Austurland


Austurland - 05.07.1979, Blaðsíða 8

Austurland - 05.07.1979, Blaðsíða 8
Æusturland Neskaupstað 5. júlí 1979. Auglýsið í Austurlandi Símar 7571 og 7454 Gerist áskrifendur , Þinn hagur. — Okkar gtyrkur. SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR Fornleifarannsóknir í Gautavík i Berufirði og fleira er á dagskrá Peningurinn er seldur hjá afmæl- isnefnd, Sparisjóði Norðfjarðar, Landsbankanum í Neskaupstað og Verslun Björns Björnssonar. — xx Fornminjarannsóknir og skráning Á tímabilinu 23. júlí—18. ág. mun standa yfir fornleifarann- sókn (uppgröftur) á gamla versl- unarstaðnum í Gautavík í Beru- firði. Þessa rannsókn mun annast að hiuta Torsten Chapelle, pró- fessor við háskólann í Miinster í Þýskalandi ásamt 5 Þýskum forn- leifafræðistúdentum, en hér er um að ræða efndir á fyrirheiti um rannsókn á íslenskum fornleifum, sem vesturþýskir gáfu á Þjóðhá- tíðarárinu 1974. Fyrir hönd Þjóð- minjasafns:ns mun Guðmundur Ólafsson safnvörður og Gunnlaug- ur Haraldsson vinna að uppgreftr- inum. Rannsókn á verslunarstaðn- um lýkur tæplega á pessu sumri, en með þessum uppgreftri ætti þó að finnast nokkur lausn á þeirri gátu, hver saga og þýðing hins forna kaupvangs var á fyrstu öld- um íslandsbyggðar uns kaupskap- ur hófst á Djúpavogi. Jafnframt verða í sumar skráð- ar skipulega forn- og þjóðminjar á Jökuldal ásamt heiðinni og jafn- vel víðar, en sú vettvangskönnun er liður í því mikla framtíðar- verkefni að kortleggja allar fom- Mjög góð aðsókn Alþýðuleikhúsið hefur verið í leikför um Austurland með leik- ritið „Við borgum ekki, við borg- um ekki“. Það hefur hvarvetna fengið mjög góðar undirtektir. í Neskaupstað sýndi það fyrir troð- fullu húsi í Egilsbúð á sunnudags- kvöld og áhorfendur sýndu, að þeir kunnu vel að meta þetta ágæta framlag og fögnuðu leik- endum innilega ( lokin. og söguminjar á Austurlandi. Mun undirritaður annast þessa skráningu í sumar. Byggðasafn Austur- Skaftfellinga Að undanförnu hefur viðgerð á Gömlubúð á Höfn miðað vel áfram. Lokið er að mestu viðgerð hið ytra og frágangur á kjallara langt kominn. Þórketill Sigurðsson smiður hefur haft veg og vanda af tréverki og er handbragð hans til sóma. Áformað er að flytja muni safnsins, sem eru um 1500 talsins og hafa verið í geymslum til þessa, í Gömlubúð nú í júlí. Verður þá væntanlega tilbúin að- staða til viðgerða og hreinsunar á mununum, sem er forsenda þess að hægt verði að stilla þeim upp til sýningar. Byggðasafnið hefur þegar ráðið Gísla Arason á Höfn sem safn- vörð (hálft starf) og er það fram- tak í samræmi við þann stórhug og skilning sem sýslunefnd hefur sýnt safnamálum þar í héraði. Þarf ekki að efa, hvílík lyftistöng það verður byggðasafnsmálum sýslunnar að hafa á að skipa safn- verði þegar í upphafi, þó í hálfu starfi sé, til að sinna þeim fjöl- þættu verkefnum sem bíða úr- lausnar í safninu áður en það verður tilbúið til sýningar almenn- ingi. Er stefnt að því að svo verði á næsta sumri. Húsverndun Á sviði varðveislu og viðgerða gamalla húsa er það helst á döf- inni í sumar, að fram verður hald- ið viðgerðum á gamla torfbænum á Galtarstöðum fram í Hróars- tungu. í fyrra tókst að ljúka end- urbyggingu á búri og bæjargöng- um, en í sumar er áformað að ljúka bæjarhúsi og baðstofu með fjósi undir palli. Safnastofnun Austurlands hefur umsjón með verkinu í umboði Þjóðminjasafns, sem stendur straum af kostnaði með tilstyrk Þjóðhátíðarsjóðs. Timburverk er í höndum Auðuns H. Einarssonar kennara á Egils- stöðum, en hann hefur verið ráð- inn til starfa í sumar hjá SAL við þetta verk og önnur áþekk. Torf- og grjóthleðslu mun annast sem fyrr Sveinn Einarsson vegg- hleðslumaður og Friðrik Lúðvíks- son. — Með viðgerð á Galtastaða- bæ gefst kostur á verndun dæmi- gerðs austfirsks smábýlis til mót- vægis við þau sýnishorn af höfð- ingjasetrum, sem varðveitt hafa verið í nokkrum eintökum hér á landi (Glaumbær, Burstafell o. fl). Önnur verkefni af þessum toga eru viðgerðir safnhúsanna Gömlu- Búðar á Eskifirði og Höfn, og jafnframt verður á Seyðisfirði hafin viðgerð á Gömlu-símstöð, þar sem Tækniminjasafn Austur- lands er fyrirhugað aðsetur. Auk þess hefur Þjóðhátíðarsjóður veitt nokkurn styrk til þess að hefja viðgerð á Löngubúð á Djúpavogi, — verslunar- og vöruhúsi frá miðri öld. Þá munu nokkrir dansk-íslenskir arkitektanemar frá Háskólanum í Árósum ljúka uppmælingum á bæjarhúsum og kirkju í Papey, gamla íbúðarhúsinu á Teigarhomi og jafnvel mæla víðar upp hús hér eystra ef tök verða á. Gunnlaugur Haraldsson minjavörður Afmœlispeningur og blað komið út Höfnin stœrsta framkvœmdin Austurland náði tali af Jónasi Hallgrímssyni, bæjarstjóra á Seyð- isfirði, fyrir skömmu og innti hann frétta af framkvæmdum þar. — Við ætlum að gera átak í hafnarmálum. Fyrir neðan Fisk- vinnsluna ætlum við að gera land- veg með steyptri þekju og næsta ár kæmi staurabygging framan við. Framkvæmdin þetta ár verður upp á 40 milljónir kr. — Svo ætlum við að ljúka við vöruskemmu úti á nýju höfninni og aðstöðu fyrir hafnarvörðinn. Höfnin rekur afgreiðslu ríkisskipa sem sérstakt fyrirtæki og mun byggja vöruskemmuna og leigja síðan út. Við erum einnig að gera góða hluti í Félagsheimilinu í samvinnu við það. Bærinn leggur nú 16 milljónir í afmarkaða byggingu til að koma upp veitingaaðstöðu og lagfæringar á snyrtingu þar. í gatnagerð ætlum við að fram- Framh. á 2. sfðu Jónas Hallgrímsson bæjarstjóri á Seyðisfirði. Skissa af peningnum. Á laugardaginn kemur út blað sem ber neiUö: Neskaupstaður — Aimænsblað 1979. Útgefandi er afmælisnefnd bæj- arins, riisijori Kristinn V. Johanns- son. Biaöió er prentað í Nesprenti. Efm blaðsins er fjölbreytt og má nefna lýsmgu á Norðfjarðar- hreppi og Nesiandi; grein um Nes- þorp 18*5—19f3; æskuminninga- þætti; ágrip atvinnusögu; kvæði og fleira. Blaðið er ríkuiega mynd- skreytt. Kominn er á markað gullfalleg- ur minnispeningur, útgefinn af af- mælisnefnd Neskaupstaðar í tilefni kaupstaðarafmælisins. Peningurinn er úr bronsi. Á framhliðinni er víkingaskip, en bakhliðinni er skipt í fjóra reiti með myndum af umhverfi Nes- kaupstaðar. Augiýsingastofan, Gísli B. Björnsson hf., hannaði peninginn og ísspor framleiddi hann. Aðeins 700 eintök voru slegin. fjarðará Veiði hófst í Norðfjarðará miðvikudaginn 27. júní sl. Er það óvenju snemmt, en fiskur er farinn að ganga, svo ekki var eftir nemu að bíða. Er það mál manna að meira hafi orðið vart við silung á hafnarsvæðinu í ár en oftast áður. Gefur það góð fyrirheit um veiðina í sumar. Veitt er alla daga nema mánudaga og þriðjudaga, en þá nýta bændur ána. Veiðileyfi eru seld í Nes- apóteki og hægt er að fá leyfi hálfan eða heilan dag. Góða skemmtun! Heyrnar- h.ÍálP Heymar- og talmeinastofnun íslands verður hér í bæ dagana 12—13. júlí ásamt Einari Sindrasyni lækni. Foreldrar barna, scm ástæða er til að ætla að hafi skerta heyrn, eru hvattir tii að not- færa sér þessa þjónustu. Einn- ig verður veitt aðstoð í sam- bandi við heyrnartæki og end- urnýjun á þeim. Ferð til Færeyja Þann 14. júlí n. k. fer 50 til 60 manna hópur frá Þrótti til Sandavogs í Færeyjum. í til- efni þess efnir félagið til happ- drættis til styrktar Færeyjar- förum. Vinningar eru tvær Færeyjarferðir með hópnum. Kostar hver miði 600 kr. og verða miðarnir seldir nú um helgina og dregið verður mánu- daginn 9. júlí. Bolir vegna afmælisins í tilefni 50 ára afmælis Nes- kaupstaðar hefur Þróttur lát- ið gera íþróttaboli með afmæl- ismerki bæjarins. Verða bolirn- ir seldir í Sjómannastofunni í kvöld frá klukkan 6. Einnig verða bolirnir til sölu hjá Elmu Guðmundsdóttur og Þórhalli Jónassyni. nr. 1714 Vinningurinn ( happdrætti Krabbameinsfélags Austfjarða kom á miða nr. 1714.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.