Austurland


Austurland - 15.11.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 15.11.1968, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 15. nóvemb’er 1963. Nýlega hafa sex austfirzk sveit- arfélög stofnað sameignarfélag um kaup og rekstur vinnuvéla og framleiðslu og sölu byggingar- efnis. Félagið nefnist Austurfell sf. og er heimili þess og varnar- þing í Seyðisfjarðarkaupstað. Stjórn félagsins er skipuð for- stöðumönnum þeirra sveitarfé- laga, sem hlut eiga að máli, en framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn Gísli Sigurðsson, bæjar- fulltrúi á Seyðisfirði. Sveitarfélög þau, sem að stofn- un félagsins standa, eru Eski- fjarðarhreppur, Reyðarf jarðar- hreppur, Egilsstaðahreppur, Búða hreppur svo og kaupstaðirnir báðir, Seyðisfjarðarkaupstaður og Neskaupstaður. Félagið hefur þegar fest kaup á einni vél. Er það Parker hörp- unarvél, sem um skeið hefur leg- ið á Seyðisfirði. Var sveitarfélög- unum gefinn kostur á að ganga inn í kaup þeirrar vélar og varð það tilboð til þess, að félagið var stofnað. Vél þessi er afkastamik- il og auðflytjanleg. Ætlun sveit- arfélaganna er að nota vélina til að harpa og mala ofaníburð í vegi svo og byggingarefni. Og þegar að því kemur, að hafizt Góð handbók Nýkomin er út hjá Almenna bókafélaginu bók sem nefnist „Fiskar og fiskveiðar — við ís- land og í Norðaustur-Atlants- hafi“. Bók þessi er upphaflega gefin út í Danmörku árið 1964 og flytur myndir, frásagnir og fjölmargar upplýsingar um 173 tegundir lagardýra. Höfundarnir eru danskir, en þýðandinn, Jón Jónsson fiskifræðingur, hefur bætt við ýmsu er varðar helztu nytjafiska okkar Islendinga og veiðar hér við land. Hefur hann þannig aukið gildi bókarinnar að mun. Fyrir utan fiska er getið nokkurra helztu nytjategunda úr hópi lægri sjávardýra, og bók- inni lýkur á köflum um sögu fiskveiða, veiðiaðferðir og hag- nýtingu aflans og ábendingum um fiskifræði. Hér er á ferðinni hið þarfasta rit. Við áttum að vísu fyrir ágætt verk Bjarna Sæmundssonar, Fisk- ana, og heldur það að sjálfsögðu gildi sínu óskertu. En þessi nýja bók er um margt aðgengilegri og handhægari fyrir almenning, auk þess sem þar er að finna tiltölu- lega nýlegar yfirlitstölur og rannsóknarniðurstöður. Sjómenn okkar eiga áreiðanlega eftir að fletta þessari bók oft, og land- krabbamir munu ekki forsmá hana heldur. Þökk sé útgefendum og þýðanda fyrir þarft framtak. verður handa um að leggja slit- lag úr malbiki eða olíumöl á vegi, er vél sem þessi ómissandi. Að sjálfsögðu er ætlun sveitar- félaganna að nota vélina fyrst og fremst í eigin þágu, en einnig er ætlunin að leigja hana öðrum og vonast menn til að Vegagerð rík- isins sjái sér hag í því að nota vélina. Hér er um að ræða merkilegt framtak sveitarfélaganna, og með tíð og tíma getur þetta félag orðið þýðingarmikið þjónustufyr- srtæki, sem lætur sveitarfélögun- um í té alhliða vélaþjónustu. Til mála gæti komið, að sveitarfélög- in seldu félaginu þær vinnuvélar, sem þau eiga, til þess fyrst og fremst að tryggja betri nýtingu þeirra. Ríkisstjórnin hefur látið þing- lið sitt samþykkja tillögu þess efnis, að Island skuli sækja um aðild að hinu svokallaða Fríverzl- unarbandalagi Evrópu, EFTA. Báðir stjórnarandstöðuflokk- arnir snerust gegn tillögunni og töldu ekki tímabært að senda um- sólcn. Lúðvík Jósepsson lýsti afstöðu Alþýðubandalagsins, er málið var til meðferðar á Alþingi. Var ræða hans ýtarleg og studd sterkum rökum. Því miður eru ekki tök á að rekja ræðuna hér, en aðeins birtur úr henni stuttur kafli. Lúðvík sagði: „Augljóst er, ef Island gerist aðili og skuldbindur sig til að fella niður alla tolla á iðnaðar- vörum frá EFTA-löndunum, að upp kemur það vandamál hvern- ig fara eigi með innflutningstolla á iðnaðarvörum frá löndum utan EFTA-svæðisins. Yrði þá hægt að bjóða öðrum stórum viðskipta- löndum, svo sem Bandaríkjunum og Sovétríkjunum, tolla á iðnað- arvarningi frá þeim sem nema 40 til 60%, ef sömu vörur, t. d. frá Bretlandi, verða alveg ótollaðar? Það yrði að sjálfsögðu ekki hægt, við yrðum að lækka tolla aliverulega einnig á vörum frá þeim löndum. Þetta atriði getur skipt miklu máli. Ef við tökum upp þá tollastefnu að mismuna stórlega viðskiptalöndum eins og Bandaríkjunum og Sovétrikjun- um annars vegar og löndum eins og Bretlahdi hins vegar, myndu löndin utan EFTA-svæðisins láta okkur kenna á því a öðrum svið- um viðskipta. Þannig er hætt við að löndin í Austur-Evropu létu Þessi félagsstofnun gefur til- efni til að vekja máls á frekari samvinnu sveitarfélaga um að koma á fót atvinnu- og þjónustu- fyrirtækjum. Enginn vafi er á því, að með samtökum og stuðn- ingi nokkurra sveitarfélaga, má koma miklu til leiðar. Mikið af þeirri þjónustustarfsemi, sem Austfirðingar þurfa á að halda, sækja þeir til Reykjavíkur og Ak- ureyrar og standa þannig á ó- beinan hátt undir atvinnu þar, á sama tíma og þeir búa sjálfir við ónóga og ótrygga atvinnu. Mikið af þessari starfsemi getum við annazt sjálfir og eigum að gera það. En til þess þarf samvinnu og skipulagningu. Og fyrst í stað á einkum að miða þessa starfsemi þetta bitna á verði því sem þau vildu gefa fyrir íslenzkar útflutn- ingsvörur. Og Bandaríkin hafa einmitt undanfarið sent harðorð- ar hótanir þeim Evrópulöndum og tekið upp gagnráðstafanir ef þau hafa talið sig slíku misrétti beitt. En okkar þýðingarmestu mark- Úr bœnum Afmæli Stefanía Kristjánsdóttir, verka- kona, Melagötu 14, verður 75 ára á morgun, 16. nóv. — Hún fædd- ist á Vopnafirði, en hefur átt hér heima síðan 1966. Vöruhappdrætti SÍBS Er dregið var í 11 fl. Happ- drættis SlBS komu eftirtaldir vinningar í umboðið hér í Nesk.: Nr. Kr. 17657 10.000.00 788 5.000.00 6513 5.000.00 26385 5.000.00 2585 1.500.00 2598 1.500.00 2599 1.500.00 3584 1.500.00 4367 1.500.00 17670 1.500.00 24384 1.500.00 24386 1.500.00 52076 1.500.00 52103 1.500.00 52113 1.500.00 53886 1.500.00 63106 1.500.00 63148 1.500.00 við að fullnægja þörfum heima- markaðarins. Sum þessi fyrirtæki mundu þó einkum byggja á út- flutningi, og þá sér í lagi þau, sem stofnuð væru til að vinna úr afurðum sjávarútvegs og land- búnaðar. Skipulagsleysi er hættulegt. Það verður til þess, að upp rísa mörg smáfyrirtæki í sömu iðn- grein, með þeim afleiðingum, að ekkert þeirra verður lífvænlegt. Miklu auðveldara er að koma á fót fyrirtækjum, sem mörg sveitarfélög standa að, en ef það er aðeins eitt, jafnvel þótt fjár- framlög hvers og eins séu lítil. Þau ættu miklu greiðari aðgang að lánsfé og annarri opinberri fyrirgreiðslu. Að lokum skal það fram tekið, að þótt hér sé eingöngu talað um sveitarfélög, tel ég sama máli gegna um þegna sveitarfélaganna og félagasamtök þeirra. aðir eru einmitt í Bandaríkjunum og Austur-Evrópu. Það getur því skipt miklu fyrir afkomu þjóðar- heildarinnar hvernig á málum þessum er haldið. Og það getur orðið sterk tilhneiging hjá EFTA- löndum að knýja okkur einmitt til slíks mismunar í tollaálögum“. Guðsþjónustur í Norðfjarðar- kirkju Sunnudagur 17. nóv.: Almenn guðsþjónusta kl. 2. Barnasam- koma kl. 11. Sunnudagur 24. nóv. Barna- samkoma kl. 11. Sunnudagur 1. des. Almenn guðsþjónusta kl. 2. Barnasam- koma kl. 11. Sunnudagur 8. des. Barnasam- kcma kl. 11. feunnudagur 15. des. Fjölskyldu- guosþjónusta kl. 2. Sunnudagur 22. des. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Nýtt útðdfufélsg Framhald af 3. síðu. „Svartstakkur og skartgripa- ránin“ eftir Bruce Braeme er fyrsta bókin, sem út kemur á íslenzku um afbrotasnillinginn Svartstakk, sem fyrir allmörgum árum náði miklum vinsældum meðal íslenzkra lesenda, er frá- sagnir um hann. komu i skemmti- ritsheftum. Baldur Hólmgeirsson hefur þýtt. þessa bók um Svart- stakk. I

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.