Austurland - 03.06.1966, Síða 2
2
A U g T U R L A N D
Neskaupstað, 3. júní 1966.
Lélegar strandferðir
Hefur Esja verið seld?
Nú um þessar mundir er flutn-
ingaþörfin frá Reykjavík tii
Austfjarða mjög mikil. Raunar
er svo komið, að hún er mikil
árið um kring, þó að hún sé
líklega mest á vorin, þegar síld-
veiðar eru að hefjast og verið
er að leggja síðustu hönd á und-
irbúning síldarmóttöku og síld-
arvinnslu á hverri austfirzkri
höfn.
Einu áætlunarferðirnar á sjó eru
þær, sem Skipaútgerð ríkisins
heldur uppi. Menn skyldu ætla,
að áætlunarferðirnar væru
skipulagðar með sérstakri hlið-
sjón af hinni miklu flutninga-
þörf, en svo er ekki. Þvert á
móti er svo að sjá, sem Skipa-
útgerðin geri sér allt far um að
draga úr þessum ferðum þegar
mest á reynir.
Síðasta áætlunarferð Esju til
Austfjarða hófst 23. maí. Næst
átti skipið að fara austur 1. júní,
en sú ferð var felld niður vegna
slipptöku. Er þá næsta áætlunar-
ferð Esju 22. júní, en full ástæða
er til að óttast, að skipið fari
eltki í fleiri áætlunarferðir við
Islandsstrendur. En þó sá ótti
reynist ástæðulaus, verða 30 dag-
ar milli áætlunarferða skipsins.
Herðubreið heldur að vísu
áfram strandferðum, en sem von-
legt er, annar hún ekki nema
sáralitlum hluta flutningaþarfar-
innar og hinir smærri staðir
ganga fyrir um flutninga með
skipinu. Herðubreið fór siðast
austur um land 30. maí. Næsta
ferð er áformuð' 11. júní og sjá
allir hve ófullnægjandi þessi
þjónusta er.
Landleiðina verður engum
Flugvélin vœnt-
anleg á sunnud.
Hin nýja 32ja sæta flugvél
Plugsýnar er væntanleg til lands-
ins nk. sunnudag. Gert er ráð
fyrir, að hún fari fyrstu áætlun-
arferðina milli Reykjavíkur og
Norðfjarðar á þriðjudag eða mið-
vikudag.
Bœjarstjórnar-
fundur
hefur verið boðaður í dag kl. 4.
Á dagskrá eru nefndarkosningai;
o. fl. 1 f: I l E
Bíll til sölu
Bifreiðin N-245, árg. ’65, er til
sölu. — Uppl. í síma 52.
flutningum við komið ennþá og
verður svo sjálfsagt næstu vik-
urnar. Reynt er að flytja vörur,
eftir því sem ástæður leyfa, með
flugvélum til Egilsstaða og Norð-
fjarðar. Mjög takmarkað er hvað
hægt er að flytja á þennan hátt
til Norðfjarðar, en úr því rætist
væntanlega mikið þegar stærri
flugvél kemur eftir nokkra daga.
En þungir vélahlutir verða ekki
fluttir á þennan hátt.
Þar sem landleiðin milli Egils-
staða og Seyðisfjarðar er enn ó-
fær, gagnast Seyðfirðingum lítt
flugferðir frá Reykjavík til Eg-
ilsstaða. Varningur, sem þangað
Frá Fáskrúðsfirði
Búðum, 31. maí. — M.S./B.S.
Aflabrögð
I vetur stunduðu þrír Fá-
skrúðsfjarðarbátar, og varð afli
þeirra sem hér segir:
Stefán Árnason stundaði með
net frá Vestmannaeyjum og afl-
aoi 400 lestir.
Bára var á loðnuveiðum fram-
an af og fékk 16.000 tunnur. Síð-
an tók hún þorkanót og aflaði í
hana 300 lestir á einuon mánuði.
Bára lagði upp ýmist hér heima
eða í Vestmannaeyjum.
Hoffell stundaði héðan að
heiman með net og aflaði 500
lestir á lVé mánuði eða frá miðj-
um marz.
Hoffell og Bára eru byrjuð
síldveiðar. Bára hefur þegar
fengið 460 lestir, er nú á leiðinni
í land imeð 200 lestir þar af. Er
skipið fyrir skömmu komið frá
Færeyjum, þar sem það var í
slipp. ■ í i:
Nokkrir smábátar, tveir þil-
farsbátar og nokkrar trillur, róa
héðan með handfæri og línu. Afli
hefur verið sæmilegur.
Bræðsla hafin
Síldarbræðslan hefur tekið á
móti 1520 lestum af síld og er
búið að bræða það, nema 800 lest-
ir. Ný löndunartæki voru sett
upp vegna vigtunar á síldinni.
Hér verða starfræktar þrjár
söltunarstöðvar í sumar, þær
sömu 0g áður.
Komnir eru hingað netamenn
frá Nótastöðinni á Akranesi og
ætla að stunda hér nótaviðgerð-
ir. Hafa þeir fengið kaupfélags-
bryggjuna til afnota, ætla að
stækka hana og byggja á henni
hús fyrir starfsemi sína.
Gatnagerð
Unnið er að endurbyggingu á
á að fara, er betur kominn í
Reykjavík en á Egilsstöðum.
En hverskonar vizka er það að
taka Esjuna nú í slipp? Mig
minnir þó fastlega, að fyrir
nokkrum vikum hafi skipið verið
lengri tíma í slipp.
Er kannski skýringin sú, að
búið sé að selja Esju?
Eins og menn mun reka minni
til, hefur það verið upplýst á Al-
þingi, að tvö af skipum útgerð-
arinnar séu á söluskrá, Esja og
Skjaldbreið. Stafar hin skyndi-
lega slipptaka Esju e. t. v. af
því, að tekizt hafi að selja skip-
ið?
Fallast verður á það út af fyr-
ir sig, að skynsamlegt sé að selja
Esju. Skipið er orðið allgamalt
aðalgötu kauptúnsins. Verður
kaflinn frá verzlun Marteins Þor-
steinssonar og út að húsi héraðs-
læknisins endurbyggður í 12
metra breidd. Hér er um allmik-
ið verk að ræða, þar sem tölu-
vert þarf að sprengja af bergi úr
vegarstæðinu. Þetta verður þó
aðeins malarvegur.
Skólaferðalag
Vorskólanum lauk fimmtudag-
Alþýðubandalagsfélag Reyðar-
fjarðar var stofnað mánudaginn
16. maí og voru stofnendur 37.
Miðað er við 18 ára aldur. Félag-
inu voru settar starfsreglur til
samræmis við reglur annarra fé-
laga Alþýðubandalagsins. Ein-
hugur ríkti á fundinum um að
efla gengi Alþýðubandalagsins og
gera Alþýðubandalagið sem fyrst
að virkum stjórnmálaflokki.
Bsklingur fí um Eshifjörð
Flugfélag Islands hefur nýlega
gefið út lítinn, snotran bækling
um Eskifjörð. Er hann skrifaður
af Kristjáni Ingólfssyni, skóla-
stjóra. Er þar í stórum dráttum
rakin saga þorpsins og lýst stað-
háttum.
í bæklingnum eru 5 myndir,
allar góðar, en sá galli er á þeim,
að þær segja lítið um Eskifjörð
og atvinnuhætti þar nú til dags.
Hefur sýnilega verið að mynda-
valinu fundið, því Flugfélagið sá
ástæðu til að lýsa yfir því í dag-
blöðunum, að höfundur bæklings-
ins hefði ekki valið myndirnar.
og sjálfsagt óeðlilega dýrt í
rekstri. En þessi ráðstöfun er því
aðeins réttlætanleg, að áður hafi
í stað Esju verið keypt skip, sem
er a. m. k. jafnvel til þess fallið
og hún að halda uppi strand-
ferðum. En ekki hefur heyrzt um
það getið, að nein skipakaup hafi
farið fram eða séu ráðin.
Sjávarútvegsmálaráðherra lýsti
yfir því á Alþingi í vetur, að
ekki yrði dregið úr þeirri þjón-
ustu, sem Skipaútgerðin veitir
þótt skipin verði seld. Það er
orðið tímabært að hann leysi frá
skjóðunni og geri grein fyrir því
á hvern hátt það verður gert.
En landsmenn, og þá ekki sízt
Austfirðingar, hljóta harðlega að
mótmæla því, að skipakostur
Skipaútgerðarinnar verði skertur.
Engin skip má selja, nema ný
komi í staðinn og full þörf er að
fjölga slíipunum.
inn 26. maí sl. Fyrirhugað er
skólaferðalag einhvern tíma í
júní. í því taka þátt þrír efstu
bekkir skólans, þ. e. efsti bekkur
barnaskólans og báðar unglinga-
deildirnar. Ætlunin er að fara
suður firði, allt að Jökulsá á
Breiðamerkursandi. Þetta verður
þriggja daga ferð.
Stjórnina skipa: Helgi Seljan,
formaður; Óskar Ágústss., vara-
formaður; Hreinn Pétursson, rit-
ari; Björn Jónsson, gjaldkeri og
Ásgeir Metúsalemsson, með-
stjórnandi: Varastjórn: Árnmar
Andrésson, Marteinn Elíasson og
Anna Pálsdóttir.
Fulltrúaráð fjögurra manna,
sem kalla skal saman ásamt
stjórn, ef um meiriháttar ákvarð-
anir verður að ræða, skipa þessi:
Kristján Kristjánsson, Ingólf-
ur Benediktsson, Þorkell Bergs-
son og Guðrún Beck.
Endurskoðendur voru kjörin:
Þorbjörn Magnússon og Bergljót
Einarsdóttir.
í kjördæmisráð Alþýðubanda-
lagsins voru kjörnir: Björn Jóns-
son og Helgi Seljan. Til vara:
Þórir Gíslason og Anna Páls-
dóttir.
Til sölu
Barnavagn til sölu.
Upplýsingar í síma 269.
/^v^v^v^ww^wvwvwwwwvwwwww
Hvaö er í fréttum?
Alþýðubandalag Reyðarfj.