Austurland


Austurland - 09.04.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 09.04.1965, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 9. apríl 1965. Rökvillur 1 byrjun fyrri mánaðar flutti Björn Jónsson framsöguræðu á Alþingi fyrir þingsályktunartil- lögu þeirra Ragnars Arnalds um skipulagningu stórfelldra síldar- flutninga. Hér er því miður ekki rúm til að taka sjónarmið þau, sem þingmaðurinn setur fram til rækilegrar meðferðar. Margt er þar vel sagt og mörg rök reynir þingmaðurinn að færa fyrir máli sinu, en mjög gætir þar hinna „þröngu, einsýnu sjónarmiða“ Norðlendingsins, eins og Jóhann Kúld mundi orða það. En ég get ekki stillt mig um að benda á eina kórvillu í rök- stuðningi þingmannsins. Þegar hann reynir að sannfæra þing- heim um yfirburðakosti stór- felldra síldarflutninga fram yfir byggingu nýrra verksmiðja, tel- ur hann þetta fyrst: „Að dregið yrði úr nýrri fjár- festingu í verksmiðjum og vinnslustöðvum, en slík hundruð milljóna fjárfesting árlega gæti m. a. leitt til lækkandi hráefna- verðs til útvegsmanna og sjó- manna og þá um leið til minnk- andi afraksturs þessara aðila þ. e. a. s. ef veiðimöguleikar auk- ast efcki að sama skapi, sem örð- ugt er að sjá fyrir um. í þessu sambandi er rétt að hafa í huga, að hlutur stofnkostnaðar, þ .e. a. s. vaxta af stofnkostnaði og fyrn- ingu verksmiðjanna á Norður- og Austurlandi mun nú vera reikn- aður um 70—80 kr. af hverju máli bræðslusíldar. Aukning stofnkostnaðar án tilsvarandi aukningar á veiði mundi þýða skert kjör fyrir útgerðina og sjó- mennina". Lítum nú aðeins á meginatriði þessarar röksemdarfærslu. Fyrsta atriðið sem beinist gegn viðleitni Austfirðinga til að koma á fót fleiri og afkasta- meiri vinnslustöðvum, hefur áð- ur verið tekið til meðferðar hér i blaðinu og verður látið nægja að vísa til þess. Annað atriði er, að aukin fjár- festing í nýjum verksmiðjum verði til að lækka hráefnisverð, nema tilsvarandi aukning afla fylgi. Hér er því til að svara, að eins og veiðinni hefur verið hátt- að undanfarin ár, hefði aflinn orðið miklu meiri, ef nægur verk- smiðjukostur hefði verið eystra.. Undir þeim kringumstæðum hefðu fleiri verksmiðjur á Austurlandi þýtt liækkað hráefnisverð. Ann- ars er það einkennilegt hve sild- Jmturlmd ; Lausasala kr. 5.00 |j Ritstjóri: Bjarni ÞórSarson. NESPRENT arflutningamönnum er gjarnt að „gleyma“ því, að síldarflutningar hafa einnig nokkurn stofnkostnað í för með sér, og er ég því kom- inn að þriðja atriðinu. Ég er ekki bær um að vé- fengja, að hlutur vaxta af stofn- kostnaði og fyrning þeirra verk- smiðja, sem fyrir er í landinu, sé reiknaður 70—80 kr á mál, en augljóst sýnist mér, að það sé of hátt reiknað. Og það er tvímæla- laust rétt athugað, að aukinn stofnkostnaður án tilsvarandi aukningar í veiði hækkar þessa tölu. En þetta á ekki aðeins við um síldarbræðslur, söltunarstöðv- ar, niðurlagningarverksmiðjur og frystihús. Það á einnig og í enn ríkari mæli við um flutninga- sldp og tilheyrandi aðstöðu. Þessu „gleymir“ Björn, og ég get Fréttir... Framhald af 4. síðu. Jón Eiríksson segir svo um til- raunir Jóns sýsilumanns: „Hann lét klippa fé sitt um jólaleytið og gaf því síðan inni allan veturinn og fékk með þessu móti heimingi meiri ull en áður.' Ullin reyndist einnig betri til vinnslu en hin venjulega vorull, sem reytt er af fénu, ærnar mjólkuðu hálfu betur, og lömbin reyndust vænni, og féð lagði sig með meira kjöti og mör en áður var, og má þakka þetta betri með- ferð þess. Hann hefur endurtekið tilraun þessa með jafngóðum árangri, en af því að hann klippti féð á vetrum, hefur innistöðutími þess lengzt og meira fóður eyðzt en ella“. (: ( [ Og nú — nær 200 árum síðar — er þráðurinn tekinn upp að nýju. —o— Frá Stöðvarfirði Stöðvarfirði, 7. apríl B.Sv./Ö.S. Hvað getur þú sagt mér af bát- unum hjá ykkur? Héðan að heiman hefur ekkert verið róið í vetur, báðir stóru bátarnir hafa lagt upp fyrir sunnan. Annar þeirra, Heimir, hefur verið á þorsknót og 'lagt upp í Vestmannaeyjum og Þor- lákshöfn, en hinn, Kambaröst, heíur róið með línu og síðan net frá Vestmannaeyjum. Minni bátar hafa ekkert hreyft sig í vetur m. a. vegna íss hér fyrir Austfjörðum. Hvað er að frétta af byggingu síldarbræðslu ? Verður nokkuð gert í þvi fyrir sumarið? Engar líkur eru á því, að nokk- uð verði gert að ráði fyrir sum- arið. Þó er fyrirhugað, að vinna að grunni og hráefnistanka og verður tankinn notaður fyrir úr- ekki ímyndað mér, að hainn, jafn skynugur maður, gieymi því ó- viljandi. Tankskipafloti með íil- 'heyrandi útbúnaði, ásamt um- hleðslustöðvum, hlýtur að kosta of fjár og miklu meira en til- svarandi verksmiðjukostur. Þenn- an tanksíkipaflota og hleðslu- stöðvar þarf að fyrna og reikna þarf vexti af stofnkostnaði og af verði og það er barnalegt, að ætla að sá kostnaður verði reiknaður lægri en af bræðslum og öðrum síldarvinnslustöðvum. Ég ítreka því þá staðhæfingu, að síldarflutnigar í stórum stíl Mjóta að leiða til verulega lækk- aðs hráefnisverðs. Að halda því fram að bygging síldarverksmiðja leiði til lækkaðs hráefnisverðs vegna fyrningaraf- skrifta, en „gleyma“ því, að ekki þarf síður að afskrifa skip og umhleðslustöðvar, er málflutning- ur, sem engum skyni bornum manni er samboðinn. gang frá söltunarstöðinni í sum- ar. Þessar framkvæmdir eru hugsaðar sem fyrsti áfangi að byggingu síldarverksmiðju hér á staðnum. Eru nokkrar líkur á, að síldar- söltunarstöðvum fjölgi hjá ykkur í sumar? Það get ég ekki ímyndað mér. Hér hefur undanfarin sumur ver- ið rekin ein söltunarstöð og hef- ur verið miklum erfiðleikum bundið að koma frá henni síldar- úrgangi, en hann hefur verið fluttur ýmist til Breiðdalsvíkur eða Fáskrúðsfjarðar og er það mjög kostnaðarsamt. Aftur á móti er ekki ólíklegt, að hér rísi fleiri stöðvar, þegar bygging síldarverksmiðju verður lokið. Hefur ekki verið mikill ís hjá ykkur? Jú, það hefur verið þó nokkuð mikill ís hér, en hann er nú alveg horfinn hér úr firðinum, að und- anskildum nokkrum stökum jök- um, sem standa í fjarðarbotnin- um. . En hvað um atvinnuástandið ? Atvinna hefur verið ldtil hér í vetur, þar sem enginn fiskur hef- ur borizt hér á land og hafa nokkuð margir farið héðan til Vestmannaeyja og vinna þar í vetur. Þá var nokkur vinna í jan- úar og febrúar við að steypa 10x10 m ker sem sökkva á 5 m framan við bryggjuhausinn og steypa síðan á milli, iþannig að 15 metra lenging verður á garð- inum. Einnig eru í smíðum þrjú íbúð- arhús, svo og barnaskóli, sem nú er verið að Ijúka við að mála. Er ekki lítið um skemmtana- líf ? Jú, það er heldur dauft, og veldur m. a. hversu margt fólk er í burtu. En öðru hverju eru þó kvikmyndasýningar og félags- vist. Einnig höldum við svoköll- uð hjónaböll við hátíðleg tæki- færi. Um umferðarmál Framh. af 1. síðu. um fyrir almenning með fræðslu- erindumi og kvikmyndasýningum um umferðarmál. Einnig, að stofnað verði reglulega til góð- aksturskeppni svo víða sem unnt er. 6. Að umferðarljósum verði fjölgað og endurskoðuð reglugerð um akreinamerkingar og akreina- akstur. Ennfremur að hættulegar beygjur á þjóðvegum verði varð- aðar sjálflýsandi stikum. Hér hefur verið getið nokkurra hinna veigaunestu mála, en ótalin eru ýmis atriði, sem nauðsynlegt er að tekin verði til yfirvegunar og úrlausnar, og hafa þegar ver- ið nokkuð rædd. Fjölmörg verkefni og vanda- söm bíða úrlausnar í umferðar- málum.' Ekki aðeins í þéttbýlinu, borg og í bæ, þorpum og kaup- stöðum, heldur og á vegum úti og í sveitum landsins. Það fer heldur ekki milli mála, að frjáls félagasamtök, eins og hér er getið að framan, störf þeirra og markmið, eru áreiðan- lega sterkustu og áhrifamestu tækin, sem borgararnir skapa sér til varnar slysum og skelfingu. Samverkandi starfsemi slíkra félagaheilda við þær ráðstafanir, sem löggjafi og lögregla, borgar- og bæjaryfirvöld setja í þessum efnum', er hor.nsteinn þess, að sem mestur og beztur árangur náist. F. h. Samstarfsnefndar í umferð- armálum. Hannes Hafstein. Árshátíð .. . Framhald af 1. síðu. mig, hversu framkoma ungling- anna á sviði hefði verið frjálsleg og óþvinguð. Það er sannarlega svo og þessir krakkar geta greini- lega gert góða hluti bæði í leik og söng. Árshátiðin fór hið bezta fram í alla staði, en hana sóttu nokk- uð á fjórða hundrað manns. Ætlunin er að endurtaka flest atriði dagskrárinnar í næstu viku fyrir börn. B. S. Dr bænum Afmæli. Jóhanna Þorleifsdóttir, ekkja, iStrandgötu 40, varð 60 ára 4. apríl. Hún fæddist á Hofi í Norð- fjarðarhreppi, en hefur átt hér heima síðan 1923. Ölver Giuðmundsson, útgerðar- maður, Þiljuvö'llum 11, varð 65 ára 6. apríl. Hann fæddist í Sand- vík í Norðfjarðarhreppi, en f.lutt- ist hingað 1915. Byggingaleyfi. Sigurður Jónsson, Miðstræti 8, hefur fengið leyfi til að byggja steinsteypt íbúðarhús á lóðinni nr. 37 við Blómsturvelli. Anton Sigfússon hefur fengið leyfi til að byggja íbúðarhús úr timbri á lóðinni nr. 10 við Mýrar- götu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.