Austurland


Austurland - 29.12.1972, Blaðsíða 4

Austurland - 29.12.1972, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Nieskaupstað, 29. desemiber 1972. Hitler hefur fengið sMn keppinaut Styrjöldin í Vietnam hefur geisað áratugum saman — svo lengi, að mikill hluti fullorðinna manna iþekkir ekki annað ástand. Við getum ekki gert okkur í 'hug- arlund þær ógnir, þá eyðileggingu og þau hryllilegu manndráp, sem eru hlutskipti vietnömsku þjóðar- innar. Eftir að Frakkar höfðu beðið ósigui- í Vietnam, var gerður samningur, sem m. a. fól það 1 sér, að efnt skyldi til kosninga í landinu öllu og skyldi þjóðin sjálf fá að ráða framtíð sinni. Við þetta var ekki staðið og þar voru Bandaríkin að verki. Talið var, að þeir, sem Bandaríkjastjóra kallaði kommúnista, mundu í frjálsum kosningum fá 80% atkvæða. Og lýðræðishugsjónin risti ekki dýpra en sivo, að þjóðin mátti ekki ráða framtíð sinni, nema því aðeins, að tryggt væri, að vilji þjóðarinnar og Bandaríkjastjórnar færi saman. Nú ihafa Bandaríkjamenn ár eftir ár rekið heiftarlega árásarstyrj- öld í Víetnam og beitt þar öllum þeim vopnum, sem þeir hafa yfir að ráða, öðram en kjarnorku- vopnum og sýklum. Svo miklu isprengjumagni hefur verið hellt yfir Víetnam, að loftárásirnar í heimsstyrjöldinni verða barna- leikur hjá þeim ósköpum. Hér er um ójafnan leik að ræða. Annars vegar mesta herveldi sög- unnar með öllum sínum mannafla og skelfilega vopnabúnaði. Hins vegar er frumstæð smáþjóð, sem að vísu nýtur margvíslegs stuðn- ings vinveittra ríkja, en verður fyrst og fremst að treysta á sjálfa sig. Þessar vinveittu þjóðir taika ekki beinan þátt í styrjöldinni, en leggja fram vopn og annað, sem þarf til styrjaldarrekstursins. En þótt leikurinn sé ójafn, læt- ur þjóðin ekki bugast. Þótt þús- undum lesta af sprengjum sé látið rigna, gefst Ihún ekki upp. Ekki hel'dur þótt reynt sé að svelta hana til uppgjafar með hafnbanni og eyðingu gróðurs. Þjóðin sýnist blátt áfram ósigrandi. Bandaríkjamenn reyna *að telja mönnum trú um, að þeir geri að- eins árásir á hernaðarlega mikil- væga staði. En reynslan sýnir að það er rangt og hafa verið lagðar fram óyggjandi sannanir fyrir 'því. Ibúðarhús, sjúkrahús, skólar og öinnur slík mannvirki, sem enga hernaðanþýðingu hafa, leggja sprengjuflugvélar Bandaríkjanna í rústir. Og við getum ekki á- lyktað annað, en að það sé gert af ráðnum hug. Fyrir nokkrum mánuðum kom fram í umræðuþætti í sjónvarp- inu stríðsæsingamaður að nafni Pétur. Af ísliemdingi að vera réði hann yfir undraverðri þekkingu á nútímavopnum og nútímahernaði og hafði augsýnilega lagt alúð við að nema þau fræði. Meðal þess, sem hann sagði oklkur var, að Bandaríkjamenn réðu nú yfir svo fuUkominni miðunartækni, að flug vélar þeirra hittu nákvæmlega í mark. Af þessu getum við ekki ályktað annað en að þegar bandarískar sprengjur hæfa sjúkrahús eða skóla, þá hafi skot- mafkið í raun og veru verið sjúkrahús eða skóli. 1 október í haust glæddust mjög vonir manna um frið í Víetnam. Samkomulag hafði náðst milli Víetnama og Bandaríkjamanna um frið. En Bandaríkjamenn drógu á langinn að undirrita sam- komulagið og brátt kom í ljós, hvað á spýtunni hékk. Nixon Bandaríkjaforseti hafði heitið þjóð sinni því að koma á friði í Víetnam á kjörtímabilinu. Bandaríkjamenn eru löngu orðnir þreyttir á styrjöldinni og skamm- ast sín fyrir hana, enda er hún talin ógeðslegasta og svívirðileg- asta styrjöld, sem háð hefur verið frá upphafi vega. Nú kom að því, að Nixon þurfti að leita endurkjörs. Ætti hann að geta gert sér vonir um endurkjör, varð hann að láta þjóð sína trúa því, að friður í Víetnam væri á næstu grösum. Þess vegna var samninguiinn gerður, en frá hon- um var hlaupið þegar 'hann hafði gert sitt gagn í kosningunum. Og sá, sem Nixon skaut sér á bak við var leppur Bafldaríkjanna í Saigon, en hann verður að sitja og standa ieins og Nixon vill. Þegar hann neitar að fallast á samkomu- lagið gerir Ihann það af því að hann veit, að til þess er ætlast af honum. En Nixon er ekki af baki dott- inn með að standa við kosninga- loforðið. Hanin hefur hafnað samn ingaleiðinni, en í þess stað magn- að stríðið. 600 risaþotur, sem hver um sig kostar 800 millj. kr., láta nú sprengjiunum iigna yfir Víetn- am og þyrma engu. Víetnamar taka hraustlega á móti og hafa á nokknrm dögum tortímt yfir 30 þessara véla. Þessar nýju oftárásir hafa vak- ið óihug og fyrirlitningu um allan heim, ekki sízt í Bandaríkjunum sjáifum. Og lítið bætir Nixon fyr- ir sér, iþótt hann fyrirskipi sólar- hrings ihlé um jólin. Það er of aug- ljós hræsni til þess að framferði forsetans verði afsakanlegra fyrir það. Síðan heimsstyrjöldinni lauk hefur Hitler verið talinn miesti fjöldamoirðingi og stríðsglæpa- maður sögunnar. Nú er svo að sjá sem Nixon Bandaríkjaforseti sé komínn vel á veg með að slá met Hitlers og ávinna sér nafnbótina. Og það fer vart á milli mála hver hefðu orðið örlög Nixons, ef hann hefði, eftir frammistöðu sem þessa staðið við hlið nazistaforingjanna í Núrnberg á sinum tíma. Nú eru aðeins þrjár vikur ef.tir af kjörtímabili Nixons. Eigi hann að koma á friði í Víetnam innan þess tíma, má hann halda á spöð- unum, því til þess þarf hann að leggja landið gjörsamlega í rústir og eyða þar öllum mönnum. Við íslendingar getum bezt átt- að okkur á framkomu Bandaríkja- manna, ef við gerðum ofckur í hugarlund, að annað stórveldi, sem við eigum í útistöðum við, hefði hagað sér gagnvart okkur eitt- hvað í líkingu við hegðun Banda- ríkjamanna í Víetnam. Ef Bretar hefðu, þegar samningarnir um laudhelgina ströndúðu, sent flota sprengjuflugvéla til árása á Reykjavík og önnur þéttbýl svæði ef þeir hefðu látið herskip halda Eins og jafnan áður urðu marg- ir til þess að færa sjúkrahúsinu góðar gjafir fyrir jólin. Jafnan hefur verið venja að geta þeirra gjafa, sem sjúkrahúsinu berast, hér í blaðinu, en komið hef- ur þó fyrir, að misbrestur 'hefur orðið á því og eru hlutaðeigendur beðiiir velvirðingai' á því. Svo va.r t. d. með gjöf frá Kvenfélugi Reyðarfjarðar að upphæð 10 þús- und krónur sem sjúkrahúsiiiu barst á fyrra ári, en það félag hef- ur áður gefið sjúkrahúsinu góðar gjafir. Nokkrar mæður hér í bæ ? f- hentu sjúkrahúsinu myndarlega gjöf í sumar er leið og var það ým- islegt til aðhlynningar smábörn- unum, sömuleiðis gaf fr. Nanna Þórðardóttir, Fáskríiðsfirði þann- ig varning, en Nanna hefur áður gefið sjúfcrahúsinu góðar gjafir. Á dögunum fyrir jól afhenti Sinawikklúbbur Norðfj. sjúkra- húsinu stórgjöf, en það var frysti- kista að verðmæti um 50 þúsund krónur. I bréfi sem fylgdi gjöfinni lét klúbburinn þess getið, að gjöf þessi væ.ri fyrsti vísir að stærra átaki, sem klúbburinn hefði sett sér að markmiði í sambandi við sjúkrahúsið. Hinn 21. þ. m. gaf fr. Irma Pájls- dóttir, Neskaupstað, sjúkrahúshiu 20 þúsund krónur. Iraia Pálsdótt- ir hefur áður gefið sjúfcrahúsinu veglegar gjafir. Sama dag barst sjúk(rahúsinu höfðingleg gjöf frá öldungi hér í bæ, Hjörleifi Brynjólfssjmi, en hann gaf sjúkráhúsinu 10 þúsund krónur. uppi skothríð á ströndina og ef þeir hefðu fyllt hafnir landsins af tundurduflum til þess að ihindra. aðflutninga til landsins, hefðum við fengið nokkra mynd af hegðun Bandaríkjanna í Víetnam. Það er aðeins samvizka mann- kynsins, sem getur stöðvað stríð- ið í Víetnam. Snúist almenningsá- litið í heiminum nægilega ákveðið gegn styrjaldaræði Bandaríkja- manna, geta þeir ekki haldið upp- teknum hætti. En við Islendingar mættum gjaraan minnast þess, að við er- um í hernaðarbandalagi við Bandaríkin og berum að okkar hluta nokkra ábvrgð á ihinum skelfilegu stríðsglæpum þeirra i Víetnam. Og efcki bætir það hlut okikar, að við höfum fengið her- veldinu bækistöðvar hér á landi. Við getum ekki losnað við þessa áibyrgð, nema við hættum þátt- töku í hernaðarbandalaginu og rekum her stríðsglæpamanna .úr landi. Kvenfélagið Keðjan, Fáskrúðs- firði sendi nú, sem svo oft áður, sjúbnahúsinu veglega gjöf fyrir jólin, eða peninga, að upþhæð 10 þús. kr. Þess skal getið, að allir þeir peningar, sem sjúkrahúsinu á- skotnast í gjcfum, eða með sölu minningarkorta, eru lagðir í sama sjóð oig verður honum varið íil álialda.kaupa á skurðstofu. Tvö fyrirtæki hér í bæ senda jainan jólagjaf'r til sjúkrahússus o:.* þá jafnar. *neð sama sniði, en það eru Kauplélagið Fram. rem ávallt gefur ávexti, og fyrirtæki Jóhanns Sigmundssonar, Efnalaug Noiðfjarðar, sem gefur peninga, sem varið er til jólaglaðnings öldnum og sjúkum á sjúkralhúsinu, samkvæmt óskum gefanda. Öllum þeim gefendum, sem ihér hafa verið taldir, svo og öðrum velunnuram sjúkiahússins, færi ég alúðar þakkir fyrir 'þeirra góðu gjafir og fyrir allan stuðning við sjúkrahúsið. Pramundan er stórt átak í upp- byggingu sjúkrahússins og verður það vissulega mikill styrkur fyrir þá, 'Sem iþar standa fyrir fram- kvæmdum, að eiga vísan stuðning svo margra einstaklinga, félaga og fyrirtækja víðsvegar á Austur- landi, sem þessar gjafir og aðrar, sem áður hefur verið getið, vitna um. Með kæiu þakklæti og beztu kveðjum. F. h. stjórnenda Fjórðungs- sjúkrahússins Neskaupstað Stefán Þorleifsson. Gjafir tii Fjórðungssjúkrahúss

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.