Austurland


Austurland - 10.05.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 10.05.1968, Blaðsíða 1
iUSTURLAN MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDAMGSi NS Á AUSTURLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 10. maí 1968. 19. tölublað. 0 Gunnar Guttormsson: Verkafélh W oo* tokdst d við Hér fara á eftir nokkrir kaílar úr ræðiii, sem Gunnar Guttorms- son, járnsmiður, flutti á hátíðar- samkomu á vegum Verkalýðsfé- lags Norðfirðinga 1. maí sl. (Millifyrirsagnir og leturbreyt- ingar eru blaðsins). Það er ekki ætlun mín hér í stuttu ávarpi að draga saman neinn annál af baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar á síðustu árum, enda brestur mig til þess þekk- ingu. Ég mun heldur ekki fara mörgum orðum um átökin nú á þessu ári. Niðurstaða þeirra ætti að vera mönnum í fersku minni, enda þótt í hugum margra muni þær endurminningar e.t.v. ekki sérstaklega ljúfar. Mig langar miklu fremur að gera tilraun til þess að skyggnast ofurlítið inn í framtíðina — svona eftir því sem sjónin leyfir — og þá sérstaklega með þá spurningu í huga, hvort .við munum þurfa að búa okkur undir það að horfa upp á svipaða þróun í málefnum verkafólks — og baráttu verkalýðshreyfingar- innar — og þá, sem við höfum orðið vitni að og verið þátttak- endur í nú á siðustu árum. Eríiðleikar og óstjórn. Eftir síðustu kjarasamninga er launafólk fjær því en áður að geta framfleytt sér af launum 8 stunda vinnudags. Eina von þess til að ná endum saman er því sú, að atvinnulífið verði með þeim blóma, að því bjóðist hér eftir sem hingað til næg eftir- og næt- urvinna. Ýmislegt bendir til þess, að svo muni ekki verða, a.m.k. ekki alls staðar á landinu. Á höf- uðborgarsvæðinu ríða nú mörg fyr irtæki á barmi gjaldþrots, önnur hafa þegar lent undir hamarinn. Mörg fyrirtæki eiga í erfiðleikum með að greiða starfsfólki sínu laun, og verkalýðsfélögin verða að láta lögfræðinga sína; inn- heimta sjúkrasjóðs- og félags- gjöld þau, sem atvinnurekendur eiga að greiða eða draga af lauri- uui stari'Hfúlkg síns. Hvar eru nú allar áætlanagerð- ir sérfræðinganna innlendra og erlendra? Hvert sem litið er blas- ir við óstjórn og skipulagsleysi. Einn af forustumönnum iðnaðar- ins lýsti því yfir í útvarpsviðtali nú um síðustu helgi, að „því hef- ur aldrei verið sinnt að byggja upp íslenzkan iðnað til jafns við aðrar atvinnugreinar," eins og hann orðaði það. Naumast hefur hann hér átt við endurnýjun tog- araflotans né þess hluta bátaflot- ans, þ.e.a.s. smærri fiskibáta, sem látið hefur verið undir höfuð leggjast að endurnýja, nú þegar þörfin var mest og síld'n tók að halda sig á fjarlægum miðum. Viðreisn og verkalýður. Hvað er það eiginlega, sem reist hefur verið við í sjö ára við- reisn, ef til að mynda iðnaðurinn sem nú veitir stærstum hluta starfandi fólks í landinu atvinnu, hefur orðið útundan. Það væri e.t. v. reynandi að spyrja eigendur verzlunarhallanna og starfsmenn bankaútibúanna í Reykjavík, hvort ekki sé eitthvað rýmra um þá en áður. — Verður verkalýðs- hreyfingunni og kröfuhörku henn- ar á þessum árum kennt um þetta ástand, og ber launafólki að halda áfram að afsala sér þeim réttindum, sem það hefur áunn- ið sér með baráttu sinni, og ber því að gefa eftir stærri hluta af kaupi sínu en það hefur þegar gert? Ég hygg að þorri launþega muni, svona a.m.k. innra með sér, svara þessu neitandi. En hvað skal þá til bragðs taka? Er framtíðarsýnin ekki önnur en sú að halda þessu puði áfram með tvöföldum vinnudegi? Hver eru úrræði hins róttækari hluta verkalýðshreyf ingarinnar og foiiastumanna hans í hinum fag- legu og pólitísku samtökum, þess- ara manna, sem allur þorri launa- í'ólks setur traust sitt á þrátt fyrir alSt og þrátt fyrir það, að sumt þessa fólks kjósi kaunski alía aöra menn fremur til foíustn í verkalýðsfélögunum og til Al- þingis, þessarar stofnunar, sem æ ofan í æ beitir meirihlutavaldi sínu til þess að skerða réttindi og kjör launafólks. Þannig er nú samkvæmnin í baráttunni. Menn munu afsaka sig með því, að for- ustumenn þessa hluta verkalýðs- hreyfingarinnar séu ósammála um ýmis málefni og baráttuaðferðir. Það er auðvitað engin viðhlítandi afsökun og sannar í rauninni ekki annað en það, að launþegaæ hafa ekM heldur á þessum vettvangi staðiÖ nægilega V©1 á verði, að þeir hafa hætt að líta á forustu- mennina sem þjóna sína, og tal- ið að það væri þeirra að segja laiinafólki fyrh- verkum, en ekki öfugt. l ' --í Hefur forustan brugðizt? Hefur þá hin róttæka forustu- sveit verkalýðshreyfingarinnar brugðizt? Ég held ekki, en hún hefur áreiðanlega getað gert bet- ur. Það hlýtur að vera henni áhyggjuefni, — og það væri eðli- legt að það væri sameiginlegt áhyggjuefni alls verkafólks, — hve iangt hefur liðið á milli raun- verulegra afangasigra í baráttu þess á síðustu árum. En við skul- um heldur ekki gleyma því, að allir ávinningar í baráttu verka- lýðshreyfingarinnar hafa frá önd- verðu verið bornir fram til sig- urs af þessari forustu og eru að þakka samstöðu þessa fólks, sem skilið hefur eðli þessarar baráttu. Hinir forustumennirnir, þeir sem leika hlutverkin tvö, þeir sem klæðast samfestingnum við samn- ingaborðið, en bera manndrápar- ann þess á milli, þeir hafa alltaf verið dregnir með, og það hefur ekki tekizt að draga þá 'lengra. Það er stundum talað um nauð- syn þess að breyta um baráttu- aðferðir, og það má sjálfsagt með réttu gagnrýna verkalýðshreyf- inguna fyrir vissa stöðnun í þessum efnum. Ég er þeirrar skoðunar, að verkalýðshreyfing- "¦•'- - Pramh. ú -2. cíðu. Á morgun, laugardaginn 11. maí, gengst Kvennadeild Slysa- varnarfélagsins á Norðfirði fyrir fjáröflun til styrktar starfsemi sinni. Undanfarin ár hefur Kvennadeildin gengizt fyrir merkjasölu á lokadaginn og verð- ur svo einnig nú. Þá hefur fjár- Öflunarnefnd félagsins einnig fengið kvikmynd, sem hún gengst fyrir sýningum á í Egilsbúð á morgun og skal vakin athygli manna á auglýsingu um kvik- myndasýningu félagsins hér i blaðinu. Gefst ungum sem gömlum kostur á að sjá góða og vinsæla kvikmynd um leið og þeir styrkja starfsemi Kvennadeildarinnar. Það mun vera ætlun Kvennadeildar- innar að gera lokadaginn að sér- stökum fjáröflunardegi framveg- is. BörÉ oo ísinn Fjörður okkar er nú fullur af ís eins og allir sjá, og fylgir því geysileg slysahætta fyrir þá sem leggja leið sína út á hann. Lög- reglan hefur reynt eftir mætti að fyrirbyggja að börn og unglingar færu út á ísinn en þar þarf meira til. Foreldrar, leiðið börnum ykk- ar fyrir sjónir slysahættu þá, er af leik þessum getur hlotizt, fyr- irbyggjum að ísinn verði börnum okkar að fjörtjóni. Við þá fullorðnu, sem leggja leið sína út á ísinn vil ég segja þetta: F:nnið ykkur einhverja aðra dægrastyttingu heldur en að hafa þennan voða fyrir börnunum. Sigurjón Jónsson, lögregluþjónn. Piltur 09 stúlko d Eshíffrðí Leikfélag Eskifjarðar frum- sýndi á laugardag Pilt og stúlku, leikrit, sem Emil Thoroddsen vann upp úr skáldsögu afa síns, Jóns Thoroddsen. Á sunnudagskvöldið var svo sýnmg í Neskaupstað. Var hún vel sótt og ágætlega tekið, enda átti hún það skilið. Leikstjóri er ungur maður úr Reykjavík, Eriendur Svavarsson að nafni, og er þetta fyrsta leik- rit'ð, sem hann setur á svið. Hlýt- ur þó að vera talsvert vandaverk að stjórna sýningu þar sem hlut- verk eru eins mörg og í Pilti og stúlku, en þau eru 19 og hef ég ekki vit á að finna að frammi- stöðu leikenda. Mjög smekklega gerð leiktjöld áttu sinn þátt í því hve vel sýn- ingin heppnaðist. Þau gerðu sitt til að flytja okkur aftur í tímann til íslenzkrar sveitar 19. aldar og h;ns hálfdanska þorps, Reykja- víkur. Leiktjöldin gerði Steinþór Eiriksson, huin mikli hagleiks- niaður á Egilsstöðvim,

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.