Austurland


Austurland - 23.12.1974, Blaðsíða 18

Austurland - 23.12.1974, Blaðsíða 18
18 AUSTURLAND Jólin 1974. BARNAOPNAN Edda Snorra Sturlusonar seg- ir frá 'því. er Bors synir, Óðinn, Vili og Vé. drápu Ými jötiun, „fluttu í mitt Ginnungagap og gerðu af honum jörðina, af blóði hans sæinn og vötnin, jörðin var gör af holdinu. en björgin af beinunum. Grjót og urðir gerðu þeir af tönnum og jöxlnm og af þeim beinum er brotin voru“. „Tóku þeir og haus hans og gerðu þar af himin og settu hann upp yfir jörðina með fjórum sikautum, og undir hvert horn settu þeir dverg. Þeir heita svo: Austri, Vestri, Norðri, Suðri“. ,.Og þá er þeir gengu með sæv- arströndu, Borssynir, fundu ekki komið með þau. Þá varð drottinn reiður og sagði. að fyrst þau ættu að vera hulin fyrir sér, þá skyldu þau og afkomendur þeirra vera hulin fyrir mönnutn og búa í steinum og hólum. Mennskir menn eru aftur af- komendur þeirra barna sem Adam og Eva áttu saman eftir að hin börn þeirra höfðu verið rekin úr mannlegu félagi. Skrattinn og þrír djöflar hans Einu sinni sendi f jandinn burt Kötturínn Djöfullinn vildi ekki verða minni en guð. fór til og ætlaði að skapa 'mann. En sú tilraun fórst honum ekki höndulega, því í staðinn fyrir að skapa mann varð kötturinn úr því og þó vantaði á hann skinnið. Sankti- Pétur aumkaðist þá yfir þessa sköpun og skapaði skinnið á köttinn, sem hér segir: Skrattinn fór aö skapa mann, skinnlaus köttur varð úr því, helgi Pétur hjálpa vann, húðina færði dýrið í. Ólafsson kallar þá sæfólk. En það var þeim lagt til líbnar að þeir skyldu ko'mast úr selshöm- unum á Jónsmessunótt, aðrir segja á þrettánda dags nótt jóla, enda fara þeir þá á land og taka á sig mannsmynd, syngja og dansa sem mennskir menn. Óskabjöm Óskabjörn var forðum sá versti illfiskur í sjó. og ætlaði eitt sinn að gnainda sankti Pétri, en sankti Pétur kastaði í kjaft hans vaðsteini sínum og sagði að hann skyldi verða hið vesæl- asta kvikindi í sjó og skríða á sporði annama fiska. Sköpun heimsins þeir tré tvö og tóku upp trén og sköpuðu af menn • • • Hét karÞ maðuninn Askur, en konan Embla“. Þjóðtrúin hefur að geyma margvísleg dæmi um viðleitni heiðinna hugmynda til að gánga aftur og samlagasit yngra sáð. Óðinn verður á tímabili hinn sarni og Satan; í goðfræðinni ræðir um skipið Naglfar sem losnar í ragnarökum og er gert af nöglum dauðra manna, og því skyldi engi maður deyja með óskornum nöglum, en þetta á hliðstæðu eða arf í þjóðtrúnni þar sem djöfullinn er sagður nota neglur manna í skip sitt, séu þær skomar heilar; og í stað Austra. Vestra, Norðra og Suðra koma veðureinglar fjórir. Og hvað sem annars leið lög- boðnurn kenningum Mósebókar um sköpun ljóss, festingar jarðar, fénaðar og manns, um skilningstré góðs og ills og rif úr mannsins síðu, var þjóðtrúin gevinlega reiðubúin að bæta þar um einstök atriði samkvæmt al- þýðlegum og jafmvel bamsleg- um skilningi eða skýringu. Á svipaða lund og Þór 1 fymdinni gerði laxinn afturmjóan með því að kreista Loka í laxalíki, eiga helgir menn og trúarhetjur eða Satan sjálfur drjúgan þátt í sköpun heiimsins eftir að al- mættið mótaði hann í öndverðu. Uppruni huldufólks Þá er Adiam og Eva voru í ald- ingarðinum Eden, þá átu þau af skilningstrénu góðs og ills og urðu þess þá vör. að þau sjálf og börn þeirra voru nakin. Þá er skaparinn kom til þeirra í næsta skipti á ef’tir, skýldu þau sér með fíkjuviðariblöðum, en földu börn sín. Drottinn spurði eftir þeim, en hjónin svöruðu, að þau væru nakin og hefðu þau því þrjá djöfla þess erindis að sfcemma mannkynið. Þeir eru um ár í burtvistinni og koma aftur til skolla á vetrardaginn fyrsta. Fjandi fagnar þeim vel og spyr tíðinda. Verður einn fyrir svörum sá er mestur þótt- isf og segjsit hafa kennt alþýðu að ljúga. Annar sem taldi sig næstan hinum segir þá að harnn hafi kennt mönnum að stela. „Miklu góðu hafið þér til leiðar komið“, segir skratti. „En hvað gjörðir þú ómyndin þín?“ segir hann, þvi hann var minnstur talinn. „Það var nú ekki mikið, ég kom öllum heldri mönnum til að trúa að þú værir ekki til“. „Það var vel gjört og betur en hinir gjörðu, og skaltu hér eftir næstur mér teljast“. Mývatn — mývargur Þegar guð drottinn hafði skapað himin og jörð, virti hann það fyrir sér og sá að það var iharla gott. En köilski var ekki á því, honum sveið það hversu fagur heimurinn væri. Hann tók það ráð í reiði sinni að hann meig á móti sólinni og ætlaði að myrkva með því þennan dýrðar- depil sköpunarverksins. En ekki varð nú af því siamt. því úr migu kölska myndaðist Mývatn á Norðurl'andi, enda þykir það jafnan ljótt stöðuvatn, og þó mývargurinn er vatnið dregur án efa nafn af enn verri. og er hiann sannkallað kvalræði fyrir menn og málieysingja umhveirf- is vatnið.---- Þessi meinvættur hefur þótt svo mikiU ófögnuður og illur að menn hafa ekki getað ímyndað sér að guð hafi skapað mýflug- una sem gjörir svo mikið mein af sér, heldur hafi hún kviknað í slkegginu á kölsiba og því er mý- bitið kallað „skegglýsnar skrattans“. Enda er skinnið hið eina sem þykir nýtandi af kettinum. Rauðmaginn, grásleppan marglyttan Einu sinni gekk Kristur með sjó fram og var sankti Pétur með honum. Kristur hrækti í sjóinn og af því varð rauð- maginn. Þá hrækti líka sankti Pétur í sjóinn og af því varð grásleppan. Djöfullinn gekk á eftir þeim með sjónum. Hann sá þetta og vildi nú ekki verða minnstur. Hann hrækti því í sjó ihn og af því varð tnarglyttan. Ýsan Einu sinni ætlaði fjandinn að veiða fisk úr sjó. Þreifaði hann þá fyrir sér og varð fyrir honum ýsa. Hann tók undir eyruggana, og sér þar enn svartan blett á ýsunni. En ýsan tók viðbragð mikið og rann úr hendinni á fjanda og er þar nú rákin svört eftir siem neglurnar runnu. Selur Frá uppruna selsins er svo sagt að þegar Faraó Egypta- landskonungur veitti Móse og Gyðingum eftirför yfir Rauða- hafið og drukknaði þar með öllu liði sínu sem kunnugt er úr biblíunni. varð konungur og all- ir liðsmenn hans að selum, og því eru beinin í selnum svo lík mannsbeinum. Síðan lifa selirn- ir sem sérstök kynslóð á marar- botni, en hafa alla mannlega mynd, eðli og eiginlegleika inn- an í selshömunum. Eggert Kolinn Einhverju sinni gekk María Jesúmóðir með sjávarströndu og sá hvar lifandi koli lá í fjör- unni. Hún mælti þá: „Þar li’gg- ur þú, fagur fiskur ó sandi,“ en er hún mælti þetta þá skekbti koiinn til munninn á móti henni. Þá mælti hún: „Það læt ég u'm mælt að þú sért jafnan munnljótur héðan í frá“. Og því er kolinn æ síðan munnófríður. Rjúpan Einu sinni boðaði María mey alla fuglana á fund sinn. Þegar þeir komu þangað skipaði hún þeim að vaða bál. Fuglamir vissu að hún var himna drottn- ing og mikils megnandi. Þeir þorðu 'því ekki annað en hlíða boði hennar og banni og stukku þegar allir út í eldinn og í gegn- um hann nema rjúpan. En er þeir komu í gegnum eldinn voru allir fætumir á þeim fiðurlausir og sviðnir inn að skinni og svo hafa þeir verið síðan allt til þessa dags, og hlutu þeir það af því að vaða bálið fyrir Maríu. En ekki fór betur fyrir rjúpunni sem var sú eina fuglategund sem þrjóskaðist við að vaða eld- inn, því María reiddist henni og lagði það á hana að hún skyldi verða allra fugla meinlausust og varnarlausust, en undireins svo ofsótt að hún ætti sér ávallt ótta vonir nema á ’hivítasunnu, og skvldi fálkinn sem fyrir önd- verðu átti að hafa verið bróðir- hennar ævinlega ofsækja hana og drepa og lifa á holdi hennar. En þó lagði María mey rjúpunni' þá líkn að hún sikyldi mega skipta litum eftir árstímunum og verða al'hvít á vetrum en mó- grá á sumrum svo fálkinn gæti því síður deilt hana frá snjónum WVWVWVW\A'VAWWWWW\\ WWVVVWVW A W VU \ \ VVVVV VV\\\VV,VVA/VVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVV Þorsteinn fró Hamri, tók saman /VWWVWWVWVWWWWWWWWVWVWVWVWWWWWWVWWWWWWVWWWWWWWWWWWV

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.