Austurland


Austurland - 20.08.1965, Blaðsíða 3

Austurland - 20.08.1965, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 20. áglsc 1965. AUSTURLAND Hvað er í íréttum ? Eskifirði 18. 8. 1965 — G.E.J. Það er ekki laust við, að farið sé að dofna yfir mörgum, sem höfðu hugsað sér að1 verða ríkir á síldinni í sumar. Þó heyrast stöku raddir, sem ekki eru á <því að gefa upp vonina að svo stöddu og má þar til nefna einn okkar reyndasta sildarmann Þórlind Magnússon, sem kveðst hreint ekki svartsýnn á framhald síld- veiðanna hér fyrir Austurlandinu seinni hluta suimarsins ogíhaust. Víst er um það, að sízt mun sitja á Eskfirðingum að berja lóminn, því margir hera skarðari hlut frá borði. Erfiðast reynist vafalaust að halda nægu starfsliði til að hægt verði að halda áfram söltun fram á haust. Hér er búið að taka á móti 135 þús. málum í bræðslu. Saltað hefur verið: Auðbjörg 5100 tn. Askja 1500 - Bára 2200 - Eyri 2200 - Má með sanni segja, að illa hafi nýtzt afkastageta sÖltunar- stöðvanna, sem allar eru mjög vel útbúnar, og geta afkastað miklu, ef nægilegt hráefni berst að. Eitt og annað Það er sem óðast að koma í Ijós, hversu háð við erum orðin síldinni, og væri eflaust ráðlegt að horfa ekki alveg framhjá þvx. Ég get ekki betur séð en háJf- gerður gullgrafarabragur sé að verða (og raunar orðinn) á mann- lífinu hjá okkur Austfirðingum, og hefur það að sjálfsögðu bæði svartar og bjartar hliðar. Deyfðin í síldveiðinni hefur gert það að verkum að meira hefur verið unnið að byggingum í sumar en ella hefði verið. Hreppurinn hefur nú keypt stóra jarðýtu og er þégar farið að vinna með henni að vegalagn- ingum o. fl. Hafnargerðin gengur vægast sagt rólega, enda virðist mér, leikmanninum, verkfærabúnaður allur með fornfálegra móti á þeim bæ. Mér er kunnugt um, að ég er ekki einn uim þá skoðun. Er nú unnið að byggingu all- margra íbúðarhúsa, auk þess sem stækkun félagsheimilisins er í fullum gangi og ennfremur stend- ur yfir mikil stækkun á verzlun- arhúsnæði Elísar Guðnasonar. Kirkjan Sunnudagurinn 22. ág. Messa kl. 2 síðdegis. Jmturimd Lausasala kr. 5.00 Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT Frá Flugsýn Fljúgið með Flugsýn til Reykjavíkur. Flogið alla virka daga. Frá Reykjavík kl. 9.30. Frá Neskaupst. kl. 12.00. Aukaferðir eftir þörfum. Kynnist fegurð Austfjarða úr lofti og fljúgið með Flugsýn. Flugsýn hf. Neskaupstað Símar 79 og 263. Iðimemar óskast Getum bætt við nemum í eftirtöldum iðngreinum: Vélvirkjun. Rennismíði. Eldsmíði. Bifvélavirkjun. Ennfremur viljum við ráða nokkra bílaviðgerðarmenn. Dráttarbrautin h. f Neskaupstað — Símar 9 og 95. Q Egilsbúð Sýningar verða aug- iýstar í útstillingar- glugga mm um aðsetursskiptí Allir þeir, sem flutt hafa ibúferlum hingað' til Neskaupstað- ar eftir 1. des. 1964, eða komið hingað til annarrar tilkynn- ingarskyldrar dvalar, án þess að hafa fullnægt lagafyrirmæl- um um tilkynningu aðsetursskiptanna, eru alvarlega áminntir um að bæta úr þeirri vanrækslu þegar í stað. Vanræksla í þessum efnum varðar sektum og verður ekki komist hjá, að beita sektarákvæðum gagnvart þeim, sem ekki verða við áskorun þessari. Húseigendur eru minntir á skyldu þeirra til að tilkynna um það fólk, sem sezt að í húsum þeirra. Eyðublöð fást á bæjarskrifstofunni. Bæjarstjóri. MELÓNUR ALLABUÐ. Hailormsstaðarferð Skógræktarfélag Neskaupstaðar efnir til hópferðar í Hallormsstaðarskóg sunnudaginn 22. ágúst. Farið verður kl. 9 f.h. frá Egilsbúð. Fargjald kr. 150.00. Þátttaka tilkynnist Gunnari Ölafssyni, fyrir kl. 18 á laug- ardag. Stjórnin. \Af\^A^AAAA/WVAAA/WWVWVVW\AAAAAAAA/WWVVW^V,W^/WWV\AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA /WAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/WWWWWWWWWVWWVWWVWWWVWVWWWWWWWVV Bíll til sölu Austin 8 árgerð 1946 er til sölu. Bíllinn er í góðu lagi, Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður Albertsson, Hlíðar- götu 26 Neskaupstað sími 110. ^yVWVAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/WWVWWWWWWWSAAAAAAAAAAA AuglýsiS i Ausfurlandi Tapaú-Funöicl Gleraugu í svartri umgjörð hafa tapast hér í bæ. Finnandi vinsamlegast skili þeim í prentsmiðjuna, gegn fund- arlaunum. A/WWVWWW\A/WWV\^A/V\AAAA^A^^AAAAAAAAAAAAAAAAAAAA^A^^A^^>AAAAAAAAA/

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.