Austurland


Austurland - 29.12.1972, Qupperneq 2

Austurland - 29.12.1972, Qupperneq 2
2 AUSTURLAND Nieskaupstað, 29. desember 1972. IUSTURLAND Utgefandi: > Kjördaamiaráð Alþýðubanda- | lagsins á Austurlandi. 1 Rrtstjóri: | Bjarni Þðrðarson. NSSPEkNT } Hér er verk að vinna Fyrir áratug eða svo vom stofn uð Samtök 'hernámsandstæðinga. Störfuðu þau af miklum þrótti um nokkurt skeið, en smátt og smátt doínaði yfir 'þeim og brátt var svo komið, að ekki sást með iþeim lífsmark. Um ástæðuna fyrir því að svo fór verður ekki fjölyrt hér. E'kki verður því þó um kennt, að verkefni hafi eikki verið fyrir hendi, því enn er Island hersetið land, enn glymur Keflavíkurút- varpið og enn birtast á sjónvarps- skermum Nesjamanna myndir frá dlátasjónvarpinu. Á þessu ári hafa Samtök her- námsan'dstæðiinga vaknað af dvala. í vor var á þeirra vegum farin kröfuganga og haldinn fjöldafundur í Reykjavík. 1 byrj- un þessa mánaðar efndu Samtök- in til vel 'htppnaðrar ráðstefnu í Reykiavík. En það er ekki uóg að berjast á þéttbýlissvæðunum við Faxa- flóa. Vettvangur baráttunnar gegn hersetunni verður að ná um allt land. Og kannski er meiri styrks að vænta utan af lands- byggðinni en úr landnámi Ingólfs, þar sem nábýlið við herinn hefur slævt þjóðernisvitund og sjálf- stæðistilfinningu margra. Og nú er sóknin hafin úti á landi. í gærkvöld var haldinn í Neskaupstað fundur hernámsand- stæðinga. Umræður voru fjörugar, fjölmargir tóku til máls og áhugi var mikill. Kosin var fimm manna nefnd til þess að skipuleggja starf ið hér eystra og tiliögur voru sam þykktar. Þessi fundur er væ ita i lega hinn fyrsti af mörgum, sem baldinir verða í byggði’m Austur- lands á ræstu vikum og mánuð- um. Öruggt er, að miki.ll meirihluti Austfirðinga er andvigur herset- unni og vill berjast gegn henni. En þeir eru óskipulagðir og haf- ast lítt að. Nú verður væntanlega un-nið að því að kcma traustu skipulagi á hreyfinguna, bæði hér eystra og annars staðar. Samtökixi þurfa að styðja fast við bakið á ríkisstjórninni, er hún í næsta mánuði byrjar viðræður við Bandaríkin um brotífór hers- ins. Þau þurfa í senn að veila henni siðferðilegan stuðnmg og Iryggja að í engu verði látið undan síga. Þegnar í þagnarhjúpi. Sá, sem vill hafa sitt mál fram nú á dögum, vierður að búa yfir hæfileikanum til að 'hafa hátt og kunna að nota hann, helzt með því að framleiða ógnarlegan hávaða. Þetta er ekíki spurning um rétt- læti, heldur raddstyrk. Sá sem leggLir undir sig fjölmiðlana og æpir á fjöldafundum, Ihann fær það sem hanin biður um. Sá sem vek-ur kurteisislega athygli á sínu málefni, óg tala nú lekki um ef hann beitir í þoikfcabót hógværð og Mtillætí, hann fær engu áorkað og sá, sem þegir og bíður eftir réttlæt inu, kemst von bráðar á vonarvöl. Og þannig viljum við Ihafa þetta. Þjóðfélagið er sí og æ önn- um kafið við að uppfylla óskir og i kröfur hrópendanna og Ihávaða- I lýðsins meðan hinn -hógværi er hafður að olnbogabarni og hinn þöguli gleymist. Getur Ihann ekki rifið sig eins og íhinir? kann ein- hver að spyrja. Honum er nær að reyna að spjara sig, ota sínum tota. — En þetta er bara ekiki alltaf svona einfalt. Stundum þekkir Ihinn þöguli ekki sinn vitjunartíma. Stundum veit ihanin ekki, að hann er oln- bogabarn og 'þá er svo auðvelt að hafa hann útundan. Mitt í allri hagsmunastreitunni, efnahagsþróuninni, hagvextinum hnjótum við stundum um litla völu á 'breiðgö'tu velferðarlþjóð- félagsiins', eða er það 'kannski hola, sem við stígum í? Eitthvað er ekki eins og það á að vera. Stund- um er eins og einhver arða hafi ikomizt í 'skóinn, en við ske-ytum henni lítt, því við erum að flýta okkur. Lífið er s-tutt o-g við verð- um að höndla lífsgæðin í hvelli undir kjörorðinu „Tækifærið gríptu greitt” o. s. frv. Arðan særir að vísu í bili en síðan kem- ur sigg undan henni og þar m?ð er hún gleymd og gott að vera la-us við hana..... Ein þessi litla vala, eða hola á aðalibraut nægtaríkisins, eða arð- an í skónum eru málefni líttils minnihluta í iþjóðfélaginu. Þetta er hljóðlátur hópur, sem ekki fer í kröfugöngur, ékki -setur á sölu- bann, slær ekki um sig í fjölmiðl- um, sezt ekki á gangana í neinu i ráðuneyti til að vera dreginn út j fyrir réttlætissakir, spyr ékki einu sinni eftir sínum málum. Hann veit heldur ekki hvem hann á að spyrja og ekki einu sinni um hvað hann á að spyrja. Hann . aðeins bíðiur og veit þó ekki eftir hverju hann er að bíða. Hann bíður eft- ir réttlætinu, veit þó ekki að það er til. Þessi hópuir er HINIR VAN- GEFNU I ÞJÓÐFÉLAGI OKK- AR. Hvernig má það vera, að ekki ®kuli vera til nægar stofnanir til að tafca við hinum vangefnu og veita þeim það skjól er þeir þarfn- ast og korna þeim til þess þroska, sem föng eru á? Hvernig má það vem, að ekki skuli einu sinni vera tiltæk vitnesikja um hversu marg- ir þurfa að dvelja á slíkum stofn- unum? Hverju gegnir það, að rík- ið hefur ekki forgöngu um hags- munamál þessa fólks iheldur á- hugamann'asamtök ? Spyr sá sem akki veit. Er það kannsbi vegna þess, að eftir atkvæðum þessa fólks þýðir ekki að sgægjast? Það skyldi þó aldrei vera. Á aðalfundi Kennarasambands Austurlands árið 1969 var sam- þykkt ályktun um nauðsyn skóla- heimilis á Austurlandi fyrir af- brigðileg börn í fjórðungnum, börn sem eins og þar segh' „.ekki hafa þroska til að fylgjast með námi í almennum skólum”. Þetta varð til þess að sett var fram í „Skólaáætlun í Austurlandskjör- dæmi” er samþykkt var á aðal- fundi Sambands sveitárfélaga í Austurlandskjöidæmi árið eftir, 1970, hugmynd um slíkt skóla- heimili, sem þá var áætlað að kostaði 12'—15 milljónir króna, fyrir 20—40 ibörn. Umrædd skólaáætlun fór sína boðleið inn í ihið háa menntamála- ráðuneyti, ef ég veit rétt. Hvað við bana hefur verið gert veit ég ebki. Á hinn bógin varp það ráðu- neyti undarlegu eggi í sumar er leið og heitir það „Tillögur til um- ræðna um skólaskipan á Austur- landi“ og gengur það plagg al- mennt undir nafninu „Stóra gula hænan” og verður lítt af þvi séð, að ihöfundar þess hafi ikynnt sér tillögur Austfirðinga, nema þá mjög í hófi, og á málefni afbrigði- legra barna er ekki minnzt þar, enda vitað að „löng er litlum þroska leiðin upp til manns”. Aftur á móti gerðist það nú í haust, að Samband austfirzkra kvenna tók þetta mál upp á aðal- fundi sínum og hafi konur iheila þökk fyrir vikið. Kaus sá fundur þriggja manna nefnd til að kanna þörfina á heimili fyrir vangefin börn í fjórðungnum. Mér þykir góðs viti, að konurnar skuli hafa tekið forystu í þessu máli og vona að þeim auðnist að samstilla 'krafta Austfirðinga því til fram- igangs. Hér er alvörumál á ferð. Einu sinni var ég svo barnaleg- ur að láta mig dreyma um, að Is- lenzka þjóðin vildi gera sjálfri sér þann heiður að koma málefnum vangefinna 1 sæmilega 'höfn fyrir 1974 og minnast með því 'hingað- komu Ingólfs sáluga og þeirra hjóna. Að mínum dómi hefði það verið harla verðugt verkefni og þjóðin hefði getað með góðri sam- vizku sleppt öðrum dagamun í þessu tilefni. En þetta var að sjálfsögðu ekki nógu fín hugmynd og þar að auki hef ég ugglaust ekki haft nógu hátt. S.Ó.P. Litlum dreng ... Framh. af 1. síðu. farið með ihann á skurðstofu þar sem tiltæk eru ýmis tæki, sem geta komið að gagni í slíkum tilvifcum. Blaðið sneri sér til yfirlæknis sjúkráhússins, Daníels Daníelsson- ar, og innti hann frétta af atburði þessum. Hann segir svo frá: Þegar komið var með drenginn um kl. 13.35 föstudaginn 22. þ. m„ virtist hann dáinn. Hjartsláttur var stöðvaður og öndun engin. Drengurinn var mjög gegnkald- ur og var líkamshiti ihans ekki mælanlegur á venjulegum sjúkra- mæli fyrr en eftir 5 klst. frá því hann 'kom á sjúkralhúsið. Það var strax hafizt ihanda með gerviöndun og ihjartahnoð og beitt þeim tækjum sem að gagni mega koma í slíkum tilvikum. Þegar hjartað var ekki farið af stað eftir 15 mínútna lífgunartil- raunir var gefin innspýting í lijartað. Eftir innspýtinguna fó" hjaitað að taka við sér og varð hjartsláttur brátt sæmilegur og 1 15 mínútum síðar fannst fyrsti vottur um öndun og þegar ein klukkustund var liðin frá því drengurinn kom inn á sjúkrahús- ið, var hann farinn að halda sjálf- ur uppi öndun. Hann kom svo til meðvitundar kl. 5.30 um morgun- inn eða 17 klst. eftir að hann kom á sjúkrahúsið. Trúlega er það kuldinn sem bjargaði honum. Líklegt er, að hann íhafi fljótlega fengið krampa þegar Ihann kom í krapavatnið, sem veldur því að tiltölulega lítið af óþverranum kemst niður í sjálf lungun og einnig skemmast heila- frumux'nar seinna í miklum kulda. Drengurinn er ennþá, þegar þetta er skrifað (28. des.) á sjúkrahúsinu og virðist orðinn hinn sprækasti. Eins og menn geta séð af frá- sögn læknisins, má það teljast hreint kiaftaverk að takast skyldi að bjarga drengnum. Þetta slys er okkur öllum á- minning að huga vel að öllu okkar umhverfi og athuga hvort ekkert er þar sem getur valdið slysum, en sem auðvelt er úr að bæta. Það skal tekið fram, að þró sú, sem barnið datt í, hefur nú verið fyllt upp og stafar nú engum leng- ur hætta af henni. En það er með þetta eins og margt annað, að við trúum þvi ekki, að neitt muni gerast fyrr en slysið er orðið, og hefjumst þá fyrst 'handa. En betna er seint en aldrei. Og eins og ég sagði áðan, þetta slys ætti að verða okkur áminning að halda vöku okkar i þessum efnum. S. Þ.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.