtandi undirbúningi sem fyrst ko'mið á. b. Að Island gerist aðili að samræmingu á umferðarreglum Norðurlandanna, verði slík sam- ræming tekin upp. 2. Hert verði á refsingum vegna ölvunar við akstur, og fullri á- byrgð komið á hendur þeim, sem ölvaðir valda slysum og/eða tjóni, svo og ef uan er að ræða endurtekin brot á umferðarregl- um og vítaverðan akstur. 3. Umferðarfræðsla í skólum vcrði aukin og þeirri reglugerð framfylgt, er sett var um þau mál. 4. Komið verði á árlegri skoð- un á Ijósastillingum bifreiða og nákvæmari reglur settar þar að lútandi. Einnig verði stuðlað að því, að börnum, semi oft þurfa að fara yfir miklar umferðargöt- ur á leið í og úr skóla, verði fyr- irskipað að bera endurskinsmerki, og ennfremur, að vegfarendur al- mennt taki þann sið upp. 5. Komið verði á umferðarvik- Framh. á 2. síðu. Nýtt blað Nemendur í gagnfræðaskólan- um hafa byrjað blaðaútgfáfu og hafa komið út tvö blöð af blaði þeirra, sem þeir nefna Tý, hið fyrra fjölritað en hið síðara prentað. Þetta síðara blað hefur inni að halda nokkrar ritgerðir eftir nem- endur, flestar í léttum dúr, við- tal við skólastjóra og mola frá prófborðinu, mikinn skemmtilest- ur. Ritstjóri er Smári Haraldsson og hefur hann með sér heila hjörð aðstoðarmanna. Ábyrgðar- maður er Kristinn Jóhannsson, kennari, því hinir ungu útgefend- ur eru ekki menn til að rísa und- ir þunga ábyrgðarinnar af skrif- um sínum. Árshátíð G. N. Gagnfræðaskólinn í Neskaup- stað hélt árshátíð sína í Egilsbúð laugardaginn 3. apríl. Hófst samkoman með ávarpi skólastjórans, Þórðar Kr. Jó- hannssonar, en síðan hófust skemmtiatriði. Kenndi þar margra grasa. Fluttir voru tveir leikþættir, Gullbrúðkaiup eftir Jökul Jakobsson og brezkur gam- anþáttur, Box og Cox. Nokkrar stúlkur úr landsprófsdeild sungu með gítarundirleik og 5 manna hljómsveit lék fjörug lög. Þá voru lesin ljóð, gamansaga um kennarana og sungnar gamanvás- ur um sömu aðila. Skemmtiatriðin voru hin á- nægjulegustu á að hlýða og horfa og tóku áheyrendur þeim með fögnuði og dynjandi lófataki. Að iokinni dagskrá voru fram reiddar rausnarlegar veitingar fyrir alla gesti í veitingasölunum og gengu námsmeyjar um beina, og um leið hófst dansinn. Tvær hljóíEsveitir léku fyrir dansinum, önnur eingöngu skipuð nemend- um skólans. Margir hafa haft orð á því við Framhald á 2. síðu. Haft er í flimtingum að liin fjölbreytta blaðaútgáfa á Austurlandi fyrr í vetiur hafi fellt sumar fjaðrirnar; að efnisskortur hrjái nú mjög Þór og Austra; að lengi vel hafi þó Austra- menn kennt Oddi á Skarðinu um, að Austri kom ekki út; að annar Austraritstjórjnn hafi í ölla málefnaleysinu hlaup- ið með gamlar ritsmíðar sín- ar í útvarpið; að íhald og framsókn hagnist á, að blöðiu komi ekki út.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.