Líf og list - 01.07.1951, Blaðsíða 3

Líf og list - 01.07.1951, Blaðsíða 3
RITSTJÓRI: Steingrimur Sigurðsson, Barmahlíð 49. Sími: 81248 LÍF og LIST TÍMARIT UM LISTIR OG MENNINGARMÁL Kemur út i byrjun hvers mánaðar. Árgangurinn kost- ar kr. 50.00. Simi: 81248 2. árgangur Reykjavík, júlí 1951 7. hefti TVÖ KELTNESK LJÓÐ Hermann Pálsson íslenzkaði Það vetrar pREGNIR cg færi Fnasar hjörtur. Hríðar að hausti. •Horfið sumar. Svalvindar sýla. Sól fer neðra skammförul, skinlaus. I í? 1 Skeflir sfijóa. Brúnn er burkni blöðumskorpinn. Gráar gæsir garga sáran. Flögra fuglar freðnum vængjum. Öndverða ístíð inni óg fregnir. (Irskt, 9. öld). FORNlRSK náttúriiljóð eru harla sérstœð og bera af sams konar kveð- skap á óðrum tungum frá fyrra hluta miðalda. Aðaleinkenni þeirra eru næm skynjun á fyrirbœrum náttúru, óblandin ást á fegurð hennar og yndisleik og listræn framsetning þess, er fyrir augu og eyru. ber. Fornírskum skáldum er tamp að lýsa náttúrunni á einfald- an hátt, bregða upp sýnum og skyndimyndum fyrir njótanda, sem verður að lesa sér heild úr þeim. Sérstók eru árstíðakvæði, sem tjá gleði höfundar við sumarkomu eða harm að haustnóttum. Smákvæði það, sem hér birtist, er hinn fegursti gimsteinn á frum- málinu; en þýðingin er vitanlega svipur hjá sjón. H. P. Næturkyrrð ÚMSÆL nóttin hnípir þögul, hjúpar Felhð rökkurklæði. Blundar sól í sævarbeði. Silfrar mám kyrra flæði. (Kymrískt, 18. öld). LÍF og LIST 3

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.