Austurland


Austurland - 25.01.1979, Blaðsíða 3

Austurland - 25.01.1979, Blaðsíða 3
Ur einu • • • Framh. af 4. sfðu. vík, en ekki austur á fjörðum. Enn rifjast upp sagan um Jón og séra Jón. Áramótaskaup blaðanna Skyidu margir leggja það á sig að lesa áramótalanghunda stjórn- málamanna í dagblöðum og lands- málablöðum? Stundum hvarflar satt að segja að mér, að sumar þessara greina séu skrifaðar í þeirri von og trú að svo sé ekki. Ég lagði það á mig um og eftir þessi áramót að pæla í gegnum nokkrar þeirra. Hvílíkar bók- menntir, drottinn minn! Auðvitað eru greinarnar mis- jafnar, en allar eiga þær það sam- eiginlegt að vera of langar. Fleiri og styttri greinar yrðu örugglega meira lesnar, ef það er þá tilgang- urinn. Áramótagrein Austra að þessu sinni er ágætt dæmi um hvernig svona grein á ekki að vera. Samkvæmt henni hefur ekkert gott verið gert á Austurlandi eða annarsstaðar nema undir forystu Framsóknar. Þar stendur: „ . . . hér (á Austurlandi) hefir Fram- sóknarflokkurinn unnið stærstan hlut á stjómmálasviðinu (?!) og átt mestan þátt í framvindu og uþpbyggingu á þessum áratug“. Hann var góður þessi! Samstarfsflokkarnir í ríkisstjóm- inni eru auðvitað ábyrgðarlausir auk þess sem þeir lugu kjósendur fulla fyrir kosningar og lofuðu gulli og grænum skógum. En Framsóknarmenn? Ekki aldeilis. Ósigurinn í kosningunum var að víSu stór og sár, en . . . „Við get- um þó huggað okkur við það, að við þurfum ekkert að taka aftur af því, sem við sögðum fyrir kosn- ingar.“ . . . Svona skemmtilegheit á Tómas þá til. Væri annars ekki ráð að hætta svona delluskrifum? Er það ekki mikil tímasóun þegar hópur greindra manna stritast löngum stundum á sjálfri jólahátíðinni við að kreista úr pennanum fram- leiðslu sem sárafáir lesa, flestum leiðist og engir trúa? — Krjóh. Kemur kolrnunna- veiðiskip? Framhald af 1. síðu. skoðunum hans um félagsrekstur, hló hann og sagði, að skoðanir hans í þeim efnum hefðu í engu breyst. í þessu tilfelli væri þetta spurning um að nota það lag sem nú virðist vera til þess að koma atvinnutæki í bæinn og nýta reynslu þeirra sem að þessu standa og sem þeir hafa aflað sér á kol- munnaveiðum undanfarin 2 ár og vilja gjarnan notfæra sér. „Síldar- vinnslan sem mörgum finnst að ætti að gera slík kaup, hefur nokk- ur forgangsverkefni sem gera henni það ókleift s. s. að endur- nýja Barða, endurnýja vélar í Berki og auka þróarrými bræðsl- unnar. Þetta eru allt verk sem verða að gerast áður en annað kemur til,“ sagði Magni að lok- um. Ljóst er að fullnægjandi rök eru fyrir kaupum þessa skips og ánægjulegt væri, að norðfirsk reynsla og áræðni yrði enn einu sinni íslenskum sjávarútvegi til góðs. — lóa Fró Happdrœtti Hóskólans Það er mjög áríðandi að vinningshafar framvtsi vinn- ingsmiðum, þegar vinningar eru sóttir. Miðar sem ekki eru endurnýjaðir fyrir j>ann dag sem dregið er VERÐA FELLDIR NIÐUR. Opið frá kl. 9—12 f. h. Umhoðið í Neskaupstað Nauðungaruppboð vegna ógreiddra þinggjalda. sem frestað var j?ann 11. janúar sl. verður haldið í Trésmiðjunni Hvammi í Neskaupstað fimmtudaginn 8. febrúar 1979 kl. 15.30. Boðnar verða upp eftirtaldar vélar: límingarpressa límáburðarvél slípivél spónsög spónsamsetningavél bútsög sambyggð trésmíðavél framdrif bandsög brýnsluvél. Greiðsla við hamarshögg. BÆJARFÓGETINN / NESKAUPSTAÐ Til gjaldenda bæjargjalda í Neskaupstað /. FA STEIGNA GJÖLD: Fyrsti gjalddagi fasteignagjalda var 15. janúar. 1. febrúar verða reiknaðir 3% dráttarvextir á van- greidd gjöld. 2. ÚTSVA R OG AÐSTÖÐUGJA LD: Fyrirframgreiðsla útsvars og aðstöðugjalda verður 75% 1979 og gjalddagar þeir sömu og á sl. ári, 1. febrú- ar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní. Verði ekki gerð skil eigi síðar en 15 dögum eftir gjalddaga falla 3% dráttarvextir á alla fyrirframgreiðsl- una. Sérstök athygli er vakin á j>ví að nú eru aðstöðugjöld innheimt á sömu gjalddögum og útsvar. B ÆJ ARGJALDKERl Bíll til sölu Chevrolet Nova árg. 1977 6 cyl., sjálfskiptur, 4ra dyra, upphækkaður með hlífðarpönnu undir vél. Beis- litur, ekinn 17.000 km. Upplysingar í síma 5821, Stöðvarfirði. EGILSBÚÐ /lrr»» ’ — r .i' J Wn juuaindnDC Sími 7322 □□□□□□ □□□□□□□□□□ Neskaupstnð STJÖRNUSTRÍÐ Frægasta og mest sótta mynd allra tíma. Myndin, sem slegið hefur öll met hvað aðsókn snertir frá upphafi kvikmyndanna, er dýrasta mynd sem tekin hefur verið. Aðalh. Mark Hamile, Carrie Fisher og Peter Cushing. Sýnd fimmtudag (í kvöld) kl. 9. — Kvöldbann 14 ára. — Hækkað verð á þessa mynd. Pallsæti kr. 750 og almenn sæti kr. 700. STJÖRNUSTRIÐ Sýnd sunnudag kl. 3. Barnasœti kr. 500 pallsœti kr. 750. THOMASINE OG BUSHROD Afar spennandi og viðburðarík ný bandarísk mynd í litum sem gerist þegar Villta-vestrið var að breyta um svip. Sýnd sunnudag kl. 9. Bönnuð innan 14 ára. Frá Skíðaráði Þróttar Skíðaaðstaðan í Oddsdal, verður opin fyrst um sinn laugardaga og sunnudaga. frá kl. 13.00—17.00, ef veð- ur leyfir. Árskort fást hjá Ólafi Sigurðssyni Sverristúni 1. Verð á árskortum Böm 5.000 Fullorðnir 10.000 Verð á dagkortum 500 1.000 Verð á einst. ferðum 50 100 Norðfirðingar. njótið hollrar útiveru og skemmtið ykkur á skíðum. S K í Ð A R Á Ð Austfirðingar Héraðsbúar Innihurðir, útihurðir. innréttingar Gerum föst tilboð ef óskað er. Verslið við fyrirtækin í fjórðungnum. Brúnds hf. Símar 1480 og 1481 Veitingahúsið EYRARRÓS ÞORRABAKKAR Hangikjöt — Svið — Kótilettur — Lundabaggi — súrir pungar — Bringukollar — Harðfiskur — Smjör Hákarl — Flatbrauð — Laufabrauð. Veitingahúsið EYRARRÓS Sími 7212 — Neskaupstað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.