Austurland


Austurland - 06.08.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 06.08.1965, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 6. ágúst 1965. r Skógarhátíd U.I.A. tókst mjög vel í Atlavík komu og þann árangur sem þar náðist. Það er ástæða til að óska U. í. A. til hamingju með þessa sam- Nánar verður sagt frá hátíð- inni í næsta blaði. Handknattleiksmót Austurlands Skógarhátíð U. I. A var hald- in í Atiavík, um Verzlunarmanna- helgina, eins og um var getið í síðasta blaði. Fyrirfram var ákveðið að hún skyldi haldin með nýju sniði, s. s. að áfengi skyldi þar algjörlega bannlýst. Margir efuðust um að þetta myndi takast en sannleikurinn er sá, að þ'etta tókst frábærilega vel, og betur en forráðEimenn U. Í.A. höfðu látið sig dreyma um. Talið er að um 2000 manns hafi sótt samkomuna og var mikill meirihluti ungt fólk. Alls voru 13 lögreglumenn við gæzlu á samkomunni og 27 gæzluliðar U. 1. A. þeim til aðstoðar. Sá háttur var á hafður að leit var gerð að áfengi í öllum bílum, sem komu í skóginn og voru þannig gerðar upptækar 50—60 flöskur af víni. 5 bílaeigendum sem ekki vildu sætta sig við þetta bannákvæði, var snúið frá. Alls voru 43 menn teknir úr umferð fyrir að hafa brotið bannákvæðið, og var tekin af þeim lögreglu- skýrsla. Þó var innan við helm- ingur þessara manna ekki áber- andi ölvaðir, eða þannig að þeir vektu athygli fyrir þá sök, en höfðu þó haft einhvern félags- skap við „Bakkus“ og þannig brotið boð og bann. Langflestir komu á samkomuna með þeim ásetningi að skemmta sér án áfengis, sem sagt gang- ast undir þær reglur sem ákveðn- ar voru. Á þessari samkomu var allt annar bragur, en öðrum skógar- samkomum, sem hér hafa verið haldnar. Dagskrá var ákaflega mildl og fjölbreytt. Dansað var á tveimur stöðum bæði á laugardags og sunnudags- kvöld og þar fyrir utan var úti- dagskrá, sem stóð í alls 12 1/2 ‘klst. Voru þar ræðuhöld, söngur, gamanmál og íþróttir. Að loknum dansleik á laugar- dagskvöld, var miðnæturvaka þar sem kveikt var bál í fjörunni í Atlavík, en á tmeðan fóru fram skemmtiatriði og flugeldum var skotið. Fremur var veðurútlitið á laug- ardag slæmt, en lagaðist þó um kvöldið og á sunnudag var mjög | sæmilegt veður. Þann 25. júlí sl. var handknatt- leiksmót Austurlands í kvenna- flokki haldið á Stöðvarfirði. Þrjú félög tóku þátt í mótinu: Ung- mennafél. Stöðfirðinga, ung- mennafél. Leiknir á Búðum og íþróttafél. Þróttur, Neskaupstað. Þróttarstúlkur unnu mótið að þessu sinni. Leikar fóru annars þannig: Þróttur — Umf. S. 15 : 4 Þróttur — Leiknir 5 : 3 Leiknir — Umf. S. 14 : 6 I fyrra vann Leiknir hand- Síldarflutn- ingarnir Talsvert hefur verið um síld- tarflutninga af Austfjarðamiðum í sumar, en (þó minna, en til var stofnað, vegna þess, að veiði hef- ur verið fremur lítil fram að þessu. Hér í blaðinu hafa þessir síld- arflutningar oft verið gagnrýnd- ir, sérstaklega flutningar hráefnis utan af landi til vinnslu á þétt- býiissvæðinu við Faxaflóa. Við slíkum flutningum á að reisa rammar skorður. Allt öðrum augum er litið á síldarflutninga norður og þangað á að flytja þá síld, sem ekki er hægt með góðu móti að vinna á Austfjörðum, en megin- áherzlu á að leggja á frekari verksmiðjubyggingar á Austur- landi. Bygging 1000 mála verk- smiðju á Stöðvarfirði og 500 mála verksmiðju á Mjóafirði leys- ir ekki vandann, nema að mjög litlu leyti, Þó þær verksmiðjur mundu reynast mikil lyftistöng fyrir þessi byggðarlög. Það þarf að byggja stórar verksmiðjur á Austfjörðum, 10 þús. mála verk- smiðjur, fyrst eina og síðan fleiri ef þörf krefur. Það fór svo, að flutningsgeta þeirra skipa, sem flytja síld til Faxaflóahafna, er meiri en þeirra, sem flytja síld norður og vestur. Munar þar mestu um Síldina, skipið, sem þingmenn dreifbýlis- ins hjálpuðu Reykvíkingum til að kaupa. Kom það til Reykja- víkur í gærkvöldi með fyrsta farminn 20 þús. mál. knattleiksmót kvenna og hefði nú unnið til eignar bikar, sem keppt er um, ef sigurinn hefði orðið þeirra. En Þróttur hreppti nú bikarinn og varðveitir hann í eitt ár a. m. k. Losnaði ekki við saltið Flutningaskipið Katla hefur að undanförnu losað salt á Seyðis- firði, Norðfirði og Eskifirði. Blaðið hefur haft spurnir af því, að Eskfirðingar hafi ekki haft húspláss fyrir allt saltið, sem þar átti að fara á land. Ekki tókst að selja saltið annarsstaðar og fór skipið tmeð það áleiðis til Arkhangelsk. Verður reynt að selja það í Norður - Noregi. Tak- ist það ekki mun saltinu, um 120 tonnum, mokað í sjóinn. Til sölu Barnavagn kr. 2000.00. Barnaburðarrúm kr. 700.00 Barnakarfa án hjóla kr. 400.00. Hulda Filipphisdóttir, sími 225. Frá Flugsýn Fljúgið með Flugsýn til Reykjavíkur. Flogið alla virka daga. Frá Reykjavík kl. 9.30. Frá Neskaupst. kl. 12.00. Aukaferðir eftir þörfum. Kynnist fegurð Austfjarða úr lofti og fljúgið með Flugsýn. Flugsýn lif. Neskaupstað Símar 79 og 263. Auglýsici i Ausfurlandi VEGAGERÐ 1 gær var lokið við að steypa Kvíabólsstíg. Vegur þessi er um 110 m. langur. Á þessu ári mun ekki unnt að steypa meira, vegna þess hve skamimt er komið undirbúningi. Þá er fyrir nokkru lokið lagningu Þiljuvalla og þeim kom- ið í samband við brúna á mótum Mýrargötu og Sverristúns. Ekki getur þó vegurinn taist greiðfær, því hjallur stendur á honum 'miðjum, en væntanlega verður hann fjarlægður áður en langt um líður. Skipta þurfti um jarðveg í öllum Kvíabólsstíg og eins |í þeim hluta Þiljuvalla sem nú var lagður. Það tók aðeins tvo daga að steypa Kvíabólsstíg. Steypu- vinna gengur miklu greiðlegar en áður, eftir að Gylfi Gunn- arsson hóf rekstur steypustöðvar sinnar. Miklar vegaframkvæmdir aðrar eru fyrirhugaðar á árinu, en hætt við að ekki takist að Ijúka þeirn. Þær helztu eru: 1. Að undirbúa undir steypu það sem ósteypt er af Hafnar- braut, þ. e. inn að Tröllavegi, um 370 m. Hugmyndin er, að steypa þann veg að vori. Undirbúningsvinna er mjög mikil. 2. Að leggja hluta Urðarteigs og steypa -nokkrar brýr á þeim vegi. 3. Að leggja vestasta hluta Nesgötu, sem er mjög aðkall- andi framkvæmd, en seinagangur á kaupum húsa úr veg- arstæðinu tefur framkvæmdir.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.