Austurland


Austurland - 19.07.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 19.07.1968, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 19. júlí 1968. Glæsilegi landsmói Framh. af 1. síðu. þetta miklar þakkir skildar fyrir framlag sitt, stórt eða smátt eft- ir aðstæðum. Heildartölu starfsfólks á mót- inu hef ég ekki fengið en áætlað hefur verið, að keppendur, skemmtikraftar og starfsfólk hafi numið alls um 1.000 manns. Aðkomufólldð kemur í Eiða Á fimmtudagskvöld, meðan vinna við undirbúning stóð sem hæst, runnu fyrstu aðkomubílarn- ir í hlaðið. Það var ,,stórher“ Héraðssambandsins Skarphéðins, alis 80 manns á tveimur stórum langferðabílum og með sérstak- an flutningabíl fyrir vistir og far- angur, auk smærri bíla. Þetta vai eins og h'nn frægi „stórher" Napólenons mikla væri að koma á vettvang, siglandi undir blakt- andi fánum sambandsins með merkinu HSK. Var þetta tilkomu- mik;l innreið. Skarphéðinsmönn- um hafði verið úthlutað stærsta tjaldstæði þátttakenda og á svip- stundu reis þar skipuleg og fög- ur tjaldborg með blaktandi fán- um, íslenzkum og bláhvitum. Mesta athygli vakti stóreflis tjald af sömu gerð og ,,sýslutjald:ð“ okkar gamla. Inni í því stóð hinn mik'i flutningabíll Skarphéðins allan tímann, sem þeir dvöldust hér. Reisn sú og glæsibragur, sem var yfir tjaldbúðum „stórhersins" og öll framkoma og búnaður þessa stóra hóps, var v:ssulega t'l fyrirmyndar. Um kvöldið á fimmtudag og á föstudaginn komu svo héraðs- samböndin hvert af öðru og settu upp búðir sínar, misstórar eftir efnum og ástæöum, sumar með merkjum sambandanna, aðrar ekki. En gaman var að ganga um tjaldborgirnar og sjá hið unga fólk, sem á föstudaginn setti mik- inn svip á Eiðastað í hinum marg- litu íþróttabúningum. Síðari hluta föstudags fóru e:nnig að rísa tjaldbúðir ýmissa mótsgesta og sögðu þeir, er að- gang seldu inn á svæðið, að 1.500 manns hefðu keypt sig inn þetta kvöld — eða eins margir og á venjulegri Atlavíkursamkomu. Kl. 22 um kvöldið á föstudag var slegið upp balli á l'tla dans- pallinum, sem stóð fast framan við trjálundinn er tilheyrði gróðrarstöðinni á Eiðum forðum. Þarna lák hljómsveit:n Papar frá Fáskrúðsfirði til miðnættis. Var þetta gert til þess að hafa ofan af fyrir þeim fjölda, sem kominn var. Seíiiingarathöfniii Á laugardagsmorgun kl. 8.30 hóf Lúðrasveit Neskaupstaðar að leika á knattspyrnuvellinum við Earnaskólann á Eiðum. Lúðra- sveitin undir stjórn Haralds Guð- mundssonar átti eftir að setja geys'mikinn svip á mótið og verður seint fullþakkaður af Austfirðingum sá skerfur, er Haraldur hefur lagt menningu okkar með því að hafa komið upp hér í fjórðungnum svona góðri lúðrasveit, sem er algerlega ómiss- andi þáttur við tækifæri sem þessi. Lagaval Haralds er ákaf- lega smakklegt og blásararnir láta sannarlcga ekki sitt eftir liggja. Hefur leikur sveitar:nnar aldrei verið betri en nú. Gegnt lúðrasveitinni tók sér nú stöðu sá maður, sem mest átti eftir að kveða að á mót'nu: Þor- steinn Einarsson íþróttafulltrúi. Hann var mótsstjóri — og hafði reyndar unnið eins og grjótpáll síðustu dagana fyrir mótið við undirbúning íþróttakeppninnar. Þorsteinn hefur stjórnað öllum landsmótum síðan Hvanneyrar- mótinu 1943. Fyrir þetta hefur hann getið sér mikið orð. Eftir þetta mót, sem mér fannst hann stjórna alveg frábærlega vel og skemmtilega, get ég ekki varizt þeirri hugsun, að vandfundinn verði maður, er fyllt geti skarð hans, þegar hann hættir. Nú hófst sá þáttur landsmóts- ins á Eiðum, sem mér mun aldrei úr minni líða, en það var upp- stilling h;nna 400 þátttakenda í Birgir Stefánsson í Néskaupstað sýningunni „Að Krakalæk“ eftlr keppni mótsins og ganga þeirra inn á aðalvöllinn. Héraðssamböndin gengu nú inn á völlinn eitt af öðru: Fyrst Skarphéðmn, sem hélt mótið síð- ast og að lokum UÍA, sem hélt það núna. Hittist svo á, að þetta voru hvort tveggja fjölmennustu hóparnir. Fremst í hverjum hópi voru forustumenn þeirra, en fyr- ir þeim fánaberar, er báru ís- lenzka fána og fána síns sam- bands. Einmitt þessi fánauppstill- ing og fjölbreytni í fánum gerir landsmót Umf. I. að mestu skraut- í hlutverki Una danska í si.gu- Krlstján Ingólfsson. sýningu, sem sett er á svið hér á landi, svo að engin mót af neinu tagi geta mælt sig við, né heldur í fjölda þátttakenda. Um leið og hver hópur kom fylktu liði úr búðum sínum, bauð Þorsteinn Einarsson hann velkom- inn, kynnti hann mótsgestum og skipaði honum í fylkingar á vell- inum. Laust fyrir kl. 9 hélt fylk- ingin af stað af knattspyrnuvell- inum með lúðrasveit:na í farar- brjósti, en á eftir henni tveir fánaberar. Hafsteinn Þorvaldsson á Selfossi, sem bar íslenzkan fána, og Sigurður Guðmundsson á Leirá í Leirársve't, er bar hvít- bláan. Við lúðramúsík og horna- hljóm gskk svo fylking hinna 400 íþróttamanna og -kvenna inn á stóra völlinn og stillti upp í sömu röð og á knattspyrnuvellinum: Fyrst Skarphéðinn, síðast UlA. Nú hófst setningarathöfnin Framh. á 3. 0Í5y, Fýlltingar héraðssarabandanna að ganga út af aðalvellinum að lokiuni setningu mótsins.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.