Austurland - 23.12.1974, Blaðsíða 9
Neskaupstað 13. desember 1974.
AUSTUELiND
9
að þeir fáu menn_ sem stund-
uðu verkamannavininu einvörð-
ungu, væru atvinnulausir hálft
árið. Það var helst að snöp vseru
þegar skip komu og þá einkum
kola- og saltskip. og þegar taka
þurfti ís og snjó handa íshús-
unum. Og svo var nokkurra
’mánaða sumarvinna fyrir nokik-
um hóp manna i Fóðurmjöis-
verksmiðj unni. Og þetta var
löngu fyrir tíma atvinnuleysis-
trygginganna.
Ég held að stærstur hlufi
vinnandi m'anna hafi verið hlut-
armenn við báta, landmenn og
sjómenn, og margir stunduðu
róðra á eigin trillum. Árabát-
arnir munu hafa verið búnir að
syngja sitt sáðasta vers þegar
ég kom.
Iilutarmenn voru litlu eða
engu þetur settir en tímavinnu-
’menn og svipuðu máli gegndi
um útgerðarmenn, þó að þeir
hefðu að sumu leyti betri að-
stöðu. Fiskverðið féll niður úr
öllu valdi og ef við sfeppum
'þeim mismun. sem er á verð-
gildi peninga nú og þá, var
skippundið af fulliverkuðum
labra ekki mikið hærra en eitt
kíló af þorski slægðum með
haus, er nú.
Hér við bætist að iiskur
varð næstum óseljanlegur og
menn urðu kannski að bíða með
hann í pakkhúsum árlangt áð-
ur en hann aeldist. Allan þenn-
an tíma máttu sjómenn bíða
eftir Ikaupi sínu. Þeir fleyttu sér
áfram á lánsviðskiptum, fengu
úttekt gegn því að borga hana
þegar fiskurinn fengist greiddur
og eitthvað fengu þeir greitt í
peningum. Hætt er við að mis-
brestur hafi á því orðið, að
kaupmenn fengju alillt sitt.
Kauptrygginig var þá óþekkt
og satt að segja fundust manni
það bálfgerðir loftkastalar þeg-
ar norðlenskir sjómenn hófu
þanáttu fyrir kauptryggingu.
Það var algengt að menn kæmu
af vertíð með skuld á baki, ef
eitthvað fór úrskeiðds með affla-
brögð. Það var ekki sársauka-
laust fyrir hrausta sjómenn að
koma heim til allslausrar fjöl-'
skyldu með tvær hendur tórnar
eftir ’margra mánaða strit á sjó
og landi.
Lægsta árskaup, sem ég man
til að hafa haft, var 700 krónur.
Ef við reynum að gera okkur
grein fyrir hvað þetta er mik-
ið fé miðað við okkar tíma má
kannski hafa í huga að verka-
mannakaup hefur um það bil
200 faldast á þessu árabili.
Mælt á þá mælistiku svarar
þetta til, að ég hafi haft 140
þúsund króna árstekjur.
Margir léttu sér lífsbaráttuna
með því að reka smábúskap,
höfðu kindur og kýr og ræktuðu
kartöflur til heimilsnota.
Þeir, sem unnu á bátunum og
yið þá höfðu miklu 'meira fyrir
stafni en tímavinnumenn, því
ekki var skilist við aflann fyrr
en um borð í skipi, sem flutti
'hann til útlanda. Oftast held ég
að 7—8 manns hafi verið hlutar-
menn við báta af algengustu
stærð. Þeasir menn beittu lín-
una, reru. gerðu að, vöskuðu
fiskinn, þurrkuðu, pökkuðu og
skipuðu út. Auk þess dyttuðu
þeir að bát og veiðarfærum,
settu upp línu, hnýttu á tauma
og svo framvegis. Auk hluta-
manna voru oft konur mð
línuvinnu og fiskþvott upp á
akkorð og fiskþurrkun í tí'ma-
vinnu. Börn unnu og mikið að
því að stofcka upp og þurrka
fisk.
Fátækt var auðvitað gífurleg
á kreppuárunum og siveitar-
þyngsil mjög miikil. Þetta var
mjög erfitt tímabil fyrir bæinn,
því breiðu bökin til iað bera út-
svörin voru fá og alls ekki
breið.
— En þú mátt ekki gleyma
því að segja frá hvernig ykkur
vegnaði.
— Nú, er ég ekki al’ltaf að
því. Okkur hefur sjálfsagt ekki
vegnað betur eða verr en al-
mennt gerðist. Við systkinin
vorum samhent um að fleyta
heimilinu áfram. Tveir eQdri
bræður mínir, Sigursveinn og
Ingólfur, fóru strax að vinna
við sjóinn og urðu mjög ungir
fullgildir hlutai'menn. Óljóst
man ég hvað Sigga gerði, en
áreiðanlega hefur hún ekki ver-
ið iðjulaus og í hennar hlut hef-
ur komið að hjálpa móður sinni
við heimilshaldið. Þar hefur oft
þurft að taka til hendi með
fjóra jarðvöðla á heimilinu.
Þórður. yngsita systkinið, var
ekki hár í loftinu þegar hann
fór að stokka upp og beita.
Gekk hann að þeim verkum
með þeim ærslum. sem enn í
dag einkenna öll hans vinnu-
brögð.
Aðal keppikeflið var að kom-
ast hjá sveit. Það var skrambi
erfitt um tíma og stundu'm var
búið að áfcveða að segja sig til
sveitar daginn eftir. Önnur úr-
ræði voru þá ekki sjáanleg. En
einhvernveginn fórst þetta alit-
af fyrir og .a'ldrei voru þessi
þungu spor s'tigin.
Ekki held ég að við höfum
nokkru sinni liðið skort. En við-
urværið þætti ákaflega fábreytt
nú á dögum. Uppistaðan í fæð-
unni var auðvitað fiskur, sem
aldrei var keyptur. Smjör sást
ekki, smjörlíki var aðailfeitmet-
ið. Kjöt var sjaldan á borðum.
Jafnan var þó reynt að hafa það
á sunnudögum, en tros var oft-
ast á borðum sex daga vikunn-
ar, stundum sjö.
Við komum með kú sunnan
af Strönd og áttum hana utn
tíma. Við vorum því sæmilega
sett með mjólk fyrst í stað. Eft-
ir að kúnni var fargað, var sá
mjólkurdreitill. sem ekki varð
hjá fcomist að kaupa. fenginn
hér í bænum, en þá voru hér
á anmað hundrað kýr en er nú
engin.
Eins og ég vék að áðan voru
tryggingabætur vegna ástæðna,
sem móðir mín var í, ekki upp
teknar. Hefðu þær þá verið
eitthvað í liKÍngu við það sem
nú er að kaupmætti, hefðum
við verið ’mjög vel sett, því kröf
urnar voru svo litlar og tæki-
færin til að eyða pemngunum í
vitleysu svo fá. þó að tilhneig-
img hafi verið í þá átt. En við
urðum að bjargast af aflafé
mo'kkurra krakka.
Þegar líða tók á fjórða ára-
tug aldarimnar fór hagur okkar
að skána. bæði vegna þess, að
við komumst til þroska og svo
tók hin þunga mara kreppunnar
ögn að víkja.
Þessi ár, kreppuárin, voru sá
tími, sem ég fyrst og fremst
mótaðist á. Af eigin raun kynnt
ist ég þegar í æsku lífskjörum
öreiga manna. Það var því í
fyllsta máta eðlilegt og kom
eins og af sjálfu sér, að ég
þegar í upphafi tæki mér stöðu
í fylkingu vinstri manna. þeirra,
sem igerðu sér ljósa undirrót
þjóðfélagsran'glætisins og ’mis-
réttisins og vildu fjarlægja
meinið með skurðaðgerð. ef önn
ur ráð ekki dygðu. Og skoðana-
lega stend ég enn í sömu spor-
um að því er grundvaillaratriði
snertir.
Veit lítið um margt
— En var skólagöngu þinni
lokið með unglingaskólanum?
— Já. nema ef telja skal
mótorniáms'keið, sem óg fór á
1932.
— Stóð hugur þinn ekki til I
frekari mennta?
— Efcki er fyrir það að synja.
— En þér hafa verið allar leið
ir lokaðar.
— Ekki segi ég það nú kann-
ski. Ég hefði líklega, eins og
margir aðrir snauðir unglingar,
getað brotist áfram til einhverr-
ar menntunar. En kringumisitæð-
urnar voru þær, að frá barns-
aldri varð ég að teljast aðalfyr-
irvinna og ábyrgðarmaður heim
ilisins þótt bræður mínir ættu
það eftir að skjóta mér ref fyrir
rass hvað tekjur snerti. Ef ég
hefði reynt að halda áfram
niámi, hefði ég brugðist þeim
siðferðilegu skyldum sem mér
fannst á mér hvíla. Ég hlaut að
skilja móður mína og systkini
eftir í súpunni. Það kom aldrei
til greina. Ég held að samá-
byrgðin hafi alltaf verið rík í
fjölskyldunni og yfirleitt held
ég að fjölskyldubönd hafi ver-
ið traustari þá en nú, og að börn
hafi talið sig sfculdbundnari
sínum nánustu.
Ég veit ekki hvort harma skal
ihv-e stutt varð í minni skóla-
göngu. Ég held ég ihefði ekki
viljað verða embættismaður
ék'ki sýslumaður, ekki læknir
og jsíst af öllu prestur, enda
gæti ég ekki tónað! Ekki held-
ur kennari. Ég hef jafnan lagt
mikla stund á lestur og hann
verið^ mín helsta tómstunda-
iðja. Ég tel mig því ebki ómenn-t
aðan þótt ekki sé ég langskóla-
genginn. En þessi sjálfsmennt-
u-n hefur verið alveg óskipufeig
og ekki beinst meðvitað að
neinu sérs'töku, þótt ósjálifrátt
hafi ég lagt meiri rækt við eina
greiin en aðra. Sérstaka ánægju
hef ég haflt af sö'gulegum efn-
um. jarðfræði, fornfræði og
'mannfræði ef lesitrarefnið er
það alþýðlega framsett, að ó-
lærður maður fái notið þess.
Um sérfræðinga he-fur verið
sagt, að þeir viti margt u-m fátt,
en um mig má kannski segja
að ég viti flátt um margt.
Sjómennskan
— En hvernig var atvinnu
þinni háttað?
— Hún var eingiöngu bundin
við sjói-nn. Best gæti ég t-niað,
að þangað til í fyrra sumar
hafi ég samanlagt ekki unnið
lengur en tvær vikur í tíma-
vin-nu, þar af eiina vifcu í hálf-
gerðri aitvinnubótavinnu við að
safna möl í steypuna í steypta
gejnninn utaihi við fiskvinnsiu-
stöðina.
Ég var hjá Níelsi við Snorra
sumarið 1930 landmað-ur en reri
þó allmikið. Sjálfur var Níefe
formaðuir og va-r þe-ttia síðasta
sumarið. sem hann -gferði út.
Næsta sumar var ég ein-nig á
Snorr-a, en þá var hann gerður
út af fjórum -mönnum, Birni
Ingvarsisyni, sem va-r formaður,
Sigurjóni Kristjánssyni, Jó-
hanni Eyjólfsisyni og Kristni
Guðnia-syni frá Hafranesi.
Það -mun hafa verið veturinn
1932 að óg brá á það ráð að fara
á Hornafjarðarvertíð. Réði ég
mig á Höfrunginn til Jakobs á
Strönd. Sjálfsagt hefur vinskap-
ur okkar Ásmúindar sjonar
Jakobs og góð kynni mín af
Strandarbeimilinu orðið til þess
að ég fór á Höfrun'ginn en ekki
einhvern bát annan. Hjá Jakobi
var ég í nokkur ár. bæði á
Hornafirði og hér hei’rna á sumr-
um. Ég nenni ekki að rekja
þessa sögu n-ákvæmfe-gia. e-n ég
var enn nokkui’ ár með Bimi
Ingvarsisyni á Snorra og Gauta.
Kunni ég mjög vel við þessa
menn báða, þótt þeir væru eins
ólíkir o-g verða mátti, annar ró-
lyndur og skipti sjaldan skapi,
en hinn eins og funi og brást
við heiftarle-ga, ef honum þótti
gen-gið á rétt sinn.
Síðast var ég á . Hoirnafirði
1945 og þá á Þráni Ölv-ers Guð-
mundssonar, sem skömmu
seinna var seldur til Færeyja.
Fáeina vetu-r á stríðisárunum
var ég ekki á Hornafirði. var
þá á dragnótabáti. Ég hef ekki
tölu á Hornafjarðarvertíðunum
mínum. Sennileg-a hef ég verið
þar 10 eða 11 vertíðir.
Jakob á Strönd hél-t þeim sið,
að fara tneð sjóferðabæn fyrir
íhvern róður. Þega-r komið var
út að Uxav-ogstaniga tók bann
niðu-r húfupottliokið siitt og fóir
með bænina með sjálfum sér.
Einskis krafðist hann af ofcbur.