Austurland


Austurland - 09.04.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 09.04.1965, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 9. apríl 1965. Hvað er í fréttum? Úr Eiðaþinghá Eiðum, 4. apríl — Á H./G.Ó. Veðráttan Tíðarfar rysjótt og mislynt síð- an um nýár. Eitt vestanrok, með þeim mestu. Norðanbyljir, ,a. m. k. tveir, með þeim hörðustu. Froststillur með -s- 15—20 stig dögum saman. Blíðviðri með vægu frosti og sólbráð með blá- móðu yfir fjöllum og ásum. Aldr- ei rigning eða venjuleg hláka enda liggur nóv.—des. gaddurinn með harðahjarni og svellalögum enn. Einkenni ísaveðráttu segja gamlir menn. Vötn undir þykkum ís. Gjafarikt yfirleitt, einkum á fjallabæjum í Eiðaþinghá, inni- staða að mestu síðan í nóvember. Mannlífið. Mannlíf fer Vel fram. Höfum ekki fundið fyrir hafís enn. Góð- ar f'lugsamgöngur. Dauft yfir félagslífi og samkomuhaldi. Við héldum þorrablót í janúar. Góð skemmtun með allfjölbreyttri dagskrá yfir borðhaldi: Annáll — kvartettsöngur — spurninga- þáttur — frumortar gamanvísur sungnar — dans til morguns að gömlum hætti með hófilegri drykkju. Árshátíð Eiðaskóla 13. marz. Boðssamkoma, aðallega fyrir for- eldra og vandamenn. Tókst mjög vel, mörg ske-mmtiatriði: Bjón- leikur — upplestur — söngur — leikfimisýningar o. fl. Próf eru byrjuð í 1. og 2. bekk og lýkur á miðvikudag fyrir páska. Almennna miðskóladeildin verður fram í miðjan maí, en landspróís- og gagnfræðadeild út mai. Alls ganga 125 nemendur undir próf. Árshátíð barnaskólans var 27. marz, aðallega fyrir skólabörn og foreldra þeirra. Krakkar sýndu ieikþætti og leikfimi og léku á blokkflautur. Gissur að fara til Neskaup- staðar eftir 16 ára dvðl á Eiðum sem stöðvarstjóri, kennari og prófdómari. Við stöðinni tekur Júlíus Bjarnason, ættaður úr Keflavík, áður við lóranstöðina á Snæfellsnesi. Skólamál. Námsstjórinn á Austurlandi Skúli Þorsteinsson, kallaði nýlega saman á fund, skólanefndarfor- m;enn og hreppsnefndaroddvita á Héraði, til að ræða unglinga- fræðsluna. Stendur nú til að fara að huga að framkvæmd skólalög- gjafar frá 1946 um unglinga- fræðslu, en-da mál til komið. Fundarmenn samþykktu ályktun um að hraða henni sem verða mætti. Sennilega verður það þó ekki fyrr en heimavistarskólar verða til fyrir öll börn á Héraði. Enn sem komið er hafa aðeins tveir hreppar slíkan skóia, (að Eiðum) en í smíðum er skóli á Hallormsstað fyrir 4 hreppa. Þá er Norður-Héraðið eftir, Tunga og Hlíð, og er enn óráðið um fyrirkomulag barna- og unglinga- fræðslunnar í þeim sveitum, en það mun fyrirhugað, að hafa ung- lingafræðsluna í sambandi við barnafræðsluna og verða það þá ca. 4 mánaða skólar á vetri fyrir hvern nemanda plús heimavinna. Til viðbótar þessari frétt af Héraði um framkvæmd fræðslu- laga frá 1946 má geta þess, að námsstjóri hefur verið á ferð hér eystra í rúman mánuð, sérstak- tega til þess að gera athuganir og tillögur um möguleika á fram- kvæmd laganna. Þessa dagana er hann á Suður- fjörðum og mun halda a)Et til Hornafjarðar. Hillir nú undir það, að þessi 20 ára gömlu fræðslulög, sem tryggja áttu æsku sveitanna jafnrétti í fræðslumálum, nái fram að ganga. —o— Af Upp-Héraði Hallormsstað, 7. apríl. S.Bl./B.S. (ireiðfært um Hérað Tíð hefur verið góð að undan- förnu og er greiðfært á bílum um allt Hérað, snjór enginn. Þó að rysjótt hafi verið á köflum fyrr í vetur, hafa mjólkurfilutningar þó gengið hindrunarlaust héðan að ofan og til Egilsstaða. Miklar frosthörkur voru hér fyrir u. þ. b. hálfum mánuði, var það með meiri frostum, er hér koma og standa einhvern tíma, en þessár hörkur stóðu á aðra viku. Ekki var laust við, að bæri á vatnsskorti í frostunum. Ormurinn sefur Lagarfljót er ísi lagt, er ísinn sterkur — um 30 cm þykkur. — Ekki er þó mikið farið eftir fljótinu, enda eru víða sprungur í ísnum, er geta verið hættuleg- ar börnum a. m. k. Hins vegar er ísinn freistandi fyrir skautahlaup og er það nokkuð iðkað. Búast má við, að Ormurinn sofi undir þessum þykka klaka- feldi og rumski litt. Dauft félagslíf Félagslíf er hér dauft, dans- leikir eru þó haldnir öðru hverju á Iðavöllum. Stundum eru haldin spilakvöld, en þó aðeins einu sinni eftir áramót. Um siðustu helgi komu lands- prófs- og gagnfræðadeildarnem- endur frá Eiðum í heimsókn hing- að í húsmæðraskólann. Var þar hin bezta skemmtun og dans á eftir, og ekki voru síztar hinar girnilegu kræsingar, er á borð Voru bornar. Námsmeyjar hér sátu boð Eiða- manna 1. desember, og hafa þess- ar gagnkvæmu heimsóknir skól- anna viðgengizt um árabil. Iskönnun Fyrra þriðjudag fóru kennarar og nemendur húsmæðraskólans út að Héraðsflóa til að skoða haf- ísinn. Var gaman að sjá ísrönd- ina við sandinn og hina risastóru jaka, ís var þó ekki samfelldur. Farið var vítt um sandana, því að akfært var þar um allt. Komið var að Húsey í ferðinni og þegnar rausnariegar veiting- ar þar hjá Sigurði bónda Hall- dórssyni og Ingibjörgu konu hans. Voru það höfðinglegar' mót- tökur. Framkvæmdir Fyrirhugað er að halda áfram með byggingu heimavistarbarna- skólans hér með vorinu. Bygg- ingafélagið Brúnás á Egilsstöð- um hefur það verk með höndum. Ennfremur er ákveðið, að reist verði í sumar íbúð fyrir forstöðu- konu húsmæðraskólans. Verkfræðiskrifstofa Verkfræðiskrifstofa Sigurðar Thoroddsen, verkfræðings í Reykjavik hefur nú ákveðið að setja upp útibú hér á Austur- landi. Ekki mun endanlega ákveð- ið hvar það útibú verður stað- sett. En verkfræðingur frá fyrir- tækinu, Haukur Jóhannsson, er nú á Seyðisfirði, en þar eru næg verkefni svo og á Héraði. Verkfræðiskrifstofa Sigurðar hefur líka starfandi mann á Ak- ureyri. Ekki munu önnur verk- fræðifyrirtæki hafa útibú úti um land og þarna er því merkilegt ný- mæli á ferð. Fé rúið á einmánuði Það má telja til nýjunga í bú- skap, að fiáeinir bændur eru byrj- aðir að rýja fé sitt. Ekki hefur fénu orðið meint af, enda í hús- um. T. d. rúði Guttormur bóndi í Geitagerði fyrir kuldakastið um daginn og kom ekki að sök. Búið er að rýja líka á tilraunabúinu að Skriðuklaustri svo og hjá Magnúsi á Úlfsstöðum. Stefán AðaJlsteinsson, ullarfræð- ingur mun hafa hvatt til þessara tilrauna hér á landi. Margir kost- ir eru því samfara að rýja féð svona snemma. Ullin er betri og í hærra verði en annars, t. d. er hún í meira en þriðjungi hærra verði en haustrúin ull. Svo kem- ur ullin öll til skila með þessu móti, og ennfremur sparast fyrir- höfn við göngur til rúnings. Rafmagnsklippur eru notaðar til verksins og sjá ákveðnir menn um það, þetta er sem sagt fag- vinna. Þess má geta hér að lokum, að þessi hugmynd um vetrarrúning sauðfjár er ekki ný af nálinni. Jón Eiríksson, konferenzráð getur þessa í forspjalli að Ferða- bók Ólafs Olavíusar. Eitt af því, sem íslandskammerið lagði á- herzlu á til hagsbóta íslenzkum landbúnaði, var að bæta ullar- framleiðsluna. Jón Jakobsson, sýslumaður Ey- firðinga lét gera þessar tilraunir með góðum árangri, fyrst árið 1776. Davíð Scheving, sýslumað- ur Dalamanna gerði og tilraunir, en þó með lakari árangri. Framhald á 2. síðu. Á öfugu falli Ennþá liggur ísinn við land, þó að hann sé nú að fjarlægjast hér eystra. Skipaferðir hafa teppzt um langan tíma til Norð- urlands og norðanverðra Austfjarða af völdum íssins og hef- ur það vissu’.ega komið sér illa fyrir alla. Alils staðar munu þó matarbirgðir hafa verið nægar, svo að engir hafa þurft að líða þess vegna, enda mega þeir tímar heyra fortíðinni til. Áætlunarflug er til tveggja staða hér austanlands, Egils- staða og Neskaupstaðar. Nyti þessa flugs ekki við, væri Aust- '* urland gjörsamlega úr öllum tengslum við aðra landshluta, hefði ísinn þá sannarlega getað alið á innilokunarkennd fólks í hinum þröngu fjörðum. Ekki skal því neitað, að erfiðleikar eru á að halda opnum fjallvegum hér að vetrinum, ef snjóalög eru mikil. 1 vetur hafa þó komið hreinviðriskaflar alílangir, en vegagerðin er ; jafnan svo sein að átta sig á því að rofað hefur í lofti, að ; stillurnar líða hjá, án þess að mokað sé snjó af fjölförnum fjallvegum svo sem Oddsskarði. Þegar næsti snjóakafli er að byrja, er svo ýtt og fært er þá nokkra daga, en annars lrefðu getað orðið not að verkinu um lengri tíma. Þannig hefur forsjá Vegagerðar ríkisins oftast birzt okkur Austfirðingum. Þetta heitir að vera á öfugu falli. Við heyrum þó í fréttum, að ekkert er til sparað að moka snjó suður við Faxaflóa, er þar gránar í rót, þar er Vegagerð- in væntanlega á réttu falli. Það er sannarlega mál til komið, að hver landshluti ráði meiru en nú er um vegagerð og samgöngubætur óháð skrif- stofubákninu í Reykjavík. B.S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.