Austurland


Austurland - 25.01.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 25.01.1979, Blaðsíða 1
AUSTURLAND 29. árgangur Fimmtudagur 25. janúar 1979. 4. tölublað. FÉLAGSVIST A. B. N. FÖSTUDAGSKVÖLD KL. 9.-5 KVÖLDA KEPPNI HEFST. Kesnur kolmunnaveiðiskip? ? Ur Suðursveit Yfirlit um fallþunga og tölu sláturlamba úr einstökum hreppum sýslunnar haustið 1978 Hreppur Tala Meðal sláturl. fallþ. Lón 4.627 d. 13,55 kg. Höfn 721 d. 14,16 kg. Nes 7.493 d. 13,49 kg. Mýrar 4.248 d. 15,11 kg. Suðursveit 7.488 d. 15,11 kg. Öræfi 4.916 d. 14,65 kg. Úr öðrum héruðum 29 d. 13,55 kg. Slátrað alls. M. fallþ. 29.822 d. 14,35 kg. Sem kunnugt er hafa Norðfirð- ingar oftar en einu sinni gerst brautryðjendur í skipakaupum. Má þar nefna skuttogarakaup og kaupin á aflaskipinu Berki til loðnuveiða sem mörgum þótti hrein fíflska. Ef vel tekst til nú halda þeir áfram þessu brautryðj- endastarfi með kaupum á sérstöku kolmunnaveiðiskipi. Það er nýtt hlutafélag í Nes- kaupstað undir forystu Magna Kristjánssonar skipstjóra sem hef- ur ákveðið að reyna nýjar leiðir í sjávarútvegi, með kaupum á þessu skipi. En að fróðra manna áliti eiga kolmunnaveiðar mikla framtíð fyrir sér. Félagið hefur sótt um leyfi til kaupa á togskipi til veiðanna og er nú beðið eftir svari yfirvalda sem væntanlega ræðst á fundi í dag. Rannsóknarstofnun fiskiðnað- arins og Hafrannsóknastofnunín hafa báðar lagt málinu lið og ýmsir f leiri aðilar sem nálægt f isk- iðnaði koma. Helstu rök þeirra eru, að skip- inu er ætlað að veiða að mestu fisktegundir sem vannýttar eru þ. e. kolmunna og spærling, en loðnu aðeins í 3 mánuði í byrjun árs. Megingalli á þeim tilraunum sem gerðar hafa verið á kolmunna- veiðum er hve stutt þær hafa stað- ið hverju sinni og því ekki fengist reynsla og þekking sem nauðsyn- leg er við þessar veiðar sem aðrar. Skipið sem hér um ræðir yrði stöðugt við veiðarnar fram eftir hausti og gæti þannig fengist dýr- mæt reynsla. Síðast en ekki síst vi'sa þessir aðilar til reynslu og þekkingar Magna Kristjánssonar sem eins og segir í umsögn Haf- Tannsóknarstofnunarinnar „hefur hvað mesta reynslu og þekkingu íslenskra skipstjórnarmanna á kolmunnaveiðum og þeim veiðar- færum sem notuð eru og má ætla að sú reynsla dragi eitthvað". Blaðið sneri sér til Magna í upplýsingaleit. Hann vildi ekki gera mikið úr málinu á þessu stigi, þar sem óráðið væri hvort levfi fengist. Hann sagði að skipið yrði ein- göngu útbúið fyrir veiðar með flotvörpu og léttum botnvörpum. Tilganginn með þessum kaupum sagði hann vera að veiða bræðslu- fisk, aðallega kolmunna en einnig spærling og loðnu og nota til þess sömu veiðarfærin. En það er meg- breyting frá því sem nú er. Algengt er að skip hafi um 2—4 teg. veiðarfæra í notkun yfir árið. Þetta myndi spara veiðarfæra- kostnað og gera það að verkum að áhöfn yrði mjög fámenn. Svo væri annar megintilgangur, sem sé sá, að koma hluta aflans í land í fersku ástandi og með því skapa grundvöll að vinnslu kol- munna til manneldis. Skip það sem valið hefur verið hefur allan útbúnað til þess að geta það. Skipið er 290 br.rml. skuttog- skip frá Esbjerg smíðað í Þýska- landi. Magni sagði ennfremur, að markaður fyrir kolmunnaafurðir til manneldis væri nú fyrir hendi og þessi fisktegund vannýtt. Engin fiskvinnslustöð gæti hins vegar út- búið sig sem skyldi til vinnslu nema tryggt sé öruggt og gott hrá- efni til lengri tíma. Ef af þessum skipakaupum yrði opnaðist þessi möguleiki. Þetta skipti höfuðmáli fyrir þróun kol- munnavinnslu á næstu árum. Er blaðamaður spurði Magna hvort slíkt framtak samrýmdist Framhald á 3. síðu Sé tillit tekið til þess að áður var nýrmörinn veginn með föll- unum, þá er meðal fallþungi dilka í A-Skaft. meiri í haust en hann áður hefur verið. Er það þyngdar- aukningin á dilkunum úr Suður- sveit, sem þar gerir allan muninn. P.S. Nú, í dag 7. desember er hér sami austan strekkingurinn 7. daginn í röð og alltaf rigning öðru hvoru með. Frá því um miðjan nóvember að féð var tekið á gjöf, hefur ver- ið farið minnstakosti í 12 daga út á Breiðamerkursand og að Felli í leit að 14 ám, sem vantaði af Breiðamerkursandi, pegar féð var tekið þaðan. En í dag fundust loksins 11 af þessum kindum dauð- ar niður í smá tjörn norðan á Hrollaugshólum, rétt austan við þjóðveginn, en vegurinn liggur norðan á Hrollaugshólum við austur jaðar Breiðamerkursands. Hafa þær sennilega farið þarna út á veikan ís eftir að byrjaði að snjóa. Ær þessar voru frá 3 bæjum, 6 frá Gerði, 3 frá Hala og 2 frá Reynivöllum. — T. S. Kalt er hjartað honem þorra Þorri karlinn hefur nú hvatt dyra með klaka í skegginu eins og hans var von og vísa. En honum tjóar lítið að vopnast grýlukertum við látum slfkt ekki á okkur bíta. Við þurfum ekki að híma í feysknum torfbæjum með svellbunka á gólfi, hálf- tóma aska og of lítinn heystabba í hlöð- unni. Nei, í stað þess að Þrengja beltisólina, víkkum við hana Því að nú höldum við át- veislur þorra til heiðurs og yljum okkur bæði að utan og innan í hlýjum húsakynn- um og góðum félagsskap. Nei, hann var ekki alltaf betri gamli ííminn og það fannst honum séra Matthíasi líklega ekki heldur því að hann orti einu sinni: Mörguin fyr af kulda kól karli tárið bjarta, sjaldan bót og iðran ó\ íslenskt Þorra-hjarta. Ljosm. Karl Hjelm

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.