Austurland


Austurland - 31.01.1969, Blaðsíða 4

Austurland - 31.01.1969, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 31. janúar 1969. Fœreyjar Samið hefur Gils Guðmunds- son. — Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs, Bvík 1968. Fyrir réttum 20 árum :hóf Menningarsjóður útgáfu ibóka- flokks undir samheitinu „Lönd og lýðir“. Ólafur Hansson, þáverandi menntaskólakennari, reið á vaðið með bókinni Noregur, og er það talið 1. bindi flokksins. Síðan hef- ur nær ár hvert 'komið eitt bindi og hefur dyggilega verið staðið við þau fyrirheit er gefin voru í upphafi og iþó líklega heldur bet- ur, því að ráðgerð voru 20 bindi, en munu verða eitthvað fleiri. Eins Cig nafnið bendir til er þetta fræðslurit um lönd og lýði og hefur að geyma mikinn fróð- leik um það efni. Margt í fyrstu bókunum er eðlilega úrelt orðið, en þar er einnig mikið um sígild- an fróðleik og í heild er þessi flokkur yfirgripsmesta safn fræði- bóka um lönd og þjóðir, sam út hefur komið á íslenzku. Yfirleitt hafa mér þótt þessar bækur heldur Iþurr lesning og jafnvel óþarflega leiðinleg. Þó eru til undantekningar. Ég minnist sérstaklega XVI. bindis um Róm- önsku Ameríku í samantekt Bjarna Benediktssonar frá Hof- teigi. Sú bók er rituð af mikilli snilld og er bráðs’kemmtileg. Bckin um Færeyjar, sem Gils Guðmundsson alþingismaður hef- ur tekið saman, er mikið rit, yfir 200 b’s. og 64 myndasíður að auki, þannig að samanlagt verður þetta meðal stærstu bókanna í flokknum um einstök lönd. Er það vel við eigandi að næstu ná- grönnum ok’kar sé sýnd sú rausn- arsemi. Efnisyfirlit gefur góða hug- mynd um, hvað tekið er til með- ferðar: Landið. Saga. Þjóðlíf. Menning. Færeysk tunga. Bókmenntir. Listir og vísindi. Atvinnuvegir. Stjói'nun. Samskipti Færeyinga og Islend- i.nga. Einstakir landshlutar. Ég ætla mér ekki að fara að cndursegja eða birta útdrætti úr þessu mikla riti. Rúm þessa litla blaðs leyfir það ek'ki. En það er skemmst af að segja, að ég las þessa bók með mikilli áfergju. Hvorl tveggja er, að allt, ssm ritað er um Færeyjar vekur forvitni mír.a og að bókin tekur mann strax sterkum tökum og það er s'koðun mín að þetta sé meðal beztu bókanna í þessum I flokki. Öðrum fremur ættu Austfirð- ingar að fagna þessari bók. Þeir hafa á lionum ái'atugum og jafn- vel öldum átt meiri samskipti við Færeyinga en aðrir landar. Vin- skapur og ættarbönd fléttast þar saman. Það er margt, sem á hugann sækir að lestri loknum, Mér er efst í huga barátta smáþjóðar fyrir sjálfstæði og þjóðlegri menningu. Það er alveg furðulegt, hve Danir hafa verið skilningslausir á liðnum öldum gagnvart þjóðlegri menningarbaráttu Færeyinga. Við fengum að reyna sitt af hverju úr þeirri átt, en þó virðist mér, að Færeyingar hafi verið enn verr leiknir. Kannski af því að þeir voru aðeins minni. En þjcðleg menningaibarát.ta Færeyinga er öðru fremur sagan um neistann, sem aldrei deyr og sagan um afburðamennina, sem alltaf koma fram á sjónarsviðið, Hvað er Frá Eiðum Eiðum, 29. janúar — ÁH/HG Flensufaraldur Inflúensa hefur herjað hér lijá okkur í meira en hálfan mánuðj og flestir staðarbúar veikzt af henni. Hefur hún truflað mjög kennslustörf, bæði í Alþýðuskól- anum og Barnaskólanum, einkum í síðustu viku. Lá við að kennsla félli með öllu niður í 4—5 daga, þar eð aðeins örfáir kennarar voru uppistandandi og bekkirnir liálftómir. Nú eru flestir á bata- vegi, en margir þó enn slappir og slæptir eftir veikindin, en þessi sýki hefur birzt o’kkur í margvís- legum myndum. — Hugmyndin er annars að hefja miðsvetrarpróf eftir næstu helgi. Flensan hefur hins vegar nær ekkert breiðzt út af staðnum. Á Egilsstöðum kom hún aðeins við í einu húsi til þessa, á Hallorms- stað hefur hún verið í Barna- og unglingaskclanum, en mjög lítið í Húsmæðraskólanum, og þess ut- an hefur hún aðeins verið á tveimui- bæjum á Héraði: Melum í Fljctsdal og Brennislöðum í Eiðaþinghá. Skýringin á þessari tafscmu yfiri'eið flensunnar er fyrst og fremst atorka Þorstsms Sigurðssonar, héraðslæknis, við að stemma stigu við útbreiðslu hennar. Eiðar hafa til dæmis ver- ið í sóttkví um langan tíma, og allii- þeir, sem ekki hafa tekið veikira hér, eru illa séðir utan staðarins. Tíðarfar og blót Veður var allrisjótt upp úr há- tíðunum fram um miðjan janúar, en síðan gerði Ijómandi gott veð- þegar hættan er mest, blása lífi í glæðurnar og kveikja á kyndl- inum. Þessa baráttu rekur 'höf- undurinn í alllöngu máli og glöggu. Þá er atvinnusaga Færeyinga ekki síður lærdómsrík og athygi- isverð og sýnir glögglega hve at- vinnuleg endurreisn er nátengd þjóðlegri vakiningu. Eins og að líkum lætur, er fær- eyskri tungu helgaður ríflegut þáttur. Bent er á, að þetta er eina erlenda tungumálið, sem íslend- ingar geta lesið fyrirhafnarlítið án sérstaks náms. Jafnframt er það undirstrikað, að færeysk tunga er algjörlega sjálfstætt mál, en ekki afbökun eins eða amiars. En ekki meira um það. Ég vildi aðeins vekja athygli á þessari bók, hvet.ja alla til að lesa hana. Hafi höfundur þökk fyrir verk- ið. Gunnar Ólafsson. í fréttum? ur, þangað til núna, að það er að gera einhvern rudda. Þorrablóti okkar hefur verið margfrestað vegna flensunnar. Upphaflega átti að halda það þann 18. janúar, það er viku áður en þorri gékk í garð, og er það miðað við nemendaskiptin í Barnaskóla.num, þar sem blótið er haldið. Nú eru horfur á, að þetta dragist fram á góu. Hins vegar var þorrablót á Egilsstöð- um um síðustu helgi og um 'hina næstu mun verða blótað í Valla- hreppi og ef til vill víðar. Annars er ég heldur snauður af fréttum um þessar mundir sökum eir.angrunar. Þó hef ég hitt nokkra bændur að undan- íörnu, og er heldur gott í þeim hljóðið, láta vel af tíðarfari og skepnuhöldum. Fluttir í Hlokft Þegsr Skíðasamband Islands flutti menn á milli flokka í haust, voru fjórir Austfirðingar fluttir úr B-fiokki upp í A-flokk í Alpa- greinum. Þeir eru: Þorvaldur Jchannsson og Ólaf- ur R. Ólafsson, Seyðisfirði, og •Jens Pétursson og Þorleifur Ól- afsson, Neskaupstað. Æskan Januarhefti barnablaðsi.ns Æsk- an er komið úl mjög fjölbreytt að efni og vandað að frágangi að venju, og prýtt fjölda mynda. Æskan er sérlega vandað og efl- irscknarvert lesefni fyrir börn og unglinga og ætti að vei'a til á hverju barnaheimili — og er það ef lil vill. A. m. k. er upplagið stórt — víst 16.000.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.