Austurland


Austurland - 03.06.1966, Blaðsíða 1

Austurland - 03.06.1966, Blaðsíða 1
Málgagn sósíalista á Austurlandi 16. árgr.ngur. Neskaupstað, 3. júní 1966. 27. tölublað. Nýkjörin bæjarstjórn Neskaupstaðar, talið frá vinstri: Gestur J. Ragnarsson, Sigfús Guð- mundsson, Reynir Zoega, Kristinn Jóhannsson, Lúðvík Jósepsson, Sigurjón Ingvarsson, Jó- hannes Stefánsson, Jóhann K. Sigurðsson og Bjarni Þórðarson. Ljósm.: Hjörl. Guttormsson. Miklar framkvæmdir á vegum Neskaupsiaðar Vatnsveitan Mjög miklar verklegar fram- kvæmdir standa nú yfir á veg- um> Neskaupstaðar eða eru að hefjast. Hafnarframkvæindir Stórfelldastar eru framkvæmd- irnar á vegum hafnarinnar. Vinna vio' nýju dráttarbrautina er hafin fyrir nokkru og er áætlað að ljúka verkinu á þessu ári. Verð- ur þá hægt að taka hér á land 400—500 lesta skip. Innan skamms verður svo haf- izt handa um gerð nýju liafnar- innar við fjarðarbotninn og á að ljúka fyrsta áfanga á þessu ári. Verður þá hægt að afgreiða þar stór flutningaskip og allmargir bátar munu geta legið þar í ör- uggu vari. Þó hér sé aðeins um lítinn hluta væntanlegrar hafnar að ræða, verður að þessu mjög mikil bót frá því sem nú er. Vegaframkvæmdir í vetur átti að fylla upp veg- arstæði í Víkinni, en vegurinn á að koma niðri í fjöru framan við öll sjóhús. Vegna mjög erfiðrar veðráttu tókst þetta ekki, en að undanförnu hefur verið unnið kappsamlega að uppfyllingunni og er hún nú vel á veg komin. Eftir er þá að hlaða grjóti utan á uppfyllinguna og gera stokka fyrir þrjá læki gegnum uppfyll- inguna. Verður reynt að hraða þessu svo umferð geti hafizt um veginn. Áformað hafði verið að steypa þennan veg í haust, en af því getur ekki orðið' fyrr en að vori, vegna þess að ekki tókst að undirbyggja veginn í vetur. Hann verður ekki orðinn nógu þjappað- ur í haust. Þessi nýi vegur verð- ur nær 400 m langur og þegar hann er fullgerður hefur vegur- inn með ströndinni frá Þórhóls- götu að Tröllavegi verið steypt- ur, og auk þess tvær þvergötur. Miklar aðrar vegaframkvæmdir standa fyrir dyrum. Framkvæmd- ir eru að hefjast við færslu veg- arins frá síldarverksmiðjunni upp fyrir Bjarg. Á næstunni mun svo hafizt handa um að ljúka lagn- ingu Blómsturvalla og við að leggja vestari hluta Urðarteigs. Síðar verður svo Víðimýri lögð austur yfir Nesgil. I öllum þess- um vegum þarf að skipta um jarðveg að mestu eða öllu leyti og gera þarf margar dýrar brýr. Reynslan hefur kennt okkur, að ekki borgar sig að gera vegi úr mold, þar sem mold er í vegar- stæði verður að skipta um jarð- veg og undirbyggja vegina sem fyrir steypu væri. Það er mjög dýrt, en borgar sig þsgar frá líður. Innan skamms hefjast fram- kvæmdir við nýju vatnsveituna og á fyrsta áfanga að Ijúka í haust. Gerðar hafa verið allar nauðsynlegar mælingar varðandi næsta áfanga og verður verk- fræðilegum undirbúningi lokið í vetur í þeirri von, að mögulegt reynist að halda framkvæmdum áfram næsta sumar. Annar á- fangi verður pípulögn út hlíðina að geymisstæði ofan við miðjan bæinn og bygging 1300 rúm- metra geymis. íþróttahúsið Hafnar eru að nýju fram- kvæmdir við byggingu íþrótta- hússins og er að því stefnt að koma fyrsta áfanga undir þak á þessu ári. Barnaheimilið Byrjað er að vinna við barna- heimilisbygginguna. Er gert ráð fyrir, að hún komist undir þak í sumar og verður þá hægt að vinna í vetur að miðstöðvarlögn, einangrun o. þ. h. --0— Allt eru þetta stórframkvæmd- ir, sem fullgerðar munu kosta um 100 millj. króna. Til stuðnings- manna Alþýðu- bandalagsins Afráoið hefur verið að fresta til haustsins fyrirhugaðri sam- kornu til að fagna kosningasigri Alþýðubandalagsins hér í bænum. Ástæðan fyrir þessari frestun er sú, að fjölmargir stuðnings- menn Alþýðubandalagsins hafa ekki aðstöðu, vegna anna og fjarveru, til að sækja samkomur um þessar mundir og hafa ein- dregið mælzt til þess, að kosn- ingafagnaðinum veröi frestað, og telur Alþýðubandalagið sjálfsagt að verða við þeim óskum. Einhverntí-.na þegar vel stend- ur á í haust, mun Alþýðubanda- lagið efna til fjölbreyttrar og vel undirbúinnar samkomu til að fagna kosningasigrinum. Það er von Alþýðubandalags- ins, að allir stuðningsmenn þess uni eftir atvikum vel við þessa breytingu. Aðalfundur Verhlýðsfél. Reyðorfjarðar Aðalfundur Verkalýðsfélags Reyðarfjaroarhrepps var haldinn föstudaginn 27. maí og gaf frá- farandi formaður, Arthúr Guðna- son, skýrslu um störf stjórnar á sl. ári. Fjárhagur félagsins er mjög góður og sömuleiðis hagur sjúkra- og styrktarsjóðs. Félagið hefur sagt upp samningum sínum við atvinnurekendur og mun hafa samflot með öðrum félögum inn- an Verkamannasambands Islands um nýja samninga. Stjórn félagsins skipa nú: Form.: Þorkell Bergsson; vara- form.: Gísli Benediktsson; ritari: Sveinn Pétursson; gjaldkeri: Sig- tryggur Þorsteinsson og með- stjórnandi: Bergljót Einarsdóttir. I Trúnaðarmannaráði eru: Helgi Seljan, Páll Guðjónsson, Jóhann Björnsson og Árnmar Andrésson. Síldin Nokkur síldveiði hefur að und- anförnu verið 200 mílur og þar yfir frá Glettingsnesi. En síldin hefur verið stygg og erfitt að veiða hana, Síldarflutn- ingaskipið Síldin hefur farið með tvo farma suður og Dagstjarnan með einn farm vestur. Bræðsla hófst í Neskaupstað í fyrrinótt og voru þá þrærnar orðnar fullar fyrir nokkrum dög- uim'. Fjarðarheiði rudd Nú er lokið að ryðja snjó af Fjarðarheiði. Enn er vegurinn að- eins fær bílum með. drifi á öllum hjólum. .

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.