Austurland


Austurland - 10.11.1972, Blaðsíða 3

Austurland - 10.11.1972, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 10. nóvember 1972. AUSTURLAND 3 hæfari og fómfúsari. Einkum og sér í lagi axlaði Þórarinm Sveins- son þar iþuingar ibyrðar. Það var ekki einungis að fram- kvæmdastjómxn við iþrótitalkeppn- ina, hvíldi oftast á hans hterðum, heldur opnuðu þau Ihjónin Stefamía Ósk og Þórarinn hús sitt fyrir keppendum og mótsgestum bæði í mat oig drykk og aJiLri aðhlynn- ingu. Sjálfur naut ég oftast þeirra rómuðu gestrisni og var þar oft innan um troðfullt hús af fóiki, sem mér fannst að væru þeim óvið komandi, en sem vom eins og heima hjá sér og nutu umhyggju og elsku Ihúsbændanna einis og væru það þeirra námuistu. Slíkur var þeirra höfðingsskapur. Slík var þeirra góðviid. Metnaður Þórarins fyrir hönd austfirzkrar æsku var mikili. Ekkert gladdi hann eins og góður árangur austfirzks íþróttalfólks. Það varð honum jajfnan hvati ti'l endurskipulaigningar um fenn þá mieira og b'etra íþróttastarf og djarfaii áætlama, oig í 'hvert sinn, sem maður ræddi þessi mál við Þórarinn, varð maður mikliu fojart sýnni um framtíðarhorfurnar í í- þrótita- og æiskulýðsstaifi á Aúst- urlandi. Störf e'.nstaiklinganna er sjaidn- ast hægt að vega á vog, eða mæla með mælistiku og allra sízt störf hugsjónamanmsins og þannig er að sjálfsögðu með störf Þórarins Sveinssonai'. En eitt er víst, að æfistanf íhans var mikið og giftudrjúgt.. Orð mín hér að fmamam gefa aðeins litla og ófullkomna innsýn í einn 'hluta af störfum hans. Hans aðaistarf var eins og allir Austfirðingar vita, kennarastaifið. Alúð ihans og lagni, ihvort sem um var að ræða bóklegt nám eða íþróttir, var róm- uð og engam nemanda af Eiða- skóla hef ég þekkt, sem ekki Iþótti vænt um og virti Þórarimn Sveins- son. Við fráfall Þónarins Sveinsson- ar verður Eiðastaður og í heild Austurland miklu fátækara en áð- ur. Dýrmætastir fjársjóðir hvens byggðarfags, hvers lands, er að exga memn eins og Þórarin. Norðfjörður kveður hér góðam son, þvi Norðfirðing taldi hann sig alltaf vera og elskaði sveit sína og fjörð og fólkið, sem þar býr. Að lökum votta ég hans elsku- legu og góðu eiginkonu Stefaníu Ösk Jónsdóttur og ibömunum þeirra mína dýpstu samúð. Megi okkur Austfirðingum takast að efla það starf og glæða þær hug- sjónir, sem honum vom kærastar, það, að austfirzk æska eigi jalfnan heilbrigða sál í hraustum ilíkama. Á þann hátt getum við bezt þakkað Þórarni Sveinssyni og heiðrað minningu ihans. Stefán Þorleifsson. Húsnœðísmálin FYamhaid af 1. síðu. ómöguleg tækifæri, hafi reynzt harla léttvægur og því hafi ríkis- stjórnin tekið við miklum óleyst- um málum. Fyrir kosningamar 1971 var auðvitað dælt fjármaigni inn í stofnunina, því þá reið á að sýna fram á góða stöðu og næga láns- möguleika. En hér var ekki um að ræða varanlegt fjármagn heldur reyndist hér Vera um hrein bráða- birgðalán að ræða, sem áttu að endurgreiðast hið fyrsta. Og auð- vitað hlaut að koma að skuldadög unum og þar þurfti núverandi rfk- isstjómin að leysa málin, sem hún og gerði. Á valdaferli viðreisnar ihafði sem sagt ekki tekizt að ikoma þvi í verk að tryggja Byggingasjóði það árlega örugga fjáimagn, sem nægilegt væri til lánveitinga hverju sinni, án allra skammtíma aðgerða. Fulltrúi AB í Húsnæðismálastj. gaf mér þær upplýsingar, að þrátt fyrir þann mikla vanda, sem fyrrv. stjóm skildi eftir óleystan hefðu allar lánveitingar gengið eftir fullkomlega eðlilegum leið- um. M. a. s. hefur nú verið gengið lengra til hagsbóta fyrir lántak- endur en áður var og þá alveg sérstaklega fyrir landsbyggða- menn með þeirri breytingu, að all- ir þeir, sem höfðu gert fokhelt fyrir 1. september skyldu fá lán nú 15. nóv., í stað þess að áður var miðað við fokheldisvottorð 1. júlí. Eins og í fleiru eiu öll hróp íhaldsins í þessum málum tilefnis- lítil og í trausti þess, að menn Ihafi fullkomiega gleymt öllu um þeirra stjórn á málunum. Óleystur vandi Byggingasjóðs er sannarlega mik- ill og það verður erfitt hlutverk að koma fjármálum hans í varanlegt hoif, svo ekki þurfi sífelld bráða- birgðaúrræði til lausnar vandan- um. Trúlega þarf Alþingi hér til að koma með nýja lagasetningu, sem gæti tryggt nægjanlegt öryggi í þessum málum, jafnt fyrir stofn- unina sem ihúsbyggjendur. Þá ætti um leið að verða auð- veldara að sinna íhinum félagslega þætti þ. e. byggimgu leiguhúsnæð- is, sem yrði hvort tveggja í senn hóflegt og ihentugt og yrði jafn- framt innflytjendum sem frum- býlingum í sveitarfélögum dýr- mæt aðstoð í lífsbaráttunni. Og ef takast mætti um leið að örva búsetu í byggðarlögunum mörgu úti um land, sem leggja grunninn að þjóðarframlieiðslu og þjóðar'tekjum þá hefði sú löggjöf einhvern tíma verið nefnd „tíma- mótamarkandi“ svo vitnað sé til eins viðreisnarráðherrains svona í lokin. — Helgi SeSjan. -------- Egilsbúð -------------------- ÞYRNIRÓS. Hin bráðskemmtilega teikni og barnamynd. Sýnd sunnudag kl. 3. — Síðasta sinn. ÆVI TSJAIKOVSKYS Stórbrotið listaverk frá Mosfilm í Moskvu. — Byggð á ævi tcnskáldsins PYOTRS TSJAIKOVSKYS og verkum hans. Sýnd sunnudag kl. 9. Bönnuð innan 14 ára. TVlBÖKUR. ALLABtW Negidir snjóhjólbarðar Erum að ifá nokkrar algengustu stærðir af negldum BARUM snjóhjólbörðum. Dráttarbrautin h. f. BINGO Laugardagskvöldið 11. nóvember kl. 8.30 í Egilsbúð. Margir góðir vinningar. Þróttur. Kökubazar verður laugardaginn 11 nóvember kl. 4 í fundarsalnum Egils- búð. Allur ágóði rennur til líknarmála. SlNAWIK. Innilegar þakkir til allra er glöddu mig mieð Iheimsóknum, gjöfum og heillaósikum á 60 ára afmæli mínu 3. nóv. isíðastl. Sigfús Sigvarðsson. Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem 'glödldu mig með heim- sóknum, gjöfum, skeytum og sjmtölum á 70 ára afmæli mínu 30. október. Guð blessi yk'kur öll. Anna Jónsdóttir, Hólsgötu 4, Neskaupstað.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.