Austurland


Austurland - 03.06.1966, Qupperneq 4

Austurland - 03.06.1966, Qupperneq 4
4 f austurla::d Neskaupstað, 3. júní 1966. Frd skMum MMdlons í Hesk. Gagnfræðaskólanum var sagt upp í Egilsbúð laugardaginn 28. maí. 1 skólaslitaræðu sinni rakti Þórður Jóhannsson skólastjóri hið markverðasta úr starfsemi skólans á liðnum vetri, ræddi húsnæðismál skólans, gaf yfirlit yfir hæstu einkunnir á vorprófi í einstökum bekkjum og afhenti nokkrum nemendum verðlaun. Verður hér stiklað á nokkrum atriðum úr ræðu hans. Við skólann stunduðu nám í vetur 107 nemendur í 7 bekkjar- deildum. Fastráðnir kennarar voru 5 auk skólastjóra og þar að auki 8 stundakennarar. Tveir ans, að það verði sem fyrst full- búið. Auk ágætrar aðstöðu til í- þróttaiðkana er þar gert ráð fyr- ir húsnæði til kennslu í ýmsum verklegum greinum. Undir vorpróf gengu 14 nem- endur 1 gagnfræðadeild, 11 í landsprófsdeild, þar af tveir ut- anskóla, 12 í miðskóladeild (III. A), 34 í II. bekk og 35 í I. bekk, Stóðust allir tilskilin próf, nema tveir nemendur í II. bekk, sem vantaði lágmarkseinkunn í sinn hvorri grein, og þurfa þeir að þreyta próf í þeim aftur. Nokkr- ir nemendur áttu ólokið sund- skyldu. Einn nemandi gat ekki það Rúnar Björnsson, IV. bekk, Sigríour Guðjónsdóttir III. A og Kolbeinn Arason, II. bekk. Rotary-klúbbur Neskaupstaðar sýndi þann höfðingsskap að gefa tvenn bókarverðlaun, annarsveg- ar fyrir hæsta einkunn á gagn- fræðaprófi og hlaut þau Katrín Guðnadóttir, hinsvegar fyrir hæst meðaltal í stærðfræði og eðlisfræði á landsprófi. og hreppti þau Hlöðver Smári Haraldsson. —o— Þess skal að lokum getið, að gagnfræðingar og landsprófsnem- endur fóru nú í vikunni í skóla- ferðalag til Reykjavíkur og Suð- urlands undir leiðsögn skólastjóra og eins kennara. Er hópurinn væntanlegur til baka á morgun. H.G. Engir sœkja um ýms eftirsóttustu lœknishéruð landsins nýir fastakennarar komu að skól- anum sl. haust, þau Stella Ey- myndsdóttir og Stefán Hannes- son. Heilsufar var yfirleitt gott, nema síðasta kennslumánuðinn, en þá bar nokkuð á fjarvistum sökum veikinda. Merkasta nýjungin í skóla- starfinu var sú, að nú var starf- rækt við skólann fullgild gagn- fræðadeild, það er IV. bekkur. Taldi skólastjóri, að þessa áfanga yrði síðar minnzt sem merkisvið- burðar í skólasögu bæjarins. 1 húsnæðismálum skólans er nú margt á döfinni og mörg verk- efni óleyst. Sjálft skólahúsnæðið er þegar orðið of lítið, og var skólinn tvísetinn síðast liðinn vetur. Hafinn er undirbúningur að viðbótarbyggingu við skólann, og er gert ráð fyrir að fjölga kennslustofum um helming. Er vonandi, að nauðsynleg fyrir- greiðsla fáist frá stjórnarvöldun- um, þannig að hægt verði að hefja framkvæmdir hið fyrsta. — Sama máli gegnir um heimavist- arhúsnæði fyrir skólann. Þar liggja teikningar fyrir og stend- ur aðeins á fjárveitingu hins op- inbera og leyfi fræðsluyfirvalda til að hægt sé að byrja á bygg- ingunni. En þótt heimavistin eigi langt í land, verður þegar á næsta hausti reynt að gera utan- bæjarnemendum kleift að sækja skólann með ráðstöfunum til bráðabirgða. — Við hið væntan- lega íþróttahús eru bundnar miklar vonir, og er það ósk skól- gengið undir próf sökum veik- inda. Ágætur árangur náðist á lands- prófi að þessu sinni, þar sem all- ir reglulegir nemendur hlutu framhaldseinkunn og annar utan- skólanemandinn. Hæstu einkunn við skólann á þessu vori hlaut Margrét Jónsdóttir í II. bekk, 8.94. I bóklegum greinum hlaut hún aðaleinkunnina 9.67, og er það hæsta meðaltal í þeim grein- um í sögu skólans. Hér fer á eftir yfirlit yfir þá þrjá nemendur, sem hæstar eink- unnir hlutu í hverjum bekk: IV. bekkur, gagnfræðapróf: 1. Katrín Guðnadóttir 8.29 2. Ómar Þröstur Björgólfss. 8.00 3. Rúnar Björnsson 7.94 III. bekkur, landspróf: 1. Margrét Ólafsdóttir 8.23 2. Haraldur Óskarsson 7.91 3. Kári Hilmarsson 7.20 III. bekkur, miðskólapróf: 1. Þórdís Kristinsdóttir 8.51 2. Bergljót Bjarkadóttir 8.38 3. Sigríður Guðjónsdóttir 8.28 II. bekkur, unglingapróf: 1. Margrét Jónsdóttir 8.94 2. Líana Manda Guðnadóttir 8.86 3. Rut Ófeigsdóttir 8.80 I. bekkur: 1. Hallgerður Gísladóttir 8.19 2. Ragna Ingimundardóttir 8.05 3. Bryndís Ingvarsdóttir 7.95 Veitt voru bókarverðlaun fyrir beztan námsárangur í hverjum bekk, og auk þess hlutu þrír nem- endur verðlaun fyrir framfarir í námi og sérstaka ástundun. Voru Æ fleiri læknishéruð verða að búa við það ófremdarástand, að enginn læknir fæst til að gegna þeim. Það er að vísu ekki ný bóla, að lækna vanti í stór, erfið og oft rýr héruð hvað laun snert- ir. En nú er svo komið, að eng- inn læknir fæst til að sækja um þau héruð sem eftirsóknarverð- ust hafa verið til þessa. Fyrir nokkru rann út umsókn- arfrestur um fjögur læknishéruð, Kleppsjárnsreyki, Isafjörð, Vest- mannaeyjar og Flatey. Þrjú hin fyrst töldu hafa hingað til verið talin eftirsóknarverð héruð, en enginn læknir leit við þeim. Af þessum liéruðum mun ástandið vera verst á ísafirði, þar sem aðeins er einn læknir eftir, en hann starfar á fjórðungssjúkra- húsinu í kaupstaðnum. I 9 héruðum starfa nú settir læknar líklega yfirleitt ungir menn, sem eru þvingaðir með lögum til að gegna starfi héraðs- læknis, eða vera aðstoðarlæknar í a. m. k. 3 mánuði, ef þeir vilja fá rétt til að stunda læknisstörf. Héruð þau, sem þannig er ástatt um, eru Þingeyrarhérað, Hólma- víkurhérað, Súðavíkurhérað, Hvammstangahérað, Höfðahérað, Ólafsfjarðarhérað, Kópaskershér- að, Neshérað (þ. e. Norðfjörður) og Kirkjubæjarhérað* 1 2. Vofir stöð- ugt héraðslæknisleysi yfir þessum héruðum. Við hér á Norðfirði er- um bezt settir, þar sem hér eru 2 læknar starfandi á sjúkrahús- inu. En það er annað mál. Nágrannalæknar hafa verið settir til að gegna störfum í 4 héruðum imeð sínum, en þau eru: Flateyjarhérað, Djúpavíkurhérað, Bakkagerðishérað og Raufarhafn- arhérað. Eftir mánuð rennur út um- sóknarfrestur um fjögur héruð til viðbótar, Álafosshérað, Reyk- hólahérað, Patreksf jarðarhérað og Húsavíkurhérað. Þó að þessi héruð hafi jafnan verið eftirsótt, er talið tvísýnt að um þau verði sótt. Höfuðástæðan fyrir héraðs- læknisskortinum mun vera sú, að fleiri og fleiri læknar sérmennta sig og fækkar þá stöðugt þeim, sem leggja fyrir sig almennar lækningar. Verður ungum mönn- um ekki legið á hálsi fyrir það, þó að þeir reyni að afla sér sem beztrar menntunar. En ástæða er til að hafa miklar áhyggjur út af þessum málum. Ljóst er, þegar svo er komið, að engin umsókn berst um hér- uð, sem verið hafa eftirsótt til þessa, að eitthvað er að, að hin forna skipan heilbrigðismálanna er úrelt orðin og þarf róttækrar breytingar við. Athyglisverðar hugmyndir eru uppi um að koma á fót læknamiðstöðvum, þar sem nokkrir læknar starfa saman, en sjúklingar séu fluttir til þeirra loftleiðis þar sem þarf. Á sama hátt séu læknarnir fluttir loft- leiðis til óferðafærra sjúklinga. Brýna nauðsyn ber til að hraða breytingum á skipulagi heilbrigð- isþjónustunnar. Verði það ekki gert, verður dreifbýlið, ef svo heldur sem horfir, læknislaust fyrr en varir. Og er þá ekki víst, að dreifbýlið verði lengi til úr því, því góð og örugg heilbrigð- isþjónusta er eitt það helzta, sem með þarf til að viðhalda byggð. Hópist allir læknar saman í Stór- Reykjavík, gerir landsfólkið það líka. Vorhlaup Ágætur afli er nú um klukku- stundar keyrslu frá Horni. Fisk- uðu bátarnir mjög vel í gær, t. d. fékk bátur með einum manni 3 tonn af óslægðum fiski. Hér mun vera á ferðinni svo- kallað „vorhlaup", en þau voru miklar aflahrotur áður fyrr.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.