Austurland


Austurland - 25.01.1979, Blaðsíða 2

Austurland - 25.01.1979, Blaðsíða 2
___________Austurland_________________________ Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Blaðnefnd: Ágúst Jónsson, Árni Þormóðsson, Bjarni Þórðar- son, Guðmundur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir s. 7571 — h. s. 7374. Auglýsingar og dreifing: Birna Geirsdóttir s. 757Í og 7454. Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað sími 7571. Prentun: Nesprent. Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Skjótra úrræða þörf vegna Hornafjarðarhafnar Það eru aivarlegir hlutir sem hafa gerst við Hornafjarð- arhöfn síðustu vikurnar. Innsiglingin inn í Höfnina hefur tekið gífurlegum breytingum til hins verra, svo illfært er stærri skipum og sigling fiskibáta þarf ítrustu aðgæslu við. Kunnugir telja að fullhlaðin loðnuskip muni eiga í erfiðleikum við að komast inn í höfnina að óbreyttum aðstæðum. Þetta ástand hefur skapast á síðustu vikum og krefst skjótra úrræða. Auk pessa hefur J?að verið á döfinni að endurbæta innri höfnina verulega. Þar er um að ræða dýpkun við löndunar- bryggju Ioðnuverksmiðjunnar og endurbyggingu á viðlegu- bryggju fyrir bátaflotann, en hún er að nokkrum hluta ónýt. Þessi tvö síðastnefndu atriði eru löngu kunn og leitað hefur verið til réttra aðila í Jæssu efni. Viðbrögð Vita- og hafnarmálastofnunarinnar hafa verið með eindæmum svifasein og fjárframlög ekki nægileg til að gera þama verulegt átak. Niðurskurðarpólitíkin er oft illskeytt við landsbyggðarfólkið. Vegna hinnar óvæntu uppákomu við innsiglinguna verður að grípa til skjótra úrræða og ætla til þess fjármagn svo dugi, Jmnnig að ekki skapist hér neyðarástand vegna hafnleysis. Þar kemur hafnarbótasjóður vel til greina. Ef ekkert gerist er það ljóst að loðnuvinnsla hér er í alvar- legri hættu á komandi vertíð og siglingar hingað kunna einnig að verða ótryggar. Þó takast megi að bægja frá mestu vandræðum við inn- siglinguna í höfnina nú á næstunni, sem við treystum á að verði gert, pá verður nú f>egar að hefja víðtækar rannsóknir varðandi innsiglinguna. Þessar rannsóknir þurfa að beinast að Homafjarðarósi og næsta nágrenni hans, jafnt utan fjarðar sem innan. Homafjarðarhöfn er ein mikilvægasta útflutnings og fiski- höfn landsins. Auk Jæss að vera lífæð byggðarlagsins, þjónar hún í vaxandi mæli bátum og skipum annarra staða, par sem fjöldi skipa Ieita par hafnar og Jjó einkum í sambandi við loðnu- og síldveiðar. Bæjarmálaráðið í Neskaupstað: Fundur kl. 8 á hverju miðvikudagskvöldi. Þorrablót ABN verður haldið í Egilsbúð laugardaginn 27. janúar og hefst kl. 20.00 stundvíslega. Gestir blótsins verða J>au Kristín Á. Ólafsdóttir og Böðvar Guðmundsson. — Trogunum þarf að skila milli kl. 4.30—6 e. h. — Góða skemmtun. Alþýðubandalagið „Glatt er í Glaumbœ" Fáir eru þeir menn hér austan- lands, sem leggja það fyrir sig, að skrifa bækur. Svo fáir eru þeir, að það þykir verulegum tíðindum sæta, ef út kemur bókarkver sam- ið af Austfirðingi enn búsettum á Austfjörðum. Ein er þó undantekning frá þess- ari reglu: Guðjón Sveinsson á Breiðdalsvík. Hann sendi rétt fyrir jólin frá sér tíundu bók sína, en hann hefur eingöngu lagt stund á AFMÆLI að skrifa bækur við hæfi barna og unglinga. Þessi nýja bók nefnist: „Glatt er í Glaumbæ“. Segir þar frá fjölskyldu, sem býr í sjávarþorpi en stundar landbúnað í hjáverk- um. Ættu höfundur að þekkja vel viðfangsefni sitt, því sjálfur býr hann í sjávarþorpi, en stundar jafnframt landbúnað. f bókinni segir frá daglegu amstri söguhetjanna og marghátt- uðum ævintýrum. Er frásögnin fjörleg og iífleg samtöl hressa mikið upp á söguna. Það voru síðustu öldur jóla- Fyrir nokkru var frá því skýrt að hætt yrði að birta hér í blað- inu að frumkvæði þess afmælis- fréttir. Þetta hefur mælst heldur illa fyrir og verður því þessari fréttaþjónustu fram haldið. Vel væri þegið ef menn utan Neskaup- staðar scndu afmælisfréttir og aðr- ar þvílíkar úr sínum byggðarlög- um. Ragnhciður Sverrisdóttir, hús- móðir, Egilsbraut 23 varð 70 ára 16 jan. — Hún fæddist hér í bæ og hefur jafnan átt hér heima. Stefán Höskuldsson, fyrrv. sjó- maður varð 75 ára í gær 17. jan. — Hann fæddist á Krossi á Beru- fjarðarströnd, en hefur átt hér heima síðan 1918. SKÁK Aðalfundur T. N. var nýlega haldinn. Stjórn félagsins skipa: Karl Hjelm, form., Eiríkur Karls- son, ritari, Einar S. Björnsson, gjaldkeri, Heimir Guðmundsson og Páll Baldursson, meðstjórnend- ur. ANDLAT Gísli Blómkvist, Seyðisfirði, lést aðfaranótt sunnudagsins 14. jan. Gjafir til Fjórðungs- sjúkrahússins Fyrir jólin bárust sjúkrahúsinu tvær veglegar gjafir. Sparisjóður Norðfjarðar gaf því litsjónvarpstæki, sem staðsett er í dagstofu á sjúkradeild. Þá gaf kona, sem ekki vill láta nafns síns getið, sjúkrahúsinu 100 þúsund krónur. Báðum þessum gefendum færi ég hér með alúðar þakkir fyrir þeirra veglegu gjafir. F. h. Fjórðungssjúkrahúss- ins Neskaupstað Stefán Þorleifsson Kommóður 4ra og 6 skúffu, álmur og eik, nýkomnar. VERSLUN HÖSKULDAR Hafnarbraut 15 — Sími 7132 Neskaupstað Kaupfélagið Fram auglýsir Munið ódýra gæðasmjörið í 5 kílóa kössunum. Að- eins 800 kr. kg — Takmarkaðar birgðir. Kaupfélagið FRAM Neskaupstað Austfirðingar - Héraðsbúar Fatahreinsunin að Selási 20, Egilsstöðum, er opin frá 9—12 og 13—17 mánudaga til föstudaga. Notið flugáætlunarferðir. Sæki og sendi á flugvöll. Sími á vinnustað 1385 og heima 1173. -— Reynið við- skiptin. FA TAHREINSUN SF. Björn Pálsson bókaflóðsins sem skoluðu þess- ari bók á fjörur lesenda. Er því hætt við að hún hafi komist í hendur miklu færri en ella. — B. Þ. Íþróttaíréttir Frjálsíþróttaráð Þróttar hefur, síðan í haust, gengist fyrir frjáls- íþróttatímum fyrir börn og ung- linga og hafa þessir tímar verið vel sóttir. Farið var í eina keppn- isför til Egilsstaða í desember og var sú för hin ánægjulegasta og keppendum til sóma. Athyglisverðasti árangurinn hvað Þrótt varðar var hástökk pilta 12 ára og yngri, en þar átti Sigfinnur Viggósson mjög góða tilraun við nýtt íslandsmet í þess- um aldursflokki, sem er 1,50 m. Fyrirhugað er að Sigfinnur keppi á fslandsmeistaramóti í þessari grein og þá í nafni U.f.A. 4. feb. n. k. Laugardaginn 27. jan. n. k. ætl- ar frjálsíþróttaráð Þróttar að gangast fyrir Þróttarmóti í frjáls- um íþróttum og er allt áhugafólk hvatt til að koma og hvetja krakk- ana til dáða. Mótið hefst kl. 13.50 e. h. Frjálsíþróttaráð Landsbankinn Framh. af 4. síðu. ar. Raflögn annaðist Tómas Zoéga rafvirkjameistari Nesk., pípulögn Sigurþór Valdimarsson og Jón Svanbjörnsson pípulagningarmeist arar, Nesk.,. Múrverk unnu þeir Guðjón Magnússon og Þorgeir Sigfinnsson, Nesk. og málningar- vinnu Hilmar Símonarson málara- meistari, Nesk. Af allri gerð hússins má sjá að til þess hefur verið vandað. Það lagar sig haganlega að um- hverfinu og innréttingar eru lífleg- ar og fallega hannaðar. Mesta athygli vekur þó líklega bráðgóðar steindar glermyndir eft- ir Leif Breiðfjörð, sem prýða glugg ana til ánægjuauka fyrir ytri sem innri umferð. Þær eru kringlóttar í formi og minna óneitanlega á hlutverk byggingarinnar þ. e. að meðhöndla krónuna. „Krónurnar" hans Leifs eru misstórar og innan kringlótta formsins gerast mismun- andi hlutir sem vert er að staldra við og skoða nánar. í boði sem haldið var í tilefni flutninganna sagði Helgi Bergs Landsbankastjóri m. a.: „Þetta hús er byggt fyrir Norð- Framh. af 4. síðu. firðinga til þess að gegna því hlut- verki að leggja lið hinu afar þýð- ingarmikla atvinnulífi staðarins og að greiða fyrir bankaviðskiptum Norðfirðinga, einstaklinga jafnt sem félaga. Það er okkur Lands- bankamönnum ánægjuefni, að geta um leið lagt fram lítinn skerf til fegrunar í vaxandi bæjarfélagi. Ekki má ljúka þessu máli, án þess að þakka ykkur Norðfirðing- um ágæta samvinnu við þessar framkvæmdir. Ég óska þess, Norðfirðingar, að samvinna ykkar og öll viðskipti við útibú Landsbankans hér í Nes- kaupstað, megi jafnan leiða til svo góðs og heillavænlegs árangurs fyrir alla, er hlut eiga að máli, sem raun hefur orðið nú, með byggingu þessari". Fjölmargir viðstaddra tóku til máls og sögðu frá mismunandi viðhorfum og viðskiptum við bankakerfið yfirleitt en allir þökk- uðu Landsbankanum fyrir framlag hans í Neskaupstað.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.