Austurland


Austurland - 08.03.1979, Side 2

Austurland - 08.03.1979, Side 2
__________Æusturland_________________________ Málgagn AJþýðubandalagsins á Austurlandi Blaðncfnd: Ágúst Jónsson, Ámi Þormóðsson, Bjarni Þórðar- son, Guðmundur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. Ritstjóri: Óiöf Þorvaldsdóttir s. 7571 — h. s. 7374. Auglýsingar og dreifing: Bima Geirsdóttir s. 7571 og 7454. Pósthóif 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjóm, afgreiðsla, augiýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað sími 7571. Prentun: Nesprent. Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins SKÁK Skákþingi Norðfjarðar er ný- lokið. Keppendur voru 16 og tefldu í tveimiu- hópum. í I. flokki voru 6 teflendur og urðu úrslit þessi: 1. Þorsteinn Skúlason 4 v., 2.—3. Eiríkur Karlsson og Heim- ir Guðmundsson 3v., 4. Einar H. Björnsson 254 v., 5. Páll Baldurs- son 1V2 v., 6. Ómar Geirsson 1 v. Þorsteinn er því skákmeistari Norðfjarðar í ár. Þar sem þátt- takendur í II. flokki voru aðeins tveir var horfið að því ráði að þeir tefldu með unglingaflokki en NESHREPPUR í NORÐFIRÐI NESKAUPSTAÐUR Hugarfarsbreyting, forsenda jafnréttis kynjanna í dag er 8. mars, alþjóðlegur baráttudagur verkakveona. Á þessum degi er ekki úr vegi að vekja athygli á mikilvægi vinnuframlags kvenna og |?ví misrétti sem þær verða fyrir. Konur leggja fram jtýðingarmikinn skerf til jjóðfélagsins ekki síður en karlar bæði með vinnu sinni inni á heimilunum og úti í atvinnulífinu en engu að síður búa þær við mikið mis- rétti í launum og verkaskiptingu. Samkvæmt lögum á að vera launajafnrétti milli kynja en í reynd blasir hið gagnstæða við. Allar ógiftar konur og tæplega 60% giftra kvenna stunda vinnu utan heimilis. Langflestar eru í láglaunastörfum í iðn- aði og jtjónustu þar sem þeim er m. a. haldið niðri með sérstök- um starfsheitum. Mismunurinn birtist einnig á öðrum sviðum. Konur eru í raun varavinnuafl sem kalla hefur mátt í á góðæristímum en eru síðan sendar heim jegar jrengir að. Þá er húsmóðurhlutverkið lofsungið, framlög til félagslegrar pjónustu í lágmarki og konum ætlað að sinna yngstu og elstu borgurunum á heimilunum og þjóna þeim sem í atvinnulífinu starfa. Þetta hentar atvinnurekendum og konum er jafnvel talin trú um að slíkt fyrirkomulag sé j?eim í hag. Rætur misréttisins liggja í aldagamalli kynbundinni undir- okun. Baráttan þarf að beinast í tvær áttir. Annars vegar þurfa konur að berjast gegn afturhaldsöflum hins kapitaliska þjóð- félags fyrir breyttu þjóðfélagi, bættum lífskjörum og betra Sveitarstjórnarmannatal BJARNI ÞÓRÐARSON TÓK SAMAN 21. Einar Guðmann Guðmundsson, sjómaður f. í Sandvík, Norð- fjarðarhreppi 22. nóv. 1919. Foreldrar: Guðmundur Grímsson, bóndi og kona hans Sesselja Sveinsdóttir. Albróðir Magnúsar Guðmundsson- ar. nr 71. Bæjarfulltrúi Sósíalistaflokksins 1954—1958. Sat 19 bæjar- stjórnarfundi. Kona: Unnur Jóhannsdóttir f. á Búðum í Fáskrúðsfirði 13. ág. 1927. Foreldrar: Jóhann Jónsson, skipstjóri og kona hans Sveinbjörg Guðmundsdóttir. 22. Evald Christeusen, lögregluþjónn f. í Danmörk 21. maí 1905. Foreldrar: Hans Peter Christensen, járnbrautarstarfsmaður og kona hans Abolina Kristina Christensen. Varabæjarfulltrúi Alþýðuflokksins 1962—1966. Sat 3 bæjarstjórnarfundi. Kona: Jónína Guðmundsdóttir f. í Árnagerði, Fáskrúðsfjarðarhreppi 22. júlí 1898, d. í Reykjavík 2. mars 1968. Foreldrar: Guðmundur Jónasson, útvegsbóndi og kona hans María Gísladóttir. 23. Eyþór Þórðarson, kennari f. á Kleppjárnsstöðum í Hróarstungu, 20. júlí 1901. Foreldrar: Þórður Jónsson, vinnumaður og Sólveig Jóns- dóttir. Bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins 11. sept 1938—1954 og Alþýðu- bandalagsins 1958—1966. Sat 368 bæjarstjórnarfundi. Bæjarstjóri ágúst 1936—26. nóv. 1938. Kona: Ingibjörg Sigurðardóttir f. á Stuðlum í Norðfjarðarhreppi 10. ág. 1904. Foreldrar: Sigurður Finnbogason, bóndi og kona hans Sólveig Þorleifsdóttir. Eyþór og Ingibjörg eru tengdaforeldrar Sigfúsar Guðmundssonar nr. 87. 24. Fanney Guðmundsdóttir, verkakona f. í Mjóafirði, S.-Múl. 26. apríl 1914. Foreldrar: Gunnar Jónsson, bóndi og Auðbjörg Jónsdóttir. Varabæjarfulltrúi Alþýðubandálagsins 1970—1974. Sat 3 bæjarstjórn- arfundi. Maður: Njáli Stefánsson, verkamaður, f. á Seyðisfirði 3. ág. 1912. Foreldrar: Guðmundur Stefán Bjarnason og fyrri kona hans, Brynhildur Jónsdóttir. þar voru keppendur átta. Helstu úrslit í 11. fl. — unglingaflokki urðu þessi: 1.—3. Trausti Steins- son, Þorvaldur Logason og Óskar Bjarnason 8 v., 4. Grétar Guð- mundsson 6 v., 5.Davíð Hansson 5 v., o. s .frv. Svæðismót Austurlands í skák verður haldið hér í bæ 16., 17. og 18. mars nk. Sigurvegari í þessu móti öðlast rétt til þátttöku í áskorendaflokki í Skákþingi ís- lands sem fram fer í Reykjavík um páskana. Um næstu helgi er sveit Tafl- félags Reykjavíkur væntanleg hingað austur á land til þess að tefla við sveit Austfirðinga í I. deildarkeppninni. Teflt verður á Egilsstöðum á laugardaginn síð- degis. Hraðskákmót Norðfjarðar fer fram í kvöld, fimmtudag 8. mars. Mótið hefst kl. 8 í Gagnfræða- skólanum. Frumvarpið Framhald af 1. síðu. fyrsta verulega lífsmarkið með stjórnarandstöðunni á þessum vetri. Alþýðubandalagið hefur ítrek- að lýst vilja sínum til að saman náist með stjórnarflokkunum um efnahagsstefnu til tveggja ára en flokkurinn er eftir sem áður and- vígur því, að efnahagsvandinn verði leystur á kostnað láglauna- fólks og að atvinnuöryggi sé teflt í tvísýnu með örum samdrætti, meðal annars í félagslegum fram- kvæmdum. Stjórnin byggir tilvist sína á samráði við og óbeinum stuðningi af hálfu fjölmennustu launþegasamtaka landsins og AI- þýðubandalagið gerir kröfur til að gegn þeim verði ekki gengið. Minjasafnið lífi. Þar eiga þær algera samstöðu með öðrum verkamönnum. Verkalýðshreyfingin þarf að gera kvennabaráttuna að hluta af sinni stéttabaráttu. Fullur sigur vinnst ekki nema konumar verði virkar og allir standi saman. Því parf kvennabaráttan hins vegar að beinast að vitundarvakningu, gegn peim bælandi uppeldis- og umhverfisáhrifum sem haldið er við af gömlum fordómum og úreltum hefðum. Þar purfa konur stuðning þeirra karla sem berjast vilja fyrir jafnréttisþjóðfélagi. Konur öðlast ekki fullt jafnrétti á við karla í kapitalisku þjóðfélagi en jafnrétti kynjanna kemur heldur ekkj sjálfkrafa með sósíalismanum svo sem dæmi sanna. Breytingin þarf fyrst að gerast innra með hverjum manni, karli og konu, inni á heimilunum og síðan úti í atvinnulífinu og pjóðfélaginu al- mennt. Kröfur sósíalista um hjóðfélagsjöfnuð hafa beinst að sam- félaginu utan þeirra einkal/fs. Það er löngu kominn tími til að þeir horfi sér einnig nær og hætti að líta á aldalanga kúgun kvenna sem sjálfsagða og óumflýjanlega staðreynd. Þannig minnkar það misræmi sem óneitanlega er á milli pólitískrar baráttu fyrir betra þjóðfélagi og daglegrar breytni við annað fúlk. _ g. G. Ó. SVD Gró með kynningu ÍÞRÓTTIR Fró Þrótti Um aðra helgi fara þrfr yngri flokkar félagsins til Akureyrar og keppa þar í úrslitum íslandsmóts- ins í handknattleik. Keppendur eru allir á aldrinum 13—15 ára. Að sjálfsögðu er ferð sem þessi mjög kostnaðarsöm og því efnir Þróttur til skyndihappdrættis til að lækka ferðakostnað ungling- Fimmtudaginn 15. mars ætlar slysavarnadeildin Gró að gangast fyrir kynningu á starfi í þágu slysavarna. Deildin er með elstu félögum á Egilsstöðum og Eiðum en hún er stofnuð á árinu 1950. Starf deildarinnar hefur að mestu legið niðri nú um nokkurt skeið en ætlunin er að endurvekja það með þessum fundi. Tilgangur deildarinnar er eins og m. a. segir í lögum hennar, að styðja Slysavarnafélag íslands í störfum þess, ennfremur vinnur deildin að fræðslu- og björgunar- starfi á sínu svæði til þess að sporna við slysum og hjálpa þeim, sem lenda f háska. Til þess að rækja þetta hlutverk sitt starfar björgunarsveit Egilsstaða en hún er einmitt innan vébanda slysa- varnadeildarinnar. Á fundinum næstkomandi fimmtudag kemur erindreki Slysavarnafélagsins, Ósk- ar Þ. Karlsson og gefur upplýsing- anna norður. Þróttur væntir þess að bæjarbúar taki sölumönnum fé- lagsins vel um helgina en þeir bjóða happdrættismiðana til sölu. (Fréttatilkynning) ar um starfsemi félagsins. Einnig verður sýnd ný kvikmynd sem Slysavarnafélagið lét gera á síð- astliðnu ári til að minnast fimm- tíu ára afmælis síns. Er ekki að efa, að þar er á ferðinni stórfróð- leg heimild um björgunar- og slysavarnastarf fyrr og nú, sem gaman verður að sjá og veitir einmitt innsýn í það starf, sem unnið er í slysavarnadeildum og björgunarsveitum þeirra um allt land. Fundurinn, sem jafnframt er að- alfundur deildarinnar, er almenn- ur og öllum opinn, sem fræðast vilja um slysavamastarf. Er fólk, konur sem karlar, hvatt til þess að mæta, þiggja kaffi og styðja gott starf með komu sinni. Nýtt félagsfólk er sérstaklega velkomið og getur það látið innrita sig í deildina á fundinum, en fjölgun félagsfólks er okkur mikið kapps- mál, því að án deildarstarfs að bakhjarli, er slysavömum og björgunarstarfi hætt. Undirbúningsnefnd IÍIRKJA Föstumessa í Norðfjarðarkirkju í kvöld (fimmtudag) kl. 20.30. Sóknarprestur EFNALAUGIN Neskaupstað verður opin 12.— 16. mars. Framh. af 4. síðu. 2. Viðgerðir munu: — Á árinu 1978 unnu að viðgeróum á satn- munum þeir Guömundur J?or- steinsson frá Lundi og Björn Gutt- ormsson frá Ketiisstöðum. Þeir gerðu alls við 35 gripi, einkurn stafaílát af ólíkum gerðum. Safnið fékk styrk úr Þjóðhátíð- arsjóði, upphæð 500 þús. til við- gerðanna, en auk þess iagði safnið fram jafnháa upphæð á móti til þessara hluta. — Fyrirhugað var að Guðmundur kæmi til áfram- haldandi viðgerða nú sl. haust, en af ýmsum ástæðum sá hann sér ekki fært að koma á þeim tíma. Var því ekki unnið fyrir alla upphæðina, sem verja átti til við- gerða á þessu ári, en Guðmundur er væntanlegur til starfa nú í febrúar 1979, og hefur honum verið séð fyrir aðseturstað og vinnuaðstöðu. 3. Söfnun muna: — Minjavörð- ur Austurlands og starfsmaður SAL, Gunnlaugur Haraldsson, hefur enn sem fyrr unnið fyrir safnið. Hann hefur farið í söfn- unarerindum á nokkra bæi á Hér- aði og alls safnað og bætt í safnið 83 munum. Meðal annars tók hann niður og merkti viði úr stofuhúsi í gömlu timburhúsi að Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá (byggt af Árna Jónssyni smið 1882). Minjasafnsstjóm telur sér ofviða verkefni að varðveita húsið í heild, en hyggst varðveita stofu- viðina með það fyrir augum að setja stofuna upp innanhúss. Þá hefur minjavörður snúið sér sér- staklega til kvennasamtaka á Aust- urlandi (SAK) varðandi söfnun ljósmynda, vefnaðar, hannyrða, fatnaðar og annars klæðakyns.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.