Austurland


Austurland - 09.03.1978, Blaðsíða 1

Austurland - 09.03.1978, Blaðsíða 1
ÆJSTURLAND MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDl 28. árgangur. Neskaupstað, 9. mars 1978. 10. tvlublað. Frá Austurlandi Auglýsingamóttaka blaðsins er á mánudögum kl. 13.00—17.00 í síma 7571, þess utan í síma 7136. Sigrún Þormóðsdóttir Félagsvist Félagsvist ABN fellur niður á morgun vegna árshátíðar Gagn- fræðaskólans. A B N Samningur um {jöMr- shóla í Neskaupstað Frétt frá samstarfsnefnd Samningur við mennta- málaráðuneytið Þau merku tíðindi gerðust í skóla- málum Austurlands 17. febrúar sl., að undirritaður var samningur milli menntamálaráðuneytisins og bæjar- stjórnar Neskaupstaðar um fram- haldsskóla í Neskaupstað. Það voru Vilhjálmur Hjálmarsson menta- málaráðherra og Logi Kristjánsson bæjarstjóri sem undirrituðu samn- inginn á skrifstofu ráðherra fyrir hönd samningsaðila. Samningur pessi kveður á um helstu J?ætti framhaldsnáms, sem að skuli stefnt í Neskaupstað, skipu- lag jæss í samræmdri heild innan i'jölbrautaskóla, stjórnun hans og tengsl við grunnskólann á staðnum. Einnig eru ákvæði um reksturs- kostnað og gert ráð fyrir sérstök- um samningi um kostnað vegna ný- bygginga í )>águ framhaldsnáms. L)m kostnað eru nú lögð til grund- vallar lög um fjöibrautaskóla, en vísað til breytinga sem gerðar kunna að verða á lögum um frámhalds- skólastigið, þar sem ýmsar breyt- ingar eru nú í athugun svo sem kunnugt er. Gert er ráð fyrir að nokkur bið verði á formlegri stofnun fjölbrauta- skóians, cn að hann taki til starfa ekki síðar cn lokið verði fyrsta áfanga nýbyggingar, sem byrjað var á sl. haust. Fram að þeim tíma verði eflt samstarf peirra, sem nú standa að framhaldsnámi í kaupstaðnum. Þar er um að ræða Iðnskóla Austur- lands, sem starfað hefur í Neskaup- stað frá árinu 1968 að telja og Gagn- fræðaskóiann, sem starfrækt hefur framhaldsdeildir síðan árið 1969. Aðdragandi málsins Byrjað var að fjalla um samvinnu þessara stofnana af viðkomandi skólanefndum á árinu 1972 og kom- ið á fót samstarfsnefnd þeirra, sem síðan hefur starfað. Skömmu síðar beitti menntamálaráðuneytið sér fyrir úttekt og áætlun varðandi framhaldsskólastigið á Austurlandi vegna undirbúnings að byggingu menntaskóla á Egilsstöðum í sam- vinnu við bygginganefnd hans og fleiri aðila. í skýrslu „Um skipan náms á framhaldsskólastigi á Aust- urlandi“, sem út kom haustið 1973, voru kynntar hugmyndir um sam- ræmt framhaldsnám, sem skipu- leggja mætti í skilgreindum náms- áföngum og byggja )>annig upp fjöl- ]?ættar námsbrautir. Bent var á marga kosti slíks fyrirkomulags fram yfir ríkjandi bekkja- og sér- skólakerfi, ekki síst fyrir dreifbýlið. Lögð var áhersla á slíka upp- byggingu framhaldsnámsins hér eystra og segir m. a. um ]>að í skýrslunni: „Gert er ráð fyrir, að framhalds- nám á Egilsstöðum og í Neskaup- stað verði skipulagslega ein heild með sameiginlegum kjarna í upp- hafi en greinist síðan og verka- skipting verði með |>eim hætti, að á Egilsstöðum verði sérhæfing á sviði bóklegrar kennslu, sem miðist eink- um við framhaldsnám á háskóla- stigi, cn í Neskaupstað verði lögð höfuðáhersla á iðn- og tæknimennt- un“. Jafnframt er aó því vikið í skýrsi- unni. að framhaldsnám sem tii greina kunni að koma á öðrum stöðum í fjórðungnum verði á sama hátt skipulagt innan ramma sam- ræmds fjölbrautaskóla. Samræmdur framhalds- skóli með verknámi Með hliðsjón af pessum stefnu- markandi hugmyndum hefur síðan verið unnið að undirbúningi fram- haldsnáms í Neskaupstað í sam- vinnu við menntamálaráðuneytið og með samstarfi skólanefnda Nes- kaupstaðar og Iðnskóla Austur- lands. Sá samningur sem bæjar- stjórn Neskaupstaðar og ráðuneytið nú hafa gert með sér hefur þannig verið lengi í deiglu, en hann er ákveðin staðfesting á að unnið skuli að uppbyggingu samræmds framhaldsskóla í Neskaupstað og innan hans verknámi í helstu iðn- greinum. Rétt ]>ykir að birta hér fyrstu grein samningsins: „í Neskaupstað starfi skóli fyrir nemendur á framhaldsskólastigi og sjái hann um allt nám far að lokn- um grunnskóla. Skólinn annist ]>á kennslu ofan grunnskóia, sem verið hefur í framhaldsdeildum gagn- fræðaskólans og verkefni Iðnskóla Austurlands og annað það nám á framhaldsskólastigi, sem hér er til- greint og ákveðið kann að verða, Fyrirhugað verksvið skólans er einkum eftirtaldar námsbrautir: a) Almcnn bóknámsbraut b) Viðskiptabraut c) Uppeldis- og hjúkrunarbraut d) lðn- og læknibrautir. Skal skólinn bjóða upp á kennslu á þessum brautum eða áföngum þeirra eftir J>ví sem ncmendafjöldi og aðrar aðstæður leyfa sbr. 5. gr. Stefnt skal að starfrækslu verknáms- skóla í málm og tréiðnum ]>egar aðstæður leyfa“. Núverandi staða framhalds- náms í Neskaupstað Allt frá stofnun Iðnskóla Aust- urlands hefur hann átt við veruleg húsnæðisvandkvæði að stríða. ítrek- aðar beiðnir um fjárveitingar til bygginga hafa ekki hlotið hljóm- grunn hjá fjárveitingavaldi. Sam- kvæmt lögum um iðnfræðslu er heimaaðila ætlað að leggja fram fjármagn til bygginga til jafns við ríkið. Lengst af hefur skólinn haft á leigu hluta bamaheimilisins en á síðastliðnu hausti var honum úthýst ]>aðan. Til áramóta fór kennsla fram í tilfallandi leiguhúsnæði en pá flutti skólinn í kjallara sjúkrahúss- inns, sem innréttaður hefur verið til bráðabirgða sem kennsluhúsnæði. Skólinn hefur haldið uppi kennslu fyrir samningsbundna iðnnema jafn- framt ]>ví að gegna hlutverki kjama- skóla iðnnáms á Austurlandi. Hug- myndir um starfrækslu verknáms- skóla hafa kafnað í fæðingu vegna fjárskorts. Haustið 1969 hófst starfræksla 5. bekkjar framhaldsdeilda gagn- fræðastigs við Gagnfræðaskólanna í Neskaupstað. Árið 1972 var hafin kennsla í I. bekk menntadeildar og haustið 1977 breytist framhaldsnám- ið í fjölbrautaform, ]>. e. sama skipu- lag og í fjölbrautaskólum. Sam- hliða )>eirri breytingu jókst fjöl- Framháld á 3. síðu. LOÐNAN Eftirfarandi upplýsingar um loðnumóttöku á Austfjarðahöfnum aflaði blaðið sér hjá Þórhalli Jónas- syni forstöðumanni útibúss Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins í Neskaupstað. Taflan sýnir móttök- una 7. mars sl. Vopnafjörður Seyðisfjörður, S.R. Seyðisfjörður, Hafsíld Neskaupstaður Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Breiðdalsvík Djúpavogur Hornafjörður 21.000 lestir 32.000 lestir 16.000 lestir 43.000 lestir 41.000 lestir 14.000 lestir 7.000 lestir 4.500 lestir 2.000 lestir 5.000 lestir 10.000 lestir Nú mun hrognafylling hrygnu vcra á bilinu 17—20% og mætti ]>ví búast við að farið yrði að frysta loðnuhrogn um næstu helgi. Þórhallur sagði að pær tilraunir scm gerðar hafa verið með fryst- ingu loðnunnar hafi gefist illa vegna mikillar átu í henni. — S. G. Og enn hshhar veri Ríkisstjórnin gerir }>að ekki enda- sleppt við ]>egna sína. Eftir að hafa lögfest ógildingu kjarasamninga og lækkað stórlega umsamin laun, gat hún aftur snúið sér af alefli að sinni sérkennilegu dýrlíðarbaráttu. Og nú dynja pær yfir verðhækkanirnar, sem eru bein afleiðing gengislækk- unarinnar og annarra dýrtíðarráð- stafana ríkisstjórnarinnar. Nýlega hækkaði verð á bensínlítra um 6 krónur og er |>að önnur stór- hækkunin frá áramótum. Aðrar olíuvörur hækkuðu tilsvarandi í verði svo sem olía til skipa, og ber sjálfsagt að líta á ]>að sem stuðning við útgerðina, og olía til húshitunar Iíklega til að jafna aðstöðumun ]>eirra, sem hita hús sín með olíu og hinna. sem geta hagnýtt jarð- varma. Og nú hafa nýjar verðhækkanir verið tilkynntar, í )>ctta sinn á bú- vörum. Dæmi: Nýmjólk hækkaði úr 114 í 131 kr. líter eða um nær 15%, skyr úr 245 í 269 kr. kg. eða um nær 10%, rjómi úr 218 í 243 kr. % líter. Þá hafa kartöflur verið hækkaðar í verði um 10,5%, kaffi um 15% og kostar pakkinn nú 580 kr. í stað 510 áður. Og gosdrykkir hækk- uðu um 21%. Og tilkynnt hefur verið að á næstu dögum verði auglýst verðhækkun á kjöti.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.