Austurland


Austurland - 20.08.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 20.08.1965, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 20. ágúst 1965. Fréttatilkynning írá HF. EIMS KIPAFÉLAGI ISLANDS. Áætlunarsiglingar Hf. Eimskipa- félags íslands frá útlöndum til hafna á ströndinni Svo sem kunnugt er hefur Eim- skipafélag Islands á undantörn;- um árum reynt að haga ferðum skipa sinna iþannig, að vörur frá útlöndum til hafna á ströndinni mætti flytja að sem mestu leyti án umhleðslu. Þetta hefur tekist að nokkru leyti, einkum þegar um stórflutning er að ræða, en vegna þess, hve ferðir frá útlönd- um eru orðnar tíðar og tiltölu- lega lítið vörumagn að jafnaði með hverju skipi til hverrar ein- stakrar hafnar á ströndinni, hef- ur eigi verið komist hjá að safna saman og umhlaða miklu vöru- imagni í Reykjavík. Þetta fyrir- komulag hefur orsakað, að marg- ar vikur hafa stundum liðið frá því vörurnar fóru frá erlendri höfn þangað til þær voru koninar til ákvörðunarhafnar á austur- eða norðurlandi, jafnframt því sem þetta hefur leitt af sér mik- inn aukakostnað'. Eimskipafélagið hefur. nú á- ; kveðið, að frá 15. þ. m. verði tek- ið upp breytt fyrirkomulag á flutningi frá útlöndum til hafna úti á landi, sem verður í megin- atriðum það, að ákveðið skip fé- lagsins lestar erlendis til fjögurra ,,aðalhafna“ á íslandi, án um- hleðslu, en þær hafnir eru: Reykjavík, ísafjörður, Akureyri og Reyðarfj..- jafnframt verða þessar aðalhafnír notaðar sem umhleðsluhafnir fyrir vörur til þeirra aukahafna, sem vörur frá útlöndum eru skrásettar til í þeim landsfjórðungi, sem „aðal- hafnirnar“ eru. Hvað öðrum en „aða,lhöfnum“ viðvíkur, skal tekið fram, iað jafnan þegar um er að ræða nægilega mikið flutningsm. erlendis frá til einhverrar þess- ara hafna þá verður varan flutt samkvæimt sérstöku samkomulagi í hverju tilfelli, án umhleðslu, beint til ákvörðunarhafnar. Félagið mun bráðlega gefa út prentaða ferðaáætlun um hvaða skip lesta í erlendum höfnum og til hverra „aðalhafna" á Islandi, en í stórum dráttum er fyrirhug- að að haga flutningum svo sem hér segir: Bretland: „Mánafoss" lestar í Hull á þriggja vikna fresti til „aðalhafna" á íslandi, án um- hleðslu, Skip frá Leith og London lesta aðeins til Reykjavíkur. Innflytjendur þurfa því að beina vörum frá Bretlandi, sem flytja á til hafna á ströndinni um Hull, þar sem vörur frá Leith og London verða aðeins -teknar á farmskírteini til Reykjavíkur. Andwerpen: „Mánafoss", lestar á þessari höfn á þriggja vikna fresti til „aðalhafna“ á íslandi. Hamborg og Rotterdam: „Fjallfoss lestar í Hamborg og Rotterdaim á þriggja vikna fresti til „aðalhafna". Eystrasaltsliafnir, Kaupmanna- höfn, Gautaborg og Kristiansand: „Skógafoss" og/eða annað sklp lestar á „aðalhafnir" með u. þ. b. fimm vikna millibili. Nevv York: Fyrst um sinn mun vörum frá Ameríku alla jafnan Framhald af 1. síðu. hluti þarf að sækja út úr fjórð- ungnum. I þessum undirbúningi hefur koiœið berlega í ljós, hve fátæk- legum skemmtikraftamarkaði við höfum yfir að ráða — og hér eystra fást alls engir til þess að gefa sig í að vera öðrum til skemmtunar opinberlega. —- Það hefur þurft að leita til margra aðila um aðstoð og fyrir- greiðslu? Kristján svarar: — Já, við þurftuim, þess. Og allir opinberir aðilar og fyrirtæki, sem leita þurfti til, voru svo já- kvæð sem hugsast gat. Sérstak- lega nefni ég tvo aðila: Axel V. Tulinius sýslumann og Skógrækt- ina á Hallormsstað. — Hve margir teljið þið, að sótt hafi samkomuna? — Um 2000 manns — og af þeim fjölda var meiri hluti ungt fólk, enda var það í mestu sam- ræmi við tilganginn með sam- komuhaidinu, þvi að hann rar fyrst og fremst að gefa unga fólkinu kost á að skemmta sér á heilbrigðan hátt í fögru umhverfi um verzlunarmannahelgina, sem óneitanlega hafði fengið á sig svo slæmt orð, að fáir urðu til að halda samkomur um þá helgi. Hin góða reynsla, sem í fyrra fékkst í Vaglaskógi með að halda vínlausa skógarskeimmtun, varð okkur áskorun til þess að láta ei okkar hlut eftir liggja. — Hve mikið starfslið höfðuð þið ? — Um 50 manns í sjálfboða- vinnu, þar af voru tæplega 30 gæzluliðar, sem sérstaklega var ætlað að aðstoða lögregluna. Hinn góði árangur náðist fyrst og fremst vegna gæzluliðanna. Ekki bara í því, hve vel tókst til með löggæzlu, heldur einnig reyndust þeir ómetanlegar hjálp- arhellur við framkvæmdir sam- komunnar. — Það var algert nýmæli í Atlavík að hafa íþróttakeppni á umhlaðið í Reykjavík, en þrátt fyrir það gildir sama fyrirkomu- lag að því er snertir flutnings- gjöld til „aðalhafna" annars veg- ar og aukahafna hins vegar, eins og frá Evrópu. Frá byrjun okt- óber mun þó „Tungufoss" lest vörur í New York til aðalhafna með u. þ. b. fimm—sex vikna millibili. Innflytjendur úti á landi, sem kynnu að óska eftir að fá vörur fluttar til landsins með þeiimi skipum, sem eingöngu losa í Reykjavík, eiga þess kost að fá vörurnar fluttar áfram á toll— umhleðslubréfi, og greiða þeir þá auk flutningsgjaldsins uppskipun og vörugjald í Reykjavík, svo og útskipun og strandferðaflutnings- gjald, ef varan fer áfram með dagskrá. Viljið þið skýra stutt- lega frá þeim hluta dagskrárinn- innar ? — íþróttakeppnin var fimm- þætt: 1. Handknattleikur k\enna: 4 lið tóku þátt í honum. 2 frá Þrótti í Neskaupstað og 2 frá Umf. Leikni á Fáskrúðsfirði. 2. Handknattleikur karla: 4 leikir voru leiknir. Umf. Stöðv- arfjarðar og Umf. Leiknir, og Umf. Leiknir á móti piltum frá Dalvík. 3. Frjálsar íþróttir. Keppt var í hástökki og langstökki kvenna og þrístökki karla. 4. Víðavangshlaup U. 1. A. þetta er 3000 m. langt hlaup og fastur ,árlegur liður. Sigurvegari varð Þórir Bjarnason frá Umf. Stöðvarfjarðar. Hann sigraði nú í þriðja sinn í röð og vann til eignar farandbikar, sem Hafnar- neshlauparamir gömlu gáfu. Enn- freimur var 1500 m. víðavangs- hlaup drengja. 5. Lyftingar. I fyrsta sinn í íþróttasögu Austurlands, var nú keppt í þessari íþróttagrein. Fyr- ir keppni héldu 2 Seyðfirðingar sýningu, þeir Jóhann Svein- björnsson og Hákon Halldórsson. Sigurvegari í keppninni varð Hákon Halldórsson, sem jafn hendti 120 kg. -—o— — Hvað var dagskráin löng? — Alls var hún 12 1/2 klst. auk dansins. — Var ekki mikill kostnaður við að halda uppi svona langri dagskrá? — Jú, gífurlega mikill. þetta varð ekki gróðasamkoma í pen- ingalegu tilliti, þótt margt fólk kæmi og mikil sjálfboð'avinna væri af hendi leyst. En við von- um samt, að ekki verði fjárhags- legt tap á samkomunni. I þessu sambandi viljum við ekki láta hjá líða að þakka hinn góða stuðning, sem sýslunefnd Suður- Múlasýslu veitti þessu skipi, eða flutningsgjald með bif- reið, ef varan fer þannig áfram. Eftir hinu breytta fyrirkomu- lagi verða skipsferðir, „Fjallfoss" og „Mánafoss“ frá meginlandi Evrópu og Bretlandi á 3ja vikna fresti til „aðalhafna" á Islandi og aukahafna samkvæmt sér- stöku samkomulagi hverju sinni, þannig að vörur frá þessum lönd- um verða liomnar til ákvörðunar- hafnar 10—14 dögum eftir að skipin láta úr höfnum erlendis. Hér er vissulega um grundvall- arbreytingu að ræða, sem Eim- skipafélagið telur mjög tímabæra ekki sízt vegna þeirra miklu breytinga á öllum aðstæðum í flutningum innanlands. sem orð- ið hafa á síðari tímum. máli. Hún lagði óumbeðið fram 35 þús. kr. til U. 1. A. til þess að halda samkomu, þar sem áfengi væri bannlýst. — Að lokum vildi ég spyrja ykkur: Hver fannst ykkur verða árangurinn af hinni miklu fyrir- höfn, sem ég veit, að þetta kost- aði? Hér var farið inn á nýja braut á útisamkomuhaldi á Austurlandi — og margir voru vantrúaðir á, að það tækist að halda áfenginu utan dyra. En þetta tókst og það er fyrst og fremst samkomugest- um að þakka, eins og Jón Ólafs- son tók réttilega fram áðan. Við' fundum eftir á að imörgu var ábótavant í undirbúningi og skipulagningu, en við höfum margt lært af þessari samkomu og ættum næst að geta komið í veg fyrir ýmis þau imistök, sem nú urðu. Að lokum segir svo Magnús Stefánsson þetta. — Og að fenginni þessari reynzlu finnst okkur, að útisam- komur með öðru sniði en þessu eigi ekki rétt á sér í Atlavík. EFTIRMÁLI Eftir útisamkomur í Atlavík á undanförnum árum, hefur reynzt geysilegt verk að hreinsa sam- komusvæðið. Það er ekki tiltöku- mál, þótt mikið sé af bréfarusli á samkomusvæðinu, en verst hafa verið glerbrotin, út um allt og viðskilnaður tjaldstæða hefur löngum verið frámunalega sóða- legur. Eftir þessa samkomu var þetta allt annað. Munaði þar mestu, hve lítið var um glerbrot, en viðskilnaður tjaldstæða var einnig miklu betri. Skipti þar nokkru máli, að fólki var nú af- hentur plastpoki til þess að láta í rusl um leið og það fékk miða að tjaldstæði. Þannig var þessi sam- koma einnig í þessu efni miklu menningarlegri en tíðkast hefur áður. Sigurðúr Blöndal. Skógarsamkoman í Atlavík ...

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.