Austurland


Austurland - 19.04.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 19.04.1968, Blaðsíða 1
AUSTURLAND MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 19. apríl 1968. 15. tölublað. Skiðflinót Austurlonds 1968 Skíðamót Austurlands fór fram í Oddsdal 13. og 14. apríl. Þátt- taka var góð, ef miðað er við síð- ustu tvö mót, en takmarkaðist um of við kaupstaðina. Flestir þátttakendur voru frá Neskaup- stað 29, frá Seyðisfirði komu 25 keppendur og frá Eskifirði 2. Hvað líður skíðaiðkunum á öðrum stöðum hér eystra? Ekki hefur snjóinn vantað og brekkur nægar víðast hvar. Hvenær mæta skíða- Fyrri dagur: Stórsvig: Konur 16 ára og eldri: sek. 1. Dóra Sæmundsdóttir S 43.4 2. Gunnþórunn Gunnl.d. S 45.4 3. Álfhildur Sigurðard.ttir N 45.9 Stúlkur yngri en 16 ára: 1. Kristbjörg Guðmundsd. S 45.4 2. Hildur Tómasdóttir S 47.5 3. Guðrún V. Guðmundsd. S 59.5 Keppnissvæðið í Oddsdal, þar sem keppni í svigi fór fram. Ljósm, — H.G. göngumenn af Héraði til keppni á Austurlandsmóti ? Óvíða er betra gönguland en þar. Á þessu móti kom fram fjöldi ungra skíðamanna, sem geta náð langt með góðri ástundun íþrótt- arinnar, en of langt er þá alla upp að telja, enda koma nöfn margra þeirra fram á úrslitaskrá hér á eftir. Þrír keppenda vöktu þó tvímælalaust mesta athygli, þeir Jón R. Árnason N. og Ólaf- ur Ólafsson S. í alpagreinum, og Einar Sigurjónsson N. í skíða- göngunni, en í honum býr óvenju- lega mikið göngumannsefni. íþróttafélagið Þróttur, Nes- kaupstað, sá um framkvæmd mótsins og var Stefán Þorleifsson mótsstjóri. Allar brautir lagði Haraldur Pálsson og voru svig- brautirnar frystar með kjarna- áburði. i Einstök úrslit urðu þessi: Drengir 11—14 ára: 1. Sigurbergur Kristjánsson og Sigurður Birgisson N 74.8 2. Árni Guðjónsson N 75.8 3. Ólafur Sigurðsson S 79.5 Drengir 14—17 ára: 1. Jón R. Árnason N 63.6 2. Gunnlaugur Nilsen S 74.4 3. Eiríkur Ólafsson N 76.5 Karlar 17 ára og eldri: 1. Þorvaldur Jóhannsson S 70.5 2. Jens Pétursson N 70.7 3. Ölafur Ólafsson S 70.9 Síðari dagur: Svig: Konur eldri en 16 ára: 1. Álfhildur Sigurðard. N 84.5 2. Dóra Sæmundsdóttir S 85.9 3. Gunnþórunn Gunnl.d. S 93.9 Stúlkur yngri en 16 ára: 1. Kristbjörg Guðmundsd. S 84.0 2. Guðrún V. Guðmundsd. S 107.4 3. Hildur Tómasdóttir S 111.2 Drengir 11—14 ára: 1. Sigurbergur Kristj.son N 89.1 2. Sigurður Gíslason S 93.4 3. Valur Harðarson S 94.1 Drengir 14—17 ára: 1. Jón R. Árnason N 95.9 2. Gunnlaugur Nilsen S 108.7 3. Sigurður Sveinbj.son N 114.9 Framh. á 4. síðu. lúðrosveít NeshoypsMr efnír til hljómleikii Á síðasta hausti enduruýjaði og jók Lúðrasveit Neskaupstaðar hljóðfærakost sinn, þannig að hver einasti hljómlistarmaður heldur þar nú á nýjum grip, en hljóðfæri þessi voru fengin frá Þýzkalandi. Af nýjum hljóðfærum má nefna klarinett, flautu og lýru, en lýran er hljóðfæri, sem ekki hefur heyrzt í hjá lúðrasveit á Islandi fyrr en nú. Gömlu hljóðfærin voru eðlilega eitthvað farin að gefa sig, þótt aldrei heyrðist úr þeim falskur tónn, svo vitað sé, og því var ráð- izt í þessa fjárfestingu, en tæki sem þessi fást ekki gefins. Hins vegar sýndi lúðrasveitin þann höfðingsskap að gefa Gagn- fræðaskólanum í Neskaupstað öll sín eldri hljóðfæri, og er nú hafin kennsla á þau innan skólans og drengjaljúðrasveit í uppsiglingu. Væntanlega fær lúðrasveitin ein- hverja umbun fyrir gjöf sína með ungum og upprennandi hljóð- færaleikurum. I Lúðrasveit Neskaupstaðar eru nú 22 hljóðfæraleikarar og hafa allmargir nýir bætzt í hópinn á liðnu ári. Stjórnandi er sem fyrr Haraldur Guðmundsson. I vetur hefur verið æft af kappi og ekki Framh. á 2. síðu. ^g Einar Sigurjónsson, Þrótti, kemur í mark sem sigurvegari í göngu drengja. — Ljósm. — H. G. 0 tSHiTirði Eskifirði, 17. apríl EB/BÞ Þrír bátar hafa stundað héðan veiði og lagt allan afla sinn hér á land í vetur. Eru það Guðrún Þorkelsdóttir, Hólmanes og Krossanes. Hafa bátarnir verið á útilegu og byrjuðu tveir fyrr- nefndu bátarnir með línu um 17. jan. og fengu þeir um 150 lestir hvor á línuna, en línuveiðum var hætt í byrjun marz og farið út Framh. á 4. síðu. Sýníng frístundomólara Um páskahelgina hélt Mynd- listarfélag Neskaupstaðar mál- verkasýningu í Egilsbúð í Nes- kaupstað. Var hér um að ræða samsýningu 16 félagsmanna á 98 olíumálverkum, teikningum og linoþrykkmyndum. Allar þessar myndir eru unnar í vetur, en til leiðbeiningar félagsmönnum var Hreinn Elíasson, listmálari, Akra- nesi. Starf félagsins hefur verið blómlegt undanfarna vetur og hef- ur félagið haldið slíkar sýningar árlega, var þetta fjórða sýningin. Hreinn Elíasson er þriðji listmál- arinn, sem félagið hefur haft til leiðbeiningar. Sýning þessi var jafnframt sölusýning og seldust allmargar myndanna.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.