Austurland


Austurland - 09.03.1978, Blaðsíða 4

Austurland - 09.03.1978, Blaðsíða 4
4 AUSTtJRLAND Neskaupstað, 9. mars 1978. Frambjóðendur bafa orðið: Eiríkur Sigurðsson Hvað veldur vali okkar í kosning- unum í vor? Hvað veldur vali okkar í kosn- ingunum í vor. Það hljóta að vera stefnuskrár flokkanna og svo hvern- ig þeir hafa staðið við stefnu sína. Sósíalismi er víðtækt hugtak, en íslenskir sósíalistar hafa ekki fengið lækifæri til að sýna stefnu sína í verki, nema að mjög litlu leyti og á takmörkuðum sviðum. Þar hafa borgaraflokkarnir staðið í vegi. í dag er aðeins einn flokkur með sósíalíska stefnuskrá á íslandi og pó tveir aðrir flokkar kenni sig við samvinnu og alpýðu hafa Jæir aldrei náð þeim markmiðum sínum, sem upprunaleg hugsjón byggðist á, j>ar sem borgaraleg öfl náðu yfirhönd- inni í }>eim. Þess vegna getur íslensk alþýða ekki treyst á neinn flokk nema Alþýðubandalagið. Borgaraflokkarnir hafa sýnt }?að, að þeir eru jafn ófærir að stjórna pessu landi í dag og J>eir hafa verið undanfarna áratugi. Enginn sósíal- isti efast um að allir landsmenn gætu lifað hér á landi án þess fjár- málamisréttis og öngþveitis sem hór ríkir og allt er sprottið af sömu rótum, p. e. hins kapítalíska þjóðfélags. fslensk alþýða verður að gera Alpýðubandalagið sem sterkast, því þeim mun meiri verða áhrif }>ess á stjórnmála)>róun hér- lendis. Eftir síðustu efnahagskollsteypu og hina gömlu íhaldshrossalækn- ingu hafa launpegasamtökin risið upp til varnar og almenningur mun standa saman um þær aðgerðir sem ákveðnar verða til sóknar og Jægar kosningar verða í vor vona ég að launafólk muni hverjir }>að voru sem gerðu pá sókn nauðsynlega. Framsóknarflokkurinn hefur löng- um haft mikil ítök í bændastétt landsins og ráðherra landbúnaðar- mála sl. sjö ár hefur verið úr hon- um. Þrátt fyrir |>etta er bóndinn á meðalbúinu lægst launaði launþeg- inn á landinu. Erfiðleikar á ýmsum sviðum landbúnaðar hafa gert J>að að verkum að hann hefur legið und- ir stöðugri gagnrýni óprúttinna rit- stjóra og meðreiðarsveina þeirra. Samt hefur framsóknarráðherrann ekki gert neinar pær aðgerðir sem bætt hafa stöðu landbúnaðarins, nema síður væri. Ég held að bændur verði að gera sér ljóst að peir standa í sömu spor- um og launþegar og verða að berj- ast með J>eim gegn ranglátu stjóm- arfari og þar með bættri eigin stöðu. Sameinumst í að bæta þjóðfélag okkar og styðjum }>ann eina flokk sem hefur sósíalíska stefnuskrá. Vopnafirði í lok febrúar. Eiríkur Sigurðsson Hafnargarðurinn ó Vopnafirði tekinn í notkun Nú er búið að taka nýja stálpils- garðinn á Vopnafirði í notkun. Mun hann gjörbreyta allri aðstöðu við höfnina á staðnum og aðstaða sjó- manna mun breytast mikið til bóta. Þó svo að farið sé að nota garðinn er ýmsu enn ólokið við þetta mann- virki. Eftir er að steypa ]>ekju og ganga frá honum endanlega, en skipin eru farin að leggjast upp að. Sem dæmi um )>að hversu nauðsyn- leg }>essi framkvæmd var má nefna að nú getur togarinn Brettingur legið við garðinn }>egar eitthvað er að veðri en áður þurfti hann að liggja úti á firði. Nú standa yfir framkvæmdir við smábátabryggju, sem byggð er við nýja garðinn. Mun tilkoma bryggj- unnar bæta mjög aðstöðu við smá- bátaútgerð á Vopnafirði. Gera Vopnfirðingar sér nú vonir um að fá annan togara, en }>að er alger forsenda J>ess að jöfn vinna geti orðið allt árið við fiskvinnslu á staðnum. — E.S./S.G. WVWWWWWWWVWWWWWWWVWWWVV'V' TIL SÖLU Borðstofuskenkur — Sjónvarp H.M.V. — Veggskápur. Upplýsingar í síma 7583, Neskaupst. WVW YWWVW VWWWVWVWWVWVVWVYWWv> VWWWYYWWV WWYWWWWW W VW VWW V YV\ TIL SÖLU Cortina XL 1600 árgerð 1974 ekinn 24 þúsund km, vel með far- inn. Útvarp fylgir. Upplýsingar í síma 7198, Neskaupst. Stefnnmark - frnmMir Alpýðubandalagið í Neskaupstað hefur frá upphafi haft pann hátt á fyrir kosningar til bæjarstjómar að gefa út stefnuskrá. Með )>ví hefur Al]>ýðubandalagið viljað gera bæjar- búum ljósa grein fyrir stefnumiðum sínum svo að þeir, sem vilja veita }>ví brautargengi í kosningum, þurfi ekki að vera í minnsta vafa um hvaða stefnu )>eir eru að velja. Stefnuskrá Al)>ýðubandalagsins hefur ekki verið einskorðuð við bæjarstjórnarmál í þröngum skiln- ingi, enda gera Alþýðubandalags- menn sér Ijóst, að bæjarmálin eru ekki einangrað fyrirbrigði, slitið úr tengslum við aðra )>ætti bæjarlífsins. Stefnuskrá og kosningaloforð eru sitt hvað. Stefnuskráin er leiðarljós ]>eirra, sem veljast til setu í bæjar- stjórn fyrir Alþýðubandalagið og |>eir taka mið af hermi í störfum sínum á kjörtímabilinu. Innantóm kosningaloforð eru allt annað og á )>eim hefur AI}>ýðubandalagið eng- an áhuga. Að venju gaf Alþýðubandalagið út stefnuskrá sína fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar. Vegna prentaraverkfalls var ekki unnt að gefa hana út í bæklingsformi, eins og tíðkast hefur, heldur kom hún út sem tveir fjórblöðungar. Nú er tími fyrir pá, sem hana eiga að taka hana fram, fletta henni og kanna hvernig til hefur tekist. f inngangi stefnuskrárinnar 1974 segir: „Hér er um cið rœða stejnuskrú Alþýðubandalagsins í málefnum Neskaupstaðar fram setta í stuttu mcili, en ekki kosningaloforð. Að þessum málum verður unnið eftir því sem styrkur flokksins og aðstœð- nr franuist leyfa. Önnur kosninga- loforð gefur Alþýðubandalagið ekki“. Þegar nú í lok kjörtímabilsins er litið til baka, sýnist mér full ástæða til að gleðjast yfir árangrinum. Þrátt fyrir }>ung áföll í byrjun kjörtíma- bilsins, sem leiddu af sér mikinn kostnaðarauka annars vegar og tekjumissi hins vegar, og prátt fyrir verðbólgubál íhaldsstjórnarinnar, hefur mörgu verið hrundið í fram- kvæmd, öðru komið langt á veg, en vissulega hefur sumt orðið að sitja á hakanum. í næstu blöðum er ætlunin að gera bæjarbúum nokkra grein fyrir ]>eim málefnum. sem unnið hefur verið að á kjörtímabilinu. Rifjað verður upp að hverju var stefnt og sýnt hvað hefur áunnist í hinum ýmsu málaflokkum svo sem fræðslu- málum, félagsmálum, atvinnumál- um, heilbrigðismálum og gatnagerð svo dæmi séu tekin. — Krjóh. „Og hér ríkir kyrrð í dögun" Þriðjudagskvöldið 14. mars verð- ur sovéska kvikmyndin „Og hér ríkir kyrrð í dögun“ sýnd í Egilsbúð í Neskaupstað. Er kvikmynd )>essi fengin til Neskaupstaðar frá MÍR, en hún var sýnd á sovéskri kvik- myndakynningu í Laugarásbíói haustið 1977 og hlaut pá mjög góða dóma gagnrýnenda. Kvikmyndin er gerð á árinu 1972 og er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Boris Vasiljéf. Er myndin með ensku tali og er leikstjóri hennar einn af viðurkenndustu leikstjórum Sovétríkjanna. Efni myndarinnar eru atburðir úr seinni heimsstyrjöldinni, en í )>eim hildarleik færði sovéska þjóðin miklar fómir. Sovétmenn }>ykja standa mjög framarlega í kvikmyndaiðnaði og er }>að kvikmyndaunnendum örugg- lega mjög hollt að kynna sér kvik- mvndagerð þeirra. i WWWWWYYWVWWW WW\ VVWWVWW \ \ \ \ V Ibúð óskast Óskum eftir að taka á leigu 2—3 herbergja íbúð. Upplýsingar gefa Hörður og Ásta í síma 7325, Neskaupstað. AVVW W W WW YW\ VYYVYYYW VYYYYYV WYWVWV WWWYVWWWWWWYWWWWWYWYWWWWWWWA VWWVYVWYWYWYVWWYYWWWYVWWY V> Árshátíð Mjófirðingafélagsins verður haldin í Egilsbúð laugardaginn 11. rnars og hefst kl. 20.00. — Félagsmenn komi með trogin kl. 17.00—18.00. Miðasala verðr föustudaginn 10. mars kl. 16.00—18.00 í Egils- búð. | NEFNDIN ^'^/'^^/WYVY'VVW/VVVVVVWV\WYYVWVVVVVY\VWVVVVVVYVWVVVYYVYVYlVVVVVWV\YWVVVWY\\V> WWVWWVVWWWWWVVWVWVWWWWWVWV

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.