Austurland


Austurland - 29.12.1972, Qupperneq 3

Austurland - 29.12.1972, Qupperneq 3
Neskaupetað, 29. desemiber 1972. ÁUSTUELANÐ 3 Samtök hernámsandstœðinga í mótun á Austurlandi Héldu fund í Neskaupstað í gœr- kvöldi, fimmtudaginn 28. des. Herstöðvaandstæðingar á Aust- urlandi boðuðu til almenns fundar í Neskaupstað fimmtud-agskvöldið 28. desember og sóttu hann yfir 50 manns. Sérstök undirbúnings- r.efnd boðaði til fundarins, og setti Smáji Geirsson fundinn fyrir hennar hönd og skipaði Baldur Böðvarsson fund.arstjóra. Framsögu á fundinum höfðu Hjdrleifur Gul tormsson, Neskaup- stað, Kristján Inigólfsson, Hail- ormsstað, Sigurður Ó. Pálsson, Eið urn og Skjöldur Eiríksson, Skjöld- ólfsstöðum. Kæddu þeir herstöðva- máhð lrá ýmsum hliðum og margt í tengslum við ;það. Lögðu þeir á- herzlu á nauðsyn skipulegrar bar- áttu um land allt til að tryggja brottför hersins ihið fyrsta í sam- ræmi við ákivæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og minntust góðs stuðnings Austfirðinga fyrr á ár.um við málstað hernámsand- stæðinga. Að framsöguræðum lóknum hófust almennai- umræður og tóku til máls 7 fundarmenn auk framsögumanna, sem svöruðu fyrirspurnum. Fundurinn ákvað að kjósa 5 manna nefnd Austfirðinga til að tvinna að eflingu Samtaika her- stöðvaandstæðinga í fjórðungnum á næstu mánuðmn og hafa sam- band við Samtökin í öði-um lands- hlutum. Völdust í nefndina ofan- greindir framsögumenn, svo og Smári Geirsson, iháskólanemi. Hef- ur nefndin þegar haldið fund og ákveðið að leita á næstunni til nokkurra manna í hverju byggð- arlagi á Austurlandi með ósk um að þeir taki sæti í nefndum til stuðnings ibaráttunni fyrir brott- för Bandaiikjahers frá íslandi. Þá samþykkti fundurinn í Nes- kaupsbað einróma eftirfarandi á- lyktanir: 1. „Amennur fundur um her- stöðvamál, haldinn í Neskaupstað 28. des. 1972, skorar á ríkisstjórn íslands að hraða undirbúningi uppsagnar -herverndarsamnings- ins þannig að allur erlendur her verði af landinu á kjörtímabilinu, svo sem stefnt er að í málefna- samningi núverandi ríkisstjórnar. Jafnframt beinir fundurinn þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar, að hún geri þjóðinni jafnharðan grein fyrir framgangi málsins, og stuðl- að verði að umræðum um mál þetta í aðalfjölmiðlum landsins". 2. „Fundur herstöðvaandstæð- inga, haldinn í Neskaupstað 28. des. 1972, fegnar iþeirri hreyfingu, sem nú er að myndast í landinu til baráttu fyrir brottför hersins. Fundurinn hvetur herstöðvaand- stæðinga í öllum landshlutum til að skipuleggja hið fyrsta samtök sín, þannig að órofa þjóðfylking verði sem fyrst til staðar til að tryggja sigur í þessu máll“. Hugsað til átthaganna Þegar ég nú læt af nær þriggja áratuga skólastarfi í þágu Aust- urlands, æskustöðva minna, vil ég gjarna biðja „Austurland“ að flytja beztu óskir og þakkir nem- endurn mínum, samstarfsmönnum og félögum í kennarastétt og Ung- menna- og íþróttasambandi Aust- urlands og öðrum vinum. Éig áma öllum Austfirðingum og Austurlandi allra heilla á nýju ári og um alla framtíð. Skúli Þorsteinsson. Egilsstdðflflugvöllur fluttur Á þessu ári fóru fram athugan- ir á nýju flugvallarstæði á Héraði, þar eð Egilsstaðaflugvöllur er orðinn mjög slæmur og brautar- stefnan au'k þess ekki sú æskileg- asta. Niðurstöður þessara athugana l'ggja nú fyrir, og mun flugmála- stjórnin hafa ákveðið, að flugvöll- urinn verði færður að Snjólholti i Eiðaþinghá. Þetta kemur fram í viðtali, sem tímaritið Frjáls verzlun átti ný- lega við flugmálastjóra. Hugmyndin er, að flugstöðin á Egilsstöðum verði notuð sem af- greiðsla fyrst um sinn. Nán-ar v.erður frá þessu sagt, þegar frekari upplýsingar liggja f.yrir. Ur bcenum Afmæli. Ragnar Ágústsson, afgreiðslu- maður, Þiljuvöllum 9, varð 65 ára 23. des. — Hann fæddist á Vopna- firði, en hefur átt hér heima síðan 1951. Björn Björnsson, kaupmaður, Egilsbraut 19, varð 60 ára 25. des- ember. Hann fæddist á Seyðisfirði, en hefur átt hér heima síðan 1914. Ósóttnr vinningar í leikfengahappdrætti Þróttar 1972: 880 566 282 834 740 852 865 47 306 Egilsbúð VILLT VEIZLA Sprenghlægileg gamanmynd í litum með hinum snjalla Peter Sellers. Sýnd laugardag kl. 9. Bönnuð innan 14 ára. — Islenzk- ur texti. Árdmótadflusleifiur Það verður hin vinsæla hljómsveit „AMON RA“, sem leikur og syngur gömlu og nýju dansana af miklu f jöri í Egilsbúð á gamlársdag kl. 24—0.4. Söngkona Ólöf Þórarinsdóttir. — Mæt- ið snyrtilega lqlædd. — Allir koma í Egilsbúð og skemmta sér með „Amon Ra“. Gleðilegt nýtt ár. Nýársmyndir I Egilsbúð verðla: RHINO Mjög skemmtileg dýramynd í litum. Nýársdag kl. 3. íslenzk- ur texti. SVARTI SVANURINN Byggð á samnefndrt skáldsögu eftir Rafael Sabatini. Aðal- hlutverk: Maureen 0‘Hara og Tyrone Power. Nýársdag kl. 5. APPALOOSA Hörkuspennandi og frálbærlega vel leikin mynd með Marlo Brando. Nýársdag kl. 9. Bönnuð innan 14 ána. íslenzkur texti. Vélstjóra og tvo háseta vantar á 250' tonna netabát, sem stundar frá Seyðisfirði. Uppl. hjá Þorbergi Þórarinssyni eða Ól-afi Ólafssyni. AUGL ÝSING Athygli gjaldenda í Neskaupstað skal vakin á því, að frá ára- mótum reiknast 1% vanskilavextir á mánuði á ógreidd þing- gjöld. Bæjarfógetinn í Neskaupstað. Hús til sölu Ásbjörn Tómasson, Neskaupst.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.