Austurland


Austurland - 31.01.1969, Page 1

Austurland - 31.01.1969, Page 1
lUSTURLAND MALGAGH ALÞYÐUBANDALftGSIHS A AUSTURLANDI 19. árganguir. Neskaupstað, 31. janúar 1969. 5. tölublað. Nii Mnmp úti fyrir Aiutfjörðum [oinuveiði oi Iðinuvinnslo jœti nriii þýðingdrmihri dtvinnugrein ng shðtii nýjnm stðinm undir austfirzhan sjdvnrútveg Að undanförnu hefur síldarleit- arskipið Árni Friðriksson verið við loðnuleit út af Austfjörðum. Leiðangursstjóri er Hjálmar Vil- hjálmsson, fiskifræðingur. Strax °S skipið kom á svæði sem er á milli 10° og 12° vestur lengdar, °g 65°,05 og 65°,40 n. br. fannst mikið magn af loðnu. Svæði þetta er 40 til 80 milur austur frá Dala- tanga. Hjálmar hefur sagt að þarna sé um mikið loðnumagn að ræða, að því er honum virðist. Hefur svæði þetta verið kannað all ná- kvæmlega, en þangað kom skipið sl. föstud-ag. Fylgzt var með hegð- un loðnunnar í iþrjá sólarhringa og virtist hún nálgast yfirborðið á nóttunum, á 50 metra dýpi og minna, en dýpkar svo á sér yfir dagtímann upp úr kl. 7 að morgni og stendur á 200—250 m dýpi. Þarna er um að ræða stóra torfuflekki og sæg af smærri torfum. Lítil hreyfing er enn á loðnunni frá fyir.nefndum stað, en ef nokkuð verður merkt, er það helzt suður á bóginn eða SV-eftir. Að áliti Hjálmar er hér um H'eggja, þriggja og fjögurra ára loðnu að i-æða, sem leita mun, oftir um það bil 3 vi'kur, á hrygningarstöðvar hér við land, sem liggja meðfram allri suður- ströndinni og allt vestur undir Látrabjarg. Miklar líkur eru á því, að fleiri göngur komi á þessar slóð- ir, en Hjálmar telur þó, að hér sé um að ræða bróðurpartinn af þeirri loð.nu, sem að landinu komi nú tij hrygningar. Hinsvegar er erfitt að segja um þett-a með vissu, þar sem enn er ekki fyrir hendi nægilega staðgóð þekking á hegðun loðnunnar, áður en hún kemur á landgrunnið. Hjálmar getur sér þess þó til, að ekki sé loku fyrir það skofið, að loðnan hafi verið að síga að þessu svæði síðan í janúarbyrjun. Á miðvikudag hélt Árni Frið- fiksson til lands vegna versnandi veðurs, en mun svo halda aftur út á sömu slóðir og fylgjast með loðnugöngunni fram til 10. febr- úar. Áður hafði verið kannað svæði norður af fyrrgreindum stað, allt norður undir 67° Nbr. og 9° VI. Á þeirri leið v*arð víða vart við smátorfur og NA-til á þeim slóð- um var stórt svæði með góðum torfum, en þar voru þær yfirleitt þynnri og stóðu dýpra. Taldi Hjáimar að þar væri frekar um yngri fisk að ræða, sem ef til vill leitaði ekki á hrygningar- stöðvarnar að þessu sinni. Ekki hafa nein veiðiskip komið á miðin ennþá, þ*ar sem nú stend- ur yfir verkfall á bátaflotanum og ekki hefur verið skráð verð á loðnu. Hjálmar telur það mjög þýðing- armikið, að loðnuveiðar hefjist snemma vetrar, þar sem þá er mestrar fitu að vænta í loðnunni, en hún muni fljótlega leggja af þegar á hrygningarstöðvarnar kemur. HVAÐ VITA MENN HELZT UM LOÐNU? í íslenzkum sjávarplássum þekkja sennilega flestir loðnu, en lítt hefur verið um hana hirt nema livað hún liefur itokkuð verið notuð til beitu. Eftirfarandi upplýsingar um loðnu eir m. a. að finna í bók Bjarna Sæmundssonar, Fiskarnir: Heimkynni loðnunnar eru nyrztu höf jarðarinnar, ef til vill hiinginn í kring. I Norðurhafi verður hennar varl við Novaja Semlja, Múrmanskströnd og endi- langan Noreg, ein'kum við Finn- mörku og jafnvel inni í Kristian- íufirði, e.n ekki lengra suður, við Færeyjar (lítið eitt), Island og A-strönd Grænlands. Við A-strönd N-Ameríku er hún frá C. Cod, kringum New Foundland, norður um Davissund og Baffinsflóa og ekki sízt við SV-strönd Græn- lands. 1 Kyrrahafi verður hennar vart suður af British Colmubia og Kamtsjatka. Hér er hún afar al- geng, allt í kringum landið. LífshættSr. Loðnan er regluleg- ur uppsjávarfiskur, eins og lika útlit hennar ber með sér; þó fer hún eflaust tíðum langt niður í sjóinn, jafnvel til botns, einkum á grunnsævi. Mestan hluta ævinn- ar heldur hún sig úti á hafi og dreifir sér þar um víðáttumikil svæði, líklega einkum þar sem kaldir og hlýir straumar mætast, eða leitar nær löndum, ef næga fæðu er þar að fá. Verður hennar t. d. mikið vart hér við N- og A- ströndina á sumrin, bæði inni við land og langt úti til hafs, foæði yngri og eldri fisk. Um hrygninguna segir Bjarni m. a. að mikið foeri á dauðri loðnu á vorin í nánd við hrygn- ingarstöðvar hennar. Beri mjög á þessu við Finnmörku á vorin. Hér hafi líka fengizt mergð af dauðri og úldinni loðnu í botnvörpu, úti í Faxaflóa um vor. Bendir allt þetta á, að loðnan muni deyja unnvörpum (ef ekki alveg) að lokin.ni fyrstu hrygningu, þ. e. að hún gjóti aðeins einu sinni á æv- inni, I þessum efnum eru nútíma fiskifræðingar á annarri skoðun, bæði norskir, íslenzkir og rúss- neskir. Telja þeir loðnuna hrygna oftar en einu sinni, en aðalhrygn- ingaárgangana vera á þriðja og fjórða ári. Nytsemi telur Bjarni litla af loðnu, nema hvað hún muni vera þýðingarmikil næring fyrir ýms- ar tegundir nytjafiska. Til mann- e'dis er hún e'kki notuð, þar sem af henni er óþægileg, römm lykt, og veiða hana engir til matar nema Eskimcar. Þó hafi hún ver- ið hirt. hér á landi og notuð til skepnufóðurs og stundum etin. Að endingu getur Bjarni um þýðingu loðnunnar sem beitu fyrir þorsk, og þess er getið að loðna hafi fyrst verið nýtt til beitu á Horna- firði á vetrarvertíð. Austfirðingar nytja loðnu fyristir manna til beitu Bók Bjarna Sæmundssonar kem- ur út 1926 og vist er, áð 1920 og jafnvel fyrr hefur loðna verið nytjuð til beitu á Hornafiröi, og þótti hún hin mesta tálbeita fyrir Framh. á 2, áíðu. Sjómannaverk- faliið enn óleyst Enn hefur lítið miðað í sam- komulagsátt í sjómannadeilunni og eru þó fundir nú orðið tíðir og langii'. Fis'kibátaflotinn liggur nær allur foundinn í höfn, eins og sagt var fyrir að verða mundi, ef rík- isstjórnin héldi til streitu ákvörð- un sinni um að skammta sjómönn- um hlut. Framleiðsla til útflutnings ligg- ur svo gott sem alveg niðri, og hlýtur það að valda ríkisstjórn- inni, sem og öðrum, miklum á- hyggjum, ef hún er þá ekki orðin kærulaus með öllu. Farið er að ympra á bráða- birgðalögum gegn sjómönnum og væri slí'k framkoma svo sem eftir öðru. Eftir ein-a viku kemur Alþingi saman til framhaldsfunda. Áreið- anlega leggur ríkisstjórnin ofur- kapp á að leysa deiluna með ein- hverjum hætti áður. Kopnrndm ú Austurtnnúi! Framkvæmdastjóri Rannsóknar- ráðs ríkisins, Steingrímur Her- mannsson, skýrði frá því í frétta- auka í útvarpinu nú í vikunni, að meðal næstu verkefna ráðsins væri víðtæk málmleit og yrði hún ef til vill hafin á þessu ári. Sagði Steingrímur frá því, að á Suð- austurlandi hefði kopar fundizt á nokkuð stóru svæði og mun ætl- unin að rannsaka hvort svarað gæti kostnaði að vinna hann. Kopar.num fylgja venjulega aðrir málmar eins og blý og zink. Ek'ki gat Steingrímur þess hvar á Suðausturlandi málminn væri að finna, en líklega er það í Lóni, þó að það gfeti einnig verið bæði sunnar og norðar. Þorrablótið Þoriablót Aiþýðubandalagsins hefst í félagsheimilinu annað kvöld kl. 8.30. Mjög mikil eftir- spum er eftir miðum — jafnvel enn meiri en í fyrra. — Eftir- spurnin stafar af því, að Þorra- blótin hafa þótt hinar ágætustu skemmtanir. Aðgöngumiða skal vitja í fé- lagsheimilið í dag kl. 5—7. Á fnnúum Að undanförnu hafa atviimu- málanefndirnar, sem sagt var frá í síðasta blaði, verið á fundum í Reykjavík. Lauk þeim fundarhöld- um í gær. Síðar mun blaðið geta skýrt frá störfum og fyrirætlunum al- vinnumálanefndanna.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.