Austurland


Austurland - 05.07.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 05.07.1968, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 5. júlí 1968. Krisiján Eldjárn . . . Framh. af 1. síðu. Flokkaskipunin að riðlast Nýafstaðnar kosningar voru á margan hátt ákaflega lærdóms- Hinkurini bominn nustur Um nokkurra ára skeið hefur leikið grunur á, að minkurinn væri kominn til Austurlands. 1 fyrra sáust t. d. torkennileg spor á Jökuldal og menn þar töldu sig hafa séð mink. Nú hefur þessi grunur því miður fengið staðfest- ingu, þar sem fyrsta dýrið er unnið. Það var Ragnar Ólafsson á Birnufelli í Fellum, sem rakst á greni við Þorleifsá í Svartarana skammt frá Miðhúsaseli. Fór grenjaskyttan Friðrik í Skóghlíð á vettvang og vann á minklæð- unni þar sem hún var að silungs- veiðum í ánni. Illt er, að þessi vágestur skuli til okkar kominn, en að því hlaut að reka fyrr eða síðar. Framh. af 1. síðu. Sandavogsíþróttafélag — Úr- valslið UÍA 4 gegn 8. Sandavogsíþróttafélag — Austri 7 gegn 6. II. flokkur kvenna: Sandavogsíþróttafélag — Þrótt- ur 4 mörk gegn 3. Sömu félög 4 gegn 4. —o— Þessi heimsókn færeyska í- þróttafólksins er fyrsta heimsókn erlends íþróttahóps til Austur- lands. 1 heild tókst þessi heimsókn mjög vel. Þarna sótti líkur líkan heim. Geta íþróttafólksins var sem sé mjög áþekk, ef undan er skilinn handknattleikur karla, enda telur Sandavogskauptún 7— 8 hundruð íbúa og munu ýms ytri skilyrði til íþróttaæfinga vera lík því, sem hér eru á Aust- urlandi. Það fyrirkomulag sem hér var við haft, að skipta gestunum nið- ur á heimili Þróttarfélaga, stofn- ar í flestum tilfellum til þeirra kynna og vináttu, sem gott og auðvelt er að byggja gagnkvæm- ar íþróttaheimsóknir á og er von- andi að þessi he;msókn íþrótta- fólks frá Sandavogi sé upphafið að mikilli og góðri íþróttasam- vinnu milli þessara byggðarlaga. Ekki ætti fjarlægðin milli þessara staða að verða „Þrándur í Götu“ gagnkvæmra heimsókna, þar sem flugferðir milli Sandavogs og Norðfjarðar taka aðeins lýa—2 klst. Meðan færeyska íþróttafólkið dvaldi hér ferðaðist það í boði Þróttar tij Hallormsstaðar og um ríkar, ekki aðeins fyrir stjórn- málamennina, heldur einnig — og ekki síður — fyrir allan al- menning. Úrslitin sýna yfir hví- líku reginafli almenningur ræður, ef hann leggst á eina sveif. Og hvers vegna ekki að beita þessu afli oftar en við forsetakjör? Vandinn er að beizla þetta afl og beina því í ákveðinn farveg. Úm það snýst í raun og veru öll hin almenna stjórnmálabarátta. Margt bendir til þess að nú- verandi flokkaskipun sé að riðl- ast og líði undir lok áður en langt um líður — víki fyrir nýrri flokkaskipun, sem meir er í sam- ræmi við núverandi þjóðfélagsað- stæður og hugmynd’r manna um eðli og tilgang stjórnmálabarátt- unnar. Forsetakosningarnar ýta vissulega undir þessa þróun. Dómur þjóðarinnar I kosningabaráttunni var einna harðast um það deilt hvort for- setinn þyrfti að vera „æfður stjórnmálamaður" eða ekki. Þjóð- Fljótsdal. Hallormsstaðaskógur var skoðaður undir leiðsögn Sig- urðar Blöndals skógarvarðar og hádegisverður snæddur í kvenna- skólanum að Hallormsstað í boði UÍA. Þá bauð Austri, Eskifirði, til kaffidrykkju eftir keppni þar á mánudagskvöld og voru þar flutt ávörp. Sigurd Petersen far- arstjóri Færeyinganna afhenti formanni Austra, Guðjóni Björns- syni, gjöf. Á þriðjudagskvöld bauð bæjar- stjórn Neskaupstaðar færeyska í- þróttafólkinu til kvöldverðar í Egilsbúð. Þar fluttu ræður og ávörp Bjarni Þórðarson bæjar- stjóri, Sigurður Björnsson for- maður Þróttar og fararstjóri Fær- eyinganna, Sigurd Petersen. Skipzt var á gjöfum og Sigurd Petersen tilkynnti, að Sandavogs- íþróttafélag biði Þrótti í heim- sókn næsta ár. Eftir borðhaldið lék Lúðrasveit Neskaupstaðar fyrir gestina svo og alla sem voru í samkvæmi þessu og voru allir mjög ánægðir og þakklátir fyrir þá stund. Vonandi verður hægt að þiggja heimboðið til Færeyja næsta ár. Af kynnum okkar af þessu ágæta iþróttafólki megum við vera viss um, að gott verður að heimsækja það. Héðan fóru Færeyingarnir á miðvikudag til Reykjavíkur þar sem þeir ætla að stanza í nokkra daga og keppa við íþróttafólk úr íþróttafélaginu Ármanni og Val. Við þökkum færeyska íþrótta- fólkinu komuna hingað og send- um því hlýjar kveðjur. Þróttarfélagl. in hefur nú kveðið upp óáfrýjan- legan dóm í því deilumáli. Sá dómur er á þá leið að forsetinn þurfi ekki að hafa verið stjórn- málamaður. Að sjálfsögðu felst ekki í þessum dómi úrskurður um það, að stjórnmálamaður megi ekki verða forseti lýðveld- isins, heldur einungis um það, að hann skuli vegna stjórnmála- reynslu sinnar ekki hafa neinn forgang til embættisins umfram aðra þegna þjóðfélagsins. —o— Austurland fagnar kjöri Krist- Hestamannamót Á Fljótsdalshéraði starfar 70 manna hestamannafélag, sem heitir Freyfaxi. Er Pétur Jónsson, bóndi á Egilsstöðum formaður og aðal driffjöður félagsins. Blaðið sneri sér til Péturs og spurði frétta af starfsemi fé- lagsins í sumar. Kvað Pétur starfið vera fjörugt og færi áhugi manna ört vaxandi fyrir hestamennsku. Sagðist Pét- ur álíta, að hestamennska ætti að teljast undir menningarmál hverrar sveitar. Auk árlegra hestamannamóta á sumrin heldur félagið fjölsótta árshátíð á hverj- um vetri, en ekki hefur þó verið farið út í kjammaveizlur enn- þá, þó draga muni sennilega að því. Sl. laugardag hélt Freyfaxi sitt árlega hestamannamót á gamla skeiðvellinum við Ketilsstaði. Þar var fjölmenni og margt góðhesta. Keppt var í þrem greinum auk góðhestakeppninnar. Það var í folahlaupi og 300 m stökki, sem var aðal keppnisgreinin að þessu sinni, og í því sigraði Neisti Sæv- ars Sigbjörnssonar í Rauðholti. Reynd var skeiðkeppni, en fyrir þeirri gangtegund í hestum hefur lítill áhugi verið í seinni tíð, en fer nú aftur vaxandi. Úrslit góð- hestakeppninnar er enn ekki kunn, en 10 til 12 góðhestar verða valdir til þátttöku í fjórð- ungshestamannamótinu, sem hald- ið verður dagana 27. og 28. júlí nk. á nýjum skeiðvelli félagsins á Iðavöllum. Þá verða valdir 10— 12 góðhestar frá hestamannafé- lagi Hornfirðinga á það mót auk keppnishesta í stökkgreinum. Keppt verður á því móti í öllum greinum, þar á meðal í 800 m hlaupi. Hestamannafélagið Freyfaxi hefur unnið mikið að undirbún- ingi fjórðungsmótsins. Nýi skeið- völlurinn á Iðavöllum var plægð- ur og ræktaður í fyrra og verður tekinn í notkun á þessu móti. Þá hefur verið lögð reiðgata utan þjóðvegar frá Egilsstöðum að Ketilsstöðum. Gert er ráð fyrir mikilli þátt- töku hvaðanæva að af landinu auk hestamannafélaganna tveggja í Austfirðingafjórðungi, á Fljóts- dalshéraði og Hornafirði. jáns Eldjárns og óskar þeim hjón- um til hamingju með framtíðina í fullri vissu þess, að þau muni með sóma skipa þær tignarstöður, sem þau hafa verið til kjörin — að þau muni hvarvetna verða þjóðinni til sóma og standa vörð um sjálfstæði hennar, sem öllum góðum íslendingum er heilagt mál. Góður flfli d pnniiium Að undanförnu hafa smábátar aflað allsæmilega á handfæri á grunnmiðum út af Norðfirði. Hefur talsverður fiskslæðingur gengið inn í Norðfjörð. Hafa menn róið á árabátum og alls konar smákænum út á svonefnda Hallsbót, sem er gamalkunnugt mið grunnt undan Bakkabökkum og út með Haganum, og jafnvel fyllt kænurnar af stútungsfiski. Sumir hafa látið sér nægja að renna út af bryggjunum og hafa orðið þar vel varir. Stóru bátarnir á Norðfirði eru nú að búa sig eða eru þegar farnir á ýmiskonar veiðar. Barði og Bjartur eru nýlega farnir á síldveiðar norður í Dumbshaf. Sæfaxi II stundar útilegur með Nýr bátur . . . Framhald af 1. síðu. þetta fyrsti stálbáturinn, sem þar er smíðaður. Aflvél bátsins er 230 ha. Skania Vabis og ganghraði í reynsluför var 11 sjómílur. Fyrirkomulag í bátnum er að því leyti nýstárlegt, að manna- íbúðir og eldhús eru aftur í bátn- um og rúmgóð geymsla er fyrir framan fiskilest. Báturinn verður gerður út á línu- og handfæraveiðar. Hvcrs vcðnn hœhha... Framh. af 4. síðu. að jafna ársiðgjaldið, þótt ekkert annað komi til. — Eru iðgjöld samlagsmanna einu tekjur samlagsins? — Nei, sem betur fer er það ekki. Ríkið greiðir 90% og bæj- arfélagið 65% á móti greiddum iðgjöldum samlagsmanna. — Viltu segja eitthvað fleira? — Já, ég vona að menn sjái af framansögðu, að þessi hækkun iðgjalda er gerð af brýnni nauð- syn. Sama má reyndar segja um þær reglur, sem við höfum sett um innheimtu og réttindi samlags- manna, enda væri það ekkert rétt- læti gagnvart meirihluta meðlim- anna, sem vel standa í skilum, að láta hinn hlutann komast upp með að njóta sömu réttinda án þess að nokkuð komi á móti. Við þökkum Þórði viðtalið. — H.G. Heimsóhn fsreysho íþróttnjólhsins

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.