Austurland


Austurland - 29.12.1972, Blaðsíða 1

Austurland - 29.12.1972, Blaðsíða 1
lUSTURLAND MALGAGN ALÞYÐUBANDALAGSINS A AUSTURIANDI 22. árgangur. Neskaupstað, 29. desember 1972. 48. tölublað. 10,7 if hundraði ðengisfellinf Ekki hróflað við kjarasamningum Um miðjan 'þennan mánuð var gengi ísienzku krónunnar fellt um 10.7%. Allhörð átök munu thafa átt sér stað innan ríkisstjórnarinn ar og stjórnarflokkanna áður en þessi ákvörðun var tekin. Það hef- ur komið fram, að það voru eink- um Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem beittu sér fyrir þvi, að þessi leið var farin. Raunar vildu þeir lækka gengið meira, eða um 15—16%, en á það var sætzt, að fella það um 10.7%. Sérstak- leg*a mun Björn Jónsson, forseti Alþýðusambandsins, hafa sótt fast, að gengislækkunarleiðin væri farin. Þýkir það ,koma úr hörð- ustu átt, þegar aðal forystumað- ur verklýðssamtakanna beitir sér sérstaklega fyrir gengislækkun. En verklýðshreiyfingin sýnist ætla að una þessu, a. m. k. 'hefur ekki heyrst, að eitt einasta verklýðs- félag hafi hreyft mótmælum. Það verður líka að viðurkennast, að þessi gengislæfckun er allt annars eðlis en hinar miklu gengislækkan- ir viðreisnarstjórnarinnar, að því er að verklýðshreyfingunni snýr. Við reisnargengi slæ kk anirnar voru allar fyrst og fremst ætlaðar til að rýra kjör launþega, enda fylgdi þeim oftast vísitölubinding, þann- ig að launþegar fengu ekki bætt- ar þær verðhækkanir, s‘em af gengisfellingunum leiddu. Og ekki var hikað við að ógild*a gerða kjarasamninga. Nú er hinsvegar ekki hreyft við vkjarasamningum. Vísitölubætur verða óskertar og umsamin 6% grunnlaunáhækkun tekur gildi 1. marz. Hinu verður ekki neitað, að með því að fella gengið hefur ríkis- stjórnin í veigamiklu atriði vikið frá yfirlýstri stefnu sinni. Allt c-kraf um hið -gagnstæða -er kattar- þvotbur. Alþýðubandalaginu er ljóst, að gengisfelling er engin lausn á iþeun vandamálum, sem við er að etja. Hún getur aðeins veitt ríkisstjórn- in.n:. aukið svigrúm til varanlegra aðgerða til úrbóta á efnahagskerf- iinu. Alþýðnbandalagið viar and- vígt þcssari leið, þótt það féllist á hana fremur en að láta stjómar- samstarfið rofna á meðan ríkis- st.jórnin á enn óleyst mörg af sín- um þýðingaimestu stefnumálum. Alþýðubandalagið ber því fulla ábyrgð á gengisfellingunni að sínu leyti og mun ekki gkorast undan henni, þótt það hefði viljað fara aðrar leiðir. . . 1 Jafnframt gengislækkunmm verður að gera ýmsar aðrar ráð- stafanir. Þegar hefui- áfengi ver- ið hæfckað um 30% og tóbak um 25% til þess að afla ríkissjóði tekna, en flestar þessar ráðstafan- ir bíða fram yfir áramót. Af hálfu stjórnarandstæðinga var mjög hart sótt að stjórninni Um miðjan dag hinn 22. þ. m. vildi það slys til að drengur tæp- lega 3 ára datt í úrgangsþró á síldarstöðinni Mána her í bæ og var nærri drukknaður. Drengur- inn heitir Steinólfur Peteisen og er sonur hjónanna John Kristján Petersen og Ragnhild Petersen. Þau John og Ragnhild eru fær- eyskrar ættar og hafa búið 'hér á þriðja ár og vinnur John við Skipa smiðar hjá Gylfa Gunnarssyni. Þau eiga tvo syni, Steinólf tæplega 3 ára og Karl 4 ára. Blaðið náði tali af Jóhn Peter- sen og spurði hann nánar um til- drögin að slysi þessu og sagði hann svo frá atvikinu: Rétt eftir að hann fer til vinnu siunar eftir hádegisverð kl. 1, koma synir hans til hans inn i skipasmíðastöðina og biður hann þý að fsra heim. Þeir fara þá frá honum og hann veit ekki annað en að þeir hafi gert eins og hann bað þá. Litlu seinna kemur eldri drenguunn aftur inn og er þá eitt- hvað æstur og er að reyna að segja þeim, sem þarna vinna, eitt- hvað, en þeir gefa því ekki frekari gaum og faðir hans biður hann á ný að fara 'heim til mömmu og grunsr þá ekkert sérstafct, enda í önnum við sitt verk. og af leiðurum stjórnarandstöðu- blaðanna mátti glöggt ráða, að þau gerðu ráð fyrir því,að stjórnin félli, og blaðamenn Morgunblaðs- ins, sem eru fréttaritarar ihelztu fréttastofnana, sendu um allan heim fréttir um það. Og sagt er, að ný stjórn hafi verið tilbúin að taka við. En rífcisstjórnin stóð af sér hrinuna og sár hafa þau verið vonbrigði stjórnarands-tæðinga, sem séð höfðu ráðherrastólana í ljósrauðum bjarma hillinganna. Væntanlega gerir Lúðvík Jós- epsson þessum málum frékari skil í áramótagrein sinni hér í blaðinu á gamlársdag. Drengurinn fer svo heim til móður sinnar (en íbúðarhúsið er á að gizka eitt hundrað metra frá skipasmíðastöðinni). Hún spyr hann strax hvort bróðir hans sé ekki hjá pabba sínum, en hann neitar því og segir -hún Ihonum þá að fara og leita hans. Litlu sernna heyrði pabbi þeirra igrát og köll í eldri drengnum og heyrir að 'þau koma úr áttinni frá þrónni, og heyrir Ihann að hann fcallar sífellt nafn bróður síns. Hann hleypur þá tll og sér Ihvar drengurinn flýtur á grúfu ofan í þrónni, en þróin var full af úldnu leirskólpi, sem hafði blað upp í krapa. Auðvelt v*ar að ná direngmun úr þrónni, en 'hann virtist þá algjör- lega líflaus, enda sagði faðir hans að trúlega hefði hann legið í þi-ónni í 10—15 mínútur. Vinnu- félagi Johns, Guðmundur Vest- mann, var með bíl þama við hend- ina og fóru þeir strax með dreng- inn áleiðis til sjúfcrahússins og voru komnir þangað um kl. 1.30. Á leiðinni hóf Joihn strax lífgun- artilraunir með blástursaðferð. Strax og fcomið var til sjúkra- hússins tóku læknar og samstarfs- fólk þeirra við drengnum og var FViuíih. 4 2 «í8u. Urslitojijor d M Sameinuðu þjóðannn Áður hefur verið greint frá því hér í blaðinu, að á þingi Samein- uðu þjóðanna hafi Island og nofck- ur ríki önnur flutt tillögu um rétt strandiúfcja til auðæfa hafsins. Efnislega var tillagan á þá leið, >að þessi réttur skyldi ekfci aðeins ná til hafs-botnsins heldur og sjá-varins yfir ího-num. Tillaga þessi var samþykkt í nefnd með 82 atkvæðum gegn engu, en marg- ar þjóðir sátu ihjá. Állar tilraunir til að spilla tillögunni fóru út um þúfur. Þegar málið kom til kasta Alls- herjaiþingsins 18. desember höfðu fleiri þjóðir snúizt til fylgiS við hana og var hún þá samþykkt með 102 atkvæðum gegn engu, e,n 22 ríki sátu sjá. E'kki höfðu þó Norð- urlöndin séð sér fært að fylgja okkar málstað. Voru þau öll í hópi hjáseturíkjanna ásamt öllium ríkjum Vestur-Evrópu öðrum en Irlandi. Einnig sátu öll ríki Austur-Evrópu hjá, önnur en Júgóslavía og Rúmenía. Þessi úrslit eru stórsigur fyrir Islendinga og má nú víst telja, að fullnaðarsigur okkar sé ekki langt undan. öllum er nú líka ljóst, að ofbeldisaðgerðir Breta og Vestur- Þjóðverja á Islandsmiðum era í andstöðu við skoðun meginhluta þjóða íheims. Þessum ofbeldisað- gerðum er þó haldið áfram og verður sjálfsa-gt haldið áfram svo lengi sem ofbeldismennirnir sjá sér fært. Viðurkenna Norður-Víetnam - Mótmœlo loftdrdsum Islenzka ríkisstjórnin hefur á- Ikveðið að taka upp stjórnmála- samband við ríkisstjórn Norður- Víetnam í Hanoi. Þá hefur iríkis- stjórnin mótmælt hinum villi- mannlegu loftárásum Bandaríkja- manna á Noirður-Vi'etnam. Þetta er með öðru ljós vottur um breytta utanríkisstefnu Is- lands. I stað algjörrar undirgefni undir vald Bandarífcjastjórnar á viðreisnarárunum hefur nú verið tekin upp sjálfstæð utanríkis- stefna, sem er oklkur til sóma og sem aflað hefur okkur virðingar á aliþjóðavettvangi. Þá hefur Island einnig viður- kennt ríkisstjórn Austur-Þýzka- | lands. Litlum dreng bjargaö úr miklum lífsháska

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.