Austurland


Austurland - 20.09.1979, Blaðsíða 2

Austurland - 20.09.1979, Blaðsíða 2
___________Æusturland________________________ Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Ritnefnd: Ágúst Jónsson, Ámi Þormóðsson, Bjami Þórðarson, Guðmundur Bjaraason og Kristinn V. Jóhannsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttír s. 7571 — h. s. 7374. Angjýsingar og dreifing: Biraa Geirsdóttir s. 7571 og 7454. Pósthóif 31 — 74« Neskanpstað. Ritstjórn, afgrelðsla, angiýsingar: Egflsbrant 11, Neskaupstað siml 7571. Prentnn: Nesprent Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Nú reynir á um efndir í jjeim átökum sem nýlega er lokið innan ríkisstjómarinnar um aukna skattheimtu ríkisins, lagði Alþýðubandalagið höfuð- áherslu á pað á lokastigi, að sem tryggilegast væri frá því gengið, að þeir fjármunir, sem þannig fengjust til viðbótar, gengju til brýnna samfélagsverkefna sem samstarfsflokkar okk- ar vilja gjaman heldur draga úr. Nokkur ávinningur náðist óneitanlega, ]>ó þar reyni að vísu á orðheldni manna. Það er að sönnu einnig hryggileg stað- reynd, að ekki tókst í neinu að knýja samstarfsaðilana til nýrra tekjuöflunarleiða, ekki einu sinni til raunhæfs átaks í skatta- eftirliti og aðgerðum gegn skattsvikum, sem fært hefðu ríkinu drjúgan hiuta þess fjár sem afla þurfti og sem hefði pá frá þeim verið tekið, sem sannanlega hefðu pá verið verðugir greiðendur. Það hlýtur að vera ærið umhugsunarefni öllum vinstri mönnum á íslandi hve gömul íhaldsúrræði em allsráðandi hjá okkar samstarfsaðilum í ríkisstjóm, hve viðkvæmir þeir eru fyrir því að hreyfa í nokkru við óþörfum og margföldum milliliðakostnaði, hve ákafi þeirra til hækkana á hverju einu í vöm og þjónustu að ógleymdum vöxtum er mikill, en kaup- liður vinnandi fólks það eina sem horft er á til lækkunar og skerðingar. Þó þar hafi Alþýðubandalaginu tekist að verjast öllum verstu áföllum hefur viðleitni hinna verið söm við sig. Það hlýtur líka að vera umhugsunarefni til framtíðar, að Alþýðubandalagið þurfi að berjast fyrir framlögum til sam- félagsverkefna við fjárlagagerð í fyrra og ekki síður nú gegn beinni og opinskárri andstöðu Alþýðuflokksins og mikilli tregðu Framsóknarflokksins. Þannig var nú í þessari lotu. í orkukreppunni nú standa tveir málaflokkar upp úr í fram- kvæmdum ríkisins sem þjóðhagsleg nauðsyn knýr á um, að vel verði að unnið; orkumálin og samgöngumálin. Þetta ættu allir að geta verið sammála um og eru það eflaust, þó það komi eðlilega í hlut Alþýðubandalagsins að berjast í báðum málaflokkum sem allra best. Ráðherrar þess fara með báða málaflokka og vissulega eru þar stór átök framundan, sem óneitanlega eru betur tryggð eftir síðustu lotu innan ríkis- stjómarinnar en áður hafði verið. Fyrir okkur landsbyggðarfólk hafa þessi mál þó forgang alveg sérstaklega og krafa okkar hlýtur að vera sú, að öllu mögulegu afli sé beitt til að gera þar veruleg átök. Með síðustu vegaáætlun, í vor sem leið, er brotið blað í framkvæmdum í vegamálum. Árin 1980—’82 verður dæminu snúið við og aukning fram- kvæmda loks veruleiki eftir margra ára hnignun. Þessa vilja- yfirlýsingu Alþingis ber að standa við og helst að gera betur í Ijósi ástandsins í orkumálum því auk hinnar bættu þjónustu er orkusparnaðurinn ótvíræður af betra vegakerfi. Nú mun í vetur á reyna hver vilji er til að gera þessa áætlun að vem- leika. Landsbyggðarfólk þarf að fylgjast vel með, knýja á með afli sínu og atfylgi að áform vegaáætlunar um stórauknar framkvæmdir í vegamálum verði áþreifanleg staðreynd. Eins og harða baráttu samgöngumálaráðheiTa þurfti til að fá fram þær niðurstöðutölur sem fengust, þá verður áreiðan- lega að heyja viðbótarbaráttu fyrir því, að við þessi fyrirheit ÍÞRÓTTIR 36. ársþing UiA var haldið á Reyðarfirði dagana 7. og 8. sept. sl. Þingið sóttu rúmlega 40 fulltrú- ar frá 13 félögum. Gestir þingsins voru Hermann Guðmundsson framkvæmdastjóri ÍSÍ, Bjöm Ágústsson gjaldkeri UMFÍ, Gunnar Kristjánsson rit- stjóri Skinfaxa, Guðmundur Magnússon fræðslustjóri, Vil- hjálmur Einarsson skólameistari og Hörður Þórhallsson formaður SSA og sveitarstjóri Reyðarfjarð- arhrepps, en hreppurinn bauð þingheimi til kaffidrykkju að kvöldi föstudags. Mörg athyglisverð mál vom rædd á þinginu s. s. Landsmót UMFÍ á Austurlandi 1990 og fræðslhmál. Auk þess íþróttir og fjárhagur sambandsins, sem er mjög slæmur um þessar mundir. Emil Bjömsson kynnti íþrótta- og félagsmálabraut Menntaskólans á Egilsstöðum. Tilkynnt var val íþróttamanns ársins 1978—1979 og hafði Skúli Óskarsson orðið fyrir valinu. í til- efni af því var Vilhjálmi Einars- syni falið að afhenda Skúla bikar allmikinn við upphaf Norður- landameistaramóts í kraftlyftingu, sem verður haldið í Reykjavík um næstu helgi. Er þetta í fyrsta skipti sem íþróttamaður U.Í.A. er kjörinn, og gaf Bergur Hallgrímsson á Fáskrúðsfirði bikarinn, sem verður farandgripur og varðveitist af íþróttamanni ársins, sem kjörinn skal á síðasta stjómarfundi U.Í.A. fyrir þing ár hvert. Þá voni í fyrsta sinn afhent starfsmerki U.Í.A. Hlutu það 4 menn, sem allir hafa starfað lengi og ötullega að íþróttamálum Aust- urlands. Starfsmerki hlutu: Þorvaldur Jóhannsson Seyðisfirði Stefán Þorleifsson Neskaupstað Aðalsteinn I. Eiríksson Reyðarf. og Sigurður Ó. Pálsson Eiöum. Mun betri fundarsókn var en undanfarin ár, enda áríðandi að allir þeir aðilar sem að íþrótta- og ungmennáfélagsmálum starfa aust- anlands komi saman, ræði þessi hugðarefni sín og marki stefnuna fyrir næsta ár. í stjóm U.Í.A. vom kosin: Formaður: Hermann Níelsson Eiðum. Aðrir í stjóm: Dóra Gunn arsdóttir Fáskrúðsfirði, Bjöm Björgvinsson Breiðdalsvík, Helgi Halldórsson Egilsstöðum og Jóhann P. Hansson Seyðisfirði. Til vara: Helgi Arngrímsson Borg- arfirði, Þórhailur Jónasson Nes- kaupstað og Pétur Eiðsson Borg- arfirði. Af íþróttum í Suðursveit Ekki hefur íþróttalíf blómstrað í Suðursveit það, sem af er árinu. Þó eru um þessar mundir að kom- ast í gang æfingar í frjálsum íþróttum tvisvar í viku. Er það Ungmennasambandið Úlfljótur, sem fyrir þeim æfingum stendur. En Hulda Laxdal Hauksdóttir af Höfn er þjálfarinn. Þá starfrækti Úlfljótur sumar- búðir fyrir börn í vikutíma í Hrollaugsstaðaskóla seint í júnf- mánuði. Munu þar hafa dvalið 13 börn. En ekkert þeirra var úr Suð- ursveit. Börnin dvöldu þarna undir leiðsögn frú Ágústínu Halldórs- dóttur íþróttakennara á Höfn og virtust mjög ánægð með dvölina. Ekki létu Suðursveitungar sinn hlut eftir liggja við að koma boð- hlaupskeflinu yfir sína sveit og gerðu reyndar nokkm betur og hlupu nokkra kflómetra innan Öræfasveitar líka. Alls hlupu 59 úr Suðursveit og hafa sennilega hlaupið nærri einn km hver hlaup- ari til jafnaðar. Yngstu hlaupar- arnir voru 4 ára, en sá elsti var 55 ára. Mörgum fannst eins og drægi ský fyrir sólu, er þeir nærri á síðustu stundu heyrðu að þeir ættu að skeiða með Moggaaug- lýsinguna bæði í bak og fyrir. En málið leystist svona þegjandi og hljóðalaust, þegar á hólminn var komið með þvf, að flestir rannu skeiðið Moggalausir. Torfi Steinþórsson Breiðdœla Framhald af 1. ifðu. við og róti strax í fylgsnum hugar og rísli í skúffum og skrínum og dragi fram í dagsljósið kærkomið efni. Það er ótrúlegt hvað ein lítil mynd eða stutt frásögn getur lífg- að upp og gefið riti sem þessu gildi, bæði f gamni og alvöra. AFMMJ Bjarni Guðmundsson, fiskimats- maður, Strandgötu 10 Neskaupstað varð 70 ára 11. sept. — Hann fæddist á Sveinsstöðum, Hellisfirði en hefur búið í Neskaupstað allan sinn búskap. Margrét Halldórsdóttir, hús- móðir, Nesgötu 39, Neskaupstað varð 80 ára 12. sept. — Hún fæddist í Bakkagerði, Nesjahreppi, A.-Skaft. en fluttist til Neskaup- staðar 1925. Matthildur Jónsdóttir, húsmóð- ir, Þiljuvöllum 11, Neskaupstað varð 75 ára 16. sept. •— Hún fædd- ist á Sæbakka, Mjóafirði, en flutt- ist til Neskaupstaðar 1926. Nikólína Karlsdóttir, húsmóðir, Blómsturvöllum 39, Neskaupstað er 50 ára í dag, 20. sept. — Hún fæddist f Hafnarfirði. Ríkisstjórnarsamstarfið og endurskoðun málefnasamnings verður til umræðu á fundum sem Alþýðubandalagið efnir til á ýmsum stöðum á Austurlandi á næstunni. Á fundina mæta þeir Helgi Seljan og Baldur Óskarsson. Eftirtaldir fundir eru þegar ákveðnir: FÁSKRÚÐSFIRÐI í Félagsheimilinu |>riðjudaginn 25. sept. kl. 20.30. Félagsfundur. BREIÐDALSVÍK í matsal frystihússins miðvikud. 26. sept. kl. 20.30. Opinn og almennur fundur. DJÚPAVOGUR í Bamaskólanum fimmtudaginn 27. sept. kl. 20.30. Opinn og almennur fundur. Fundir eru fyrirhugaðir á Reyðarfirði og Egilsstöðum og verða auglýstir síðar. að vera sú að enn betur verði gert, að raunveruleg aukning verði sem allra mest. Það ætti að vera óþarft að brýna fólk þannig, en þegar tregðuöflin fara að láta til sín taka, í kringum fjárlagagerð og lánsfjáráætlun, er full ástæða til að fólk knýi á fulltrúa sína um að standa hér vel að verki, svo sem áform eru uppi um. Við Austfirðingar }>urfum samhliða átak í því að gera aðal- vegi okkar sem besta, breyta sveitavegleysunum okkar í vegi og hefja lagningu bundins slitlags út frá þéttbýliskjömunum. Engir eiga meiri hagsmuna að gæta, að við vegaáætlun verði staðið að fullu og í ljósi skattheimtu ríkisins af bensín- verðinu ætti að vera unnt að gera enn betur. En par þarf þrýsting sem um munar, ef að á að standa svo sem á er þörf. verði staðið. Þar mega engin íhalds- og úrtölusjónarmið ráða, svo sem við fáum svo vel að kynnast sem best megum fylgjast með. Krafa landsbyggðarfólks, og pá ekki síst Austfirðinga hlýtur Því er þessi brýning nauðsyn, með tilliti til }?ess að úrslit- in ráðast á næstu mánuðum og fjármálaráðherra, fulltrúi Aust- firðinga, hlýtur par að koma meir við sögu um efndir en aðrir. — H. S. EFNALAUGIN Neskaupstað verður opin 24.—28. september.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.