Líf og list - 01.07.1951, Blaðsíða 2

Líf og list - 01.07.1951, Blaðsíða 2
Egill og mamma hans. ÞÓTT EGILL bóndi Skallagríms- son á Borg væri skáld gott og and- ans maður, var hann óneitanlega í aðra röndina barbari, sem ekki gat á sér setið nema fara öðru hverju í siglingar til þess að herja og drepa menn. Drepa, drepa, það voru hans ær og kýr í þessum ferðum. Þetta er ekki að undra, þegar litið er til þess uppeldis, sem hann fékk. Sjálf- ur segir hann í vísu, að móðir sín hafi mælt, þegar hann var barn, að hann skyldi fara brott með víkingum og höggva mann og annan. Vafalaust er slikt tilvalin aðferð til þess að búa til manndrápara. Fávíslegt væri að áfellast Egil og kerlinguna móður hans fyrir þetta, þau voru börn síns tíma, og tíminn var nú einu sinni svona. En langt er síðan vér íslendingar hættum að inn- prenta börnum vorum, að þau ættu að vaxa sig stór og sterk til þess að geta drepið menn. „Tristan háði bar- dagann við heiðinn hund“, var eitt sinn sungið með ekki lítilli aðdáun á Tristan, sem veitti mörgum „blóð- uga und á þeirra fund“, en nú höf- um vér lengi látið oss álíka fátt um hann og aðra manndrápara og talið sjálfsagt, að jafnvel heiðinn hundur ætti að fá að njóta lífs rétt eins og vér. Það var runnið oss í merg og bein, að manndráp væru ekki at- vinnuvegur handa íslendingum, og engum heilvita manni hefði til skamms tíma komið í hug að leggja þá mælistiku á manngildi nokkurs manns, hve duglegur hann væri að drepa menn. Samson og ofjarl hans. VÉR SKOPUMST oft að löndum vorum, sem í alvöru stæra sig af frá- bærleik alls, sem íslenzkt er — „mið- að við fólksfjölda". Þetta er þó ekk- ert nýtt, því að einhvers staðar í Biskupa sögum er grobbað af því, að eigi séu í öðrum löndum að jafn- miklum mannfjölda fleiri heilagir menn en á íslandi. Þrátt fyrir fá- eina mjög svo heilaga klerka mundi víst enginn geta sagt þetta með sanni um íslendinga nú á dögum, en fleira er matur en feitt ket. Miðað við fólksfjölda eigum vér nú stærstan liðsafla allra sameinuðu þjóðanna í kóresku styrjöldinni. Vér eigum þar tvo hermenn, annan úr Borgarnesi, og étrú hinn sé úr Skagafirði. Um Borgnesinginn kom ekki alls fyrir löngu grein í Tímanum. og lofaði blaðið hástöfum hinn mikla frama, er maður þessi hefði komizt til á skömmum tíma, taldi upp heiðurs- merki hans og gat þess með hrifn- ingu, hve honum hefði tekizt að út- rýma mörgum Kínverjum, og það var nú ekkert smáræði. Herdeild hans hafði á skömmum tíma 'drep- ið og tekið til fanga fjörutíu þúsund Kínverja, og skildist oss á Tímanum, að Borgnesingur vor og landi hefði átt mestan þátt í þessum stórglæsi- legu manndrápum, sem samsvara því, að teknir væru af lífi rösklega allir vinnufærir karlmenn á íslandi, þar á meðal allir vopnfærir menn í Borgarnesi og allir blaðamennirn- ir hjá Tímanum. Fjörutíu þúsund Kínverjar! Hví- líkur glæsibragur! í Dómarabókinni í gamla testamentinu er sagt frá manni, er Samson hét. Hann drap eitt þúsund Filista með einum asna- kjálka og hældist af í þessari vísu: Með asnakjálka hef ég gjörsam- lega flegið þá; með asnakjálka hef ég banað þús- und manns, enda verður ekki annað sagt en að þetta sé ákaflega góður árangur í manndrápum, því að asnakjálki er náttúrlega til muna ófullkomnara vopn en hríðskotabyssa. En stórkost- legur er þó sá munur, hve eftirtekj- an er meiri hjá Borgnesingi vorum í Kóreu. Samson hefur fundið sinn of- jarl, og hann er íslendingur. Hið góða blað Spegillinn mundi líklega segja við þetta tækifæri: „Þá var nú gaman að vera fslendingur“, og Tím- inn yrði ugglaust á sama máli. Tímanna tákn. EN SLEPPUM öllu gamni. Frétt sú, er Tíminn birti er vel fallin til þess að vekja oss til umhugsunar um, hvar vér stöndum. Ungur ís- lendingur fær köllun að gangá í her fjarskyldrar þjóðar, eignast þá hug- sjón að helga líf sitt vopnaviðskipt- um og blóðsúthellingum í fjarlægum heimsálfum. Hvað veldur? Er þá ekkert verkefni fyrir ungan efnileg- an mann á landi voru eða sjó? Vér íslendingar, sem höfðum fyrir mörg- um öldum slíðrað sverð vor og tal- ið oss til gildis, máske hið alls eina, sem vér höfum haft fram yfir aðra, sverði höfum vér aldrei brugðið nema oss til skammar. Og hvað kem- ur til, að blað íslenzkra bænda veg- samar með faguryrðum þann ein- kennilega íslendingsframa að hafa drepið fjörutíu þúsund Kínverja? Þykir Tímanum það meira um vert, að ungir íslendingar drepi fjörutíu þúsund Kínverja á fjarlægum ver- aldarskautum en að þeir reisi bú, rækti íslenzka mold, hafi margt í fjósi eða geri út báta og veiði fisk, eða, ef svo vill verkast, æfi íþróttir og ágæti sjálfa sig og þjóð vora á erlendum leikvöngum? Enginn má skilja orð vor svo, að vér álösum Borgnesingi vorum per- sónulega, hann mun vera vel af guði gerður, en barn síns tíma eins og Egill, og hefur aðhyllzt handverk, sem vér um sinn töldum ekki sam- boðið íslendingi. En hörmulegt tím- anna tákn er það, að íslenzkir blaða- menn ná varla andanum af hrifn- ingu, er þeir skýra frá stórkostlegum manndrápum, sem landi vor hefur tekið þátt í. Ekki er annað sýnna en Framh. á bls. 13 2 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.