Austurland


Austurland - 28.06.1979, Blaðsíða 4

Austurland - 28.06.1979, Blaðsíða 4
Æusturland Neskaupstað, 28. júní 1979. Auglýsið f Austurlandi Símar 7571 og 7454 Gerist áskrifendur Þinn hagur. — Okkar styrkur. SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR I minningu skipverjanna af Hrönn frá Eskifirði Jóhannes Steinsson I hljóðum harmi drúpa menn höfði í dag. Sorgarlag hefur sær- inn sungið Eskifirði. Ágætir dáða- drengir eru í einni andrá horfnir í hafsins djúp. Heimabyggð þeirra er slegin myrkum rúnum hryggð- ar og trega og sá djúpi tregi berg- málar í brjóstum manna víðs vegar, ekki síst um Austurland allt. Á slíkum stundum er erfitt um orð og aðeins skal hér fáum og fátæklegum orðum minnast mætra drengja. í kaupstaðnum við Eskifjörð er nú skarð fyrir skildi. Mikið mann- val var á Hrönn, þegar hún fórst, mikil og hörmuleg blóðtaka ekki stærra byggðarlagi. Ég þekkti þá félaga mismikið, var málkunnugur öllum, en við suma átti ég nán- Eiríkur Bjarnason ari kynni en aðra. í huga mér leiftra myndir liðinna ára, ljós- brot sem glitra frá kynnum, sem í hvívetna voru hin bestu. Traust- ieikinn og æðruleysið í fari Jóhannesar skipstjóra, elskuleg ijúfmennska Eiríks Bjarnasonar, hlýr hressileiki Stefáns Guð- mundssonar, hljóðiát rósemi Sveins Eiríkssonar, hýrt bros þess góða drengs Kjartans frá Byggðarholti og innileikinn í fari Gunnars Hafdals, þegar inn úr skelinni var komið. Allt mun þetta og ótalmargt fleira merla í minningunni um þessi horsku hraustmenni, hali vammi firrða. Hér er ekki ætlunin að rekja æviferil hvers einstaks, en allir höfðu þeir að baki dagsverk gott Stefán Guðmundsson Sveinn Eirfksson og giftudrjúgt, þó hinsta dægur bæri að svo alltof, alltof fljótt. í ómældri þakkarskuld stendur þjóðin öll við íslenska sjómenn, þess skyldi minnast oftar og betur, ekki sfst varðandi aðbúnað allan, öryggi og almenn lífskjör. Þar Kjartan Ólafsson Gunnar Hafdal Ingvarsson duga hvergi háfleyg orð á hátíðis- dögum eða harmatár hryggðar á sorgarstund, heldur átök og bar- átta fyrir bættum hag og lífsskil- yrðum öllum sjómannastéttinni til handa. Framhald á 3. síðu Afram verður unnið í uppbyggingu mínjasafnanna Á undanförnum árum hefur verið gert stórt átak í söfnun muna frá eldri tíma og horfnum búskaparháttum á vegum SAL og einstakra minjasafna á Austur- landi. í sumar er enn ráðgert framhald á þeirri söfnun, einkum i þeim byggðarlögum sem afskipt hafa verið til þessa. Minjasafnið á Burstafelli Samhliða upphitun og þeim enduxbótum ,sem gerðar verða á gamla bænum, gefast betri skil- yrði fyrir varðveislu á heillegu safni búsmuna er tilheyrðu slíku stórbýli og sem um leið hafa nokkra sérstöðu fyrir Vopnafjörð. Til þess að svo megi verða, þarf frekari söfnun að koma til, en safnið vanhagar tilfinnanlega um ýmsa gripi, sem vonandi má enn fyrir finna í héraði. í þessu skyni mun undirritaður verja um viku- tíma í Vopnafirði í sumar. Jafn- framt eru áformaðar nokkrar end- urbætur á bæjarhúsum, en safnið verður opið almenningi til sýnis yfir sumarmánuðina. Sjóminjasafn Austur- lands á Eskifirði Eins og kunnugt er var Sjó- minjasafn Austurlands formlega stofnað á Eskifirði í desember sl. í sumar verður fram haldið við- gerð á Gömlu-Búð og komið hita og ljósum í húsið. Styttist þannig óðum sá tími uns hægt verður að hefja uppsetningu á safninu þar. Stjórn safnsins hefur jafnframt í huga kaup á Randulffs-sjóhúsi ásamt nokkru landssvæði, sem gæfi safninu stórkostlega mögu- leika. — Á Eskifirði hefur þegar verið dregið saman álitlegt safn sjóminja, en ennþá vantar mikið á að heilsteypt safn minja frá fyrri skeiðum sjósóknar sé fyrir hendi, einkum frá öðrum byggð- arlögum á Austurlandi. — í Nes- kaupstað hefur þó verið safnað töluverðu magni góðra muna og auk þess hefur þar verið unnið í vetur að viðgerð á elsta mótor- báti Austfirðinga, Hrólfi Gaut- rekssyni NK 2. Þórður Sveinsson frá Barðsnesi hefur annast þá við- gerð, en Þjóðhátíðarsjóður og ýmis fyrirtæki í Neskaupstað lagt til fjármagn. í sumar verður varið um hálfs mánaðar tíma í söfnun sjóminja í sjávarkauptúnum sunnan Eski- fjarðar á vegum Sjóminjasafnsins. Með því að standa saman að þessu safni, hlotnast Austfirðingum vonandi sú gæfa að geta á verð- skuldaðan hátt varðveitt í einum sjóði minjar tengdar austfirskri útgerðarsögu. Minjasafn Austurlands í tengslum við fornminjaskrán- ingu á Héraði verður í sumar safnað munum og myndum fyrir safnið. í eigu safnsins eru nú hátt á annað þúsund munir frá fyrri tíðar landbúnaðarháttum og sveitamenningu auk gamalla ljós- mynda. Jafnframt hefur mikið verið skráð af munum á fjölmörg- um heimilum og von til að ein- hver hluti þess berist safninu, þegar það kemst úr geymslum í framtíðarhúsnæði. Sér nú loks rofa fyrir nýjum degi í húsnæðis- málum safnsins, þar sem í vetur var mörkuð sú stefna að hefja ný- byggingu á safnahúsi á Egilsstöð- um eða í nágrenni með tilstyrk hins opinbera í skiptum fyrir þá aðstöðu sem samningsbundin var á Skriðuklaustri, en ekki hafa fengist efndir á. Hefur í þessu skyni verið farið fram á myndar- lega fjárveitingu til byggingafram- kvæmda á næsta ári og munu end- anlegar línur í þessu máli skýrast á næstu vikum og mánuðum. Á vegum safnsins hefur í vetur eins og í fyrra þjóðhagasmiður- inn Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi stundað viðgerðir á munum safnsins um þriggja mánaða skeið. Telja verður það einstakt happ fyr- ir safnið að fá að njóta starfs- krafta Guðmundar og kunnáttu í meðferð þeirra gömlu hluta, sem fæstir nútímamenn bera þekkingu til að meðhöndla og lagfæra. Bindum við safnamenn hér eystra sérstakar vonir við að eiga Guð- mund að til viðgerða fyrir fleiri minjasöfn á svæðinu á næstu ár- um. — G. H. Myndlistar- sýningar Um helgina var opnuð í Barnaskólanum í Neskaupstað myndlistarsýning á úrvali lista- verka í eigu Norðfirðinga og yfirlitssýning á verkum tóm- stundamálara í Neskaupstað. Sýningin verður opin til 3. júlí. Laugardaginn 30. júní kl. 16 e. h. verður opnuð í Egilsbúð yfirlitssýning á verkum hinnar fjölhæfu listakonu Gerðu Helgadóttur. Það sem þér viljið að aðrirgjöri... Þátttaka Norðfirðinga í fegr- un umhverfis nú í vor hefur verið til fyrirmyndar. Full ástæða er til að ætla að framhald verði á því en rétt er að vera vakandi fyrir t. d. plastboxum og öðrum umbúð- um sem fleygt er á götur. En á sama tíma og menn sýna slíkan skilning á gildi umhverfisins er hart að sjá athafnasvæði Steypusölunnar við Strandgötu líta út eins og eftir loftárás. Ættu þó bæjar- fulltrúar sem standa að sam- þykktum um umhverfismál að ganga á undan með gott for- dæmi fremur en vera eftirbát- ar annarra. Auðvitað er víð- ar pottur brotinn en þetta er samt það svæði í bænum sem nú stingur sárast í augu. Egill rauði Jógúrt út á lyfseðil? I nýútkomnu Fréttabréfi frá upplýsingaþjónustu landbúnað- arins er frétt um að hægt sé að lækka blóðfituna á einni viku með því að neyta jógúrt dag- lega. Þetta er samkvæmt nið- urstöðu vísindamanna frá iveimur vel þekktum banda- rískum háskólum og ætti að vera einföld iausn til að draga úr líkunum á æðakölkun, seg- ir í blaðinu og ennfremur, að gott sé þá að vita af því, að í kæliskápnum megi fá lyfið, sem dugi gegn of mikilli blóð- fitu. Nú er það svo, að jógúrt sprettur því miður ekki í kæli- skápum, ef svo væri, þá fyndist það vafalaust í fleiri kæliskápum hér austanlands. Það hefur nefnilega verið sjald- gæfur hlutur sl. ár í austfirsk- um kæliborðum og skápum, a. m. k. þar sem undirrituð þekk- ir til. Sagt er að flutningserfið- leikar séu orsökin og heyrst hefur, að Flugfélagið (þ. e. flugfélag landsmanna allra) neiti að flytja þetta mikilvæga lyf út á landsbyggðina. Ekki veit ég, hvort satt er en ef til vill rætist úr þessu þegar farið verður að selja jógúrt f apótekunum út á lyfseðil -Ó.Þ.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.