Austurland - 25.10.1975, Side 2
2
AUST URLAND
Neskaupstað, 25. október 1975.
^USTURLAND
Útgefandi:
Kjördœmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi
Ritstjóri: Bjarni Þórðarson.
NESPRENT
WVVV\\A/V\VWWWVVVVVVVVVVVVVAA/V\ VV\W \ VV\VWWWVVWVW/YA V WWVWVWWW V WVW VV VV V vwvv
Eins og stefnulaust rekald
Gengi ríkisstj órnarinnar meðal landsmanna fellur dag frá
degi Það er eins og hún hafi eikki fastmótaða stefnu í nokkru máli
Afleiðing þessa stefnuleysis er upplausn og stjómleysi á öllum
sviðum. Ekki verður þvi þó við borið, að hún hafi ekki þingstyrk
til að koma sínum málum fram, því þingmeirihluti hennar er
mjög sterkur. En það hrekkur ekki til þegar stjórnendur vitla ekki
hvert skal halda.
Vinstri stjórnin lagði mest kapp á það í atvinnumálum, að efla
atvinnuvegina um land allt. Það tókst með þeim ágætum, að síðan
hefur verið full atvinna nokkurn veginn alls staðar. Það sem
íhaldsstjómin telur sér helst til ágætis er, að tekist hafi að halda
uppi fullri vinnu. En hið góða atvinnuástand er ekki árangur af
starfi íhaldsstjómarinnar, heldur nýtur þjóðin nú arðsins af at-
vinnumálastefnu vinstri stjómarinnar. Ef hún hefði aldrei komið
til framikvaamda, væri nú geigvænlegt atvinnuleysi um land allt,
nema á Suðvesturlandi, þar sem ríkisstjórnin stendur fyrir stór-
felldum framkvæmdum á vegum erlends hervalds og auðvalds.
Ef ekki nyti nú við verka vinstri stjórnarinnar, stæðu nú yfir
miklir fólksfiutningar úti um allt land til Faxaflóasvæðisins.
íhaldsstjórnin tók þveröfuga stefnu við þá, sem vinstri stjóm-
in fylgdi í atvinum!álum. Byggðastefna hennar birtist í því að
draga sem mest úr uppbyggingu úti um land, en margfalda í þess
stað hemaðarframkvæmdir og framkvæmdir erlends auðhrings
syðra.
Dæmi um stefnuleysi ríkisstjórnarinnar er, að nú situr íslensk
sendinefnd í Lundúnum og ræðir við ensk stjórnvöld um íslensk
Landhelgismlál, án þess, að ríkisstjómin hafi nokkra fastmótaða
stefnu í samningamálunum, en einstakir ráðherrar hafa ótvírætt
gefið í skyn, að þeir séu til viðtals um að leyfa útlendingum veiðar
á okkar yfirráðasvæði, jafnvel innan 50 mílnanna, þrátt fyrir hið
alvarlega ástand fiskistofnanna.
í efnahagsmálum ríkir óðaverðbólga og algjört stjómleysi.
Mestur hluti verðbólgunnar stafar af beinum aðgerðum stjórnar-
innar, gengisfellingu og hækkun óbeinna skatta. Ríkisstjóm-
in virðist ebki vita sitt rjúkandi ráð og enga hugmynd hafa um
hvernig kveða skal niður þann draug, sem hún hefur upp vakið.
Og sýnilegt er, að enn vex vandinn. Launastéttimar þola ekki
lengur þá kjaraskerðingu, sem þær hafa mótt sæta. En verkalýðs-
stéttin verður að gera sér það Ijóst, að kjarabaráttan verður að
hafa pólitískt innihald, ef nást á árangur til frambúðar. Verkalýð-
urinn verður að knýja fram breytta efnahagsmálastefnu. Eigi árang-
ur að nóst í viðureigninni við verðbólguna verður að skerða hlut
þeirra, sem græða mest á henni.
Þegar Ólafur Jóhannesson myndaði íihaldsstjómina afsökuðu
Framsóknarmenn það með því, að mynda yrði sterka stjóm til þess
að ná tökum á efnahagsmálunum. Þeir hafa búist við meiri órangri
af samvinnu við íhaldið en vinstri öflin.
Og hvemig hefur til tekist?
Eftir 14 mánaða íhaldsstjórn logar verðbólgueldurinn glaðar
en nokkru sinni. Stjórnleysd ríkir í efnahagsmálunum og ríkis-
stjórnin virðist ekki hafa hugmynd um 'hvernig afstýra skal stór-
slysi Kannski hefur hún ekki mikinn áhuga. Ástvinir hennar
margir raka saman auði í skjóli verðbólgunnar og kannski ber
„Frjálst og óháð dagblað“
Óvænt tíðindi gerðust i ís-
lenskri blaðaútgáfu á þessu
sumri, er hópurinn, sem stóð að
Vísi í Reykjiavík, klofnaði og
annar hlutinn hóf útgáfu Dag-
blaðsins, sem af sérstöku lítil-
læti nefnir sig „frjálst og óháð
dagblað“ sem að sjálfsögðu á að
vera gagnstætt því, sem er um
hin blöðin, er styðja tiltekna
stjórnmálaflokka.
Eitt sinn var sagt: „Segðu mér,
hverja þú umgengst, og ég skal
segja þér, hver þú ert“.
Þetta gamla máltæki á við um
hið nýja dagblað. Aðaleigendur
þess eru peningamenn úr innsta
hring Sjólfstæðisflokksins,
menn, sem síðustu mánuði hafa
verið ákaflega óánægðir með
stefnu og frammistöðu flokks
síns. Þessi óánægja kom upp á
yfirborðið í átökunum um Vísi.
Tveir hinna kunnustu að-
standenda hins „frjálsa og óháða
dagblaðs“ — fyrir utan ritstjór-
ann sjáifan, Jónas Kristjónsson
— þeir Albert Guðmundsson
alþm. og Sveinn (,,Springer“)
Eyjólfsson, fyrrv. framkvæmda-
stjóri Vísis, eru báðir halastjörn-
’ur, sem skotið hefur upp á póli-
tískt himinhvolf Sjálfstœðis-
flokksins síðustu árin. Þeir til-
heyra báðir verslunararmi
flokksins.
Saga Alberts er alþjóð kunn,
því hann er einn fárra, ungra
íslendinga, sem bók hefur verið
skrifuð um. Það gerði enginn
minni en ihinn gamli kennari
hans, Jónas frá Hriflu. Albert
varði tekj’um sínum af því að
stunda knattspyrnu sem atvinnu
maður til þess að leggja grunn-
inn að heildverslun, sem hann
hefur vafalaust rekið með góð-
um árangri af alkunnum dugn-
aði sínum. Síðan Albert kom á
þing, hefur hann verið fremsti
talsmaður í þingliði flokksins
fyrir óheftu einstaklingsfram-
taki, en telur ílokkinn með for-
ystu síðustu áratuga orðinn hólf-
gerðan krataflokk.
Sveinn R. Eyjólfsson kom
fram d sviðsljósið í viðskipta- og
biaðaheimi íslendinga, er hann
varð framkvæmdastjóri Vísis og
hafði um það forgöngu, að
Reykjavíkurdagblöðin — önnur
en Morgunblaðið — sameinuðust
um offsetprentsmiðju. Eins og
kunnugt er, bar þetta framtak
hans 'góðan árangur. í framhaldi
af þessu gerði hann og einhverjir
félagar hans tilraun til þess að
ná undir sig Alþýðublaðinu og
hengja það aftan í Vísi, en sú
atlaga mistókst. En fyrir þetta
gófu gárungaT Sveini viðurnefn-
ið „Springer“, eftir þýska blaða-
kónginum Axel Springer, sem
á blaðakeðju í Vestur-Þýska-
landi.
Nú er helst að sjá, að tilraun-
in með Dagblaðið ætli að takast.
Þá vaknar spurningin: Er
Dagblaðið „frjálst og óhóð“?
Það eru ákafleiga fá blöð 1
heiminum, sem hægt er að kalla
frjáls, hvað þá óháð. Hins vegar
finnast þau óteljandi, sem hafa
þessi orð skráð undir heiti sínu.
Einstaka stórblöð eru kunn
stjórnin hag þeirra meir fyrir bjósti en -hagsmuni almennings og
þjóðarheildarinnar.
Ef Framsóknarmenn hafa meint eitthvað með því að þeir hafi
myndað íhaldsstjórnina til að ná tökum á efnahagsmálimum, ætti
þeim að vera það ljóst, lað það hefur gjörsamlega mistekist. Hefur
það raunar verið viðurkennt af formanni Framsóknarflokksins.
Þar með ætti grundvöllurinn undir stjórnarsamstarfinu að vera
brostinn. Þá lærdóma ætti Framsókarflokkurinn að geta dregiið af
þeirri staðreynd, að hann ryfi stjórnarsamstarfið. Mundi þá mörg-
um landanum, ekki síst Framsóknarmönnum, létta fyrir brjósti.
Eitt af því, sem íhaldið notaði hvað mest og með góðum árangri
gegn vinstri stjórninni var, að hún hefði tæmt alla sjóði. Þetta var
auðvitað blekking. Íhaldsstjómin hefur til þessa ausið af þeim
sjóðum, sem vinstri stjórnin lét eftix sig. En nú eru þeir þurr-
ausnir og stjómin stendur eins og þvara.
Þýðingarmesti árangur, sem náðst getur í þeWi kjarabaráttu,
sem framundan er, er gjörbreytt efnahagsstefna. Hverfa verður
frá þeirri hmnstefnu, sem íhaldsstjómin fylgir og taka aftur upp
þráðinn þar sem hann slitnaði við stjórnarskiptin. En það verður
ekki gert, nema íhaldsstjórnin víki fyrir nýrri vinstri stjóm.