Austurland


Austurland - 05.07.1979, Blaðsíða 2

Austurland - 05.07.1979, Blaðsíða 2
IlTSTURLAND________________________ Málgagn Alþýðubanílalagsins á Austurlandi Ritnefnd: Ágúst Jónsson, Árni Þormóðsson, Bjarni Þórðarson, Guðmundur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir s. 7571 — h. s. 7374. Aoglýsingar og dreifing: Birna Geirsdóttir s. 7571 og 7454. Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, ufgrciðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað sími 7571. i*rentun: Nesprent. TUffefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Neskaupstaður 50 ára Á þessu ári eru liðin 50 ár frá því að Neskaupstaður hlaut kaupstaðarréttindi. Það var 1. janúar 1929 að lögin par um tóku g'ldi. 50 ár er ekki langur tími í sögu sveitarfélags. Þó hafa á j?ess- um tíma gerst gífurlega miklar breytingar í málefnum Neskaup- staðar. Fyrsta áratuginn mótaðist lífið í hinum nýja kaupstað veru- lega af þeim erfiðleikum í efnahagsmálum þjóðarinnar, sem pá gengu yfir. Það var einmitt á þeim áratug, sem afleiðingar heimskreppunnar gengu yfir með atvinnuleysi um allt land og mikilli markaðskreppu. f Neskaupstað var brugðist af miklum manndómi við erfið- leikum kreppuáranna m. a. með pví að stofna til togaraútgerðar og verksmiðjureksturs og með pví að ráðast í byggingu mynd- arlegs bamaskólahúss og ýmissa annarra framkvæmda. Á styrjaldarárunum bjuggu ibúar Neskaupstaðar að eigin framleiðslu og urðu aldrei háðir hemaðarframkvæmdum eða setuliði. Þeir urðu pví fyrri til en margir aðrir, strax að stríð- inu loknu, að hefjast handa um stórframkvæmdir á sviði út- gerðar og fiskvinnslu. Það var pá sem ákveðin vom kaup á tveimur nýsköpunartogumm, nokkrum nýjum og stórum fiski- bátum og fyrstu framkvæmdir hófust við byggingu þeirrar fiskvinnslustöðvar, sem enn er uppstaðan í fiskverkunarað- stöðunni í bænum. Neskaupstaður hefur allan tímann verið mikill útgerðarbær. Fiskibátar hafa verið margir og af ýmsum stærðum og gerðum. Það hefur verið einkenni á atvinnurekstri í Neskaupstað um langt árabil, að félagsleg samtök og samvinna hafa þar verið ríkari þáttur en víðast hvar annars staðar á landinu. Lengst af höfðu útgerðarmenn og sjómenn með sér félagssamtök sem seldu framleiðsluna sameiginlega og sem jafnframt önnuðust innkaup á öllum helstu rekstrarvörum útgerðarinnar. Á síðari árum hefur þessi starfsemi vaxið í }>ann stórrekstur á sviði út- gerðar og fiskvinnslu sem nú er rekinn í bænum. Þá að Neskaupstaður sé fyrst og fremst þekktur um allt land sem forystubær á sviði útgerðar og fiskvinnslu og viðurkenndur til fyrirmyndar á pví sviði, hefur hann einnig á öðrum sviðum vakið athygli fyrir forgöngu sína og myndarlegar framkvæmdir. í Neskaupstað hefur í rúm 20 ár verið rekið fjórðungssjúkra- hús Austurlands og nú stendur yfir stækkun }?ess, par sem gert er ráð fyrr mjög góðri og fullkominni lækningaaðstöðu og he'lsugæsluþjónustu. í Neskaupstað var hafinn rekstur barnaheimilis langt á und- an J?ví sem algengast var um hliðstæða staði og nú er Dagheimil- ið í Neskaupstað tekið til fyrirmyndar og samkvæmt opinber- um skýrslum er þjónusta á pví sviði talin meiri og betri en í öðrum kaupstöðum. Neskaupstaður hefur heldur ekki látið sinn hlut eftir liggja á sviði skóla- og menningarmála og á sviði ýmissa greina íþrótta- starfsemi. Nú pegar Norðfirðingar minnast 50 ára kaupstaðarréttinda bæjarins síns, geta peir verið glaðir og ánægðir og stoltir af sínum heimabæ. f Neskaupstað er atvinnuöryggi meira en í flestum öðrum byggðarlögum og atvinnutekjur eru og hafa verið í mörg ár með pví hæsta sem þekkist í landinu. í Neskaupstað er gott að búa. Bærinn hefur tekið stórfelldum stakkaskiptum á síðustu árum. Skrúðgarðurinn í miðjum bæn- SKÁK Deildarkeppni Skáksambands íslands lauk fyrir skömmu. Eins og undanfarin ár sigraði Taflfél. Reykjavíkur í 1. deild af öryggi. Sveit Skáksambands Austurlands átti í mikilli baráttu við Taflfél. Hreyfils í Rvík. á botni deildar- innar og fyrir síðustu umferð var staða Austfirðinga mjög tæp því að Hreyfill hafði 2ja vinninga forskot. Þessar sveitir mættust í síðustu umferð á Egilsstöðum 9. júní sl. í allan vetur hefur gengið mjög ilia að stilla upp besta liði austfirskra skákmanna, en á ell- eftu stundu tókst það nokkurn veginn og árangurinn lét ekki á sér standa. Sveit Hreyfils var lögð að velli með 5pí vinningi gegn 2%. v. og halda Austfirðingar því sæti sínu í I. deild en Hreyfill féll í II. deild. Sæti Hreyfils í I. deild tekur sv. Taflf. Seltjamarness sem sigraði í II. deild nokkuð ömgg- lega. Úrslitaröðin í I. deild: 1. Taflfélag Reykjavíkur 41 y2 v. 2. Skákfélag Akureyrar 32ýí v. 3. Skákfélagið Mjölnir 32}4 v. 4. Skákfél. Hafnarfjarðar 28% v. 5. Taflfélag Kópavogs 28% v. 6. Taflfél. Keflavíkur 26% v. 7. Skáksamb. Austurl. 17% v. 8. Taflfélag Hreyfils J6^ v. Sveitakeppni Austurlands í skák fór fram á Eskifirði 2. júní sl. Aðeins tvær sveitir mættu til Ieiks, frá Eskifirði og Neskaupstað. Sveitimar skildu jafnar að vinning- um 2:2, en þar sem Eskfirðingar sigruðu á 1. borði hlutu þeir fieiri stig í keppninni og urðu því Aust- urlandsmeistarar í skák 1979. Höfnin ... Framhald af 4. síðu. NESHREPPUR í NORÐFIRÐI NESKAUPSTAÐUR Sveitarstjórnarmannatal BJARNI ÞÓRÐARSON TÓK SAMAN Forsetatal bœjarstjórnar 1. Kristinn Ölafsson 1. jan. 1929—11. ág. 1936. Sjá Sveitarstjórnar- mannatal nr. 67. 2. Jónas Guðmundsson 11. ág. 1936—30. jan. 1938. Sjá Sveitarstjórn- armannatal nr. 64. 3. Ólafur Magnússon 1. febr. 1938—30. jan. 1942 og 8. jan. 1943—- 12. jan. 1945. Sjá Sveitarstjórnarmannatal nr. 78. 4. Lúðvík Jósepsson 30. jan. 1942—8. jan 1943 og 30. jan 1946—1. febr. 1957. Sjá Sveitarstjórnarmannatal nr. 70. 5. Jónas Thoroddsen 12. jan. 1945—sept. 1945. Sjá Sveitarstjórnar- mannatal nr. 65. 6. Jóhannes Stefánsson 1. febr. 1957—26. maí 1974. Sjá Sveitar- stjórnarmannatal nr. 55. 7. Kristinn V. Jóhannsson 7. febr. 1974— . Sjá Sveitarstjórnarmanna- tal nr. 66. kvæma fyrir um 50—60 milljónir í ár, leggja olíumöl á 1,5—2 km. í byggingarmálum er einnig ýmislegt á döfinni. Sjúkrahúsið er stærsta framkvæmdin. Þangað eru áætlaðar 110—120 milljónir kr, þar af borgar bærinn helminginn. Bygging 12 sölu- og leiguíbúða er langt á veg komin. Þegar er flutt inn í 4 íbúðir og inn í þær sem eftir eru verður flutt í september —október. Verður byggingunni þá lokið, u. þ. b. 3—4 mánuðum á undan áætlun. Verktakinn, sem stóð sig svona vel, er Byggingaver sf. Síðan koma minni framkvæmdir s. s. 7 milljónir í verkamannabú- staði 5 milljónir í húsnæði fyrir Tónskólann, sem er að gera upp gamalt hús fyrir starfsemina, o. fl. Og þegar peningarnir eru búnir þá fer ég í sumarfrí, sagði Jónas í lokin og hann var svo bjartsýnn að ætla peningunum að endast fram á haust. Varaforsetar Bílaleiga Höfum til leigu góða bíla. 1. Ólafur Magnússon 11. ág. 1936—30. jan. 1938. Sjá Sveitarstjórnar- mannatal nr. 78. 2. Lúðvík Jósepsson 1. febr. 1938—30. jan. 1942. Sjá Sveitarstjórnar- mannatal nr. 70. 3. Níels Ingvarsson 30. jan. 1942—12. jan. 1945. Sjá Sveitarstjórnar- mannatal nr. 75. 4. Jóhannes Stefánsson 12. jan. 1945—1. febr. 1957. Sjá Sveitar- stjórnarmannatal nr. 55. 5. Jón Svan Sigurðsson 1. febr. 1957—31. jan. 1958. Sjá Sveitar- stjórnarmannatal nr. 60. 6. Eyþór Þórðarson 31. jan. 1958—24. maí 1966. Sjá Sveitarstjórnar- mannatal nr. 23. 7. Kristinn V. Jóhannsson 24. maí 1966—7. júní 1974. Sjá Sveitar- stjórnarmannatal nr. 66. 8. Sigrún Þormóðsdóttir 7. júní 1974—6. júní 1978. Sjá Sveitarstjórn- armannatal nr. 89. 9. Jóhann K. Sigurðsson 6. júní 1978— . Sjá Sveitarstjórnarmanna- tal nr. 54. um er fallegur og nú er búið að tengja hann á smekklegan hátt við sundlaugarsvæðið. Þannig er miðhluti bæjarins orðinn ac fallegu gróðurvöxnu og grænu svæði. Eitt af }>ví, sem gert hefur Neskaupstað að kröftugu og fram- sæknu byggðarlagi er óvenjumikil og sterk samstaða bæjarbúa í Neskaupstað eru allir sem einn tnaður þegar á reynir: pí standa allir saman og eru fyrst og fremst Norðfirðingar. Aðstaða Neskaupstaðar hefur oft verið talin erfið í ýmsum greinum. Samgöngur hafa verið erfiðar og bærinn liggur í meiri fjarlægð frá miðstöðvarlífinu í Reykjavík en nokkur ann- ar kaupstaður á landinu. En par sem fólkið stendur saman yfirvinnast slfkir erfiðleikar. Við slíkar aðstæður herðast menn og læra að framtíð }>eirra og velgengni veltur á dugnaði og hag- sýni og p6 umfram allt á sterkri og óbilandi samstöðu. Á 50 ára afmæli kaupstaðarins munu íbúar Neskaupstaðai strengja þess heit að áfram skuli þeir standa fast saman og vinna að því að gera bæinn sinn og mannlífið í bænum að betn' bæ og mannlífið fegurra og innihaldsríkara. — L. J. Upplýsingar í símum 7639 og 7553, Neskaupstað. íbúð óskast Óska eftir lítilli íbúð á jarðhæð í skiptum fyrir raðhús á 2 hæðum. Upplýsingar í síma 7251. safa

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.