Austurland


Austurland - 28.06.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 28.06.1979, Blaðsíða 1
AUSTURLAND Vonarlandi berast margar gjafír Styrktarfélagi vangefínna á Neskaupstað. Roskinn maður sem 29. árgangur Neskaupstað, 28. júní 1979. HJORLEIFUR GUTTORMSSON: 27 f'lublað Austurlandi hafa borist höfðing- ___________ legar gjafir og framlög frá fólki í Gamjar aðf erðir aftur í sviðsljósi Framleiðsla vetnis úr vatni með rafmagni er gamalkunn aðferð og var lengi vel stunduð víða um lönd í tengslum við vinnslu köfnunar- efnisáburðar og er svo raunar enn hérlendis í Áburðarverksmiðj- unni í Gufunesi. Erlendis hefur hins vegar olía og jarðgas orðið megin hráefni í vinnslu köfnunar- efnisáburðar og olíuafurðir verið allsráðandi sem fljótandi eldsneyti á farartæki. Eftir hina miklu verðhækkun Framleiðsla elds- neytis innanlands íathugun Gœti tekið við af bensíní og olíu smám saman til aldamóta Huga ber að staðsetningu eldsneytisverk- smiðju á Austurlandi ekki vill láta nafns síns getið hef- ur gefið kr. 100.000 með undir- skriftinni „Nafni".. Þá hafa borist 2x50.000 kr. frá hjónum, sem ekki vilja láta birta nöfn sín. Félagar úr SVA gengust fyrir pönnukökusölu um mánaðamótin apríl-maí og seldu fyrir kr. 300.700 sem runnu óskertar til félagsins, par sem allt efni var gefið. Bæði einstaklingar og fyrirtæki tóku sölunni mjög vel og keyptu mörg hver handa öllu sínu starfsfólki eða gáfu andvirði pess. Lionsklúbburinn í Neskaupstað hefur afhent félaginu kr. 500 þús. og Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Neskaupstað kr. 100 púsund. Samið hefur verið við verkstjóra í frystihúsi SVN um, að peir, sem vilja gefa dagsverk til Vonarlands megi koma og vinna og geta þeir, sem áhuga hafa, snúið sér til peirra. Stjórn SVA hefur beðið blaðið að koma á framfæri þökkum til allra sem hér eiga hlut að máli. á olíu 1973—1974, á sama tíma og æ fleirum varð ljóst að ekki yrði lengi úr þessu unnt að mæta vaxandi eftirspurn eftir olíuafurð- um með aukinni framleiðslu, hafa sjónir manna og rannsóknir í iðn- aðarríkjum beinst að öðrum hugs- anlegum orkugjöfum. Framleiðsla Engin tilviljun að horft hejur verið til Reyðarfjarðar - Lm. H. G. vetnis, eða annars eldsneytis, úr kolum eða öðrum lífrænum afurð- um hefur þannig komist til um- ræðu og íslenskir vísindamenn, eins og prófessor Bragi Árnason, hafa bent á hina gömlu rafgrein- ingaraðferð, í endurbættu formi, sem hugsanlega úrlausn í elds- neytismálum hérlendis í framtíð- inni vegna mikilla ónotaðra orku- linda okkar. Margháttaðir tækni- legir örðugleikar eru þó óleystir varðandi vetni sem eldsneyti, í stað bensíns og olíu, og áður en kom til hinnar stórfelldu verð- hækkunar á olíu að undanförnu virtist langt í land, að vetni og annað dýrara tilbtíið eldsneyti gæti orðið samkeppnisfært við olíuafurðir. Olíuverðhækkanir og hagkvæmniforsendur Þróun orkuverðs á síðustu mán- uðum kallar á endurmat á fjöl- mörgum sviðum, þar á meðal hef- ur sá kostur færst stórum nær, að innlent eldsneyti kunni að verða samkeppnisfært fyrr en varir. Það eldsneyti, sem þá er einkum horft til miðað við núverandi þekkingu á þessum málum, er metanól (tréspíritus) sem vinna mætti úr Framh. á 2. síðu Alþýðuleikhúsið á ferð um landið Sýning á steindum gluggum, lágmyndum og höggmyndum eftir Gerði Helgadóttur. á afmœlishátíðinni Næstkomandi laugardag 30. júní verður opnuð í Egilsbiíð sýning á verkum listakonunnar Gerðar Helgadóttur. Gerður er fædd og uppalin í Neskaupstað. Hún nam fyrst við Handlða- og myndlistarskóla ís- lands. Síðan lá leið hennar á listaskóla í Florens og París par sem hún nam undir handleiðslu þekktra iistamanna.. Verk Gerðar eru víðkunn bæði hér á landi og erlendis en þar starfaði hún lengst af og er lista- verk hennar að finna víða um Evrópu og skipa henni í röð okk- ar allra fremstu myndhöggvara. Athyglisverð tilraun Bæjarstjórn Neskaupstaðar hef- ur, að tillögu skipulagsnefndar bæjarins, ákveðið að setja upp blómaker á götur í miðbænum (Egilsbraut og Hafnarbraut). Tilgangurinn er að reyna að bæta umferðarmenninguna, halda umferðarhraðanum innan settra marka, auka öryggi á gatnamót- um og auka rétt gangandi vegfar- enda. Þrengt verður að akbrautum og um leið aukið öryggi hinna gang- andi. Verður forvitnilegt að sjá hvern- ig þessi tilraun tekst. . — Ó. Þ. Hér heima eru steindu glugg- arnir í Skálholtskirkju og mosaik- myndin á Tollstöðinni í Reykja- vík pekktust verka hennar. Gerður lést fyrir fáum árum ung að aldri. Erfingjar hennar hafa gefið Kópavogsbæ safn henn- ar en veittu fæðingarbæ hennar Jeyfi til að sýna verk hennar á afmælisári bæjarins og hefur bróð- ir hennar, Snorri, aðstoðað við val og uppsetningu. Að lokum má geta þess, að Neskaupstaður hefur fest kaup á höggmynd eftir Gerði og átti að afhjúpa hana í tengslum við pessa sýningu, en farmannaverkfallið setti strik í reikninginn. Myndin beið allt verkfallið í Noregi, þar sem hún var steypt og komst ekki í tæka tíð. Hins vegar er frum- myndin á sýningunni nú. Alþýðuleikhúsið er nú að leggja upp í leikferð með hina vinsælu sýningu á leikritinu VH> BORG- UM EKKI! Vlö BORGUM EKKI! eftir Dario Fo. Leikritið hefur verið sýnt í vetur í Lindar- bæ við gífurlegar vinsældir. Eru sýningar orðnar yfir 50 og hefur verið uppselt á þær allar. Ráðgert er nii að fara með sýn- inguna um Austur- og Norður- land næsta mánuðinn og verður sýnt á einum 20 stöðum. Með hlutverkin í sýningunni fara Kjartan Ragnarsson, Lilja Guð- rún Þprvaldsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Sigfús Már Pétursson, Ólafur Örn Thoroddsen og Sig- urður Sigurjónsson, sem nú hef- ur tekið við hlutverki Gísla Rún- ars Jónssonar. Leikstjóri er Stefán Baldursson, leikmynd og búningar eru eftir Messíönu Tómasdóttur og lýsingu annast David Walters. Fyrsta sýningin á Austurlandi verður fimmtudagskvöld ú Höi'ii í Hornafirði. Síðan verða sýning- ar sem hér segir: Föstud. 29. júní Stöðvarfjörður Laugard. 30. júní Fáskrúðsfjörður Sunnud. 1. júlí Neskauþstaður Mánud. 2. júlí Eskifjörður Þriðjud. 3. júlí Reyðarfjörður Miðvikud. 4. júlí Egilsstaðir Fimmtud. 5. júlí Seyðisfjörður Föstud. 6. júlí Vopnafjörður. Leikferðinni lýkur því að öllum líkindum á Akureyri í þessum áfanga en ráðgert er að sýna ann- ars staðar úti á landsbyggðinni siðar.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.