Austurland - 08.03.1979, Síða 3
Fyrir opnum...
Framh. af 4. síðu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft
hægt um sig á opinberum vett-
vangi síðan um kosningar. Hann
hefur verið önnum kafinn við að
sleikja pau holundarsár, sem hann
þá hlaut. Einnig hefur hann haft
ærið að starfa við að setja niður
innanflokksdeilur, en þar logar allt
í illindum og er hver höndin upp
á móti annarri.
En nd hefur flokkurinn hrist af
sér slenið. Hann hefur lagt fram
efnahagsmálatillögu, hina furðu-
legustu samsuðu. Og þessu til við-
bótar hefur hann nú lagt fram til-
lögu um þingrof og nýjar kosn-
ingar.
Engin rök eru fyrir þessari til-
lögu. Ríkisstjómin hefur staðið
sig vel í ýmsum málum svo sem
í baráttunni við verðbólguna, við-
haldi kaupmáttar launa og mótun
nýrrar orkustefnu. Og nú er hún
að leitast við að móta framtíðar-
lausn á efnahagsvandanum. Ríkis-
stjómin verður að fá tóm til að
ljúka ætlunarverki sínu og harð-
vítug kosningabarátta er ekki lík-
leg að greiða fyrir málum.
Það yrði áreiðanlega mikið áfall
fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ef þing-
menn samþykktu þingrofstillögu
hans. Flokkurinn er illa undir
kosningaátökin búinn. Hann hef-
ur staðið sig illa í stjómarand-
stöðunni og áreiðanlega hefur
hann haldið áfram að tapa, auk
þess, sem innanflokksófriðurinn
er honum erfiður.
Þingrofstillagan ber vott um, að
Sjálfstæðisflokkurinn er líka
klikkaður.
Efnahagsmálafrum-
varpið
Sem kunnugt er lagði forsætis-
ráðherra fram í ríkisstjórninni
drög að frumvarpi um efnahags-
mál. Um stuðning við frumvarpið
innan ríkisstjórnarinnar skipti
mjög í tvö horn. Alþýðubandalag-
ið snerist öndvert gegn ýmsum
þáttum þess, einkum þeim, sem
hlutu að leiða til kjaraskerðingar
og óhæfilegs samdráttar. Alþýðu-
flokkurinn tók hinsvegar frum-
varpinu af miklum fögnuði og
krafðist þess, að það yrði þegar
lagt fram sem stjórnarfrumvarp,
ella flyttu kratar það sjálfir. Auð-
vitað guggnuðu þeir á því eins og
öðru. Þessar ljúfu undirtektir krata
vekja óhjákvæmilega grun um, að
frumvarpið hafi verið samið í
samráði við þá, þótt forsætisráð-
herra vilji eigna sér einum fað-
ernið.
Af launþegasamtökunum var
ýmsum þáttum frumvarpsins mjög
illa tekið og samþykkt þess í upp-
haflegri mynd hefði leitt til stór-
átaka á vinnumarkaðnum. For-
sætisráðherra sá þá sitt óvænna
og gerði verulegar breytingar á
frumvarpi sínu og leitast þá við
að koma til móts við kröfur laun-
þegasamtakanna og Alþýðubanda-
lagsins. Vonandi tekst um málið
samkomulag milli stjórnarflokk-
anna.
Á þeim degi
Það hefði einhverntíma þótt
óspámannlegt að gera ráð fyrir
því, að kratar tækju fagnandi
frumvarpi Framsóknarmanns um
ráðstafanir, sem m. a. snerta land-
búnaðinn, því kratar hafa fengið
orð fyrir annað en vinsamlega af-
stöðu til bænda og landbúnaðar.
En milli krata og Framsóknar
gekk ekki hnífurinn í þessu máli
og hefur frumvarpið því varla
verið hagstætt bændum og þeirra
atvinnugrein.
En á þeim degi urðu þeir Ólaf-
ur og Vilmundur vinir.
NESKAUPSTAÐUR
Bœjarskrifstofur
Athygli er vakin á breyttum opnunartíma bæjar-
skrifstofanna frá og með 1. mars n. k. Opnunartímar
og viðtalstímar einstakra starfsmanna verða sem hér
segir:
Egilsbraut 1
1. hæð
Afgreiðsla - opin kl. 9.30—12.00
— 12.30—15.00
Bæjargjaldkeri - viðtalstímar: mánud. kl. 10.00—12.00
jjriðjud. — 10.00—12.00
fimmtud. — 12.30—15.00
Bæjarbókari
2. hæð
Bæjarstjóri - viðtalstímar: mánud. kl. 10.00—12.00
miðvikud. — 10.00—12.00
fimmtud. — 13.00—15.00
Ritari
Skólafulltrúi - viðtalst.: alla virka daga kl. 9.00—12.00
Egilsbraut 5
Bæjarverkstjóri - viðtalst.: þriðjud. kl. 18.00—19.00
föstud. — 11.00—12.00
Egijsbraut 11
Byggingafulltrúi - viðtalst.: alla virka daga
kl. 9.00—12.00
og — 14.00—16.00
Hafnarstjóri
BÆJARSTJÓRJ
Gömlu dansarnir
Fyrirhugað er 10 tíma námskeið í gömlu dönsunum.
Námskeiðið hefst 11. mars. — Þátttaka tilkynnist í
síma 7424. — Öllum heimi] þátttaka.
Kiwanis-klúbbitrinn Gerpir Neskaupstað
AUGL ÝS/NG
Nefnd. skipuð af bæjarráði Neskaupstaðar, til könnun-
ar á byggingu vöruskemmu á hafnaruppfyllingunni i
Neskaupstað, leitar hér með eftir aðilum, sem telja
sig hafa j’örf fyrir aðstöðu í slíku húsnæði, og vildu
vera hátttakendur um byggingu og rekstur ]>ess, þeir eru
beðnir að hafa samband við hafnarstjóra, fyrir 15. mars
n. k., sem gefur nánari upplýsingar.
Undirbímingsnefndin
Bíll til sölu
N 134 Fiat 131 S árgerð 1977 er til sölu. Mjög vel
með farinn.. — Upplýsingar gefur Hjörvar Jensson
síma 7652 og 7575.
EGILSBÚÐ
Sfmi 7322
Neskaupstað
□□□□□□
SIGLING HINNA DÆMDU
Afburða vel leikin mynd um eitt hrottalegasta áróð-
ursbragð nasista í fyrri heimsstyrjöldinni. Aðalh. James
Mason, Max von Sydow og Malcolm Mc Dowell. Sýnd
fimmtudag (í kvöld) kl. 9. Bönnuð innan 14 ára.
Hækkað verð.
TEIKNIMYNDASAFN 1977
Sprenghlægilegar og fallegar teiknimyndir. Sýndar
sunnudag kl. 3. — Síðasta sinn.
SJÖ NÆTUR í JAPAN
Hörkuspennandi mynd með Michael York. Sýnd
sunnudag kl. 9. — Bönnuð innan 14 ára.
F M ÚTVARPSSTÖÐIN QSKY
Bráðskemmtileg músíkmynd með Michael Brandon.
Sýnd mánudag kl. 8. Ath. breyttan sýningartíma. Mynd-
in er leyfð.
NESKAUPSTAOUR
Fró sorphiröunni
Að gefnu tilefni er itrekað, að allt sorp
skal sett í lokuð þar til gerð ílát og þau skulu staðsett
þannig, að greiðfært sé að þeim og mokað frá þeim
snjó ef þarf.
BÆJAR VERKSTJÓRl
Hundaeigendur
Hundaeigendur í Neskaupstað eru minntir á fjórðu
gr. í reglugerð um hundahald í Neskaupstað, sem er
þannig:
„Hundurinn skal aldrei ganga laus á almannafæri,
heldur vera í taug í fylgd aðila sem hefur fullt vald
yfir honum. Eigi er leyfilegt að fara með hunda inn á
leikvelli, skóla, matvöruverslanir eða aðra staði, þar
sem matvara er um hön,d höfð“.
Ennfremur eru menn minntir á það, að hundahald í
Neskaupstað er bannað með lögum og að sækja þarf
um undanþágu ef hafa á hund.
Eftirlitsmeður hunda
Már Sveinsson, sími 7475
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 84., 89. og 94. tbl. Lögbirtingablaðs
1978 á Naustahvammi 46—48, þingl. eign Naustavers
hf., fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á
eigninni sjálfri fimmtudaginn 15. mars, kl. 11.15.
BÆJARFÓGETINN í NESKAUPSTAÐ
— B. Þ.