Líf og list - 01.07.1951, Blaðsíða 6

Líf og list - 01.07.1951, Blaðsíða 6
kunni að hjálpa, sagði hún. Eftir matinn sátum við um stund í biðsalnum, og hér sagði hún mér ýmislegt um það, hvernig suðurítalskir stórbænd- ur níddust á verkafólkinu sínu, hvernig þeir létu pískinn hvína á því, ef þeim mislíkaði við það, hvernig þetta fólk yrði að sætta sig við allt til að fá að lifa. En frásögnin var enn jafn hógvær og öfgalaus, eins og henni fyndist ánauðin og ill- mennskan jafn sjálfsö-gð og andrúmsloftið. Er ég spurði hana, hvað hún mundi dvelja hér lengi, og því hún héldi ekki strax áfram ferðinni, svaraði hún þessu: — Ég þarf að vinna mér inn farareyri, eða leggja upp gangandi. — Ég sef á bekk úti í garði í dag, og í kvöld tekur mig svo einhver, ef heppnin er með. Hann gefur mér peninga og kannski eitthvað að borða, og svo bíð ég þangað til ég á nóg fyrir farinu til Sviss. — Herra minn, svona er ég, — og þess vegna fannst löggæzlumönnum og landamæravörðum alltaf tilhlýðilegast að skjóta mér undan, þegar búið var. Annars mundu þeir hafa skotið mig, annars væri ég ekki á leiðinni heim, annars mundi öllu vera lokið fyrir löngu. — — Tókuð þér ekki eftir umsjónarmanninum í vagninum okkar, þessum með hvíta borðann um handlegginn? spurði hún. — Þessi, sem leit á farseðlana? anzaði ég. — Já, þessi, sem leit á farseðlana. Það var vin- ur minn, — og ég hafði engan farseðil. Hann fer ekki lengra..... Anna-María fylgdi mér á brautarstéttina, að lestinni, sem var á förum norður yfir Alpana, — norður og heim. Út um klefagluggann rétti ég henni aleigu mína í ítölsku fé, handfylli af seðl- um, andvirði örfárra króna. Hún leit þegjandi á sjóðinn. Að svo búnu gerði hún krossmark fyrir sér, og annað fyrir glugganum, þar sem ég stóð, og sagði í hálfum hljóðum: — Guðs heilaga móðir sé með yður, hvert sem þér farið, — og það stóðu tár í augunum. Kortið, sem ég minntist á, var frá þessari stúlku. Það var skrifað 1 Póllandi ,á afliðnu sumri 1946 og var á þessa leið: — Ég er komin heim. Mamma lifir. Faðir minn er ófundinn. Guð blessi yður. Anna-María DOROVISKY N TÓVEMBER. Kunningi minn býr í stóru timb- ' urhúsi við Stokkhólm. Það er fimm hæða hús utan í skógivaxini hæð, og sér vítt yfir. Það hrímaði í nótt og það stirnir á frostnál- arnar í snjónum. Niðri á víkinni er fólk á skaut- um og krakkar með sleða. Þaðan berast óp og glaðir hlátrar. Við ísröndina vagga litlir segl- bátar á blárri vökinni. Þetta er fólk morgundagsins, fólkið, sem á að erfa landið —■ og lifa hollara og hamingjusam- ara lífi en kynslóðin á undan, því að æskan á ævinlega allt í vonum og ljúfum draumum. Það eru tvennar svalir á íbúð kunningja míns, Aðrar snúa út að bakgarðinum og skóginum, — og þar er viðhorfið til lífsins annað. — Á þriðju hæð þessa húss búa gömul hjón, rúss- neskar flóttamanneskjur, og þau hafa verið þar jafn lengi og þeir, sem lengst hafa búið í húsinu muna til. Aldrei blanda þau geði við neinn, og það kynnist þeim enginn. Gamla konan, sem er 6 tágrönn og kvik á fæti, talar frönsku, bóndi henn- ar talar ekki neitt nema eitthvað, sem hún skil- ur. Um fortíð þeirra hafa myndazt ýmsar innan- húss þjóðsögur, en þar rekst allt á annars horn. Þau eru lifandi, og það er það eina, sem allir eru sammála um. Einstöku sinnum kemur gamall síð- skeggur, í svörtum kufli með stóran kross utan- klæða, að heimsækja þau. Aðrir gestir sjást þar ekki, og það kemur aldrei neinn að spyrja eftir þeim. Þau heita Dorovisky, herra og frú Dorov- isky, og skrifar það hver eins og honum sýnist af bréfum þeirra að dæma, — en það ber við, að pósturinn færir þeim bréf. Herra Dorovisky er mun eldri en frúin. Hann er vart undir áttræðu og farinn að kröftum. Hún gæti verið um sextug, varla mikið eldri. Það skil- ur það enginn, hvernig henni tekst að tosa bónda •sínum upp og niður stigana einu sinni á dag, en þetta gerir hún nú samt. Fyrst ber hún út stólinn, sækir síðan fullt fangið af teppum og púðum, og LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.