Austurland


Austurland - 02.07.1965, Síða 2

Austurland - 02.07.1965, Síða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 2. júlí 1965. Hvað er í Frá Borgarfirði Borgarfirði, 30. júní. — G.E./B.S. Síldin Hér er nú ibúið að bræða rúm- lega 11 þúsund mál, en hráefni þraut sl. föstudag. 1 fyrradag var skipað út 260 lestum af mjöli. Nokkrar endurbætur fóru fram á síldarverksmiðjunni í vetur og bræðir hún nú 500—700 mál á sólarhring, en ekki nema 500 í fyrra. Tvær söltunarstöðvar eru starf- ræktar hér eins og í fyrra, og hefur eitthvað smávegis verið saltað á þeim báðum. Hafnarbætur Unnið er nú af kappi við stækkun bryggjunnar hér. Verður hún lengd um 15 metra og bryggjuhausinn breikkaður nokk- uð. Þessi nauðsynlega hafnarbót skapar betri skilyrði við alla vinnu við höfnina og bætir úr legurými fyrir bátana. Þá er verið að koma upp bíla- vigt, þar sem öll síld, sem á land kemur, verður vigtuð. Er það fyrirkomulag heppilegra en mæl- ingin, sem ekki er nákvæm. Fólksekla Atvinna er hér yfirdrifin og vantar fleira fólk til að vinna að þeim verkefnum, sem kalla að. Fátt aðkomufólk er ennþá komið, en mun koma, þegar síldarsöltun er komin í fullan gang. Framkvæmdir við nýja félags- heimilið standa nú í stað, því að vinnukraftur er ekki til. Húsið er komið undir þak, en öll vinna inni er eftir. Er aðkallandi, að húsið komist sem fyrst í not, þar verða t. d. skólastofur, því að gamli barnaskólinn er orðinn lé- legur. Auk þess eru bundnar miklar vonir við félagsheimilið til ánægjulegri samkomuhalda og aðstöðu til leiksýninga. 3 fiskar í róðri Trillurnar hafa verið að róa, en afli er enginn, stundum hefur ekki orðið vart á færi. Um daginn reri bátur með 4—5 bjóð og fékk 3 fiska. Slík er ördeyða á miðum smábátanna, og verður því ef- laust engin útgerð frá Borgar- firði í sumar, ef ekki bregður til hins betra með afla. Lélegur gróður Gróður er lélegur og seint á ferð hér sem annars staðar á Austurlandi. Kal er þó ekki mik- ið hér í túnum, eins og víða er og valdið hefur miklu tjóni. Unglingaskóli Unglingaskólanum lauk á venju- legum tíma og luku þar 11 nem- endur prófi. Skólastjóri unglinga- skólans er séra Sverrir Haralds- fréttum? Enginn læknir Sama ófremdarástandið ríkir enn í læknismálum Borgarfjarðar. Egilsstaðalæknir þjónar héraðinu, en allir sjá, hversu sú þjónusta er umhent og hlýtur að vera ó- fullnægjandi. Segja má þó, að samgöngur á landi séu nú orðnar allgreiðar, en vegir eru þó enn vondir á Ut-Héraði. I Borgarfirði búa um 300 manns og margt aðkomufólk dvelst þar yfir sumarið. Auk þess koma þar mörg skip og bátar. Athafnalífið hefur í för með sér aukna slysahættu og um leið aukna þörf fyrir greiðan aðgang að lækni. Samt er Borgarfjörður látinn búa við fullkomið öryggisleysi í þessum málum. Óánægja með kaup- gjaldsniálin Hér hefur ekki enn verið geng- ið frá samningum, en fullvíst má telja, að hvítasunnusamningurinn verði fullgiltur hér. Óánægja rík- ir þó meðal fólks með þá samn- ingsgerð og ekki síður það, að öll samstaða um samræmingu kaup- gjalds er nú gjörsamlega rofin. Dálítið hafði þó áunnizt í þeim málum. Misjafnt er álit manna á stöðv- un síldveiðiflotans. Saltendum og verksmiðjueigendum finnst síldar- verðið víst nógu hátt, en verka- fólk skilur afstöðu sjómanna. Það er ákaflega álappalegt hjá ríkisstjórninni að láta verð- ákvörðun síldarinnar fyrst koma, þegar veiðar hafa staðið í nokkr- ar vikur. Þetta hefur oft gerzt áður, bæði á síldarvertíð og á vetrarvertíð. FLJUGID með FLUGSÝN til Rcykjavik Ferðir alla yirka daga Fró Reykjavík kl. 9,30 Fró Neskaupstað kl.'12,00 Umboð Neskaupstað: Öm Scheving, símar 79 og 263. A1 Héraði Hallormsstað, 30. júní S.Bl./S.Þ. Loksins er farið að hlýna í veðri hér eftir iangan kuldakafla. Til þessa hefur gróðri sáralítið farið fram og hefur óvenjulítil úr- koma lagzt þar á sveif með kuld- anum. Vorið er tvímælalaust eitt hið þurrasta, sem menn muna eft- ir hér í Hallormsstað. Úrkoman í maí reyndist aðeins vera 1 mm og í júní innan við 10 mm, en meðalúrkoma í mai er um 22 mm og júní 25 mm. Eins og talað hefur verið um í fréttum undanfarið, er kalið í túnum á fjölmörgum bæjum hér á Héraði gífurlegt og má jafnvel segja, að framundan sé hreint neyðarástand. Verst er þetta á Mið-Héraði og má segja, að á sumum bæjunum séu tún bókstaf- lega ónýt. Ástandið nú er miklu verra en 1962, en segja má, að nú fyrst hafi þeir, sem verst fóru út úr því þá, verið farnir að rétta við fjárhagslega og er erfitt að segja hvernig menn komást frá þessu áfalli. Vonandi hleypur hið opinbera undir bagga. Landbún- aðarráðherra, ásamt mörgum helztu framámönnum í landbún- aðinum hafa litið eyðilegginguna eigin augum og munu þess vegna hafa getað gert sér gleggri grein fyrir hinu alvarlega ástandi. Hér á Hallormsstað er nú unnið af krafti við byggingu heimavistarbarnaskólans og mun hann komast undir þak í næsta mánuði. Einnig er unnið að byggingu íbúðarhúss fyrir skóla- stjóra húsmæðraskólans. Nú, að afloknu húsmæðraorlof- inu sem hér hefur verið undan- farnar vikur, en því lýkur nú um helgina, mun gistihúsið hér verða opnað. Hótelstýra verður Ingveld- ur Pálsdóttir, skólastjóri hús- mæðraskólans. Auglýsing frá Hótel Egilsbúö Það fólk, sem ætlar að leigja herbergi handa ferðafólki í sumar, vinsamlegast hafi samband við okkur sem fyrst í síma i; 22i. v HÓTEL EGILSBÚÐ. NÝTT NYTT Erum ad taka upp mikið únal af dömu og herraskóm. ; Kjólum, kápum, herravestum, herrapeysum og ódýr- í; Ium vinnuskyrtum frá kr. 130.00 til kr. 160.00. VERZLUNIN FÖNN, Neskaupstað. Slysavarnafélagskonur, Norðfiröi Fyrirhuguð er eins dags skemmtiferð um Fljótsdalshérað. Konur eru beðnar að tilkynna þátttöku fyrir miðja næstu viku í Bakaríinu og í síma 30. Nánar auglýst síðar. Stjórnin. Frá Kvennadeildinni Kvennadeild Slysavarnafélagsins heldur félagsfund í Tónabæ mánudaginn 5. júlí kl. 9 e. h. Fundarefni: Undirbúningur 30 ára afmælishátíðar deildarinnar í haust. . ..._____ 1. Stjórnin. son.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.