Austurland


Austurland - 09.04.1965, Page 3

Austurland - 09.04.1965, Page 3
Neskaupstað, 9. april 1965. AUSTURLAND / 3 Tílkynning um aðstöðugjald í Neskaupstað árið 1965 Ákveðið er að innheimta í Neskaupstað aðstöðugjald á ár- inu 1965 samkvæmt heimild í III. kafla laga nr. 51/1964 um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962 um að- stöðugjaild. Hefur bæjarstjórn ákveðið eftirfarandi gjaldskrá: 0.50% Rekstur fiskiskipa. 0.80% Frystihús og annar fiskiðnaður Oþó ekki síldarbræðsla og síldarsöltun), saltfiskverkun, skreiðarverkun, beitu- síldarsala, sildarfrysting, ísfisksala. 0.96% Síldarbræðsla og síldarsöltun. 1.00% Fisk- o>g kjötverzlun, mjólkursala og hvers konar mjólk- urafurðir, grænmeti, sement, timbur, áburður, fóður- bætir og veiðarfæri. 1.50% Hvers konar iðnrekstur ótalinn annars staðar, svo sem brauðgerðarhús, skóverkstæði, netagerðir, húsgagna- smíði, prentsmiðja, rafvirkjun, efnalaug, trésmíðaverk- stæði. 2.00% Hvers konar persónuleg þjónusta ('svo sem rakarastofa, bifreiðaakstur, útvarpsviðgerðir, trésm.meistarar, mál- arar og múrarar), leigur, umboðsverzlun, farmgj., skipa- afgreiðslur, öll verzlun og atvinnurekstur ótalinn ann- ars staðar. \ Með skírskotun til framangreindra laga og reglugerðar er ennfremur vakin athygli á eftirfarandi: 1. Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til tekju- og eignar- skatts, en eru aðstöðugjaldsskyldir, þurfa að senda skatt- stjóra sérstakt framtail til aðstöðugjalds, sbr. 14. gr. reglu- gerðarinnar. 2. Þeir, sem framtalsskyldir eru í Néskaupstað, en hafa með höndum aðstöðugjaldsskylda starfsemi í öðrum sveitarfé- iögum, þurfa að senda skattstjóranum í Austurlandsum- dæmi sundurliðun er sýni, hvað af útgjöldum þeirra er bundið þeirri starfsemi, sbr. ákvæði 8. gr. reglugerðarinnar. 3. Þeir, sem framtalsskyldir eru utan Neskaupstaðar en hafa með höndum aðstöðugjaldsskylda starfsemi í Neskaupstað, þurfa að skila til skattstjórans í því umdæmi, sem þeir eru heimilisfastir, yfirliti um útgjöld sín vegna starfseminnar í Neskaupstað. 4. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þannig, að útgjöld þeirra teljast til fleiri en eins gjaldflokks, samkv. ofan- greindri gjaldskrá, þurfa að senda fullnægjandi greinargerð um, hvað af útgjöldunum tilheyri hverjum einstökum gjalda- flokki, sbr. 7. grein regilugerðarinnar. Framangreind gögn ber að senda til skattstjóra fyrir 20. april n. k. að öðrum kosti verður aðstöðugjaldið, svo og skipt- ing í gjaldflokka áætlað, eða aðilum gert að greiða aðstöðu- gjald af öllum útgjöldum, skv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er. ( i. Egilsstaðakauptúni, 26. marz 1965 Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi. Síldarstúlkur! Þær söltunarstúlkur er ætla að salta hjá okkur í sumar, eru vinsamlega beðnar að hafa samband við Óskar Lárusson sem allra fyrst í síma 64 eða 219. JVorðfirðingar! Saltið af ykkar eigin skipum og saltið hjá Drífu. Dríía hí.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.